Morgunblaðið - 27.07.1984, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.07.1984, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 1984 Carrington ræðir við Papandreu Aþenii, 26. júlí. AP. CARRINGTON lávarður, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalags- ins, kom til Aþenu í morgun í tveggja daga heimsókn og viðræðna um afleit samskipti grísku ríkisstjórnarinnar við Atlantshafsbandalagið síðan Andreas Papandreu tók við stjórnartaumum í Grikklandi fyrir tæpum þremur árum. Aðstoðarutanríkisráðherra Grikklands, Yiannis Kapsis, tók á móti Carrington og síðan hélt framkvæmdastjórinn rakleiðis á fund Karamanlis forseta. Síðdegis ræddi hann við Haralambopoulos utanrík- isráðherra og á morgun, föstu- dag, hittir hann Papandreu að máli. Papandreu fer einnig með embætti varnarmálaráð- herra. Carrington hefur eins og al- kunna er farið í kynnis- og kurteisisferðir til ríkja Atlantshafsbandalagsins að undanförnu. Langvinn deila Grikkja og Tyrkja vegna Eyjahafs, svo og ágreiningur um hernaðarlega stöðu Lemnoseyjar á Norður- Eyjahafi hefur veikt varnir á suðurvæng Atlantshafsbanda- lagsins síðasta áratuginn. AP segir að þetta atriði muni án efa verða rætt í Aþenu nú og sömuleiðis vikið að gagnrýni þeirri sem Grikkland hefur sætt meðal hinna aðildarþjóð- anna vegna andstöðu þeirra við þá ákvörðun að koma fyrir eldflaugum í Evrópu. Stjórn- málafréttaritarar segja, að ekki sé trúlegt, að heimsókn Carrington verði til að lausn finnist á sambúðarvandamál- um Grikkja og Tyrkja sem hafa haft ofannefndar afleið- ingar, enda sé framkvæmda- stjórinn fyrst og fremst í kynn- ingarheimsókn, en mikilvægt sé engu að síður að hún takist vel vegna þess hve stirt hefur verið á milli ríkisstjórnar Grikklands og Atlantshafs- bandalagsins. Manilla: Táragasi beitt gegn fólki, sem efndi til mótmæla í miðborg Manila. Tók tösku með kókaíni og byssu í misgripum Minneajiolis, MnnesoU, 25. jólf. AP. FJÓRTAN ára gamall drengur, sem var að flýta sér á fund ættingja sinna, þreif í misgripum tösku af flughafnarfcribandi og sat uppi með kókafn að verðmæti ein millj- ón dollara og hlaðna byssu, að sögn lögreglunnar á þriðjudag. Lögregluyfirvöld skiluðu tösk- unni aftur f flughöfnina og vökt- uðu staðinn f því skyni að grfpa þann sem, gæfi sig fram sem eig- anda töskunnar. Voru tveir menn handteknir, eftir að bíl þeirra hafði verið veitt eftirför. Nafni drengsins var haldið leyndu að beiðni ættingja hans vegna ótta þeirra við hefndar- ráðstafanir. Sagði lögreglan að kókaín-taskan liti nákvæmlega eins út og taska drengsins. Óeirðalögregla beitti tára- gasi gegn mótmælahópi Manilla, Filippseyjum, 26. júlí. AP. Óeirðalögregla í Manilla réðst í dag gegn tvö þúsund manna hópi í miðborginni, sem hafði farið í mót- mælagöngu gegn stjórn Marcosar forseta. Lögreglan beitti táragasi og kylfum og tvístruðust göngumenn þá. Ekki er vitað hvort einhverjir slösuðust eða voru handteknir. Þessi ganga var farin, þegar mest umferð var í miðborginni og skapaðist mikið öngþveiti af. I fararbroddi í göngunni var Agapito Aquino, bróðir Benigno Aquino sem var myrtur fyrir tæpu ári. Göngumenn báru spjöld þar sem mótmælt var stuðningi Bandaríkjastjórnar við Marcos forseta og einnig var mótmælt hörkulegum aðgerðum óeirðalög- reglunnar, þegar reynt væri að efna til mótmælaaðgerða. Bent var á að lögreglan réðist gegn göngufólki sem hefði uppi mót- mæli, án þess að nokkurt tilefni hefði gefizt til né að göngumenn aðhefðust annað en að ganga með kröfuspjöld. Fyrr í dag höfðu hópar ung- menna hafið grjótkast á lögreglu- menn. Talsmaður lögreglunnar í Man- illa sagði að ástæðan fyrir því að ákveðið var að leysa upp gönguna hafi verið sú, að hún hafi truflað og tafið alla umferð um miðborg- ina og valdið miklum erfiðleikum. Þarna hafi augljóslega verið um aðgerðir að ræða sem áttu að ögra lögreglunni, sagði talsmaðurinn. Missir Noregur hlut- deild í Suðurskautinu? Ósló, 26. júní. Frá jan Erik Lnuré, fréturitarn Mbl. í NOREGI hafa menn af þvf nokkr- ar áhyggjur, að landið kunni að missa hlutdeild sína f hinum geysi- miklu landsvæðum Suðurskauts- landsins, sem er um 1,4 milljónir ferkflómetra að flatarmáli, eða fjór- um sinnum stærra en norska fasta- landiö. Ástæðan fyrir þessum vanga- veltum er vaxandi andstaða gegn Kosningabaráttan í Bandaríkiunum hafin Waahinfttun, 26. júlf. AP. GERALDINE Ferraro, varafor- setaefni demókrata, hóf kosninga- baráttu þeirra í Boston í gær. Hún sagði Ronald Reagan, forseta, vera að leika hetju með því að lofa að hækka ekki skatta og afneitaði öllu ásökum um að hún og Walter Mond- ale væru „frjálslyndar eyðsluklær". Ferraro kom fram einsömul á fundinum í Boston, þar sem Walt- er Mondale er enn í fríi eftir landsfundinn f síðustu viku. Reag- an fór í sína fyrstu kosningaferð í vikunni og hélt m.a. fund í Texas. Þar sagði hann að Mondale- Ferraro væru „svo langt til vinstri að þau væru komin út fyrir landa- mörk Bandaríkjanna". í ræðu sinni sagðist Ferraro hafa miklar áhyggjur af 200 millj- arða halla á ríkissjóði, en var harðorð í garð Reagans fyrir af leggja áætlun um hjálp til bág „rétti" svokallaðra „Suðurskauts- ríkja“ til að skipta landinu á milli sín. Það eru einkum lönd í þriðja heiminum sem gagnrýna þessa skipan. Er það skoðun þeirra, að auðæfi eins og t.d. olía, gas eða málmar, sem kynnu að finnast á Suðurskautslandinu, ættu að vera „sameign mannkyns". Mál þetta kemur til umræðu á vettvangi Sameinuðu þjóðanna í haust. Suðurskauts-ríkin eru 12 að tölu og þar á meðal er Noregur. Simamyndir AP. SkatUhækkanir eða hetjuskapur. Baráttan komin í fullt fyrir kosningarnar í nóvember nk. staddra í landinu i hendur fylkja- stjórnanna í stað rfkisins. Reagan sagði í ræðu f Austin, Texas að Mondale-Ferraro hefðu í hótunum endalausar skattahækk- anir, gera fólk háðara hinu opin- bera, áætlunarbúskap og vernd- arstefnu, ýmsar fórnir og dulbúna framleiðslukvóta. Reagan flaug svo til Georgfu-fylkis til að sanka að sér atkvæðum suðurrfkja- manna. Forsetinn reyndi að höfða til hægrisinnaðra demókrata með orðunum: „Gerið það fyrir mig að láta þau (Mondale-Ferraro) ekki jarða ameríska drauminn í kirkju- garði myrkurs og öfundar." Mondale og Ferraro hefja kosn- ingabaráttu sína á fullu í næstu viku og leggja upp f kosningaferð frá heimafylki Ferraros, New York og halda um miðvesturrfkin og suðurfylkin. Heróín fannst í sovézku skipi VESTUR-þýzk tollayfirvöld fundu og lögðu hald á heróin í sovézku skipi sem var á leiö til Bretlands. Skipinu Adrian Goncharov var snúið til Ham- borgar vegna verkfallsins i Bret- landi og við leit fundu tollverðir heróinið. Að því er óstaðfestar heimildir Daily Telegraph segja, hafa fjórir Bretar verið yfir- heyröir vegna málsins, en hvar heróínið var sett i skipið er ekki á hreinu, né heldur hvaða aðilar sovézkir standi þar að baki. Svartamarkaðsverð herófnsins í Bretlandi er um 80 milljónir isl. króna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.