Morgunblaðið - 27.07.1984, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.07.1984, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 1984 Morgunblaöið/Árni Sœberg. Ingólfur Jónsson INGÓLFUR Jónsson, fyrrum ráðherra, var jarðsunginn í gsr frá Odda- kirkju á Rangárvöllum. Hundruð manna voru viðstaddir útförina og var kirkjan í Odda þéttskipuð fólki og einnig var mannfjöidi { stóru sam- komutjaldi sem slegið var upp við Oddakirkju. Meðal kirkjugesta var forseti íslands, ráðherrar og fjöldi alþingismanna. Séra Jón Ragnarsson, bróðursonur Ingólfs, og séra Stefán Lárusson, prestur í Odda, jarðsungu. Kirkjukór Oddakirkju söng. jarðsettur í Odda Líkfylgd hélt af stað frá Reykjavík klukkan hálf tólf í gærdag og staðnæmdist líkfylgdin fyrir framan höfuðstöðvar kaupfélagsins Þórs á Hellu, en saga kaupfélagsins í hálfa öld, saga Hellu, og saga Ingólfs Jónssonar tvinnast í eina heild. Frá Hellu hélt líkfylgdin að Oddakirkju þar sem Ingólfur Jónsson er grafinn meðal ættmenna og áa. Farið fram á ítölu á Auð- kúlu- og Ey- vindar- staðaheiði LANDGRÆÐSLA ríkisins og hrepps- nefnd Bólstaðarhlíðarhrepps hafa kraflst þess að skipaðar verði ítölunefndir, sem ákvarði hve mikið búfé hver og einn megi hafa á Auðkúluheiði og Eyvindarstaða- heiði. Það er Landgræðsla ríkisins sem fer fram á ftölu á Auðkúluheiði, en ftölu á Eyvindarstaðaheiði er krafist af Ból- staðarhlíðarhreppi. Verkefni ftðlunefndanna verður að ákvarða leyfilegt beitarálag á heiðarn- ar og að sðgn Sveins Runólfssonar, landgræðslustjóra, má búast við að nefndirnar taki til staría i sumar eða haust. „Þess er að vænta að niðurstöður nefndanna veröi birtar fyrir næsta sumar, en þær verða byggðar á beitar- þolsrannsóknum, svo sem við verður komið, og jafnframt munu þær taka mið af ástandinu hverju sinni," sagði Sveinn aðspurður um hvenær niður- stöður nefndarinnar yrðu tilbúnar. ítölunefndirnar verða þannig skipað- ar að sýlsumaður hvorrar sýslu skipar formann nefndarinnar, Búnaðaríélag íslands tilnefnir einn fulltrúa og Land- græðsla rfkisins annan. Uppreksturinn á Eyvindarstaðaheiði: „Er ekki tilbúinn til að sækja hrossin á heiðina Tmusti Einars- son látinn DOKTOR Trausti Einarsson stjarn- fræöingnr lést f Reykjavík aófaranótt 25. júlí, 76 ára aó aldri. Trausti var fæddur f Reykjavík 14. nó- vember 1907, sonur hjónanna Einars Runólfssonar trésmiðs og konu hans Kristfnar Traustadóttur. Hann lauk prófi frá Menntaskólanum f Reykjavfk 1927 og doktorsprófi (dr. phil.) f stjörn- ufræði frá háskólanum f Göttingen 1934. Trausti kenndi við Menntaskólann á Akureyri 1935—44, er hann geröist kenn- ari við verkfræðideild Háskóla íslands. Hann varð prófessor f aflfræði og eðlis- fræði árið 1945 og gegndi þeirri stöðu allt þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Trausti hefur unnið mikið að rann- sóknum á jarðmyndunum Islands allt frá árinu 1934 og ritað greinar um þau efni f erlend og innlend tfmarit, einn og f félagi með öðrum. Auk þess hefur birst eftir hann rit um stjörnufræði. Trausti kvæntist 20. janúar 1951 Nfnu Thyru Þórðardóttur. Þau eignuðust eina dóttur, sem nú er uppkomin. — segir sýslumað- ur Skagfirðinga Skagafjörður, 26. júlí. Frá Valdimar KrwtinsHyni. „ÞAÐ ER að fara í gang rannsókn á þessu meinta lögbroti," sagði Hail- dór Jónsson, sýslumaður Skagfírð- inga, þegar blaðamaður Mbl. innti hann eftir hver yrðu viðbrögð emb- ættisins við upprekstri hrossa fró 16 býlum í Lýtings- og Seyluhreppi i Eyvindarstaðaheiði f gær. „Kannað verður hverjir eiga hér hlut að máli. Einnig verður rætt við sveitarstjóra hreppanna og fjallskilastjóra. Ég býst við að málið fái svipaða með- ferð og önnur meint lögbrotamál. Ég er ekki tilbúinn til að gera út leið- angur á heiðina, nema þá í samráði við hagsmunaaðila, sem ekki ráku hross upp í gær.“ Sýslumaður sagðist ekki hafa vitað af þessu fyrr en seinni part- inn í gær þegar fréttamenn Sjón- varps höfðu tal af honum vegna þessa máls. Þó kvaðst hann hafa verið undanfarna daga í stöðugu sambandi við landbúnaðarráðu- neytið vegna þessa máls, en ekkert hafi verið rætt um hvernig bregð- ast skyldi við ef til upprekstrar kæmi. Uppreksturinn á Auðkúlu- og Eyvindarstaðaheiði: „Greinilega manna sem — segir landgræðslustjóri MILLI 160 og 180 hross hafa nú verið rekin á Auökúlu- og Eyvindarstaðaheiði þrátt fyrir að fyrir liggi bann frá Landbúnaðarráðuneytinu á upprekstri hrossa á heiðina að ósk Landgræðslu rfkisins. samtök stjórna nokkurra ferðinni“ Eins og áður hefur verið skýrt frá eru það bændur úr Svfnavatns- hreppi sem hafa rekið hross sín á Auðkúluheiði, en á þann afrétt eiga einnig upprekstrarrétt Torfa- lækjarhreppur og Blönduóshreppur og hefur hreppsefnd þeirra verið fylgjandi upprekstrarbanni. Á Ey- vindarheiði hafa bændur úr Lýt- ingsstaðahreppi og Seiluhreppi rek- ið hross sín, en á þann afrétt á Bólstaðahlíðarhreppur einnig upp- rekstrarrétt en hreppsnefndin þar hefur lagt bann við upprekstri hrossa á afrétt. Sveinn Runólfsson, Landgræðslu- stjóri ríkisins, sagði í samtali við Morgunblaðið að hann hefði orðið fyrir miklum vonbrigðum með þá bændur sem brutu þetta bann Landbúnaðarráðuneytisins. „Það eru greinilega nokkurir menn sem stjórna ferðinni í þessum upp- rekstri, en það eru ekki nema um 18 bændur sem hafa rekið hross sin á heiðarnar en þangað eiga rétt til upprekstrar á annað hundrað bændur,” sagði Sveinn. „Þá hafa sveitafundir i þessum hreppum nánast samþykkt samhljóða að virða álit sérfræðinga á beitarþoli heiðanna." „Við hjá Landgræðslu ríkisins höfum bent á að heiðin sé þegar fullsetin af sauðfé og hún þoli ekki meíii beit og þvf skýtur skökku við aö reka 160—180 hross þar upp.“ Sveinn sagði að sumarið hefði verið mjög gott varðandi gras- sprettu í byggð og því héldu e.t.v. einhverjir að hið sama gilti um heiðarnar, en það væri öðru nær. Undanfarin fjögur ár hefðu verið fremur köld og því hefðu afréttirnir ekki náð 9ér nægilega. „Þvf finnst mér, þegar grasspretta hefur verið þetta góð, að það sé óþarfi að flengjast með þessi hross suður undir Jökla til þess að beita þeim á viðkvæman hálendisgróðurinn. Það er hins vegar greinilegt að sumir telja hægt að beita á heiðina þrátt fyrir að flestir séu sammála um að heiðin sé ofsett af sauðfé og því ekki viðlit að ætla að bæta þar við hrossum. Það virðist hins vegar vera að sumir haldi að þeir séu að missa þann rétt sem þeir hafa haft til að beita á heiðarnar en það er rangt, þetta er einungis gert f sumar til þess að vernda hálendisgróðurinn. Það eru gróðurverndarsjónarmið sem ráða þvf að það var lagt bann við þessum upprekstri og flestir bændur skilja þau sjónarmið og vilja vernda gróðurlendi landsins," sagði Sveinn að lokum. í samtali við upprekstrarmenn í gær kom fram, að þeir teldu sig tilbúna til að semja um þessi mál á þeim grunni sem þeir telja við- unandi og sanngjarnan. En ekki eru allir fylgjandi upp- rekstrinum og ræddi blaðamaður við einn þeirra sem er banninu fylgjandi, Sigfús Pétursson, bónda f Álftagerði. „Lög verður að virða, það eru alveg hreinar lfnur. Til hvers er þá verið að setja þau ef menn svo fara eftir þeim að eigin geðþótta. Ég veit að margir hafa snúist gegn upprekstrarmönnum eftir þessa síðustu reisu þeirra. Það var búið að útvega þeim beitiland fyrir hrossin, þannig að þeir geta ekki borið því við,“ sagði Sigfús. Einnig kvað hann að búið væri að halda marga fundi um málið og hefði hann setið marga þeirra og taldi hann þá hafa skilað litlum árangri. Aðspurður um álit hans á ástandi heiðarinnar nú, taldi hann heiðina líta vel út og væri það að þakka góðu tíðarfari í vor. Sigfús taldi þessa deilu vera hálfgert trú- ar- og tilfinningamál og sagði hann að ein aðalástæðan fyrir andstöðu við bannið væri sú að menn væru hræddir við að útiloka ætti hross til frambúðar frá heið- inni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.