Morgunblaðið - 19.08.1984, Page 32

Morgunblaðið - 19.08.1984, Page 32
88 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. ÁGÚST 1984 Sigrún Pétursdóttir Ólafur Albertsson Morgunbladið/Árni Sæberg. Ungt og upprennandi íþróttafólk Það eru ekki ýkja mörg ár síðan fæstum hefði dottið í hug að þeir sem eiga við einhverja fótlun að stríða gstu með nokkru móti verið liðtækir í margkyns íþróttum. Á þessu sviði hefur orðið mikil breyt- ing. Það telst tæpast lengur til tíð- inda að fatlaðir stundi allskonar lík- amsrækt sér til heilsubótar og að auki keppnisíþróttir. Er ástæða til að þakka þeim, sem hafa sýnt skilning á þessum málum og haft áhuga og dug tii þess að skapa fdtluðum að- stæður til þessara hluta. Þessi mál hefur nokkuð borið á góma að und- anfdrnu vegna frækinnar þátttöku okkar fólks í Ólympíuleikum fatl- aðra fyrir skömmu. Þá hafa hjólreið- ar fatlaðs fólks frá Noregi vakið verðskuldaða athygli að undan- förnu. Svona stórleikir eru kannski ekki aðalatriðið þegar fjallað er um þjálfun og íþróttir fatlaðra, þar sem það verða aldrei margir sem eiga tök á því að taka þátt í þeim. En það er dugnaður og þrautseigja þessa fólks sem er umfjöllunar verð jafn- vel þó ekki sé farið á Ólympíuleika eða unnið til einhvers konar viður- kenninga. Blm. hitti að máli tvö ungmenni sem sýnt hafa mikinn dugnað í hinum ýmsu íþróttagrein- um. Sigrún Pétursdóttir: Fékk þrjú verðlaun á Ólympíuleikunum í New York Sigrún er fimmtán ára göm- ul, býr á Seltjarnarnesi og stundar nám í Valhúsaskóla. Sigrún var á nokkurra vikna námskeiði á Reykjalundi þar sem blm. hitti hana fyrir skömmu. Aðspurð sagði Sigrún þetta námsskeið vera kallað heilsusportnámskeið og þar fengju þau að synda, fara á hestbak, sigla á bát og margt fleira. Sigrún geislar af fjöri og nýtur sín vel á þessu nám- skeiði þar sem svo margt er að gerast. Eins og flestir vita ef- laust var árangur íslendinga á Ólympíuleikunum í New York afar eftirtektarverður en af þeim 9 verðlaunum sem þar áunnust átti Sigrún heiðurinn af þremur. „Ég fékk þessi þrenn verð- laun fyrir sund, silfrið fyrir 25 metra baksund en bronsið fyrir frjálst sund sem var skriðsund. I 50 metra skrið- sundinu setti ég einnig ís- landsmet. Þegar úrslit voru ljós, vorum við kölluð upp á verðlaunapall þar sem við sem unnum stóðum og fánar land- anna voru dregnir að húni um leið og við veittum verðlaunun- um viðtöku. Þetta var ofsalega gaman, bæði að fá að vera með í slíku stórmóti. Þökk sé Er- lingi Þ. Jóhannssyni, og að sjá hina sem voru fatlaðir, hvern- ig þeir syntu og tóku þátt í hinum ýmsu greinum. Það var t.d. einn drengur þarna sem synti og var þó bæði handa og fótalaus. Við fórum 10 kepp- endur og 8 hjálparmenn á Ólympíuleikana og gátum skoðað okkur um heilmikið. Við sigldum t.d. í kringum Manhattan, skoðuðum bygg- ingu Sameinuðu þjóðanna og versluðum." Nú hefur þú unnið til verð- launa áður á erlendum vett- vangi, ekki satt? „Jú ég hef tekið þátt í mót- um í Danmörku, Noregi og Sví- þjóð. í Noregi og Svíþjóð var ég númer fjögur en í Dan- mörku fékk ég fern silfurverð- laun.“ Hvað er framundan hjá þér? „Ég fer í 9. bekk Valhúsa- skóla en hvað við tekur að því loknu veit ég ekki. Mér finnst gaman að læra og krakkarnir eru góðir og skilningsríkir við mig. Það var keyptur sérstak- ur stóll handa mér til að kom- ast á milli hæða í skólanum. Þetta er rafmagnsstóll sem fer á einni og hálfri mínútu aðra leiðina eftir brautinni og ég ein hef lykil að. Fögin sem ég hef einna mest gaman að sem stendur eru handavinna og bókmenntir. Ólafur Eiríksson: 10 ára með 10 „medalíur“ Það eru ekki margir tíu ára drengir sem geta státað af jafnmörgum verðlaunagripum og árin sem þeir hafa lifað, og af þessum tíu verðlaunum sem þessi ungi piltur getur státað af eru tvenn gullverðlaun. Ólafur Eiríksson er 10 ára, búsettur í Kópavogi og gengur í Kópavogsskóla. Hvaða íþróttir eru það sem þú hefur mestar mætur á? „íþróttir yfirleitt eru áhuga- mál mitt en uppáhaldsíþrótt- irnar mínar eru helst sund, körfubolti og taflmennska. í sundi hef ég þó náð hvað best- um árangri og þykir þar af leiðandi mest gaman í því. Nú verður maður bara að æfa sig mikið og takmarkið er að komast á Norðurlandamót og seinna á Ólympíuleikana. Núna vona ég bara að við vinn- um á íslandsmótinu í körfu- bolta og unglingamótinu í sundi." Hvernig finnst þér í skólan- um? Mér finnst bara gaman og engin fög eiginlega leiðinleg. Skemmtilegast er þó í leikfimi og sundi en það er eitt fag sem ég þoli alls ekki og það er söng- ur. Svo er skák í skólanum og þjálfarinn hefur æft mig og eins pabbi og ég hef tekið þátt í skákmótum með skólanum og haustmótið vann ég.“ Háir fóturinn þér ekkert, t.d. í fótbolta? „Nei, ég beiti bara vinstri fætinum til að sparka með. Ég var í æfingum með fótinn en fannst það leiðinlegt svo ég LITGREINING MEÐ CROSFIELD 540 LASEfí LYKILLINN AO VANDAÐRI LITPRENTUN MYNDAMÓT HF 20% afslátt veitum viö næstu viku af eftirfarandi vörum: FURUGÓLFBORÐUM 22 mm þykkum. HANDRIÐAEFNI (PÍLÁRUM o.fl.). Eigum fyrirliggjandi: gluggakistuefni, viðarþiljur, lofta- og veggjaplötur, panelkrossvið, haröplast, eikarparkett, askparkett, og birkiparkett, sem er mjög sterkt, fallegt og á ótrúlega hagstæöu verði. PÁLL Þ0RGEIRSS0N &C0, Armúla 27. — Símar 34000 86100. Ofnþurrkaöur haröviður fyrirliggjandi: BRASIL MAHOGNI 2“ — EIK 2“ OG 1“ — RAMIN 1“ — ABACHI 1“ — DARK RED MERANI 21/2X5“.. ENNFREMUR: OREGON PINE 21/2x5“ (ofnþ.) — OREGON PINE KROSSVIÐUR, 1/2“ rás. SPÓNA- PLÖTUR, 1. fl. sænskar — SPÓNAPLÖTUR, raka- varöar. PLASTHÚÐAÐAR SPÓNAPLÖTUR — MAH. KROSSVIÐUR, margar þykktir. • PÁLL ÞORGEIRSSON &C0, Ármúla 27. — Símar 34000 og 86100.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.