Morgunblaðið - 27.07.1984, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 27.07.1984, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 1984 19 Sýníng í Ásmundarsafni: „Vinnan í list Ásmundar Sveinssonar“ NÚ STENDUR yfir í Ásmundarsafni vid Sigtún sýning sem nefnist „Vinnan í list Ásmundar Sveinssonar". Er sýningunni skipt í tvo hluta. Annars vegar er sýnd hin tæknilega hlið höggmyndalistarinnar, tæki, efni og aðferðir. Og hins vegar eru sýndar höggmyndir þar sem mynd- efnið er vinnan. Með þessu vill safnið gefa sýningunni ákveðið fræð- andi gildi, auk þess sem listunnendur fá notið fegurðar verkanna. Sýningin er opin daglega frá kl. 10—17. (FrétUUIkjnning.) Bókasafn Kópavogs: Sýning á fornmunum í BÓKASAFNI Kópavogs hefur ver- ið sett upp sýning á fornmunum, sem fundust við uppgröft á hinum forna þingstað í Kópavogi, þar sem Kópavogsfundurinn var haldinn 28. júní 1662. Guðrún Sveinbjarnadótt- ir, fornleifafræðingur, setti þessa sýningu upp með skýringum, upp- dráttum og Ijósmyndum. í haust mun Sögufélag Kópa- vogs gefa út í fyrsta ársriti sínu skýrslu Guðrúnar um uppgröftinn og verður mikill fengur að henni fyrir allt áhugafólk um fornleifa- fræði og sögu. Bókasafn Kópavogs er til húsa í Fannborg 3—5 gegnt Pósthúsinu og er opið sem fyrr í allt sumar alla virka daga frá kl. 11 til 21. í safninu standa þúsundir bóka til boða öllum sem vilja og auk þess blöð og tímarit, hljómplötur og snældur með tónlist og sögum fyrir börn og unglinga. (Úr rrétutilkjnninpi) Skúli Svavarsson kristniboði, sem f mörg ár starfaði í Eþíópfu og Kenýa er hér á tali við nokkra Pakot-menn í vesturhluta Kenýa. Kristniboðssýn- ing í Gerðubergi KRIffTNIBOÐSKYNNING verður haldin í menningarmiðstöðinni f Gerðu- bergi í Reykjavík dagana 27. til 31. júlf. Verða þar til sýnis ýmsir munir og myndir frá þeim Afrfkulöndum sem fslenskir kristniboðar hafa starfað f á vegum Sambands íslenskra kristniboðsfélaga. Sýningin opnar kl. 18.30 á kvöldin og endar hvert kvöld með samkomu þar sem norski predikarinn Gunnar Hamnöy talar. Á sunnudaginn verður sýningin þó opin frá kl. 14 og kl. 15 og 17 verða sérstakar myndasýningar. Sýning þessi er haldin í tilefni þess að nú eru 30 ár liðin frá þvf islenskir kristniboðar hófu störf á vegum SÍK i Konsó-héraði f Eþíópíu, en i landinu eru nú tvenn kristniboðshjón að störfum á veg- um sambandsins. Þá hafa íslensk- ir kristniboðar starfað um árabil f Chepareria f norðvesturhluta Kenýa, en alls hafa 28 kristniboð- ar starfað ytra á vegum SÍK. Starf þeirra er fólgið f kennslu, heil- brigðisþjónustu og predikun og er starfinu hagað þannig að innlenda kirkjan tekur við hlutverki kristniboðanna strax og hún hefir bolmagn til þess. Kostnaður er borin uppi af frjálsum framlögum velunnara kristniboðsins, en geta má þess að Hjálparstofnun kirkj- unnar hefur lagt fram fjármagn til byggingar skóla- og hjúkrun- arhúsnæðis. Sem fyrr segir er sýningin opnuð kl. 18.30 nema á sunnudag, en þá er hún opin frá kl. 14. Nokkrir þeirra kristniboða er starfað hafa f Afriku munu verða á sýningunni og fræða gesti um það sem fyrir augu ber. Aðgangur að sýningunni er ókeypis og kaffi- tería verður opin meðan á sýning- unni stendur. SUMIR VERSLA DÝRT - AÐRIR VERSLA HJÁ OKKUR Glæsilegur útimarkaður með fersku grænmeti og ' *um ávöxtum áSTÓR I.KKKIDI VERÐI... pr.kg. umarverð á íslenskum Tómötum Glænýogfersk QO.qo Vl kg Jarðarber ^Oaðeins Hamborgarar m/brauði T steikur og glæsilegir grillpinnar x . . 1 .... tilbúið Liuffengt kiot: áGrillið «1 O «1 A 4- *l* Við pökkum öllu kjöti í nýja tegund af pokum Lofttæmdar umbúðir þar sem kjötið l^vilim nær að meyrna og ná fram . „O.J JUI11 bestu bragðefnum sínum, án þess aó KartOIIllITI missa safann úr kjötinu. U nghænur HQ .00 AÐEINS / ^ Pr kg' Glænýr Lax Griiikoi 2 kg. — Daglega úr ánni. AÐEINS hÆ5195íS 98 Opið til kl. 7 í kvöld Lokað á morgun c^ffiiE) STARMÝRI 2 — AUSTURSTRÆTI 17

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.