Morgunblaðið - 19.08.1984, Page 24
80
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. ÁGÚST 1984
! Umsjón: Iragi Óskarsson
Bardaginn við
Dysiadrauginn
Fri því er sagt í Grettlu er Grettir
sterki glímdi við drauginn Glám og
fór með sigur af hólmi. Varð Grettir
frægur af þessari viðureign, en
Glámur náði þó að gera honum mik-
in skaða því Grettir varð aldrei sam-
ur eftir viðureign þeirra sökum
myrkfælni. Saga sú sem hér fer á
eftir er um húnvetnskan bónda sem
lagði galvaskur til atlögu við aftur-
göngu, og varð aö vísu frægur fyrir
en ekki myrkfælnari en áður. Sög-
una er að fínna í safni Ingólfs Jóns-
sonar frá Prestbakka, Þjóðlegar
sagnir og ævintýr.
Þeir, sem aka þjóðveginn um
Húnavatnssýslu nú á árum, fara
sæmilega breiðan og beygjulítinn
veg. Fáir þeirra leiða hugann að
þeim breytingum á þjóðháttum,
sem tilkoma slíkra lífæða hefur
valdið. Flestar breytingar hafa
orðið til góðs, einangrun aldagöm-
ul hefur rofnað og hver bær orðið
meiri hluti af heildinni en hann
var. En tennur véltækninnar hafa
ekki hlíft því gamla, hafi það verið
í vegi. Það varð að víkja fyrir nýj-
um tíma.
Á þriðja áratug þessarar aldar
var gömul sakamannadys við veg-
inn, sem lá af þjóðveginum út að
Hvammstanga.
Dysin var stór grjóthrúga, enda
höfðu menn frá fornu fari gert sér
að skyldu að kasta þrem steinum i
dysina, ættu þeir leið um. Gilti sú
regla jafnt um gangandi og ríð-
andi menn. Var sú trú, að óhapp
henti þá, sem brytu þessa gömlu
venju, og jafnvel að dysbúi yrði þá
fljótur til að hefna sliks virð-
ingarleysis.
Þegar bilaöldin hófst fyrir al-
vöru, varð það nauðsyn að gera
akfæra vegi og helzt sem beinasta.
Þar sem dysin var, var beygja á
vegi, svo að ekki væri skert at-
hafnasvæði þessa forna graf-
arbúa. En nú fannst yfirvöldum
vegagerða sjálfsagt að rjúfa dys-
ina og gera veginn beinan þvert
yfir hana. Ekki leizt kunnugum
sem bezt á þessar ráðagerðir og
sögðu gamlir menn, að grálegar
yrðu glettur þess gamla fjanda,
sem þar lægi, væri slíkt óráð upp
tekið.
Verkfræðingar vegagerða hristu
höfuðið yfir fávizku og hjátrú og
létu ryðja burt kastgrjóti dysbúa
og gröf hans hvarf undir veginn.
Þetta var framkvæmt að sumar-
lagi, en er hausta tók, fóru að ber-
ast fregnir um, að dysjadraugur,
svo nefndur, væri nú laus og frem-
ur i illum ham.
Unglingar, sem voru í hrossaleit
eða kinda, urðu hans oft varir, og
áttu að eigin sögn oft fótum fjör
að launa. Eins fór fyrir fullorðnu
fólki.
Eins og oft vill við brenna,
mögnuðust sögur þessar og ollu
miklu umtali og óróa í nágrenn-
inu. Ekki urðu menn neitt hissa á
því, þegar það barst út, að bílar
hefðu farið út af veginum, þar sem
dysin hafði verið. „Sjáið til,“ sögðu
þeir gömlu, „þessu vorum við bún-
ir að vara við. — Nú er fjandinn
laus!“
Og hann var svo sannarlega
laus, því að frásagnir af ferðum
dysbúa urðu æ litríkari og ægi-
legri, sem meir leið á vetur.
Bóndi austan úr sveitum átti
leið til Hvammstanga að vitja
meðala hjá lækni þar, þegar á var
liðið janúar. Snjóalög voru mikil
og illfært hestum og bílar ekki til
á sveitabæjum í þá tið. Gekk bóndi
þvi og hafði broddstaf stóran.
Þegar hann hafði lokið erindum
sínum á Hvammstanga og var að
búast til heimferðar, vöruðu kunn-
ingjar hans hann mjög við dysja-
draugnum.
Bóndi kvaðst hvergi hræddur,
enda sæmdi illa að hans áliti
sýslungum Grettis sterka Ás-
mundarsonar að blikna fyrir fúl-
um dysbúum. Áuk þess stæði hann
vel að vigi og sýndi málvinum sín-
um staf sinn, sem var sýnilega hið
bezta vopn. Hélt hann svo af stað
út í vaxandi kvöldmyrkrið.
Ráðherra fyrir misskilning
Sveinn Björnsson, fyrsti forseti
íslands, segir frá þvf í ævisögu
sinni, aó eftir utanför þeirra Ein-
ars Arnórssonar, Guðmundar
Hannessonar og hans á konungs-
fund árið 1915, þegar stjórnar-
kreppa var hér út af stjórnarskrár-
málinu, hafí konungur beðið þá að
tilnefna einhvern úr hópi þre-
menninganna sem ráðherraefni. „í
fyrstu færðumst við undan því, en
kom að lokum saman um að gera
þetta, ef konungur teldi sér ekki
fært að fínna ráðherraefni“, segir
Sveinn. „Vegna ófriðarins urðu
símskeytin að vera á ensku máli.“
Lauk þessu svo, að konunugur
sneri sér til Einars Arnórssonar,
sem tók að sér að vera ráðherra
eftir að hafa tryggt sér meiri-
hluta Alþingis.
Það einkennilega var, að þetta
byggðist á misskilningi á síðasta
símskeyti okkar um þetta efni. I
skeytinu stóð, að ef konungur
gæti ekki sjálfur fundið ráð-
herraefni, „we will propose Arn-
orsson Björnsson Hannesson".
Höfðu öll skeytin, sem frá okkur
fóru, haft þessa undirskrift, eftir
stafrófsröð. En i Höfn var þetta
skilið þannig, að skeytið væri frá
„Björnsson og Hannesson", sem
styngju upp á „Arnorsson".
Þetta sagði Zahle forsætisráð-
herra mér, er ég kynntist honum
meir en fimm árum siðar, eftir
að ég kom til Hafnar sem sendi-
herra. Sagði hann mér, að kon-
ungur hefði viljað gera mig að
ráðherra, en skeytið breytt
þeirri ákvörðun. Misskilningur
þessi var samt heppilegur. I
fyrsta lagi vorum við Guðmund-
ur Hannesson búnir að koma
okkur saman um að tilnefna
Einar, ef óhjákvæmilegt væri. I
öðru lagi hefði ég alls ekki tekið
þetta að mér, ef til hefði komið,
m.a. af sömu ástæðum sem ég
hefði neitað tilnefningu sem ráð-
herra árið áður, ef svo hefði
skipazt þá. I þriðja lagi var Ein-
ar að minni skoðun hæfastur
okkar þriggja til þess að taka
þetta að sér, eins og á stóð.“
Öruggur var bóndi með sjálfan
sig lengi vel, en eftir þvi, sem
myrkrið óx og styttra varð til
staðarins þar sem dysin hafði ver-
ið, fór að dökkna í álinn hjá hon-
um. Hann fór að brjóta heilann
um hvort broddstafurinn væri nú
nægilega gott stríðsvopn á þann
fúla fjanda, sem draugurinn væri.
Var hann ekki fyllilega viss um
það.
Þegar bóndi var rétt kominn að
dysstaðnum var nærri almyrkt
orðið... Allt í einu sá bóndi dökka
veru gaufast úti í myrkrinu.
„Þarna var þá draugsi kominn,"
hugsaði bóndi, og í sömu andrá
rak hann upp öskur, sem Grettir
hefði verið ánægður með og rauk á
óvættina. Greiddi hann draugsa
þung högg, en hann flúði undan og
skildi þar með þeim.
Bóndi hélt heim og var ekki
laust við aö hann hefði vaxið í eig-
in augum og heimilisfólks sins,
þar sem hann hafði borið sigurorð
af hinum versta draug.
Liðu nú nokkrar vikur, en þá lá
leið bónda aftur til Hvamms-
tanga. Var hann ekki fyrr kominn
þangað, en hann var enn betur
varaður við en fyrr, þar sem nú
væri draugurinn enn magnaðri,
sem bezt sæist á þvi, að sama
kvöldið og bóndinn hefði farið
heim hefði draugurinn ráðizt á
mann, sem var að gá að kindum
niður í mýri. Draugurinn hefði
barið manninn með ryðguðu
spjóti, 8vo að hann hefði komizt
burt við illan leik. Hefði maðurinn
orðið að vitja læknis til að fá gert
við skrámur eftir árásina.
Bóndi sagði fátt við þessum
fregnum, en fór sina leið og sagði
ekki oftar utanbæjar frá viðureign
sinni, sem hann hafði þó verið svo
glaður yfir. Eftir þetta var hljótt
um málið, en einhvernveginn fékk
það þó fætur, að austanbóndinn
hefði barið fjármanninn, en
draugurinn hvergi þar komið
nærri ...
Algleymi
Leitis-
Bjarnar
Oft getur stundargleymska komið
sér illa og ollið óþægindum. Það eru
þó hreinir smáraunir við hliðina á
gleymsku Leitis-Bjarnar, sem
gleymdi sjálfum sér gersamlega og
það oftar en einu sinni. Söguna
skráði Ingólfur Jónsson frá Prest-
bakka og birtist hún í safni hans,
Þjóðlegar sagnir og ævintýri.
„Gakktu ekki í leiðslu, drengur,"
sagði gömul kona við þann, er hér
ritar, þá barn að aldri. „Þú getur
þá orðið eins fjarhuga og Leitis-
Björn, sem gleymdi, hver hann var
svo fullkomlega, að hann gekk og
gekk, unz hann var kominn í ann-
an landsfjórðung, þar sem hann
settist að og kvæntist og átti börn.
Þrjátiu árum seinna rankaði hann
við sér og mundi hver hann var og
hélt heim, en gleymdi þá á leiðinni
þeim árum, sem hann hafði lifað í
fjarlægð. Þegar heim kom, vildi
enginn við hann kannast. Kona
hans, sú fyrri, var dáin og börnin
burt flutt, en í kirkjugarðinum var
leiði merkt nafni hans. Bein, sem
talin voru af honum, höfðu fundizt
upp á heiði eigi allfjarri heimili
hans. Svona fór nú þar,“ sagði
gamla konan og felldi niður prjón-
ana andartak.
„En hvað varð um þennan Leit-
is-Björn?“ spurði sá, er hér ritar.
„0, hann var nú ekki til stór-
ræðanna talinn, orðinn vel sextug-
ur, en þó gleymdi hann sér enn
einu sinni og fór út í eyjar, kvænt-
ist þar í þriðja sinn og drukknaði
síðast af báti í heyflutningi."
„Þetta hefur verið í eðli hans að
gleyma,” sagði sá, er hér ritar.
„1 eðli! Það má alltaf afsaka sig
í ómennsku með eðli og innræti,
en eins og þú hefur gleymt að
sækja taðflögurnar, sem ég bað
þig að sækja fyrir hálfum klukku-
tíma, er það víst satt, að raun er
að ráðleysingjum."
Sá, er hér ritar, sótti strax
taðflögurnar.
Þar hitti skrattinn
• •
ommu sina
Ýmislegt ber jafnan vió er sigið
er I björg og hefur margt verið um
það ritað. Sagan hér á eftir, sem
tekin er úr bókinni Látrabjarg eft-
ir Magnús Gestsson, fjallar þó
ekki um bjargmenn eða fyglinga,
heldur hinn slóttuga fugl hrafninn.
Eitt sinn sem oftar fóru
nokkrir menn úr Örlygshöfn út á
Bæjarbjarg til eggja. Þegar
mennirnir koma á Bjargbrúnina,
er þar hrafn á flögri í grennd við
þá. Hann er hinn kumpánlegasti
og hoppar þarna um. Hefur hann
víst farið nærri um, hverra er-
inda þeir voru að fara. En
krummi er áhugaskepna mikil
um egg, því þau eru hans uppá-
haldsmatur. Mátti sjá á krumma
að hann var vel haldinn og
glansaði á hann í sólskininu.
Þegar sigmaður er kominn fáa
metra niður fyrir brúnina, sjá
þeir sem við vaðinn eru, að fálki
flögrar undan sigmanninum, og
þykjast menn þá vita að þarna
eigi hann hreiður. Fálkar eru
mannfælnir mjög, og fer fuglinn
i nokkra fjarlægð, og flögrar þar
um en fer ekki aftur á hreiðrið,
enda var það mjög skammt frá
mönnunum neðan brúnarinnar,
og lá vaðurinn þar framyfir.
Krummi bregður fljótlega við
og rennir sér þangað, sem fálk-
inn hafði flogið upp, en ekki sást
í sjálft hreiðrið. Krummi stend-
ur aðeins við, en kemur svo með
egg í gogginum og fer með það í
grastó í brúninni, örskammt frá
mönnunum og grefur það þar til
málamynda, svo sem þessara
fugla er siður. Hann fer þegar
aðra ferð og þá þriðju.
Meðan á þessu stendur færir
fálkinn sig nær og lætur ófrið-
lega, en hættir sér ekki það
nærri mönnunum, að hann nái
til krumma. Þegar hrafninn hef-
ur lokið flutningunum, hlakkar
ánægjulega i honum og hann
flögrar nokkuð fjær mönnunum,
framan við brúnina. Hann er
ekki kominn langt undan, þegar
fálkinn rennir sér að honum sem
örskot fari og slær hann með
vængnum, og sjá mennirnir ekki
betur en hausinn fjúki bókstaf-
lega af krumma, og féll sá svarti
þar í fjöru niður í tveimur hlut-
um.
Sigmaður er svo dreginn upp á
brún og hafði eggjað vel. Brún-
armenn spurðu hann hvort hann
hefði ekki tekið eftir fálka-
hreiðrinu. „Jú,“ segir hann, „en
núna, þegar ég kom upp, var ekki
annað í hreiðrinu en eitt brotið
eggjaskurn."
Sögur af
strandstað
Sagnaþættir þeir sem hér birt-
ast eru teknir úr þætti Guðsteins
Einarssonar „Frá Valahnúk til
Seljabótar", en þáttinn er að finna
í bókinni „Frá Suðurnesjum".
Hvernig Bakka-Oddur
strandaði tvisvar!
í Járngerðarstaðahverfinu í
Grindavík voru tvær gamlar varir
innan við svonefnt Akurhúsnef,
Suðurvör og Norðurvör. „Þar á
milli varanna rak upp þýzka
skonnortu, „Minnu“. Var hún að
sækja járnið úr „Oddi“, er kallað-
ur var Bakka-öddur, frá Eyrar-
bakka, sem einnig hafði slitnað
upp af legunni og lent nokkru inn-
ar og verið rifinn. Rétt þegar járn-
inu úr Oddi hafði öllu verið skipað
um borð í „Minnu“, gerði suð-
austanveður með nokkru brimi,
svo hún slitnaði upp og rak í land,
svo Oddur strandaði þannig aftur.
Ekki var gefizt upp við svo búið,
því „Minna“ var og rifin og síðan
járnið úr báðum skipunum flutt í
burt.“
Spíritusinn í kompásnum
Árið 1917 strandaði kútter
Resolut fyrir neðan svonefnt
Sandvik sem er vestan við Grinda-
vík. Allir skipverjar björguðust.
„Eitthvað tveim dögum eftir að
Resolut strandaði voru nokkrir
menn að bera ýmislegt dót upp úr
fjörunni, tilheyrandi strandinu.
Þar á meðal voru þrír kompásar.
Svo slysalega tókst til, að glerið á
einum þeirra brotnaði. Sá var
nokkuð stór, sennilega tekið 4—5
potta af spíritus. Þetta var á þeim
góðu gömlu tímum, þegar ekki var
banvæn ólyfjan á kompásnum. í
hópnum voru aðeins tveir menn,
sem heitið gátu fullorðnir; hinir
allir innan við tvítugt. Þeim full-
orðnu fannst vitanlega, að þeir
yrðu að taka að sér varðveizlu
spíritusins, enda gerðu þeir það;
og annar fór þegar í gjá, sem
þarna var skammt frá, að sækja
vatn til að blanda. Þetta endaði
svo þannig, að strákarnir urðu
undir kvöldið að sækja hesta til að
koma þeim fullorðnu til byggða.
Og ekki gat nema annar setið á
klárnum; hinn var reiddur þvers-