Morgunblaðið - 23.10.1984, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 1984
Síld fyrir milljarð
til Sovétríkjanna?
Þegar búið að semja um sölu á 200.000 tunnum þangað
og Sovétmenn íhuga kaup á 40.000 tunnum til viðbótar
SAMNINGUR Akureyrarbæjar og
Starfsmannafélags Akureyrar var
samþykktur í allsherjaratkvæða-
greiðslu sem lauk f gærkvöldi. Á
kjörskrá voru 540 félagsmenn, 408
greiddu atkvæði og þar af voru 203
með, 194 á móti og auöir seðlar og
ógildir voru 11. Er þar með aflýst
verkfalli því sem starfmenn Akur-
eyrarbæjar hafa verið í að undan-
förnu.
Samningurinn felur í sér 3%
kauphækkun frá 1. september,
7% hækkun frá undirritun, 800
króna hækkun á alla launaflokka
1. janúar og 1. maí 1985, og per-
Grein þessi er skrifuð til birtingar
á afmælisdegi Þórarins, 19. sept. sl.,
en af kunnum ástæðum gat ekki af
því orðið þá.
í Shívagó lækni heldur Pastern-
ak því fram, að gömlu byltingar-
mennirnir hafi einungis kunnað
að gera byltingu — brjóta niður
hið illa og staðnaða kerfi aðals og
keisara í Rússlandi — en ekki að
byggja upp aftur. Og því fór sem
fór. Einnig hér á landi var gerð
bylting, á 2. og 3. áratug þessarar
aldar, þar sem alþýðan til sjávar
og sveita steypti gamla ætta- og
embættismannaaðlinum og tók
ráðin í eigin hendur. Sú bylting
varð að vísu að mestu án blóðsút-
hellinga, og vantaði þó ekki að
grimmlega væri barizt, því yfir-
stéttirnar vörðu góss sín með
klóm og kjafti. Leiðtogarnir voru
mismunandi framsýnir eins og
gengur, og þegar til kom ósam-
mála um það hvenær byltingunni
væri lokið, og hve langt ætti að
ganga. En almennt má segja, að
með stjórn Tryggva Þórhallssonar
1927 hafi uppbyggingarstarfið
hafizt fyrir alvöru, en með henni
komust byltingarmennirnir til
valda og nýir og ferskir menn til
starfa á öllum sviðum þjóðlífsins
til að byggja nýtt ísland. Einn af
þeim var Þórarinn Þórarinsson,
sem er sjötugur í dag; hann kom
vestan úr Fróðárhreppi 1931 og
settist í Samvinnuskólann. Tveim-
ur árum síðar gerðist hann blaða-
maður við Tímann og Nýja dag-
blaðið, og síðan 1936 hefur hann
verið ritstjóri, fyrst Nýja dag-
blaðsins til 1938 og þá Tímans.
Það hefur komið í hlut Þórarins
að verja árangur byltingarinnar
sónuuppbót upp á 4.500 krónur 1.
nóvember næstkomandi. Þá voru
aðilar sammála um að endur-
skoðun á launakerfi yrði lokið
fyrir 1. júlí 1985. Tilfærslu milli
launaflokka eru hins vegar eng-
ar, sérkjarasamningar eru ekki
lausir og samningurinn felur
ekki í sér kaupmáttartryggingu á
samningstímabilinu, eins og lögð
er áhersla á í kröfum BSRB.
Hækkun launa á öllu samnings-
tímabilinu, miðað við 20 þúsund
króna laun er 15,9%, en launa-
hækkun til loka samningstíma-
bilsins er metin á 18%.
fyrir sókn úr báðum áttum í tæp
50 ár: þeirra, sem vildu ganga enn-
þá lengra, þjóðnýta og gera ísland
að sovéti, og hinna, sem vildu
endurheimta völd og áhrif í fyrri
hendur. Miðjustefnan, sú sem í
upphafi var stefnt að, hefur að
vísu sigrað, og andstæðingar
hennar teygzt smám saman í átt
til hennar hvor úr sinni áttinni.
En ytri og innri aðstæður hafa
jafnan krafizt þess að afstaða
væri tekin til aðsteðjandi mála og
stefna mörkuð á vegferð þjóðar-
innar til bættra lífskjara og betra
þjóðfélags. Bregðast þurfti við
heimskreppunni, heimsstyrjöld og
hernámi, taka afstöðu til nýrrar
miðlægrar stöðu fslands í heimin-
um, hersetunnar, erlendrar stór-
iðju, nýra markaða í Bandaríkjun-
um og viðskipta við Sovétmenn,
o.s.frv. Lengst af tímabilinu frá
1927 til 1959 átti Framsóknar-
flokkurinn aðild að ríkisstjórn og
aftur síðan 1971. Forystumenn
flokksins og ritstjóri Tímans unnu
sem einn maður að mörkun stefnu,
túlkun hennar og baráttu fyrir
henni. Undir stjórn Þórarins var
Tíminn sverð og skjöldur sam-
vinnu- og umbótamanna á íslandi.
Þór Whitehead hefur lýst því í bók
sinni ófriður í aðsigi hvernig ís-
lendingar brugðust við ásælni
Þjóðverja Þriðja ríkisins, mörk-
uðu stefnu í markaðsmálum sín-
um vestra með þátttöku í heims-
sýningunni í New York, og brugð-
ust við kreppunni miklu með „New
Deal“-aðferðum í atvinnuupp-
byggingu. Nú, 40 árum síðar, mun
fáum blandast hugur um að vit-
urlega var að málum staðið þótt
grimmleg orð féllu á báða bóga þá.
GENGIÐ hefur verið frá fyrirfram-
sölu á 240.000 tunnum saltsíldar til
þriggja landa af afla yfirstandandi
vertíðar. Þar af fara 200.000 tunnur
til Sovétríkjanna og 40.000 til Finn-
lands og Svíþjóðar. Þá er gert ráð
fyrir því, að Sovétmenn athugi um
möguleika á kaupum á 40.000 tunn-
um til viðbótar. Verði af þvi, verður
söluandvirði hinna 240.000 tunna,
sem til Sovétríkjanna fara, um einn
milljarður króna.
Gunnar Flóvenz, framkvæmda-
stjóri SÚN, sagði aðspurður, að
Síldarútvegsnefnd hefði nú gengið
frá samningum um fyrirframsölu
á 200.000 tunnum af saltaðri síld
Og svo mun enn verða, þegar saga
annarra mála verður skráð af
hlutlausum fræðimönnum.
Þórarinn Þórarinsson kom til
leiks í íslenskum stjórnmálum um
svipað leyti og þeir Eysteinn
Jónsson og Hermann Jónasson,
einni kynslóð á eftir Jónasi og
Tryggva. Samband hinna þriggja
vopnabræðra var jafnan náið —
hvorki Hermann né Eysteinn
skrifuðu mikið í blöð, en Þórarinn,
og auðvitað Jónas Jónsson meðan
leiðir þeirra lágu saman, þeim
mun meira. Og varla leið víst sá
dagur öll þessi ár að ekki væri
ráðum ráðið á fundi eða gegnum
síma um aðsteðjandi málefni.
Þórarinn var kjörinn á þing
fyrir Reykvíkinga 1959 og sat á
þingi til 1978, og saman unnu þeir
Einar Ágústsson 2. þingsæti fyrir
flokk sinn í Reykjavík. Síðari
hluta þess tímabils var Þórarinn
formaður þingflokksins. Hann átti
jafnan sæti í utanríkisnefnd, var
lengi formaður hennar, og átti
manna mestan þátt í undirbúningi
til Sovetríkjanna, þar af 40.000
tunnum til afgreiðslu í desember
næstkomandi og 160.000 tunnum
til afgreiðslu á fyrsta ársfjórðungi
1985. Endanleg staðfesting á þeim
40.000 tunnum, sem afgreiða á í
desember, hefði enn ekki borizt, en
væri lofað næstu daga.
Auk þessa væri í viðaukasamn-
ingi gert ráð fyrir að Sovétmenn
athugi um kaup á 40.000 tunnum
til viðbótar, þannig að heildar-
sölumagnið frá yfirstandandi
vertíð til Sovétríkjanna gæti orðið
240.000 tunnur. Óvissa ríkir þó
ennþá um það, hvort af þessari
útfærslu landhelginnar í 50 og 200
mílur. Hann átti sæti í undirbún-
ingsnefnd Hafréttarráðstefnu SÞ
1971—73 og sat ráðstefnuna síðan,
þar til hún var til lykta leidd.
Formaður útvarpsráðs var hann
lengi, og sat í ráðinu enn lengur.
Oft á Allsherjarþingi SÞ, og í
ótalmörgum nefndum öðrum á
vegum Alþingis eða Framsóknar-
flokksins.
Þórarinn hefur jafnan haft mik-
inn áhuga á utanríkismálum og
ritað mikið um þau efni í Tímann,
m.a. haldið úti daglegum föstum
dálki með yfirlitsgreinum um er-
lend málefni. Enda telst hann
meðal helztu sérfræðinga Fram-
sóknarflokksins, og raunar þjóð-
arinnar, um utanrikismál. Fremur
mun hann vera talinn „til vinstri"
í flokki sínum, en það þýðir að
meta manninn ofar kerfi og fyrir-
tækjum. Sem ritstjóri Tímans
mun hann á síðari árum hafa látið
aðra um daglegan rekstur en sinnt
í staðinn stjórnmálaskrifum, bæði
erlendum og innlendum. Samt
segja mér kunnugir, að „andi hans
svífi yfir vötnunum" á Tímanum;
hann hefur líka haft þá viturlegu
reglu að láta blaðamenn sem mest
sjálfráða um vinnu sína vegna
þess, að sé farið að segja mönnum
fyrir verkum í smáatriðum fer svo
að þeir þurfa stanzlausa stjórnun.
Enda hafa margir blaðamenn og
-konur komizt til manns á Tíman-
um, svo sem dæmin sanna. Vafa-
lítið er Þórarinn mesti „sjentil-
maðurinn" í stétt íslenzkra blaða-
manna og stjórnmálamanna, og
sér lítt á hversdagslega að hann
hefur marga hildi háð á því sviði,
kurteis og ljúfur eins og lamb.
Enda hefur hlutverk hans að ýmsu
leyti verið hlutverk garðyrkju-
mannsins, sem með elju og sam-
vizkusemi ræktar garðinn og kem-
ur hvarvetna fram til góðs, ekki
fyrir sjálfan sig heldur fyrir Þjóð-
ina fyrst og Flokkinn svo.
Sjálfur kynntist ég Þórarni og
viðbótarsölu gæti orðið, en svörum
þar að lútandi væri lofað fyrir 1.
nóvember næstkomandi.
Þá hefði samkomulag tekizt um
sölu á um 40.000 tunnum til Sví-
þjóðar og Finnlands til afgreiðslu
á tímabilinu desember 1984 til
marz 1985. Hluti af síld þeirri,
sem samið hefði verið um sölu á til
Svíþjóðar, væri sérverkuð flök.
Vinstri
menn
sigruðu
í gærkvöldi voru talin at-
kvæði í kosningu stúdenta í
Háskóla íslands til 1.
des.-nefndar.
Þátttaka var hin mesta
sem um getur í þessum kosn-
ingum, 29,5%, en var t.d. í
fyrra 15,7%. Alls kusu 1228
og fékk A-listi Vöku 549 at-
kvæði eða 44,7% og B-listi
Félags vinstri manna hlaut
630 atkvæði eða 51,3%. Auðir
seðlar og ógildir voru 49.
Samkvæmt þessu verður
efni 1. desember-hátíðar
stúdenta Frelsi, jöfnuður,
réttlæti. Vaka bauð fram efn-
ið 1984, stóri bróðir, goðsögn
eða veruleiki.
hans ágætu glæsikonu, Ragnheiði,
á þann einfalda hátt að ég gerðist
tengdasonur þeirra. Það eftir-
sóknarverða hlutskipti gat þó ein-
ungis fáum hlotnazt, því þau eiga
ekki nema þrjú börn, Helgu, Þór-
arin og Ragnheiði Hrefnu. En
okkur, hinum fáu útvöldu, hefur
þótt gott og gaman að kynnast
þessu fólki sem með kurteislegu
afskiptaléysi vakir yfir velferð
barna sinna og tengdafólks, og er
auk þess svo dæmalaust skemmti-
legt og þægilegt heim að sækja —
ekki sízt Ragnheiður.
Raunar man ég það einna fyrst
til Þórarins, að Jónas afi minn var
að tala við hann i síma og sagði þá
eitthvað á þá leið, að fyrir honum
hafi farið eins og Gretti þegar
hann glímdi við Glám: Hann hefði
að vísu náð miklum þroska, en þó
hefði þroski hans orðið enn þá
meiri ef hann hefði ekki lent í
þeirri glímu — og átti þá við það
að Þórarinn fylgdi Hermanni. Ég
er nú ekkert viss um að Jónas hafi
haft rétt fyrir sér þarna, því Þór-
arinn hefði tæplega getað skilað
heilladrýgra lífsstarfi en hann
hefur gert, enda hygg ég hann
hefði ekkert annað viljað fremur
en vera ritstjóri og blaðamaður.
Og auk þess veit Þórarinn það vel,
að í siðaðra manna þjóðfélagi er
það um stjórnmálaflokka sem tek-
izt er á um hugmyndir, og vegur-
inn til áhrifa fyrir nýtar hug-
myndir er innan frá.
Á þessum degi verða tímamót
hjá dagblaðinu Tímanum (sem nú
heitir að vísu NT) og Þórarni, þeg-
ar hann hættir sem ritstjóri. Hvað
framtíðin ber í skauti sér veit eng-
inn, og kann að vera að skarð verði
fyrir skildi hjá samvinnumönnum.
En ég óska mínum kæra tengda-
föður kærlega til hamingju með
afmælið, bið honum langra líf-
daga, en þó sérstaklega góðra, með
miklum lestri og skriftum, því það
eru nú einu sinni hans ær og kýr.
Sigurður Steinþórsson
Morgunblaðiö/Júlíus
Vegna verkfalls BSRB hafa verzlanir ÁTVR verið lokaðar og
ekkert tóbak hefur verið afgreitt til verzlana. Víða hafa sígarett-
ur og vindlar selst upp og blasa tómar hillur við viðskiptavinum,
eins og á meðfylgjandi mynd, sem tekin var í Fredda bar í
Aðaistræti í gær.
Akureyri:
Naumur meirihluti samþykkti
Ellefu bæjarfélög hafa nú
samþykkt samninga, sem gera
ráð fyrir mismunandi hækkun-
um, allt frá 6,3% með tiltölulega
stuttum samningstíma og upp í
10% með mismunandi uppbótum
og hækkunum á samningstíman-
um. Þau bæjarfélög sem hafa
samþykkt samninga eru Garða-
bær, Húsavík, Sauðárkrókur,
Sigiufjörður, ólafsfjörður, Vest-
mannaeyjar, ísafjörður og nú
Akureyri, en áður höfðu Akra-
nes, Keflavík og Suðurnesja-
byggðir samþykkt sáttatillögu
sáttasemjara frá því í haust.
Neskaupstaður hefur ekki boðað
verkfall og Reykjavík og Sel-
tjarnarnes hafa fellt samninga.
Mosfellssveit og Kópavogur hafa
hins vegar gert samninga sem
ekki hafa verið samþykktir í at-
kvæðagreiðslu, en atkvæða-
greiðsla um samningana í Kópa-
vogi fer fram í dag. Kópavogs-
samningarnir gera ráð fyrir 10%
kauphækkun frá 1. september,
4500 króna persónuuppbót 1. nóv-
ember, 800 króna hækkun l.janú-
ar og 750 króna hækkun 1. maí
1985.
Þórarinn Þórarins-
son ritstjóri sjötugur