Morgunblaðið - 19.08.1984, Page 29

Morgunblaðið - 19.08.1984, Page 29
an líkamlegar refsingar voru helzti hyrningarsteinn refsilög- gjafar og menn beygðu þá sem þeir áttu sökótt við með því að vega þá, meiða eða láta dæma sér fé þeirra allt eða að hluta." Leiddi Guðrún Ása að því rök að tilgang- ur Sturlu með ritun íslendinga- sögu hafi verið að setja saman for- dæmasafn. Islendingasögur og Sturlunga Síðasta erindi Sturlustefnu hélt Jónas Kristjánsson forstöðumað- ur Stofnunar Árna Magnússonar og bar það yfirskriftina: „íslend- ingasögur og Sturlunga. Saman- burður nokkurra einkenna og efn- isatriða." í upphafi vitnaði Jónas í bók Magnúsar Helgasonar, skóla- stjóra, Kvöldræður í Kennara- skólanum, þar sem hann fjallar um tilhlökkun sína sem lítils drengs, að fá að lesa Sturlungu. Að því loknu sagði Jónas meðal annars: „Ég hef leyft mér að lesa svo langa ívitnun af því að mér þykir hún sem þörf ádrepa til margra fræðimanna i bókmennt- um nú á dögum. Við erum oft eins og tíu ára börn, einblínum á ís- lendingasögur en horfum framhjá þeirri snilli og speki sem fólgin er í ýmsum öðrum fornum sögum.“ Þá benti Jónas á að á síðustu ára- tugum hafi fræðimenn tekið að rengja heimildagildi íslendinga- sagna, en í staðinn litið á þær sem einhvers konar skáldbókmenntir, „og þegar búið er að slíta þær úr jarðvegi íslenskra arfsagna er reynt að gróðursetja þær að nýju innan um ýmsar tegundir bók- mennta úti í Evrópu". Þannig hafa rannsakendur sagnanna ekki skoðað þær í samhengi við aðra þætti íslenskrar menningar. Hvatti Jónas menn til að líta á samhengi íslenskra bókmennta og menningar, en að þvi búnu snéri hann sér að því að bera saman nokkur atriði sum lík önnur ekki, í fslendingasögum og Sturlungu. Fjölbreytileiki íslendingasagna Jónas snéri sér fyrst að bygg- ingu sagnanna. Uppbygging eða efnisröðun samtíðarsagna mótast, að sögn Jónasar, af því að raun- verulegum atburðum er lýst í tímaröð samkvæmt frásögn sjónarvotta eða annarra heimild- armanna. Benti hann á að allar tilraunir fræðimanna til að fella fslendingasögur í ákveðið bygg- ingarform hafi mistekist, enda eru þær fjölbreytilegar að samsetn- ingu eins og samtíðarsögur. Marg- víslegar munnmælasagnir, taldi Jónas vera nærtækustu skýring- una á fjölbreytileikanum. Bæði í Sturlungasögum og í fs- lendingasögum er mikið ' um mannfræði, þó nokkuð ólík sé. f íslendingasögum eru ættartölur eins og hver önnur forn fræði, öfugt við Sturlungasögur þar sem horft er á fólkið í nálægð og oft ófullnægjandi grein gerð fyrir uppruna þeirra er koma við sögu og tengslum innbyrðis. Enda er höfundur stundum þátttakandi mitt á meðal þeirra er sagan greinir frá. Hestaþing hafa verið algeng hér á landi á 12. og 13. öld og urðu oft til að valda deilum og ófriði, „og það er því tekið beint úr veruleik- anum þegar slíkt gerist í fslend- ingasögum. Frásagnir af hestavíg- um og afleiðingum þeirra í íslend- ingasögum geta því byggst á sannfróðum munnmælum. Þar er eins og vænta má aðeins haldið til haga þeim þingum sem valda deil- um og vígaferlum. En vera má að höfundar íslendingasagna grípi bara til þessa mótifs til að koma af stað þeim ófriði sem sagan þurfti á að halda. Þannig er að minnsta kosti áreiðanlega til kom- in hestaþing í Njálssögu." Hesta- þinga er oft getið í samtíðarsögum eða alls ellefu sinnum í Sturlungu, þar af þrisvar í fslendingasögu Sturlu Þórðarsonar. Skapstilling manna og hugprýði MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. ÁGÚST 1984 eru að sögn Jónasar í algjöru sam- ræmi í báðum flokkum sagna. Um drauma og fyrirboða og yfirnátt- úruleg fyribæri, sagði Jónas að þau væru algeng í íslendingasög- um og Sturlungasögum, þó fjöl- breyttari í þeim fyrrnefndu. Og er frekar um bókmenntalegt góss að ræða en sagnfræðilegt og eru fyrirboðar notaðir grunsamlega oft til að vekja spennu og undir- búa það sem á eftir fer, mun oftar en í samtíðarsögum. Knattleiki taldi Jónas ekki hafa verið ýkja algenga hér á landi á 12. og 13. öld, en leikreglur þó al- kunnar. f Sturlungu koma þeir að- eins einu sinni fyrir, en þráfald- lega í íslendingasögum. Taldi Jón- as leikinn kominn til fslands frá Noregi, en þar mun hann hafa týnst, eins og reyndin varð á hér. Sagðist Jónas eindregið hallast að leikreglum Björns Bjarnasonar, sem hyggur að einungis annar keppinauta hafi haft knatttré og að knötturinn hafi verið úr tré, óholur og varla stærri en 3 þuml- ungar að þvermáli. Þó stundum hafi hlotist meiðsl, jafnvel mannvíg af leiknum, er ljóst að söguhöfundar gripu til þeirra til að skreyta frásögnina eða vekja ófrið. Vopnaskipti og vígfimi manna er með miklum ólíkindum í fslend- ingasögum. f samtíðarsögum eru þess engin dæmi að einn maður drepi marga líkt og Gunnar og Kári. Aðeins í einni íslendinga- sögu, Ljósvetningasögu fatast hetjum mjög vígfimin. Jónas Kristjánsson lauk fyrir- lestri sínum með þessum orðum: „Niðurstaðan af þessum lauslega samanburði nokkurra einkenna og efnisatriða í Sturlungasögum og fslendingasögum er í örfáum orð- um sagt á þessa leið: Samsetning eða bygging sagnanna er breytileg frá einni sögu til annarrar. Nær- tækasta skýring á fjölbreytninni er sú að stuðst sé við ýmiskonar munnmælasagnir sem ráði sam- setningu hinna rituðu sagna. (Margt annað má finna sem bend- ir til arfsagna í íslendingasögum, þótt það verði ekki rakið hér.) Samræmi er og milli þessara tveggja sagnaflokka í lýsingum á skapstillingu manna og hugprýði við bana sjálfan. En þegar kemur að einstökum efnisatriðum eða minnum birtist mjög mikill mun- ur á þessum- tveimur flokkum sagna, samtíðarsögum og fslend- ingasögum. Samanburðurinn bendir til þess að höfundar íslend- ingasagna grípi tiltekin atriði eða fyrirbæri úr íslensku mannlífi samtímans, umbreyti þeim að eig- in vild og noti síðan sömu minnin __________________________85^ aftur og aftur til að fylla upp í rýrar munnmælasagnir og búa til ritaða sögu.“ Sturlustefnu sóttu milli 90 og 100 manns og urðu umræður nokkrar, þó ekki sé greint frá þeim hér. Allir er tóku til máls, lærðir sem leiknir voru sammála um að Sturla Þórðarson, sé ein- hver merkasti sagnaritari er ís- lendingar hafa átt. Hefði hans ekki notið við, væru fslendingar fátækari og fáfróðari um sögu landsins frá upphafi byggðar. Myndbandaleigur ath: (Innan Samtaka ísl. myndbandaleiga) Félagar í Samtökum íslenskra myndbandaleiga þaö eru eindregin tilmæli stjórnar samtakanna aö félags- menn kaupi ekki efni meö ísl. texta af dreifingaraöil- um nema þeir leggi fram um leiö lögfullt umboö fyrir myndefninu og sanni dreifingarrétt sinn á íslandi. Stjórnin. CO$MOS flutningar um allan neím Það krefst þekkingar og reynslu að finna hag- kvæmustu flutningsleiðina frá hinum ýmsu framleiðslulöndum sem við skiptum við - og sjá um fljótlegan flutning eftir henni. Þetta er einmitt sérgrein okkar. Við flytjum vörur frá verksmiðjudyrum UM ALLAN HEIM. 60 starfsmenn á sjö skrifstofum heima og viðskiptalöndum okkar annast þjónustu í samræmi við óskir viðskiptavinanna. COSMOS-FLUTNINGAMIÐLUN er nú í íslenskri eigu en var stofnað í Bandaríkjunum fyrir 65 árum. Hjá okkur sameinast því reynsla og þekking á íslenskum þörfum og aðstæðum. HAFIÐ SAMBAND-FÁIÐ TILBOÐ. erlendis — og traustir samstarfsaðilar í helstu NOTIÐ NÝJA LEIÐ TIL AÐ LÆKKA KOSTNAÐ OG VÖRUVERÐ. COSMOS III ISIS4 VVill II S • CCS/V\CS -ÍSLAND • CCSMCS - AMERIKA • CCS/V\CS-EVRÓPA UMBODSMENN UM ALLAN HEIM HAFNARHÚSIÐ, 101 REYKJAVÍK, ÍSLAND SÍMI: (91)-15384, TELEX: 2376

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.