Morgunblaðið - 23.10.1984, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 1984
3
Starfsmenn Reykjavíkur felldu kjarasanmlnginn;
„BSRB sýni nú að hag-
stæðari samningar náist“
— segir Davíð
Oddsson
„SAMNINGURINN var fyrst og
fremst felldur vegna þess gegndar-
lausa áróðurs sem var gegn hon-
um,“ sagði Haraldur Hannesson,
formaður Starfsmannafélags
Reykjavíkurborgar, er hann var
inntur eftir því, hvers vegna meiri-
hluti starfsmanna borgarinnar
felldi kjarasamning þann er gerður
var hinn 15. október. „Fjölmiðla-
leysið átti einnig sinn þátt í því, það
var ekki hægt að kynna samninginn
sem skyldi fyrir atkveðagreiðslu,"
sagði Haraldur. „Forysta BSRB
sagði, Ld. í útvarpi, að það stæðu
miklu betri samningar til boða ef
þessi yrði felldur og hún hvatti fólk
til að fella hann.“ Haraldur kvaðst
ekki trúaður á að þeir samningar
sem gerðir verða muni verða frá-
brugðnir þessum samningi að veru-
Haraldur Hannesson
legu leyti. „Samningarnir haekka að
sjálfsögðu í prósentum eftir því sem
verkfallið lengist, en ég á ekki von
Davíð Oddsson
á betri samningum," sagði Harald-
ur að lokum.
í samningi Reykjavíkurborgar
og starfsmanna var gert ráð fyrir
8,3% launahækkun frá undirrit-
un, þar af 3% frá 1. september.
Starfsmenn í fullu starfi skyldu
fá sérstaka greiðslu 1. desember,
3.800 krónur miðað við fullt starf.
Einnig voru ákvæði um persónu-
uppbót og aö unnið yrði að endur-
skoðun á launakerfi borgarinnar.
Samningurinn var við það miðað-
ur, að nettólækkanir tekjuskatts
og útsvars ríkis og sveitarfélaga
yrðu ekki minni en 400 milljónir
króna á árinu 1985, auk þess sem
beinir skattar ríkisins yrðu lækk-
aðir um 200 milljónir króna, sem
mætt yrði með óbeinum sköttum.
I atkvæðagreiðslu borgarstarfs-
manna féllu atkvæði á þann veg
að 1385 felldu samninginn, en 680
voru honum fylgjandi.
Davíð Oddsson, borgarstjóri,
sagði samning borgarinnar við
starfsmenn hafa verið viðunandi
að sínu mati. „Samningurinn var
skynsamlegur. Borgin teygði sig
langt, svo langt að hún hlaut
jafnvel ámæli annarra þeirra er
greiða laun í landinu," sagði
Davíð. „Það eru eflaust margar
skýringar á því að samningurinn
var felldur. Forysta BSRB brást
hart gegn samningnum og sakaði
eitt stærsta félagið innan sinna
samtaka um eyðileggingarstarf-
semi fyrst það samdi. Ég setti
það skilyrði strax í upphafi, þeg-
ar beiðni hafði borist frá Starfs-
mannafélagi Reykjavíkurborgar
um sérviðræður, að slíkt yrði með
vitund og vilja formanns og vara-
formanns BSRB. Ég var fullviss
um að slíkt lægi fyrir. Frétta-
stofa útvarpsins gerði einnig sitt
í þessum efnum sem öðrum, það
er með ólíkindum á hvaða plani
sú stofnun hefur verið rekin síð-
ustu vikurnar."
Davíð Oddsson sagðist ætla að
sjá hverju fram yndi í samning-
um ríkisins og BSRB. „Ég á von á
að BSRB sýni að þeir geti náð
fram 35—40% kauphækkun, eins
og gefið var í skyn við borgar-
starfsmenn að hægt væri,“ sagði
Davíð að lokum.
Þegar ljóst var orðið á sunnu-
dag að borgarstarfsmenn höfðu
fellt samninginn tók verkfall
þeirra gildi að nýju. Strætisvagn-
ar eru því aftur hættir að ganga,
sundlaugar eru lokaðar, svo og
barnaheimili, svo dæmi séu
nefnd.
Bjórfrumvarp
lagt fram á
Alþingi í gær
LAGT VAR fram á Alþingi í gær
frumvarp til laga um breytingu á
núgildandi áfengislögum. f frum-
varpinu er gert ráð fyrir að leyfð
verði bruggun og innflutningur á
bjór eða áfengu öli sem hefur meira
en 2'4% af vínanda að rúmmáli,
samkvæmt sérstöku leyfi ríkisstjórn-
arinnar.
Á síðasta þingi voru flutt tvö
mál varðandi breytingu á áfeng-
islögunum. Hið fyrra var þings-
ályktunartillaga um almenna at-
kvæðagreiðslu um heimild til
bruggunar og sölu meðalsterks
áfengs öls um leið og gengið yrði
næst til kosninga. Flutningsmenn
tillögunnar voru Magnús H.
Magnússon, Friðrik Sophusson,
Guðrún Helgadóttir og Stefán
Benediktsson. Tillagan kom fyrst
til umræðu í Sameinuðu þingi I
mars sl. en umræðunni var frestað
og málið dagaði uppi. Hið síðara
var frumvarp til laga um breyt-
ingu á áfengislögum og voru flutn-
ingsmenn Jón Magnússon og Jón
Baldvin Hannibalsson. Frumvarp-
inu var vísað til allsherjarnefndar
þar sem það dagaði uppi. Frum-
varpið er nú endúrflutt með þeirri
breytingu að gildistaka frestast til
1. október 1985. Flutningsmenn
frumvarpsins eru Jón Baldvin
Hannibalsson, Ellert B. Schram,
Guðmundur Einarsson, Guðrún
Helgadóttir og Friðrik Sophusson.
/Vbfftffl...
Míonbou
þaó þekkisl á bragóinu
V^terkurog
k/ hagkvæmur
auglýsingamiöill!
Nú er vetur konungur
að ganga í garð og
við erum vel undir-
búin þrátt fyrir...
eða þannig!!!
KARNABÆR
vqgi J V Laugavegi 66, Glæsibæ, Austurstræti 22.
Sími frá skiptiboröi 45800.