Morgunblaðið - 13.07.1984, Blaðsíða 8
40
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 1984
LJósmyndlr Mbl. Fríóa Proppé
Lajrt af stað í 17. júní-skrúðgönguna frá Hótel Villa Magna. Öll börn fengu blöðru og fána. „Hljóðf«ri“ hljómsveit-
arinnar sem gekk fyrir skúðgöngunni voru fengin að láni í eldhúsum íbúða í Villa Magna.
Frá Algarve-strönd
Portúgals
— Ný og vaxandi ferðamannanýlenda, sem nýtur þegar mikilla vinsælda
Algarve-ströndin, suðurströnd Portú-
gals, er tiltölulega nýr feröamanna-
staöur og á sér þar staö mikil upp-
bygging. Hótel eru á byggingarstigi á
svo til hverju horni og margt viövíkj-
andi þjónustu og verzlun enn ekki
fullkomlega frágengiö, en því fylgja
bæöi kostir og gallar, eins og vikiö
veröur aö síðar. Þaö sem gerir Portú-
galsströndina betri en sólarstrendur
t.d. Spánar aö mínu mati, er aö um
mann leikur þar mjúk Atlantshafsgol-
an hvern dag, þannig aö hvíld fæst
frá sterkri sól og hita. Þeir sem vilja
„steikarofn“ fundiö sér skjól fyrir gol-
unni, en fyrir börn og þá sem þola illa
mikinn hita er mikill léttir fólginn í
þessari staöreynd. Þá eru velflestir á
Algarve-ströndinni, sem sinna þjón-
ustu og verzlun, sæmilega ensku-
mælandi, svo tungumálaerfiöleikar
eru sjaldan til vandræða.
Bærðurnir Einar og Hákon koma
niður eina brautina, en hægt
er að stjórna hraðanum.
Þeir fóru hraðast sem lágu á bakinu.
Frí-klúbburinn gekkst fyrir keppni í brautunum. Hér afhendir Hildigunnur
verðlaunin. Sigurvegarinn, Kristinn frá Vestmannaeyjum, er lengst til hægri.
Sundskýlan hans rifnaði f einni brautinni á óheppilegum stað, en hann brá
sér þá í verzlun á staðnum og keypti fagurbleikan sundbol. Lengst til vinstri
er Höskuldur en í miðið Ingþór en þeir deildu jafnir að stigum 2.—3. sæti.
Ferðalög
Fríöa Proppé
Viökomandi feröaskrifstofa, Út-
sýn, býöur upp á fimm gististaöi:
íbúöarhóteliö Tenis Golf Mar í Vila-
moura, en í Montechoro viö Albu-
feira íbúöarhótelin Villa Magna og
Aura Mar, sem er viö ströndina;
„bungalóa” í Oliveiras og fjögurra
stjörnu hóteliö Montechoro. Flestir
Islendinganna gista á Villa Magna,
enda stærsta íbúöarhótel á svæö-
inu. Mjög góö aöstaöa er þar til
sólbaöa viö stóra og góöa sund-
laug í hótelgaröinum. Um 20 min-
útna gangur er á ströndina, en hót-
elbifreiö fer þangaö alla daga vik-
unnar, margar feröir á dag, gest-
um aö kostnaöarlausu. Einnig fer
hótelbifreiö reglulega dag hvern til
Albufeira á sömu kjörum, en þar er
aöalverslunarstaöurinn. Á jaröhæö
og í kjallara Villa Magna er fyrir-
huguö mikil verzlunar- og þjón-
ustumiöstöö. f júní sl. haföi stór
hluti hennar þegar veriö opnaöur
og verzlunum fjölgaöi meö hverri
vikunni. Stefnt er aö því aö hún
veröi fullfrágengin meö haustinu.
BJARTAR OG VEL
BÚNAR ÍBUDIR
íbúöirnar á Villa Magna eru yfir-
leitt stórar, en allar bjartar og vel
búnar húsgögnum og búsáhöldum
og eldhúsaöstaöa er góö. fbúöirn-
ar eru hreinsaöar daglega og búiö
um rúm. Skipt var um rúmföt
a.m.k. tvisvar í viku og oftar ef
nauösyn kraföi. Ef handklæöi var
notaö svo og diskaþurrkur var
skipt um daglega og aldrei uröum
viö vör viö skort á handklæðum,
þrátt fyrir mikla notkun. Ekki er í
verkahring kvennanna, sem
hreinsa íbúöirnar, aö þvo eldhús-
leirtau, en um leiö og þær voru
beönar um þaö, geröu þær þaö
meö glööu geöi og brosi — og
jafnglöö vikum viö aö þeim smá
aukaþóknun. Einnig tóku þær i
sínar traustu hendur, ef beöiö var
um þaö, óhreinan fatnaö, hvít-
þvoöu og struku, með sömu viö-
brögöum landans.
„ ... Á LAKINU“
Þeir samferöamenn á Villa
Magna í júníferöinni sem ég ræddi
viö voru allir mjög ánægöir meö
aöbúnaö þar. Einn tæknilegur galli
í íbúðunum varö fremur tilefni
spaugilegra atburöa i upphafi ferö-
arinnar, sem oft var hlegiö aö, en
kvartana, enda ætti ekki aö vera
mikið mál aö lagfæra þetta. Hér er
rætt um húna á huröum inni í íbúö-
unum. Þetta voru kúluhúnar af
þeirri gerö sem ekki var nokkur
leiö aö eiga viö meö blautum eöa
sólolíubornum höndum. Kom fyrir
aö fólk taldi sig innilokaö, svo kalla
varö á hjálp innfæddra. Einn
feröafélaganna bjargaöi sér sjálfur
úr slíkri „innilokun" í íbúö á 1. hæö
á öðrum degi feröarinnar. Tók
hann nokkur lök, batt saman og
vatt sér niöur af svölunum á lökun-
um. Kom hann niöur á barsvalir
þar sem furöu lostnir þjónar stóöu
opinmynntir innandyra. Fékk hann
viöurnefniö „á lakinu" og gekk
undir því þaö sem eftir liföi feröar.
Okkur læröist þó fljótt aö kljást viö
hunana, aöferöin var einfaldlega
sú aö þurrka vel hendurnar eöa
notast viö tiltækt handklæöi.
MATUR OG MAT-
SOLUSTADIR HVAÐ
MEST RÓMAÐ
Eitt af því, sem feröafélagarnir
rómuöu hvaö mest í Portúgal og
ekki aö ástæöulausu, var matur og
matsölustaöir, enda matur vel úti-
látinn, Ijúffengur og ódýr. Tveir
mjög góðir matsölustaöir eru í Villa
Magna-byggingunni, kínverskur á
jarðhæöinni og steikhús í kjallara.
Nutu þeir hvaö mestra vinsælda.
Sá kínverski er þó nokkru ódýrari
en steikhúsiö og margir lostætir
réttir á matseölinum þar. Steikhús-
iö var vinsælast fyrir Ijúffengar
nautasteikur. Islendingum varö
tíörætt um rétt nr. 25 á kínverska
staðnum, sem var önd steikt á
Ijúffengan hátt. Þá er góöur veit-
ingastaöur skammt frá Villa
Magna og hótel Montechoro. Hann
stendur á horni viö aöalgötuna á
staönum, sem gekk undir nafninu
Laugavegur, og staöurinn því ætíö
kallaöur Horniö. Þar voru Piri Piri-
kjúklingar hvaö vinsælastir en þeir
eru einnig mjög ódýrir.
Á matseölum þarna er yfirleitt
aö finna sömu réttina og boöiö er
upp á á veitingastööum hérlendis,
nema lítið er um aö fram séu born-
ar hveitisósur meö kjötréttum, en
nóg er af góöu og nýju grænmeti
þess í staö. Þjónusta, sem og viö-
mót Portúgala almennt, er alúðleg
og sérstaklega eftirtektarvert er
elskulegt viömót þeirra í garö
barna.
Eins og fyrr segir á sér staö mik-
il uppbygging og fjölgar verzlunum
og ýmiss konar þjónustu- og
skemmtistööum meö hverjum
deginum. Stærsta vatnsrennibraut
í Evrópu var til aö mynda tekin í
notkun skammt frá flugvellinum í
Faro sl. vor, en hún naut mikilla
vinsælda í feröinni, jafnt ungra
sem aldraöra. Frí-klúbburinn
gekkst fyrir aukaferöum þangaö
vegna fjölda áskorana. Höföu
menn á oröi, aö sniöugt væri aö
koma slíkri braut upp hér heima,
þar sem nóg er af heitu vatni, og
voru menn jafnvel búnir aö finna
brautinni staö í huganum í öskju-
hlíöinni mað affallsvatniö, sem nú
rennur út í Nauthólsvík, í huga.
Ekki skemmdi fyrir aö frétta af því
aö verkfræðingur frá Reykjavík-
urborg heföi gert sér ferö til Portú-
gals fyrr í sumar til aö skoöa
vatnsrennibrautina vinsælu.
VERÐMERKTAR VÖRUR
OG EKKERT „PRÚTT“
Vanir sólarlandafarar höföu á
oröi aö líkja mætti aöstööu á Al-
garve-ströndinni viö þaö sem
geröist á Spáni fyrir 10 til 12 árum.
Þrátt fyrir sívaxandi feröamanna-
straum er enn unnt aö komast í
náin tengsl viö daglegt líf inn-
fæddra. „Peningaplokkerí, prútt“
og ýmislegt samsvarandi, sem
viröist óumflýjanlegur fylgifiskur
stórra feröamannastaöa í sólar-
löndum, er enn svo til óþekkt fyrir-
bæri. Einn feröafélaganna reyndi
aö „prútta" í fyrstu verzlunarferð-
inni. Hann haföi keypt nokkur skó-
pör, bætti viö einu pari af barna-
skóm og reyndi aö ná veröinu á
þeim niöur um helming. Búöar-
maöurinn rétti honum þá par af
plastskóm, benti á verömiöann, en
flestar vörur eru verömerktar, og
tjáöi honum kurteislega aö sam-
kvæmt framleiöslukostnaöi og
verzlunarálagningu væri hann aö
biöja um þessa skó en ekki leö-
urskórsa sem hann ætlaði aö
kaupa.
Áhugamenn um innkaup og
verzlunarleiöangra geröu margir
hverjir góö kaup. Tveir feröafélag-
ar sem ég veit um keyptu gulldem-
antshringa í afmælisgjöf handa