Morgunblaðið - 19.08.1984, Page 20

Morgunblaðið - 19.08.1984, Page 20
76 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. ÁGÚST 1984 Á Breste-setri Myndlíst Bragi Ásgeirsson Það var mikið um að vera í hinum vistlegu húsakynnum Braste-fyrirtækisins í Kristjáns- höfn, miðvikudaginn 6. júní sl., er Helgi Tóm- asson ballettdansari og kóreograf tók á móti bjartsýnisverðlaunum ársins 1984. Þetta var í fjórða skipti sem þau eru veitt íslenzkum listamanni, er hefur sýnt stór- hug á listaferli sínum með bjartsýnina að vegarnesti — lagt á brattann og sigrað. I þetta skipti var samankominn meiri mannfjöldi en nokkru sinni áður þrátt fyrir leiðindaveður og það, að athöfnin fór fram um miðjan dag. Helgi Tómasson er vel kynntur í Danmörku og einnig má það koma fram, að á sl. ári hóf útkomu sína „blað íslendinga í Kaupmannahöfn", er nefnist Þórhildur og er öllum áskrifendum nú boðið til veizlunnar (1.200). Þetta sýnir vel áhuga Broste-fyrirtækisins á málefnum íslendinga í Kaupmannahöfn, sem hér fá myndarlega kaupbót. — Þá var ítarlegri umfjöllun um Helga Tómasson sjálfan svo og frá verðlaunaathöfninni i dönskum blöð- um en áður hefur skeð — en minni í íslenzk- um fjölmiðlum, að ég best veit... Sá, er hér ritar, var staddur i borginni við útfærslu nokkurra steinþrykkmynda á verkstæði í Valby, og var honum sem fyrr- um verðlaunaþega að sjálfsögðu boðið í hóf- ið. Getur hann því staðfest, að ágæt stemmning var í veizlugestum og fór at- höfnin hið besta fram, var hin virðulegasta og veitingar glæsilegar. Hinn geðugi og fjallmyndarlegi Peter Broste setti hófið með stuttri ræðu og gaf því næst orðið að- alræðumanni dagsins, Niels Jorgen Kaiser, forstjóra Tívolí. Hélt hann snjalla tölu við góðar undirtektir og afhenti því næst Helga Tómassyni verðlaunin. Þar næst sté Helgi sjálfur í pontu og þakkaði fyrir sig af því látleysi og prúðmennsku, sem er aðal hans líkt og svo margra mikilla lista- manna. Hann talaði blaðalaust og var auð- Inngangurinn í Braste-setrið. MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. ÁGÚST 1984 77 séð, að fólki líkaði mál hans stórvel. Að lokum var stutt uppfærsla úr látbragðs- leiksballettinum „Pjerrot viti sínu fjær af ást“, og dansaði Fredbjörn Björnsson frá Konunglega ballettinum (Pjerrot) ásamt þeim Dennie Frank (Colombine) og Tommy Edvardsen (Harlekin) frá látbragðsleikhúsi Tívolí-garðsins. Undu menn svo hag sínum svo sem hverjum og einum þóknaðist næstu þrjár klukkustundirnar. Þess skal getið, að það var einmitt Fred- björn Björnsson ásamt Ingu Sand frá Kon- unglega ballettinum, er kveiktu neistann hjá Helga Tómassyni, er þau dönsuðu í Vestmannaeyjum árið 1952. Hér er einungis stiklað á stóru og fylgt úr hlaði með nokkrum myndum, er teknar voru við verðlaunaafhendinguna og stað- festa hina ágætu stemmningu er þar rikti. Er þetta upphaf greinaflokks, er getur daga minna í Kaupmannahöfn og ferðalags um Evrópu, og mun ég í næstu grein fjalla ítar- legar um Broste-verðlaunin og Kristjáns- höfn. Á mynd nr. 1 sjáum við Peter Broste setja hófið. Menn taki eftir styttunni af Kristjáni fjórða í bakgrunni (eftir William Friedrica), en sá lét gera Kristjánshöfn og var í öllu æði eins konar Pétur mikli þeirra Dana. Þar næst sjáum við Niels-Jorgen Kaiser, forstjóra Tívolí, afhenda Helga Tóm- assyni verðlaunin og svo Helga þakka fyrir sig. Þá koma tvær yfirlitsmyndir, er gefa dálitla hugmynd um mannfjöldann. Á sjöttu myndinni er greinarhöfundur í góð- um félagsskap þeirra Helga Tómassonar og Ingver Petersen, fulltrúa Broste, er annast framkvæmdir varðandi verðlaunin. Á sjö- undu myndinni brosir vísast Anna Guðný Brandsdóttir (Jónssonar, fyrrverandi skólastjóra Heyrnleysingjaskólans), gleitt við ljósmyndaranum, vafalítið komin alla leið frá Malmö, þar sem hún er kóreograf við ríkisballettinn. Svo sjást tvö atriði úr ballettinum um hina viti firrtu ást trúðsins Pjerrot. Loks kemur mynd af Helga og ball- ettdönsurunum. Á hópmyndinni sjáum við Peter Breste og freyju hans, Fredbjörn Björnsson, Helga Tómasson, Dennie Frank, Niels-Jorgen Kaiser, Malene Rizzo, eigin- konu Helga og Tommy Edvardsen. Fredbjörn Björnsson í gervi hins ást- firrta trúðs Pjerrots. Forsíða „Berlingske Magasin" 6. júní meö greininni sem tók alla for- síðuna. Myndin, sem var fimm dálka af sex, var af Patriciu Mc- Bride og Helga Tómassyni í ballett Jcrome Robbins „Dances at a Gath- ering“. BERLINGSKE Magasin tv-radio ONSIMG tjMi i«É4. . MpÐ Islands noble danser

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.