Morgunblaðið - 27.07.1984, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 27.07.1984, Blaðsíða 5
5 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 1984 Michael Shelton, Helga Ingólfsdóttir og Roy Whelden. Sumartónleikar í Skálholtskirkju SUMARTÓNLEIKAR verfta haldnir í Skálholtskirkju næstkomandi laug- ardag og sunnudag. Tónleikarnir hefjast kl. 16 báða dagana og er aó- gangur ókeypis. Hljóófæraleikarar á sumartónleikunum eru Helga Ing- ólfsdóttir semballeikari, Michael Shelton sem leikur á barokkfiðlu og Roy Whelden sem leikur á hljóófæri sem nefnist viola da gamba. Á efnisskrá sumartónleikanna eru tvær fiðlusónötur eftir H.J.F. Biber, sónata fyrir viola da gamba og sembal eftir J.S. Bach og tvö trío eftir M. Marais og J.P. Rame- au. Roy Whelden sem leikur á viola da gamba er frá Indiana í Banda- ríkjunum og stundaði nám við ríkisháskólann þar. Hann hefur sérhæft sig í miðalda-, renessans- og barokktónlist og hefur leikið inn á margar hljómplötur. Sem stendur vinnur hann að doktors- ritgerð um trúbadúrsöngvarann Guillaume de Vinier. Michael Shelton hefur verið búsettur á Islandi I fjögur ár og er fiðluleikari í Sinfóníuhljómsveit íslands. Siðustu ár hafa þau Helga Ingólfsdóttir leikið mikið saman. Mismunur á bensínverði á Jótlandi: Mesti verðmunur 4,89 krónur á hvern lítra Tilraun Péturs Gestssonar í Botnsskálanum í Hvalfirði til að koma á samkeppni á bensínmark- aðnum hefur vakið feikna athygli og mikið verið um hana rætt. Hjá hon- um kostar bensínlítrinn 22,00 krón- ur sem er 70 aurum ódýrara en hjá öðrum bensínsölum og það munar um minna þegar tankurinn er fyllt- ur. Til að kanna bensínvcrðmun annars staðar en hér hafði Mbl. samband við íslenska konu, Dísu Anderiman, sem er búsett 1 Danmörku. Til að kanna muninn ferðaðist hún víða um Jótland og fór m.a.s. alla leið til Flensborgar sem er sunnan landamæra Þýska- lands og Danmerkur. í þessum leiðangri kom í ljós að bensínverð er æði misjafnt þar í landi þótt það sé heldur lægra þar en hér, og margt er gert til að laða að kúnn- an. f Ribe er t.d. ekki sama verð á morgnana og að kvöldi, og i Aar- hus er hægt að kaupa bensín á mismunandi verði þótt stöðvarnar standi við sömu götu. Gæði bens- ínsins sem könnunin nær yfir eru 92, 96 eða 98 oktan. ( Sá vökvi sem við dælum á bílana hér er um 87 Tafla: Bensínverð pr. lítra í Danmörku (ísl. krónur) 92 okUn % oktan 98 okun Staður (al. kr. ísl. kr. Prima ís. kr. Diesel ís. kr. 17,60*> Ribe 17,46b> 17,72 17,86 10,62 Esbjerg 17,8 18,1 19,55 10,76 Vejle 17,02 17,28 17,43 10,67 Aalborg 17,63 17,8 18,04 10,65 Silkeborg 16,52 16,7 16,93 10,67 Krusaa 17,83 18,10 18,24 10,47 Aarhu.srl 17,43 17,69 17,83 17,6 17,86 17,98 Gram (Ribe) 17,43 17,69 17,83 10,76 Bolderskov 16,26 16,52 14,9 10,47 Flensborgd> 14,03 14,66e> 13,60 a) Verð að morgni á sömu bensínstöð. b) Verð að kvöldi. c) Verð á tveimur bensínstöðvum í sömu götu. d) Flensborg er sunnan við landamæri Danmerkur og Þýskalands og verðið því reiknað úr þýskum mörkum. e) Kallað „Super“-bensín. oktan). Munur á hæsta og lægsta verði í lakasta gæðaflokki eru 3,8 krónur, í miðflokknum 1,58 kr. og í efsta flokknum munar 4,89 krón- um. Verðin sem gefin eru upp í töflunni eru frá 25. júli og reiknuð á kaupgengi dönsku krónunnar eins og það var í gær. Vitaskuld getur verðið hafa breyst á viðkom- andi stöðum síðan þá enda miklar sviptingar á bensínmarkaðnum þessa dagana, en taflan sýnir at- hyglisverðan mun á bensinverði á ekki stærra svæði en Jótlandi. Alifuglabændur mót- mæla kjarnfóðurskatti FÉLAG alifuglabænda hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem mótmælt er harðlega hækkun á kjarnfóðurskatti, er nemur 70% á „cif-verð“ fóðurs, og rennur í kjarn- fóðursjóð. í fréttatilkynningu frá félaginu segir m.a.: „Sagt er að tilgangurinn sé að draga úr mjólkurframleiðslu, en allir sem til þekkja vita að slíkt er blekking, en auk þess eru veittar geysilegar fjárhæðir úr þessum sama sjóði til að greiða niður áburðarverð og auka þannig mjólkurframleiðslu. Hinsvegar er með þessu verið að koma á stjórnun í framleiðslu ali- fuglaafurða og svínaafurða og skal miða endurgreiðslu við hæfi- legt afurðamagn eins og segir í til- kynningu skömmtunarstjóranna, endurgreiðslu, sem enginn veit raunar hvernig hægt er að fram- kvæma, en jafnvægi hefur verið í eggjaframleiðslu nærri heilt ár og skortur er nú á kjúklingakjöti. Þá skal tekið fram að ekkert samráð var haft við samtökin um málið, þótt félagsmenn beirra framleiði verulegan meirihluta eggja og fuglakjöts í landinu, en því er haldið fram að framleiðend- ur þessara búvara hafi beðið Framleiðsluráð landbúnaðarins um að stjórna framleiðslunni. Þar er því einnig um ósvífinn áróður að ræða, enda verið talin þörf á að afsaka þessar hrottalegu aðgerðir á hendur alifuglabænd- um, þvi engin heimild er í lögum um Framleiðsluráð landbúnaðar- ins nr. 95/1981 til að koma á stjórnun á framleiðslu þessara búgreina með áðurnefndum hætti. (Fréttatilkynning.) Smávörur í bílaútgerðina og ferðalagið! -saekjum við i benrinstöðvar ESSO 40* £sso Ósvikinn gædingur fyrír kr. 6.950,- 12 gíra, 28“, 58 cm stell DBS-reiðhjólin hafa margsannað yfirburöi sína við íslenskar aöstæöur. ÞEKKING - REYNSLA - ÞJONUSTA FALKINN 105 REYKJAVÍK SUÐURLANDSBRAUT 8 - SIMI 91-84670 I Hjólin fást einnig á eftirtöldum stööum: 1 Akranes Bolungarvík Pípulagningarþjónustan, Versl. Einars Ægisbraut 27. Guöfinnssonar. Borgarnes Dalvík Kaupfélag Borgfiröinga. Jón Halldórsson, Stykkishólmur Drafnarbraut 8. Versl. Húsiö. Akureyri Blönduós Viöar Garöarsson, Kaupfélag Húnvetninga. Kambageröi 2. Egilsstaðir ísafjörður Versl. Skógar. Vélsmiöjan Þór, Neskaupsstaður Suöurgötu 12. Kaupfélagiö Fram. Keflavík Hafnarfjörður Henning Kjartansson, Músík og Sport, Hafnargötu 55. Reykjavíkurvegi 60.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.