Morgunblaðið - 27.07.1984, Page 27

Morgunblaðið - 27.07.1984, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 1984 27 Jón Pálsson Minningarorð Fæddur 23. júní 1913 Dáinn 20. júlí 1984 Kvedja frá Gömlum Fóstbræðr- um. Því er hljóðnuð Þýða raustin. Þessi upphafslína úr ljóði sem við Fóstbræður sungum fyrir ára- tugum, kom mér í huga þegar ég heyrði andlátsfregn Jóns Pálsson- ar í útvarpinu 21. júlí. Sönggyðjan hefur misst dyggan þjón og Gamlir Fóstbræður traustan og einlægan liðsmann. Jón hafði háa tenórrödd og var söngvinn í besta lagi. Karlakór iðnaðarmanna naut söngraddar hans frá 1934 til 1949. Meðlimur í Karlakórnum Fóstbræður varð hann 1950 og stóð þar á söngpalli til 1967. í Dómkirkjukórnum söng Jón í áraraðir. Jón sóttist ekki eftir mannvirð- ingum en með léttri lund sinni og hvellum hlátri veitti hann léttum blæ á umhverfi sitt, því mun hans verða minnst meðal Gamalla Fóstbræðra sem káta tenórsins. Jón var einlægur félagi og ávallt reiðubúinn að rétta náunganum hjálparhönd, ábyrgur og alvöru- gefinn maður en glaður á góðri stund og tók þá gjarna þátt í græskulausu gamni. Okkar ágæti söngbróðir bar gæfu til þess að láta eldinn á heimaarninum loga glatt, hans ágæta eiginkona frú Kristín Þórðardóttir frá Eskiholti í Borgarfirði hefur varðveitt víð- sýnið sem hún ólst upp við á Eski- holtinu og var ágætt jafnræði með þeim hjónum. Að undanförnu hef- ur verið hoggið ótt og títt í raðir Gamalla Fóstbræðra: Jón Hall- dórsson 7. júlí, Magnús Pálsson 10. júlí og nú Jón Pálsson 20. júlí. Við skulum vona að máltækið allt er þá þrennt er reynist meira en máltæki. Á þeim árum sem Jón Pálsson söng með Fóstbræðrum, má segja að hver stórviðburðurinn hafi rek- ið annan: 1954 söngferð til Þýska- lands, Hollands, Belgíu, Frakk- lands og Englands. Söngstjóri f þessari söngferð var Jón Þórar- insson. Þessi ferð tók hvorki meira né minna en heilan mánuð. 1960 um vorið var farið til Noregs og haldnir þar 11 samsöngvar á 13 dögum. 1961 um haustið var farið til Finnlands og Rússlands i 14 daga ferð. Sungið var í Helsing- fors, Leningrad, Moskvu og Riga og auk þess í fjöldanum öllum af menningarmiðstöðvum og f sjón- varpi. I báðum seinni ferðunum var Ragnar Björnsson söngstjóri. í ferðinni 1954 voru eiginkonur með i söngferðinni og hef ég það fyrir satt að það hafi verið stór- kostlega vellukkuð ferð og það svo að jafnvel enn f dag, 30 árum síð- ar, vermi minningar úr þeirri ferð þátttakendum um hjartarætur. Þegar Fóstbræður kveðja söngbróður hinstu kveðju með söng þá er ávallt sungið kveðjulag Fóstbræðra. Þar segir meðal ann- ars í textanum: „En ég veit, að þú minn lausnari lifir, og þú munt að endingu uppvekja mig af jörðu.“ í þeirri vissu biðum við endur- funda vitandi að það „vantar hvergi vegi“ Fari Jón Pálsson í friði. Hafi hann þökk fyrir ágæt kynni. Við sjáumst síðar. Frú Kristínu, Elsu, einkadóttur þeirra hjóna, og öðrum ástvinum sendum við innilegar samúðar- kveðjur. Ingólfur Möller Föstudaginn 20. júlí sl. lést Jón Pálsson. Kallið kom óvænt og manni finnst næsta ótrúlegt að Nonni Páls, sem var í augum margra ímynd lífsorku og gleði, sé horfinn sjónum. Allar götur frá þvf að vinátta hófst með foreldrum mínum og þeim Jóni og Stínu, fyrir meira en fjörutíu árum, hafa þau verið sem óaðskiljanlegir aðilar að fjölskyld- unni. Má næstum segja að við börnin eignuðumst viðbótar- foreldra og með dóttur þeirra Elsu, góða systur. Árin liðu, Nonni og Stína fluttu í sitt framtíðar- heimili, er þau hafa búið f síðan, að Ægissíðu 86. En þó fjölskyld- urnar byggju ekki í sama húsi lengur, héldust tengslin óbreytt. Og síðar er börn okkar systkinina komu til, nutu þau þessarar góðu vináttu. Við öll helstu tímamót og þáttaskil í fjölskyldu minni var ávallt gengið að því sem vísu að Nonni og Stína væru með. Þó Nonni og Stína eignuðust aðeins eina dóttur voru börn og ungl- ingar iðulega viðloðandi heimili þeirra og líf. Það var þeim létt að laða til sín börnin, Stinu með sinni hlýju og vinsemd og Nonna með gáska sfnum og gleði. Nonni eignaðist marga vini um ævina og hann var einstaklega vinafastur og frændrækinn. Það var honum eðlislægt að aðstoða og létta til með þeim sem honum var annt um. Söngur var snar þáttur í lífi hans enda var hann söngmað- ur góður. Hann söng með Fóstbr- æðrum i fjölda ára, kirkjukórum og víðar við ótal tækifæri. Nonni var hressilegur f viðmóti og lét gamanyrði fjúka og eftirminnileg er hans létta lund og hjartanlegi smitandi hlátur sem hreif aðra með, enda var hann vinsæll og segja má að honum stæðu flestar dyr opnar. Nonni naut hamingju og gleði f lífi sfnu, eigi að sfður kynntist hann sorginni sem snart hans innstu strengi. Og hann átti gnægð af hjartahlýju handa vin- um og vandamönnum á erfiðum stundum. Við geymum nú minn- ingu um hressan og glaðan vin, sem einnig átti gott og viðkvæmt hjarta. Blessuð sé minning hans. íris. Við þökkum Jóni Pálssyni fyrir hans hlýja og trausta viðmót í þau 30 ár sem við höfum verið ná- grannar. Gleði og jákvætt hugar- far voru einkunnarorð hans og höfðu þau að sönnu góð áhrif á lífið hér við Ægissíðuna. — Okkur fannst alltaf sem við ættum hluta í Nonna og við söknum hans mjög. Við vottum ykkur, kæra Kristfn og Elsa, innilega samúð okkar. Megi minningin um kæran eig- inmann og föður styðja ykkur og styrkja. Laufey, Páll, Steinunn og Guðmundur Á leiðinni eftir lífsins vegi mæt- um við hinum ólfkustu manngerð- um. Flestir halda sína leið án frekari vafninga, en sumir staldra við og verða jafnvel óaðskiijanleg- ur hluti af Iffi samferðamanna sinna. Þetta varð reyndin hvað Jón Pálsson og hans fjölskyldu varðaði. Um 40 ára skeið hafa leið- ir fjölskyldna okkar legið saman, eða allt frá þvf að kynni tókust fyrst á Kjartansgötunni. Fljótlega þróaðist kunningsskapurinn yfir f órofa vináttu sem aldrei hefur borið skugga á. Á stundu sem þessari vill hugurinn hvarfla aftur til genginna daga, og minningarn- ar koma fram f hugann. Ég man Jón, þegar landskikanum í Kolla- firði var breytt úr mýrarfeni l trjálund. Þá var ekki legið á liði sínu, og ótaldar voru helgarnar og frístundirnar sem Jón gaf þessum stað. Þar var unnið af hugsjón, einu launin voru þau að sjá starf sitt bera ríkulegan ávöxt. Ætti ég að lýsa Jóni Pálssyni með einu orði, yrði það gleðigjafi. Hvar sem hann kom birti yfir, slíkur var lffsþrótturinn og ólgandi fjörið sem honum fylgdi. Engan hef ég heyrt hlæja innileg- ar á góðri stund, og heima á Grenimel þótti mannfagnaður ekki standa undir nafni fyrr en Jón var kominn f hópinn. Á öllum stórhátfðum komu Jón, Stfna og Elsa í heimsókn, og þá fyrst var hátið gengin f garð, þegar fjöl- skyldurnar tvær voru saman komnar. Kveðjustund sem þessi boðar sjaldnast komu sína fyrirfram. Fyrir skömmu hitti ég Jón kátan og hressan vestur á Ægissíðu, og sló fyrir hann blettinn upp á gamla mátann með orfi og ljá. Réttum mánuði síðar kom annar sláttumaður í heimsókn, öllu óvægnari. „Sláttumaðurinn slyngi" barði að dyrum, og því kalli verðum við öll að hlýða fyrr eða síðar. Að leiðarlokum er mér efst í huga þakklætið til Jóns Pálssonar og fjölskyldu hans, fyrir það sem þau hafa verið okkur öll þessi ár. Ég bið góðan Guð að blessa Jón og varðveita, og gefa syrgjendum styrk. Jóhann Örn Sigurjónsson Að kvöldi hins 20. júlf sl. lézt Jón Pálsson í Borgarspftalanum í Reykjavík. Útför hans verður gerð frá Dómkirkjunni f dag. Með hon- um er genginn góður drengur og vandaður, sem rétt er að minnast nokkrum orðum. Jón heitinn fæddist í Reykjavík hinn 23. júní 1913, sonur sæmd- arhjónanna Steinunnar Gfsladótt- ur og Páls Jónssonar, innheimtu- manns. Hann var fjórða barn þeirra hjóna, áður höfðu þrjár dætur fæðzt þeim. Var Elísabet elst barnanna en hún dó kornung. Næstelzt var Guðrún, sem alla tíð bjó með foreldrum sfnum og lézt fyrir fáum árum. Þá fæddist þeim Hróðný, sem gift er Steinari Bjarnasyni, trésmið; búa þau hjón nú á Dvalarheimili aldraðra á Seltjarnarnesi. Síðan fæddist Jón, þá Gísli, er lézt á miðjum aldri; þá fæddist Anna þeim hjónum. Hennar fyrri maður var Davíð Guðmundsson en Helgi Ólafsson var seinni maður hennar. Anna lézt á miðjum aldri fyrir nokkrum árum síðan. Sigríður var næst- yngsta barn þeirra hjóna, hún er gift Eyvindi Valdimarssyni, verk- fræðingi, og búa þau í Kópavogi. Yngst barnanna var Unnur, sem lézt í blóma lífsins tæplega tvítug fyrir allmörgum árum. Jón ólst upp í fjölmennri fjöl- skyldu í Reykjavík þeirrar tfðar. Vissulega voru efnin af skornum skammti og í mörg horn að lfta, en úr því var bætt með þeirri sam- heldni og glaðværð, sem ætíð hef- ur verið eitt megineinkenni fjöl- skyldunnar. Kátastur allra var Minning: Jón þó jafnan og það einkenni fylgdi honum alla æfi. Á hans uppvaxtarárum voru ekki fyrir hendi mörg tækifæri til náms. Þvert á móti þótti gott því fyrr sem menn gátu tekið að vinna fyrir sér og sínum. Jón sat því ekki með hendur í skauti þegar fá og strjál atvinnutækifæri tóku að bjóðast. Á unglingsárunum stund- aði hann þá vinnu, sem til féll, einkum fiskvinnu, en um 18 ára aldur gafst honum kostur á laus- ráðningu f starf innheimtumanns hjá Tollstjóranum í Reykjavík. Greip hann það fegins hendi og starfaði síðan hjá embættinu alla tíð, lengst af sem fastráðinn starfsmaður, allt þar til hann, vegna skipulagsbreytinga, færði sig til Gjaldheimtunnar í Reykja- vík við stofnun hennar. Hann starfaði því undir stjórn þeirra mætu manna tollstjóranna Jóns Hermannssonar og síðar Torfa Hjartarsonar og loks Guðmundar Vignis Jósefssonar, gjaldheimtu- stjóra. Ég þykist hafa ástæðu til að ætla, að Jón hafi metið þessa menn mikils og verið þeim dyggur starfsmaður, enda þeir borið til hans hlýjan hug. Starfsdegi hans lauk ekki fyrr en í ársiok 1983, enda var hann þá rúmlega sjötug- ur orðinn. Er það eitt með öðru, sem vinir hans og ættingjar harma nú, að honum skyldu ekki gefast fleiri ár að störfum loknum til að sinna fjölskyldu sinni og áhugamálum. Én einmitt það er of algengt nú um stundir. Jón Pálsson var ekki einn á ferð í lífinu. Hinn 25. maí 1935 gekk hann að eiga heitkonu sfna Krist- ínu Þórðardóttur. Var það kirkju- höfðinginn sr. Bjarni Jónsson, sem gaf þau saman. Ég kynntist þeim sem barn og hef alla tíð síðan ver- ið vitni að tryggu og ástríku hjónabandi þeirra. Einkabarn þeirra er Steinunn Elsa Jónsdótt- ir. Eiginmaður hennar er Sig- mundur Andrésson en fyrri mann sinn, Egil Benediktsson, flug- stjóra, missti hún í flugslysi við Vestmannaeyjar fyrir allmörgum árum síðan. Samheldni, gagn- kvæmur stuðningur og tryggð hef- ur ætíð einkennt þessa fjölskyldu, jafnt í gleði sem sorg. Jón unni fjölskyldu sinni og bar hag hennar fyrir brjósti í einu og öllu. En hann var svo mikill fjölskyldu- maður, að hann hélt jafnframt uppi nánum tengslum við sem flest ættmenni sín og fjölskyldur þeirra. Hópurinn var orðinn allstór undir lokin en ég hygg, að Jón hafi þar verið flestum hnútum kunnug- ur. Lét hann sér afar annt um að öllum farnaðist vel og reyndar náði umhyggja hans til margra annarra, þ.á m. óskyldra vina og kunningja. Það mun hafa verið um 1950 eða svo, að þeir tveir starfsfélagar, Jón og Hermann heitinn Jónsson, hrl., tóku saman höndum ásamt eiginkonum sínum og ákváðu að reisa sér tvíbýlishús að Ægisíðu Guðrún Helga Jónsdóttir Helga föðursystir mín var fædd í Þingmúla í Skriðdal 2. júlí 1905, dóttir hjónanna Jóns ísleifssonar vegaverkstjóra og Ragnheiðar Pálsdóttur prests Pálssonar í Þingmúla. Þeim varð sjö barna auðið. Eru þau nú öll látin. Mér er ljúft að minnast Helgu frænku minnar. Hún var næst- yngsta barn foreldra sinna og kveður nú síðust þeirra. í okkar huga var hún tákn föðurfólksins, sem við afkomendurnir berum djúpa virðingu fyrir. Börnin okkar öll þekktu Helgu frænku, en ekk- ert þeirra afa sinn, bróður hennar. Ég kynntist frænku minni ekki fyrr en á unglingsárunum. Hún bjó alltaf í fjarlægð frá okkur systkinunum. En móðir mín lét okkur ekki gleyma uppruna okkar og minntist tíðum á mágkonu sína sem oft var til heimilis hjá for- eldrum mínum hér í Reykjavík, þá ung og glæsileg gjafvaxta stúlka. Síðar þegar leiðir okkar lágu saman fann ég hve vænt henni þótti um okkur börnin og vildi fylgjast með þroska okkar og gengi. Hún var stórlát kona eins og hún átti kyn til og þoldi illa ef eitthvert okkar stóð sig ekki sem bezt. Helga eignaðist ekki börn og bjó lengst af ein, eða þar til hún flutt- ist til Hnífsdals árið 1961. Þar kynntist hún eftirlifandi eigin- manni sínum, Kristjáni Jónssyni skólastjóra, sem þá var orðinn ekkjumaður. Þau giftu sig 22. apr- íl 1962. Frænku minni var ekki tamt að 86 hér í borg. Þau Jón og Kristín áttu enga íbúð til að selja og þá var ekki komið á laggirnar opin- bert lánakerfi til aðstoðar hús- byggjendum. En bjartsýni, atorka, heilsa og endalaus dugnaður var fyrir hendi í ríkum mæli, enda fór svo, að húsið reis og á árinu 1952 fluttu fjölskyldurnar í það. Alla tið síðan hafa þau Jón og Kristín búið þar ásamt Steinunni dóttur sinni, allt þar til hún giftist. Þang- að var alltaf gott að koma, hjónin glaðvær og gestrisnin ómæld og heimilið vel búið í hvívetna. Ein var sú gjöf, sem Jóni var gefin í ríkari mæli en mörgum mönnum öðrum. Hann hafði mjög háa og fallega söngrödd. Ekki veit ég hvort eða í hverjum mæli hon- um gafst kostur á að læra söng, en hitt þykist ég sjá í hendi mér, að hefði hann verið ungur maður í dag og stundað söngnám hefði hann orðið kunnur maður af söng sínum. Og hann hafði yndi af að syngja. Ungur að árum gekk hann i Karlakór iðnaðarmanna og söng með honum meðan hann starfaði. Þá gerðist hann liðsmaður í Karlakórnum Fóstbræðrum og starfaði þar æ síðan. Hann tók mikinn þátt i samsöngvum kórsins um langt skeið og fór m.a. þrisvar sinnum utan með honum. Á seinni árum starfaði hann sem einn hinna eldri félaga. Sem slikur bauð hann mér með sér á hin víðfrægu Þorrablót kórsins nokkr- um sinnum og eru það mér ógleymanlegar skemmtanir. Þar naut Jón sin vel, innan um alla gömlu og nýju söngvinina og aðra góða gesti, sem þar er jafnan að finna. Þá var ekki að sjá að hann væri kominn hátt á sjötugsaldur. Og þegar sjötugsafmælið gekk i garð á síðasta ári efndi hann til mannfagnaðar með reisn og gleði i húsakynnum kórsins. Þar voru þau Jón og Kristin hrókar mikils fagnaðar, sem þeir kórfélagar gerðu enn betri með sinum ágæta og samstillta söng, Jóni og Krist- inu til heiðurs. Við Jón vorum frændur, vinir og flokksbræður. Hann ólst upp i fá- tækt og gekk ungur að árum undir merki þeirrar stefnu og þess flokks, sem vildi koma á nýju þjóðfélagi frelsis, jafnréttis og bræðralags. Og þótt efnahagur hans breyttist til batnaðar, er á leið æfina, breyttist ekki lífsskoð- un hans. Hann var ódeigur og fastur fyrir, þótt yfirborðið væri létt ásýndum. En undir niðri sló hjartað, heitt og viðkvæmt, sem ekki mátti neitt aumt sjá. Við hörmum ótímabært fráfall hans, en úr þvi að hans tími var kominn er það huggun harmi í mót, að aðdragandinn var skammur, dauðsfall hans bar brátt að. Ég og fjölskylda mín vottum Kristínu Steinu Elsu og Sigmundi einlægi samúð í sorg þeirra og munum ætíð geyma með okkur minning- una um þann góða dreng, sem Jón Pálsson var. Sigurður E. Guðmundsson ræða sín einkamál, en þegar hún talaði um drengina hans Krist- jáns, sem voru í föðurgarði þegar þau giftust, leyndist engum að hún hafði eignast syni sem hún bar ábyrgð á. Sama gilti um barnabörnin hans. Hjá dóttur hans eignaðist hún nöfnu síni^ Helgu. Við systkinin þökkum henni samfylgdina og Kristjáni vottum við dýpstu samúð. Ragnheiður Pálsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.