Morgunblaðið - 27.07.1984, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.07.1984, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ1984 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoóarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Augiýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, simi 83033. Áskrift- argjald 275 kr. á mánuöi innanlands. f lausasölu 25 kr. eintakiö. Nýrra ákvarðana þörf Sýning á verkum Sturlu Þórðarsonar í Safnahúsinu við Hverfísgötu Ljésprent af Hákonar sögu í Flateyjarbók, en Hákonar saga er varðveitt í nokkrum skinnbókum. Upphafsstafurinn er við byrjun sögunnar. Hér er Hákonar saga aftan við Sverris sögu í handriti, sem skrifað var um miðja 18. öld af Þorsteini Ketilssyni (1688—1754) prófasti á Hrafnagili í Eyjafirði. Ríkisstjórnin á að koma saman til fundar fyrir há- degi í dag. Ráðherrarnir ræða þá um vanda sjávarútvegsins, ráðstafanir til að stemma stigu við peningaþenslunni og annað sem lýtur að forsendum þess að unnt sé að skapa stöðugleika og jafnvægi í efna- hagslífinu. Raunar hafa þessi viðfangsefni verið lengi á döf- inni hjá þessari ríkisstjórn eins og flestum öðrum. Jafnoft hefur verið gripið til aðgerða sem duga aöeins til skamms tíma, fljótt sækir aftur í tap- farið hjá einhverri atvinnu- grein og hún byrjar að beita ráðherra og stjórnmálamenn þrýstingi. Nú eru útgerðar- menn fremstir í fylkingu þrýstihópanna. Margt bendir til að opinberir starfsmenn taki við af þeim. Leiðin að stöðugleika og jafnvægi, festu í efnahagslíf- inu sem er besta forsenda batnandi lífskjara og góðrar afkomu atvinnufyrirtækja er ekki sú sem nú er farin í kröfugerð á hendur stjórn- völdum og miðar að því að brjóta niður varnarveggina sem tekist hefur að reisa gegn verðbólguflóðinu. Þegar ríkis- stjórnin hóf atlöguna gegn verðbólgunni greip hún til óvenjulegra ráðstafana. Hún sýndi af sér snerpu og þor sem menn áttu ekki að venjast. Þessar ráðstafanir sem byggð- ust á pólitískum þrótti er Sjálfstæðisflokkurinn fékk f kosningunum í apríl 1983 hafa skilað undraverðum árangri og haldið ríkisstjórninni á floti til þessa. Viðbrögð stjórnarherra við kröfugerð útgerðarmanna og þær hugmyndir sem sýnast vera uppi um ráðstafnir gegn útlánaþenslu bankakerfisins bera með sér að pólitíski þrótturinn sem var fyrir hendi í upphafi stjórnarsamstarfs- ins hafi dvínað. Ólíklegt er að ráðgjöfum stjórnmálamanna um efnahagsmál sem sitja í opinberum stjórnarstofnunum hefði dottið í hug í embættis- nafni að leggja til leiftursókn- ina gegn verðbólgunni sem dugað hefur ríkisstjórninni best. Jafn ólíklegt er að þeir bryddi upp á nokkru nýju í til- lögum sem miða að því að leysa vanda útgerðarinnar eða stemma stigu við eftirspurn eftir lánsfé. Enda er það ekki hlutverk embættismanna að móta meginstefnu ríkisstjórna eða stjórnmálaflokka, það yerða stjórrlmálamerinirnir að gera. Nú ríður á að ríkis- stjórnin taki skjótar og réttar ákvarðanir og ráðherrarnir fari ekki troðnar slóðir frekar en þeir gerðu í verðbólgustríð- inu. Framkvæmdastjórn og mið- stjórn Alþýðubandalagsins samþykktu í fyrradag tillögur sem kommúnistar telja að bjarga muni þjóðarbúinu, hvorki meira né minna. Vand- inn sem að steðjar á einmitt rætur að rekja til þess að til- iögur á borð við þær sem nú koma frá kommúnistum settu alltof mikinn svip á lausn mála á þeim fimm óstjórnar- árum sem þeir voru í stjórn. Það er þörf nýrra ákvarðana. Bjargráð vinstrisinna duga ekki. Opinberir embættismenn án pólitískrar ábyrgðar leggja ekki til nógu róttæk úrræði. Ríkisstjórnin og stuðnings- flokkar hennar verða að taka þessar nýju ákvarðanir af festu og djörfung. Samkeppni í bensínsölu Ekki skal dregið í efa að Indriði Pálsson, forstjóri Skeljungs hf., fari rétt með allar staðreyndir í lýsingu sinni hér í blaðinu í gær á því hvernig verð á bensíni mynd- ast. Það er einnig rétt að Verð- lagsráð ákveður útsöluverð á bensíni hér, enda hafa olíufé- lögin löngum átt í ströngum viðræðum við stjórnvöld þegar þau telja hækkanir á bensíni og olíu óhjákvæmilegar. Með lögum er jafnframt mælt fyrir um að sama verð skuli vera á bensíni og olíu um land allt. Matthías Á. Mathiesen, viðskiptaráðherra, hefur falið embættismönnum að gera til- lögur um breytt fyrirkomulag á verðlagningu á olíum og bensíni. Um leið og þessu frumkvæði ráðherrans er fagnað og hvatt til þess að til- lögurnar sjái sem fyrst dags- ins ljós er ástæða til að velta því fyrir sér hvort olíufélögun- um sé í raun bannað allt sem hefur í för með sér samkeppni um viðskipti þeirra er kaupa af þeim olíu og bensín. Er það aöeins með smíði nýrra af- greiðslustaða og í sölu raf- hlaðna, verkfæra og nú 3Íðast myndbanda sem olíufélögin geta keppt um hylli viðskipta- vinafina? Isumar stendur yfir sýning í anddyri Safnahússins við Hverfisgötu á ýmsum verk- um Sturlu Þórðarsonar sagnarit- ara í tilefni af því að nú eru liðin 700 ár frá dauða hans. Á sýning- unni kemur fram að ekkert er lengur varðveitt, sem Sturla hefur sannlega skrifað eigin hendi, en frá honum er komin Sturlubók Landnámu og hann er talinn hafa samið Krístni sögu. Merkasta rit hans, eftir því sem fram kemur á sýningunni, er íslendinga saga um samtíð hans. Hann kom með lög- bókina Járnsíðu til íslands árið 1271 og fyrir Magnús lagabæti noregskonung samdi hann sögu Hákonar Hákonarsonar föður hans og loks sögu Magnúss sjálfs, sem er að mestu leyti glötuð. Yms- ir þykjast sjá mark Sturlu á sög- um sem Eyrbyggju og Laxdælu, sem gerast á heimaslóðum hans, að ógleymdri Grettis sögu, sem hann hefur örugglega fengist við, „hversu sem svo er háttað hlut hans í þeirri Grettis sögu, er vér nú þekkjum", segir í kynningu sýningarinnar í Landsbókasafni. Sturlubók Landnámu Meðal sýningargripa er Sturlu- bók Landnámu. í upphafi 14. aldar kveðst Haukur Erlendsson í Land- námu sinni rita „eptir þeiri bók, sem ritat hafði Sturla lögmaðr, hinn fróðasti maðr“. Er á sýning- unni ljósprent frá 1974 af aðal- handriti Sturlubókar frá miðri 17. öld með hendi séra Jóns Erlends- sonar í Villingaholti. Þá er einnig fyrsta útgáfa Landnámu gerð í Skálholti 1688 og er það jafnframt fyrsta útgáfa fornrita á íslandi. Textinn er eftir Skarðsárbók, sem er samsteypa úr Sturlubók og Hauksbók. Einnig er á sýningunni yngsta handrit Landnámu í Landsbókasafni skrifað af Guð- mundi Magnússyni (1850—1915) vinnumanni á Breiðabólsstað á Fellsströnd í Dalasýslu árið 1872—73. En í því handriti og öðru, sem Guðmundur skrifaði ásamt Guðlaugi bróður sínum, eru alls nærri 40 Islendinga sögur og þættir. Kristni saga í framhaldi af Landnámu ritaði Sturla Kristni sögu en vera má, að hann hafi um eitt skeið hugsað sér að skrifa sögu þjóðarinnar til sinna daga. Kristni saga er aðeins varðveitt í framhaldi af Land- námu í Hauksbók, sem fyrr var nefnd en á sýningunni er ljósprent Hauksbókar. Kristni saga var fyrst prentuð í Skálholti 1688, en í Landsbókasafni er hún sýnd í út- gáfu Hannesar Finnssonar síðar biskups, sem út kom i Kaup- mannahöfn 1773. Einnig er til sýn- is handrit Kristni sögu frá því um 1800. íslendinga saga Þess er getið á nokkrum stöðum, að Sturla hafi sett saman íslend- inga sögu, sem nær frá 1183 til loka þjóðveldisins 1264. Hún er ekki lengur til eins og Sturla gekk frá henni, heldur sem kjarni Sturíungu. Sturlunga er safnrit, sem Skarðverjar, frændur Helgu konu Sturlu, tóku saman i upphafi 14. aldar. Þar eru sjálfstæðar sög- ur bútaðar niður, svo að frásögnin verði sem næst tímaröð. Sturlunga er varðveitt i tveimur óheilum skinnbókum frá 14. öld og fjölda pappírshandrita en á sýn- ingunni er handrit skrifað fyrir Magnús Jónsson í Vigur á Isa- fjarðardjúpi af Jóni Þórðarsyni árið 1681—1682. Fyrir Magnús í Vigur var skrifaður fjöldi hand- rita. - 'I *' Hákonar saga Hákonar- sonar og Magnúss saga Lagabætis Um Hákonarsögu segir svo í Sturlu þætti: „Ok litlu síðar kom

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.