Morgunblaðið - 23.10.1984, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 23.10.1984, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTOBER 1984 Aquino-skýrsl- an birt í vikunni ManiU, 22. október. AP. NEFND sú á Filippseyjum, sem rannsakar morðið á Benigno Aquino, hefur lokið við skýrslu sína. Kveðst nefndin ekkert tillit taka til þess í niðurstöðum sínum, að eitt af vitn- um málsins hefur afturkallað fram- burð sinn þess efnis, að það hafi séð hermann skjóta Aquino. Lögmaðurinn Albino Arriero, sem er ritari fimm manna nefnd- arinnar, er rannsakað hefur mál- ið, sagði í dag, að skýrslan yrði örugglega birt opinberlega síðar í þessari viku. Þá sagði hann enn- fremur, að nefndin hefði virt að vettugi bréf, sem henni hefði bor- izt frá Celso Loterina, starfs- manni flugfélags Filippseyja, þar sem hann afturkallaði fyrri fram- burð sinn þess efnis, að hann hefði séð einn af hermönnunum, sem stóðu bak við Aquino, skjóta stjórnarandstöðuleiðtogann. Aðrir lögfræðingar í nefndinni höfðu áður sagt, að þeir gætu ekki tekið tillit til þess, að vitnið aft- urkallaði fyrri framburð sinn, sökum þess að afturköllunin hefði ekki borizt nefndinni í formi vætt- is. Loterina hélt því fram í síðustu viku, að hann hefði afturkallað framburð sinn, sökum þess að nefndin hefði afturkallað loforð um að senda hann og fjölskyldu hans til Bandaríkjanna í staðinn fyrir vitnisburð hans. Nefndin hefur lýst aðgerðum Loterina sem „örvæntingarfullri tilraun vissra afla til þess að varpa rýrð á nefndina og niður- stöður hennar". Atvinnuleysi vex innan EB Lúsenborg, 22. október. AP. FJÖLDI atvinnulausra innan Evr- ópubandalagsins óx um 333.000 í síðasta mánuði og voru þeir orðnir 12,7 millj. í lok mánaðarins. Eru nú 11,3% af öllu vinnufærum mönnum atvinnulausir í löndum bandalags- ins. f ágúst nam fjöldi atvinnulausra 12,3 millj. manna eða 11%. Grikk- land er ekki með í þessum tölum. Ástandið er þó mjög mismun- andi í einstökum löndum banda- lagsins. Þannig fækkaði atvinnu- lausum um 2,6% í Vestur-Þýzka- landi, 0,8% í Belgíu, 2,2% í Hollandi og 1.3% í írlandi. í Frakklandi fjölgaði atvinnulaus- um hins vegar um 7,8%, 2,2% á Ítalíu, 3,4% í Danmörklu, 5,4% í Bretlandi og 5,1% í Lúxemborg. Mikil aukning atvinnuleysis í Frakklandi á rót sína að rekja til þess, að þar kemur mikill fjöldi fyrrverandi skólanemenda út á vinnumarkaðinn í septembermán- uði í fyrsta sinn. Að þessu fólki frátöldu er ekki um verulega aukningu á atvinnuleysi að ræða í Frakklandi. Pólland: Mannrán liður í kúguninni? Varsjá, 22. október. AP. KAÞÓLSKA kirkjan I Póllandi hélt því fram í dag, að ránið á prestinum Jerzy Popieluszko, miklum stuðn- ingsmanni Samstöðu, væri af póli- tískum rótum runnið og að líf hans kynni að vera í hættu. „Þær upplýsingar, sem við höf- um um mannránið, benda til, að pólitískar ástæður hafi búið að baki því,“ sagði í yfirlýsingu kirkj- unnar. „Það veldur okkur miklum áhyggjum. Annars vegar er ástæða til að óttast um líf manns- ins en hins vegar kann mannránið að vera vísbending um nýjar ógnaraðferðir í þjóðfélagsátökun- um í landinu.” Jerzy Popieluszko, sem er 37 ára að aldri og eindreginn stuðnings- maður Samstöðu, var rænt sl. föstudagskvöld skammt fra borg- inni Torun, um 210 km norðvestur af Varsjá. Hópur manna stöðvaði bíl hans undir því yfirskyni að kanna hvort ökumaður hans og aðstoðarmaður Jerzys væri drukk- inn og var einn þeirra í einkenn- isbúningi lögreglunnar. Aðstoðar- manninum tókst þó að komast undan og er talið, að hann sé nú í aðalstöðvum öryggislögreglunnar í Torun. Ekkert hefur hins vegar spurst til prestsins og engir lýst mannráninu á hendur sér. Mannránið hefur vakið mikla reiði meðal frammámanna Sam- stöðu, Lech Walesa og annarra, og hafa verkamenn um allt Pólland verið beðnir að halda bænastundir á vinnustöðvum og biðja fyrir lífi Jerzys. Walesa kom til messu í kirkju Jerzys sl. sunnudag og sagði frammi fyrir miklum mannfjölda á eftir, að ef Jerzy yrði unnið mein myndu þeir, sem það gerðu, fá að ábyrgjast afleið- ingarnar. GENGIS- SKRANING NR.203 — 22. október 1984 Kr. Kr. Toll- Eíil Kt 09.15 Kaup Sala lDollin 33,680 33,780 31389 1 Stpund 40.290 40,409 40336 1 Kan. dollari 25,485 25361 24,072 lDönskkr. 3,0393 3,0483 2,9736 INorskkr. 3,7798 3,7910 3,7633 ISænskkr. 33654 33769 3,7477 1 H nurli 53617 53773 5,1532 1 Fr. fnnki 33729 33835 33231 1 Brlg. rranki 0,5425 03441 03364 1 Sr. franki 133070 133465 13,0252 1 HolL gyllini 9,7194 9,7482 93898 1 Vjt mark 10,9653 10,9979 103177 lÍLlíra 0,01773 0,01778 0,01747 1 Auntun. Hrh. 13618 13664 13382 11’ort. escudo 03060 03066 03072 ISppewii 0,1949 0,1954 0,1891 IJapjen 0,13617 0,13657 0,12934 1 írakt pund 33,990 34,091 32371 SDR (Sérat draUarr.) 333234 33,4224 Belg.fr. 03371 03387 Ég þakka þá miklu viröingu sem mér var sýnd bæöi af skyldum og vandalausum á 90 ára afmælinu 8. sept- ember. Guð blessi ykkur öll og launi fyrir mig. Soffía Bogadóttir. 19 Styrkið og fegrið líkamann DÖMUR OG HERRAR Ný 4ra vikna námskeiö hefjast 29. október. Hinir vinsælu herratímar í hádeginu. Leikfimi fyrir konur á öllum aldri. Hressandi — mýkjandi — styrkjandi — ásamt megrandi æfingum. Sértím- ar fyrir konur sem vilja léttast um 15 kg eóa meira. Sértímar fyrir eldri dömur og þær sem eru slæmar í baki eda þjást af vöóvabólgum. Vigtun -f mæling -^jsturtur — gufuböd — kaffi og hinir vinsælu sólaríumlampar. Innritun og upplýsingar alla virka daga frá kl. 13—22 í síma 83295. Júdódeild Ármanns Ármúla 32. SUMIR VERSLA DÝRT - AÐRIR VERSLA HJÁ OKKUR Notíð tækifæríð ... á meðan á sláturtíð stendur Lambakjöt í 1/1 skrokkum niðursagað AÐEINS Lifur Hjörtu Nýru .0° -j \ C.oo 'pr.kg. _J_ A^pr.kg. Tilbúið til suðu: Lifrapylsa QO.oo Blóðmör qc .00 pr.kg >rO pr.kg. Rækjur lkg. 198 .00 Reykt úrbeinað AÐEINS folaldakjöt 148Æ IVv SVÍð Gulrófur S ioæ prkg. .00 pr.kg.l AUSTURSTRÆT117 STARMÝRI 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.