Morgunblaðið - 19.08.1984, Page 38

Morgunblaðið - 19.08.1984, Page 38
94 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. ÁGÚST 1984 jJR l l\VII\MyNDANNA ■ Julie Walters: „Educating Rita“ er hennar fyrsta kvikmynd FYRIR fjórum mánudum vissi enginn hérlendis hver Julie Walt- ers er, nú vita þaö allir. Nú hefur Stjörnubíó sýnt „Educating Rita“ í fjóra heila mánuði og er myndin oröin ein sú allra vinsælasta í ár. En vinsældir þessarar myndar eru ekki bundnar viö ísland, myndin var vinsæl í Bretlandi sl. ár og einnig í Bandaríkjunum. Julie Walters var útnefnd til Óskarsverölauna fyrir leik sinn, en það er mikiö afrek fyrir fyrstu mynd, en Shirley MacLaine hreppti verölaunin. Michael Caine var einnig útnefndur til Óskarsverðlauna, ekki í fyrsta sinn og ekki í annaö sinn; Micha- el er orðinn því vanur. Julie Walters er 33 ára gömul og á undanförnum árum hefur hún vakiö eftirtekt í Bretlandi fyrir góö- an leik á fjölunum. Þá hefur hún einnig leikiö í fjölmörgum sjón- varpsleikritum og framhaldsþátt- um. Þaö var því aöeins tímaspurs- mál hvenær henni byðist hlutverk í kvikmynd. Þegar Julie haföi leikiö Ritu á leiksviöi í sjö mánuöi, alls 800 sýn- ingar, þá var ákveöiö aö kvik- mynda leikritiö. Julie geröi sér engar vonir um kvikmyndahlut- verkiö því vaninn er aö ráöa þekkt- ar „stjörnur". En leikstjóri myndar- innar, Lewis Gilbert, var harö- ákveöinn í aö fá Julie til aö leika í myndinni. Sýningum lauk í mars 1981, en það liðu átján mánuöir þar til kvikmyndatakan hófst sept- ember 1982. Þaö var svo á 31. afmælisdegi hennar sem Lewis hringdi og sagöi aö hlutverkiö væri hennar. Julie átti auövelt meö aö setja sig inn i hlutverk Ritu. Sjálf hefur Julie litla menntun aö baki og hún er komin af verkamannafólki. Hún Gamia brýniö Michael Caine í hlutverki drykkfellda prófessorsins og Julie Walters í hlutverki hinnar menntunarþyrstu Ritu. Julie Walters. f hætti i skóla sautján ára en vann í tvö ár sem hjúkrunarfræöingur. En Julie vildi ekki festast í þvt starfi; þáverandi kærasti hennar sagöi henni frá leiklistarnámskeiöi, sem Juiie tók síöan þátt í. Þaö var upp- haf aö leiklistarferli hennar, það hefur tekiö hana tíu ár aö ná frama, og nú standa henni allar dyr opnar. Michael Caine, sem leikur próf- essorinn drykkfellda, á varla nógu sterk orö til aö lýsa aðdáun sinni á Julie Walters og leikhæfni hennar. Michael ætti aö vita hvaö hann syngur því hann hefur leikiö á móti flestum kvenleikendum síöustu fimmtán árin. Michael spáöi því aö Julie yröi útnefnd til Óskarsverð- launa fyrir Ritu, sem kom á daginn. Sjáif ypptir Julie aöeins öxlum þegar henni er hælt, hún segist vera ósköp venjuleg kona og hana þyrstir ekki í líf stórstjarnanna. Julie hefur leikið i einni mynd eftir aö hún lauk viö Ritu. Þaö var í mynd fyrir bresku sjónvarpsstöö- ina Channel 4, og nefnist myndin „She’ll Be Wearing Pink Pyjamas". Þaö vakti heimsathygli þegar Julie átti aö afklæðast fyrir framan myndavélina í þessari mynd og henni tókst aö plata alla tækni- mennina úr fötunum líka. Julie fannst þaö mátulegt á karlana í tækniliöinu sem horföu á hana af- klæöast og demba sér í sturtu. Fréttapunktar Ein af næstu myndum Bíóhallar- innar verdur hin vinsæla mynd um hafmeyjuna sem tók iand á Manhattan, Splash. Þessi, víst bráðskemmtilega gamanmynd er fyrsta myndin undir nýju merki tri Walt Disney-fyrirtækinu og nefnist Touchstone. Undir því er fyrirhurtað aö framleiða myndir fyrir fullorðna og verður ekki ann- að sagt en að það hafi farið vel af stað því Splash er ein af vinsæl- ustu myndum þessa sumars í Vesturálfu. Meö hlutverk hafmeyjunnar ter rísandi stjarna, Daryl Hannah, en myndinni leikstýrir Ron Howard. Annað fyrirtæki sem fariö hefur af staö af miklum krafti í sumar er nýjasti risinn í kvikmyndafram- leiöslu og dreifingu vestan hafs, Tri-Star. Fyrsta myndin frá fyrir- tækinu, sem m.a. er stofnsett af stærsta kapalsjónvarpshringnum i Bandaríkjunum, Home Box Office, var The Natural, en á henni birtist sjálfur Robert Redford í fyrsta skipti á hvíta tjaldinu í rösk þrjú ár. Og ekki var aö sökum aö spyrja, myndin hefur hlotiö mjög góöa aö- sókn. Fyrir skömmu var svo frumsýnd mynd nr. 2, The Muppets Take Manhattan. Gengur hún vel líkt og fyrri myndir meö hinum óborgan- legu Prúöuleikurum. Þaö er mikiö líf í kvikmynda- heiminum vestra. Þegar Evrópu- menn eru aö spá kvikmyndunum hægfara dauödaga á næsta áratug hefur hagur strympu aldrei veriö vænlegri hinum megin hafsins. Ár- iö 1984 stefnir nefnilega örugglega í aö veröa metaðsóknarár í sögu kvikmyndanna. Er reiknaö meö aö heildarinnkoman veröi í fyrsta sinn yfir 4 billjónum dala. Ghostbust- ers, Gremlins og Indiana Jones raöa sér í efstu sætin. Mel Gibson hlaut heimsfrægö fyrir skeleggan leik sinn í framtíö- arvestrunum áströlsku, Mad Max I og II. Nú er rööin komin aö þriöju myndinni í seríunni, en munurinn er sá aö sú fyrsta kostaöi hálf- geröa smáaura, 400 þús. dali, en sú þriöja kemur til meö aö kosta yfir 14 milljónir! Nú eru hafnar sýningar á gömlum meistaraverkurr Hitchcock í Laugarósbíó. Hér sjáum viö Doris Day og James Stewart í einu þeirra. The Man Who Knew Too Much. Leikstjórar veröa tveir, Georg- arnir Miller og Ogilvy. Metsölubók Umberto Ecos, The Name of the Rose, hefur selst grimmt hérlendis uppá síökastiö. Nú er ákveöiö aö kvikmynda sög- una snemma á næsta ári og er leikstjórinn .mörgum Islendíngnum aö góöu kunnur, en það er Frans- maöurinn Jean-Jacques Annaud (Leitin að eldinum). Annaud leitar þessa dagana aö leikurum víðsvegar aö úr heimin- um. Ákveðiö er aö þekktur, bandartskur leikari fari meö aöal- hlutverkiö en hinir koma víösvegar aö, líkt og munkarnir í sögunni. Myndin veröur gerö í samvinnu af franska kvikmyndafyrirtækinu Ari- ane Films og 20th Century Fox. Jack Nicholson keypti fyrir skömmu kvikmyndaréttinn á skáldsögunni Murder of Napo- leon, þar sem höfundurinn kemur fram meö nýjar hugmyndir um siö- ustu ár keisarans. Nicholson ætlar sér aö hóa saman sömu kröftunum og geröu One Flew Over The Cuckoo’s Nest svo aö allar líkur benda til aö hér sé mjög svo athyglisverö mynd í uppsiglingu. Meöal þeirra sem voru á höttunum eftir kvikmynda- rétti bókarinna, sem nú hefur kom- iö út á níu tungumálum, er gamal- kunnur Napoleon-leikari, Marlon Brando. Ekkert lát er á kvikmyndagerð- um skáldsagna Stephen Kings. Nú hefur hryllingsmeistarinn George A Romero keypt réttinn á nýjustu bók Kings, Pet Semetary. Þess má geta aö þetta er langóhugnan- legasta bók höfundar, aö mati undirr., hér örlar hvergi á gamal- kunnri væntumþykju fyrir persón- unum af hálfu höfundar, allt er á sama vegin, Ijótt og kalt. Upplagt efni fyrir Romero sem fyrst mun Ijúka viö sína stærstu mynd til þessa, The Stand. Þar kemur King jafnframt viö sögu sem höfundur kvikmyndahandritsins. Næsta mynd Taylor Hackfords (An Officer and a Gentleman, Aga- inst AU Odds), veröur Glory Boys. Meö aöalhlutverkiö mun fara Dust- in Hoffman en áöur lýkur hann viö hiutverk sitt í Yellow Jersey sem er fyrsta mynd Michael Ciminos eftir Heaven’s Gate. Svo viröist sem mógúlar Hollywood séu farnir aö fyrirgefa Cimino Himnahliös- hneyksliö. s V Stjörnugjöfin STJÖRNUBlÓ: Einn gegn öllum ☆ ☆ 'h Educating Rita ☆ ☆ ☆ ☆ Maöur, kona og barn ☆ ’A REGNBOGINN: Times Square ☆ 'h The Cannonball Run ☆ ☆ 48 stundir ☆ ☆ ☆ í eldlínunni * ☆ Atómstööin ☆ ☆ ☆ TÓNABÍÓ: Monty Python og rugluöu riddar- arnir * ☆ ☆ Tímabófarnir ☆ ☆ V4 HÁSKÓLABÍÓ: Local Hero ☆ ☆ 'h Beat Street ☆ ☆ AUSTURBÆJARBÍÓ: Ég fer í fríið ☆ ☆ V4 10 ☆ ☆ * Breakdance ☆ ☆ V4 NÝJA BÍÓ: Rithöfundur, eöa hvaö? ☆ ☆ 'h LAUGARÁSBÍÓ: Glugginn á bakhliöinni ☆ ☆ ☆ ☆ BÍÓHÖLLIN: Allt á fullu ☆ Hrafninn flýgur ☆ ☆ ☆ Hetjur Kellys ☆ ☆ ☆ Einu sinni var í Ameríku * * 'h Harrison Ford og Kate Capshaw ( vinsælustu mynd ársins víöa um heim (vonandi hérlendis líka), Indiana Jones and The Temple Of Doom.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.