Morgunblaðið - 19.08.1984, Síða 17

Morgunblaðið - 19.08.1984, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. ÁGÚST 1984 73 Tveir öryggisverðir á hestbaki við Elliðaárnar en Securitas vaktar veiðisvæðin frá 1. ágúst fram ( miðjan október. Morgunblaðið/ Júlfus. Ailt með felldu hér. Henný snýr lykli í klukkuboxi sínu. Jóhann sagt. „Munurinn á okkur og lögreglunni er fyrst og fremst sá,“ hélt hann áfram, „að lögregl- an vinnur löggæslustörf og fram- fylgir lögum og reglum en við hins vegar vinnum fyrirbyggjandi þjónustustörf og eftirlit. Gráa svæðið á milli lögreglunnar og okkar er innbrot. Ef við komum að innbroti köllum við undantekn- ingarlaust til lögreglu á staðinn, sem sér um handtökur. Við erum ekki að hætta okkar fólki i það, sem lögreglan er sérþjálfuð í að annast. Það er svolitið broslegt að þegar við komum til sögunnar bar nokk- uð á því að sagt væri að nú hefði lögreglan loksins einhverja, sem hún gæti farið að hnýta í því allir eru alltaf að hnýta í lögregluna. Lögreglan leit á okkur eins og litla löggukalla en það hefur breyst. Með tilkomu öryggisgæslufyrir- tækja hefur orðið gífurleg örygg- isaukning. Við komum oft fyrstir á slysstað, að fólki, sem er illa á sig komið liggjandi í götunni, að innbrotum, árekstrum og við höf- um bjargað fólki úr sjónum, leitt fólk af hafnarbakkanum, sem er að fara að henda sér á milli skips og bryggju og svo mætti lengi telja. Ég held að það verði að Kta svo á að báðir aðilar séu ómíss- andi fyrir hinn og samstarfið við lögregluna hefur alltaf verið með ágætum." Hjörtur var lengi að fara yfir vinnusvæði Sláturfélags Suður- lands við Skúlagötu enda er þar eftir mörgu að líta eins og vélum fyrir frysti- og kæligeymslur, reykofnum og mælum, sem ekki mega fara upp eða niður fyrir vissar gráður. Sé eitthvað í ólagi hefur öryggisvörðurinn samband við stjórnstöð, sem er með lista yfir menn í hverju fyrirtæki fyrir sig, sem hægt er að hafa samband við og láta vita af bilunum. Þeir eru ófáir Securitas-lyklarnir hjá SS á Skúlagötu. „Lykillinn er hafður á þeim stöðum, sem bráð- nauðsynlegt er að koma á,“ sagði Hjörtur, „og þannig að öryggis- verðirnir þurfa að fara í gegnum allt fyrirtækið til að komast að þeim.“ Hjörtur sagði frá því að ein- hverju sinni hafi öryggisvörður Securitas komið að þjófaflokki sem var að athafna sig í húsum Sláturfélagsins við Skúlagötu. Það hefði engu munað að hann hefði gengið beint í flasið á þeim og þjófaflokkurinn virtist þesslegur að vörðurinn hefði varla sloppið við meiðingar ef flokkurinn hefði orðið hans var. Vörðurinn kom sér í skjól og tilkynnti stjórnstöð hvað um væri að vera og eftir skamma stund hafði lögreglan og öryggis- verðir Securitas umkringt svæðið. Þjófarnir reyndu að bjarga sér á hlaupum og það hófst eltingarleik- ur uppi á húsþökum Sláturfélags- ins og á jörðu niðri, sem endaði með því að þjófaflokkurinn náðist. Eg hef alltaf eyrnartæki í ^ talstöðinni minni svo ég einn heyri þegar kallað er i hana, en ef kallað hefði verið í talstöðina þegar þessi vörður varð þjófa- flokksins var, hefðu þjófarnir orð- ið hans varir líka,“ sagði Hjörtur. Hann sagði að það gæti verið gott að hafa eitthvert varnarvopn þeg- ar upp kæmi staða, sem hér að ofan hefur verið lýst. „Ég hef alltaf sagt: kylfa kallar á kylfu, byssa á byssu og ég forð- ast því í lengstu lög allt, sem kall- ast varnarvopn og veðja fyrst og fremst á tæknina," sagði Jóhann. „Við erum með góð fjarskipti. Allt okkar fólk er með talstöðvar á sér og getur alltaf sent út neyðarkall. Okkar viðbrögð og iögreglunnar til samans eru svo fljótvirk að ég held að betri leið sé ekki fyrir hendi. Við hvorki ráðumst á fólk eða reynum að handtaka það, heldur fyrst og fremst að koma boðum til lögreglunnar. Við höfum leyfi fyrir að halda tvo hunda, sem ekki er hugsað þannig að þeir eigi að bíta fólk, heldur að gera viðvart löngu áður en vörðurinn hefur rat- að í hættulegar aðstæður svo sem í gámaportum og svo framvegis. Það eru auðvitað til þær aðstæður sem öryggisverðir þurfa að bera vopn, en varla hérlendis ennþá.“ Á leiðinni um vesturbæinn sagði Hjörtur: „Það er töluverð áhætta, sem maður tekur með því að vinna þetta starf. Áhættan byggist mest upp á því að maður veit aldrei hvað getur beðið manns þegar maður stígur innfyrir dyr. Maður er alltaf á varðbergi og fær oft á tilfinninguna, þegar maður er farinn að þekkja fyrirtækin, ef eitthvað óvenjulegt er á seiði. Einu sinni fann ég á mér að það var ekki allt eins og það átti að vera í fyrirtæki, sem ég vaktaði og skyndilega heyrði ég í mönnum sem voru að pukrast eitthvað þar inni. Ég þorði ekki að nota talstöð- ina því þeir hefðu getað heyrt í henni svo ég fann síma og hringdi í stjórnstöð. Og eftir því sem lög- reglan sagði þá voru þetta góð- kunningjar hennar.“ Og Hjörtur hélt áfram: „Það hefur sýnt sig að lögreglan er far- in að bera ákveðna virðingu fyrir okkur. Við hðfum oft og iðulega bent henni á hluti, sem við verðum varir við af því að við erum mikið á ferðinni og er ekki í okkar verka- hring að sinna, en látum vita um með almenna öryggishagsmuni í huga.“ Énn var allt rólegt þegar Hjört- ur og blaðamaður komu niður i stjórnstöð og það var létt yfir mönnum þótt mikið væri að gera. „Það hefur færst í vöxt að bankar og stórfyrirtæki eigi við okkur viðskipti en þegar á heildina er litið hefur skammsýni og van- kunnátta í öryggismálum verið alsráðandi innan fyrirtækja," sagði Jóhann. „Við höfum lámark sex gæslurútur, sem við köllum gæslusvæðin, í gangi og getum verið með átta bíla úti á næturnar ásamt einum á Akureyri. Þá eru margir staðir með staðbundnum öryggisvörðum. Dæmi um sér- verkefni, sem við höfum haft með höndum eru sýningar Kaupstefn- unnar, Tívolí og veiðisvæði Elliða- ánna frá 1. ágúst fram i miðjan október. Til gæslunnar þar notum við nætursjónauka, sem margfald- ar ljósmagn 30.000 sinnum en hann kostar nú um 700.000 krónur. Gæsluna við Elliðaárnar stundum við líka á hestbaki, sem er eins- dæmi meðal Securitas-fyrirtækj- anna um allan heim. Ef komið er að veiðiþjófum fer í gang sérstakt öryggisnet okkar bíla og lögregl- unnar þannig að það á ekki að vera smuga að sleppa í gegn. á hefur það stöðugt færst í vöxt að einstaklingar biðji okkur að lfta eftir einbýlishúsum sínum. Þeir eru ófáir staðirnir, sérstaklega þar sem verðmæti eru mikil, þar sem menn okkar eru fengnir til aðstoðar. í vor þegar bankaránið var framið fyrir utan Landsbankann tóku allir þeir aðilar, sem hafa með flutninga á stórum fjárhæð- um að gera, viðbragð og það hrúg- uðust upp hér hjá okkur verkefni þar sem við vorum beðnir um að gera úttekt á öryggismálum og hvernig mætti bæta þau. Einn bankinn bað okkur um að fá besta tæki, sem völ er á í þetta strax og við keyptum verðmætaflutninga- kerfi hingað til lands og sendum menn í þjálfun til að vinna með það. En það bráði fljótlega af mönnum og ennþá gerum við lítið annað en að fylgjast með verð- mætaflutningi annarra og kerfið, sem við keyptum hefur ekki enn verið tekið í notkun. Það er und- arlegt að forráðamenn banka- stofnana telji fullnægjandi að láta einhvern almennan starfsmann sjá um skipulagningu öryggismála sinna, nánast i hjáverkum. Ennþá hef ég ekki hitt neinn, sem hefur lágmarksþekkingu að bera til slíks. En margt. er skrýtið f kýr- hausnum og margt grátlega spaugilegt til í þessu sambandi. Það er undarlegt að menn meti öryggismál svo léttvæg eins og gert er. Það hefur verið sýnt fram á að hér er unnt að fremja vopnað rán eins og annarstaðar I heimin- um og það er skrítið að fyrirtæki, sem geta orðið fyrir slíku skuli ekki reyna að tryggja öryggis- gæslu og mannskap sinn, sem er óþjálfaður í að bregðast við rán- um. Kannski er þetta fræga rán aðeins forsmekkurinn að því sem koma skal. 1 öllu falli hefur fátt breyst til batnaðar en mikið verið talað. Það er betra að byrgja brunninn áður en barnið dettur í hann en það er alveg séríslenskt fyrirbrigði að hér þarf minnst tvö, þrjú börn í brunninn svo að það ýti við mönnum." Og Jóhann hélt áfram: „Securit- as er byggt upp á nákvæmlega sama hátt og með sama gæða- stuðli og sambærileg fyrirtæki erlendis. Mælikvarðinn er settur á fagþekkingu og hið innra öryggi í rekstrinum, með hvaða hætti staðið er að innri eftirlitsþáttum þjónustunnar, svo sem því hvernig öryggisvarslan sinnir störfum sín- um og svo framvegis. Ég hef verið að berjast fyrir setningu reglu- gerðar, sem kveða mundi á um þann „standard", sem svona fyrir- tæki ættu að hafa. í Danmörku fjölgaði öryggisgæslufyrirtækjum á einu ári úr 70 í 200 og það kallaði á harkaleg viðbrögð stjórnvalda þar í landi til að útiloka mörg af þessum fyrirtækjum vegna þess að þau voru óábyrg. Og ég fullyrði að ef ekki verður sett á reglugerð hér um svona fyrirtæki, söfnum við rusli í kistu sem erfitt verður að tæma. Við höfum haft mjög gott starfsfólk í gegnum árin en auð- vitað getum við orðið óheppin með það. Hin innri gæsla, sem vakir yfir starfsmönnunum á að tryggja að þeir sinni sinu starfi eins og vera ber. Það þarf ekki nema einn mann til að setja blett á alla hina. Ég ætla ekki að segja að það geti ekki komið upp brotalamir en við höfum verið laus við það hingað til. Kúnnarnir mega aldrei hafa það á tilfinningunni að það sé verið að hlunnfara þá og þessi reglugerð á að standa vörð um að ekki slæðist með misyndismenn í gæsluna. Securitas er til að mynda eina öryggisgæslufyrirtækið, sem hefur gæðauppáskrift dómsmála- ráðuneytisins enda eina öryggis- gæslufyrirtækið hérlendis með svo háan gæðastuðul. Hin innri gæsla er meðal annars byggð á tíðnitöflum sem merkt er inná eft- ir ákveðnum reglum með ákveðn- um tímasetningum. Samkvæmt ákveðnu númeri og tíma, sem SJÁ NÆSTU SÍÐU

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.