Morgunblaðið - 23.10.1984, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.10.1984, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 1984 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 23. OKTÓBER 1984 17 fltargmiÞliifrifr Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Askrift- argjald 275 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 25 kr. eintakiö. Að loknu sex vikna verkfalli Félag bókagerðarmanna hóf verkfall hinn 10. september síðastliðinn og þar með hætti Morgunblaðið að koma út. Á þessum sex vikum hafa orðið mikil átök í kjara- og stjórnmál- um, átök sem eiga eftir að hafa víðtæk áhrif á mörgum sviðum þjóðlífsins. Ekki hefur enn verið bundinn endi á verkfall opin- berra starfsmanna og ósamið er milli aðila almenna vinnumark- aðarins. 1 annað sinn á rúmum tiu ár- um hafa dagblöðin verið stöðvuð í tæpa tvo mánuði vegna verk- falls prentara. Að þessu sinni boðaði Félag bókagerðarmanna til vinnustöðvunar eftir aðeins einn samningafund, þar sem ekki gerðist annað en að kröfur um 30% launahækkun frá 1. september voru lagðar fram og mál voru reifuð almennum orð- um. Hinn 10. september hófst svo verkfallið, þótt ljóst væri frá fyrsta degi þess að lausn á kjaradeilu bókagerðarmanna myndi ekki finnast fyrr en heildarlínur yrðu lagðar í launa- málum. Eru fá dæmi um að verkfall hefjist við þessi skil- yrði. Forvígismenn Félags bóka- gerðarmanna hljóta að líta í eig- in barm eftir þessar sex vikur og spyrja, hvort herkostnaður fé- lagsmannanna fáist nokkurn tíma endurgreiddur. Þá er hinu ekki heldur að leyna að blaða- menn Morgunblaðsins eru ekki sáttir við það hvernig staðið var að verkbanninu sem Vinnuveit- endasambandið setti á þá frá og með 4. október síðastliðnum, meðal annars vegna tvískinn- ungs í framkvæmd þess. Hinn 1. október gerðist það að starfsmenn Ríkisútvarpsins lögðu fyrirvaralaust niður störf vegna þeirrar ákvörðunar stjórnvalda að ekki skyldu greidd laun í verkfalli opinberra starfsmanna sem þá var fyrir- sjáanlegt frá 4. október. Við það lagðist öll skipuleg fjölmiðlun niður á íslandi. Hinn 2. október hóf stöð sem kallaði sig Frjálst útvarp sendingar í Reykjavík og ruddi hún brautina fyrir út- varpssendingum fleiri aðila í Reykjavík og um land allt. Fjöl- miðlaleysið olli því að mönnum var betur ljóst en nokkru sinni fyrr hve alvarlegt það er í nú- tímaþjóðlífi að skera á þá lífæð sem felst í miðlun aímennra frétta og upplýsinga. Frjálsu út- varpsstöðvarnar urðu til þess, að hætt var við lokun frétta- stofu hljóðvarps ríkisins og tryggðu þannig að iandsmönn- um var séð fyrir miðlun upplýs- inga um hið helsta sem gerðist, en almennt er talið að frétta- stofan hafi ekki gert öllum jafnt undir höfði í frásögnum sínum. Frjálsu stöðvunum sem heyrð- ust í Reykjavík og nágrenni var síðan lokað með lögregluvaldi síðdegis 10. október. Morgunblaðið lítur svo á að reynslan af sex vikna verkfalli Félags bókagerðarmanna og fyrirvaralaus lokun Ríkisút- varpsins, sem tveir aðilar kærðu til ríkissaksóknara, staðfesti nauðsyn þess að afnumin sé ríkiseinokun á útvarpsrekstri. Hvetur Morgunblaðiö þingmenn til að afnema einokun ríkisins á útvarpi tafarlaust og koma þannig til móts við sjónarmið sem njóta óskoraðs stuðnings meirihluta landsmanna. Engin launung er á því að þetta langa verkfall bókagerð- armanna nú hefur vakið áhuga starfsmanna og eigenda Morg- unblaðsins á sameiginlegum ráðstöfunum til að veita lesend- um blaðsins og öðrum viðskipta- vinum trausta, örugga og snurðulausa þjónustu. Með öllu er óviðunandi að jafn lengi og nú sé unnt að skera á tengsl Morgunblaðsins við almenning og útiloka blaðið frá þeirri skyldu að veita alhliða þjónustu. Hins vegar hvarflaði ekki að Morgunblaðinu að rjúfa í verk- fallinu þá samninga sem í gildi voru við samtök vinnuveitenda og verkalýðsféiög áður en verk- fall hófst. Með samningi sem Reykjavík- urborg gerði við starfsmannafé- lag sitt að morgni mánudagsins 15. október varð til nýr flötur í kjaramálunum. Samningurinn sýndi að aðilar hans höfðu ekki trú á því að raunhæf lausn fynd- ist með lágri launahækkun og verulegri skattalækkun. Þar var samið til ársloka 1985 og skyldi meðaltalshækkun launa á samn- ingstímanum nema 13,5%. Síðar bauð fjármálaráðherra BSRB ívið betri kjör. Og eftir að samið hafði verið í Kópavogi um tæp- lega 17% meðaltalshækkun launa bauð borgarstjórinn í Reykjavík starfsmannafélaginu þar sömu kjör. í tillögu sátta- semjara sem leiddi til lausnar á kjaradeilu bókagerðarmanna felst 17% meðaltalshækkun launa á samningstímanum sem er til ársloka 1985. Þótt starfsmenn Reykjavík- urborgar felldu samninginn sem borgarstjórn Reykjavíkur stað- festi og samninganefnd BSRB hafnaði tilboði fjármálaráð- herra sköpuðu samningurinn og tilboðið loksins þær aðstæður sem gerðu kleift að binda enda á hið langa og stranga verkfali Félags bókagerðarmanna. Hér og nú eru hvorki tök á að meta áhrif þessarar deilu á störf prentara né framtíð fslensks prentiðnaðar. Forsætisráðherra um stöðu samningamála: Erfiðara að ná „skyn- semissamningum“ FORSÆTISRÁÐHERRA, Steingr- ímur Hermannsson, sagði aðspurð- ur um stöðu samningamála um kvöldmatarleytið í gærkvöldi, að hann harmaði að ekki hefði tekist að ná samningum eftir „skynsem- isleiðinni", eins og hann orðaði það. Hann kvað erfiðara verða að ná slíkum samningum eftir því sem fleiri semdu um peningalauna- hækkanir, en tilboð ríkisstjórnar- innar um 1.100 millj. kr. skattal- ækkanir, 300 millj. kr. útsvarsl- ækkanir gegn 6-10% hækkana launa stæði enn. Forsætisráðherra kvaðst ekki vilja spá neinu um framvindu mála og benti á að boðaður hefði verið fundur Vinnuveitendasam- bandsins, Verkamannasam- bandsins og fleiri í gærkvöldi. Hann kvaðst þó hræddur um, að Bandalag starfsmanna ríkis og bæja væri ekki til viðræðu um minni prósentuhækkanir en bók- agerðarmenn hefðu samið um í gær. Forsætisráðherra sagði Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra ennfremur: „Þeir sem vilja gera svona samninga hljóta annað hvort að vilja verðbólgu eða telja sig ekki þurfa að hugsa um udnirstöðuatvinnuvegina. Eru í fyrsta lagi nokkrar llikur á því að fiskvinnslufólk sætti sig við minna - og telur nokkur maður að sjómenn sætti sig við minna, sem hafa orðið að þola 30% tekj- umissi í loðnunni og 15% í rækj- unni? Ég held að það sé ólíklegt og þá er fiskvinnslan komin hátt upp í 20% hæklkun um áramótin og er hún nú rekin með tapi. Þá eru engar spár um að fiskmark- aðir í Bandaríkjunum eða annars staðar lagist og þá held ég að hver maður sjái, að hún getur ekki bætt 20% við sinn rekstr- arkostnað." Steingrímur var spurður í lok- in, hvort efnahagsstefna ríkis- stjórnarinnar, ef notaðar væru sömu röksemdir, væri þar með sprungin. Hann svaraði: „Vitanl- ega þarf ríkisstjórnin að endur- skoða sína efnahagsstefnu. Það er alveg ljóst að það verður að taka kúrsinn upp á nýtt, en ég vil þó enn þá bíða með nokkra spá- dóma í þessu sambandi þar til maður hefur heyrt frá Alþýðu- sambandinu og þeim.“ Skattalækkanir hefðu treyst lífskjörin — segir Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins, sem telur þunglega horfa um skattalækkanasamninga „ÞAÐ ERU mér vissulega von- brigði ad ekki skuli hafa tekist á þessum tíma ad ná samstödu um það að verja lífskjör með skatta- lækkunum og hóflegum kaup- hækkunum. Með því móti hefði verið unnt að treysta lífskjör og bæta stöðu þeirra sem verst eru settir, án þess að raska þeim efna- hagslegu markmiðum sem menn hafa sett sér og ég er sannfærður um að velflestir óski að við haldist. Svo virðist sem nú horfi þunglega um að þetta muni takast. Onnur niðurstaða mun á hinn bóginn breyta í verulegum atriðum þeim efnahagslegu aðstæður sem við búum við,“ sagði Þorsteinn Páls- son formaður Sjálfstæðisflokksins aðspurður um stöðu samningamála í gærkvöldi. Þorsteinn var i framhaldi af því spurður, hvort hann væri bú- inn að afskrifa þann möguleika að takast mætti að semja við þá aðila vinnumarkaðarins sem enn væri ekki búið að semja við um þær skattalækkanir sem ríkis- stjórnin hefur boðið upp á. Hann svaraði: „Ég ætla ekki að af- skrifa það, en það hefur ekkert komið fram enn sem komið er um að aðilar nái samningum á þeim grundvelli. Það er ljóst að ríkisstjórnin opnaði þann mögu- leika um miðjan september og aðilar hafa ekki á þeim tíma komið sér saman um lausn á þeim grundvelli sem ríkisstjórn- in þá bauð.“ — Þýðir það þá að efnahags- stefna ríkisstjórnarinnar sé brostin? „Ég ætla ekki að kveða upp þann dóm í dag. Hitt er alveg ljóst, að ef þær tölur sem eru niðurstaða í kjarasamningi bókagerðarmanna fara yfir Þorsteinn Pálsson vinnumarkaðinn allan, þá hefur þessum efnahagslegu aðstæðum verið breytt í verulegum atrið- um.“ Formaður Sjálfstæðisflokksins var einnig spurður, hverja hann teldi skýringu á því að samning- ar Reykjavíkurborgar hefðu ver- ið felldir með þeim mikla mun sem á varð. Hann svaraði: „Ég ætla ekki að vera með neinar getgátur um það. Aðalatriðið er það að stjórnarflokkarnir og rík- isstjórnin opnuðu möguleika á því að komast út úr þessum erf- iðleikum með því að fara inn á nýjar brautir og voru reiðubúnir til þess að leggja mikið af mörk- um í því efni. Ég er sannfærður um það að það hefði verið miklu gæfusamlegra bæði fyrir heimil- in í landinu og atvinnulífið ef það hefði tekist. Það er auðvitað kjarni málsins og þess vegna eru það mér vonbrigði, ef það ætlar að fara svo að menn vilja ekki ganga þá braut en fara þess í stað hinar gömlu leiðir. Þorsteinn Pálsson var að lok- um spurður, hvort honum hefði verið kunnugt um samninga Reykjavíkurborgar á meðan þeir voru í undirbúningi. Hann svar- aði: „Mér var kunnugt um það að Starfsmannafélag Reykjavíkur- borgar hafði óskað eftir því að það yrði gengið til samninga við þá.“ Eimskip krefst lögbanns á aðgerðir BSRB — og áskilur sér rétt til að höfða skaðabótamál Eimskipafélag íslands hefur farið fram á lögbann vegna verkfallsað- gerða BSRB við Urriðafoss á Grund- artanga. Málið fór fyrir borgardóm í gærmorgun og var úrskurðar að vænta í dag. Þá hefur Eimskipafé- lagið áskilið sér rétt til að höfða skaðabótamál á hendur BSRB, vegna þess tjóns, sem félagið verður fyrir vegna verkfallsvörslu banda- lagsins, sem Eimskip telur ólöglega. Þórður Sverrisson hjá Eim- skipafélaginu sagði í samtali við blm. Morgunblaðsins í gær, að hér væri um það að ræða, að verkfalls- verðir BSRB hafa meinað toll- vörðum að fara um borð í skipin og tollafgreiða þau. Aðgerðirnar við Grundartanga væru tilefnið fyrir lögbannskröfunni, en í sjálfu sér hefði hún víðtækara gildi og beindist gegn öllum verkfallsað- gerðum BSRB, sem komið hafa í veg fyrir tollafgreiðslu skipa að undanförnu. Þórður sagði enn- fremur að lögbannskrafan væri aðeins angi af stærra máli enda hefði mikið gengið á í þessum skipamálum síðan verkfall BSRB kom til framkvæmda. Það hefði t.d. kostað mikil átök að koma skipunum að bryggju en síðan hefði tollvörðum verið meinaður aðgangur um borð og þannig hefðu málin gengið stig af stigi. Aðspurður sagði Þórður, að for- sendur lögbannskröfunnar væru fyrst og fremst þær, að með þeim tollvörðum, sem verið hefðu á vakt í Reykjavík, hefði mátt tollaf- greiða þau skip sem hér um ræðir. Tollvörðum hefði hins vegar verið meinaður aðgangur um borð i skipin af hálfu verkfallsvarða BSRB og hefði Eimskipafélagið orðið fyrir miklu fjárhagslegu tjóni vegna þessara aðgerða. Þess bæri hins vegar að gæta, að félag- ið er ekki aðili að þessu verkfalli. Eimskipafélagið ætti ekki í vinnu- deilum við sína starfsmenn heldur væri þarna verið að trufla lög- mæta starfsemi félagsins. „Við höfum í einu og öllu farið að lög- um i okkar aðgerðum og teljum þvi óeðlilegt að skip félagsins skuli ekki fá leyfi til að leggjast að bryggju vegna verkfalls opinberra starfsmanna," sagði Þórður. „Eins teljum við óeðlilegt að ekki skuli fást heimild til að lesta og losa skipin.“ Þórður sagði einnig, að þó varan yrði tekin í land færi hún ekki út úr geymslum Eimskipafélagsins fyrr en að loknu verkfalli. Það væri því fyrirsláttur af hálfu BSRB að ekki mætti taka vöruna í land, og hefði það eingöngu haft í för með sér að valda þriðja aðila tjóni, aðila sem stæði utan við þessar launadeilur. Af þessum ástæðum hefði Eimskipafélagið farið fram á lögbann á verkfalls- aðgerðir BSRB. Með bréfi frá Eimskipafélaginu dagsettu í fyrradag, 21. október, gerði félagið BSRB ábyrgt fyrir „öllu því tjóni, sem það kann að verða fyrir vegna þessarar ólög- mætu verkfalísvörslu", eins og segir í bréfinu. Er þar skírskotað til aðgerða BSRB við Álafoss í Sundahöfn hinn 17. þessa mánað- ar og segir þar m.a. að rekstrar- kostnaður skipsins sé um 168.300 krónur á sólarhring auk annars kostnaðar. í bréfinu var þess farið á leit, að skrifleg tilkynning frá BSRB bærist fyrir klukkan 16 í gær, þar sem staðfest væri að verkfallsvörslu yrði hætt. Að öðr- um kosti myndi Eimskipafélagið áskilja sér allan rétt til að höfða skaðabótamál á hendur BSRB. Engin tilkynning hafði borist frá BSRB er Morgunblaðið leitaði upplýsinga þar að lútandi i gær- kvöldi. Verkfallsverðir BSRB létu nokkuð til sín taka á athafnasvæði Eimskips við Sundahöfn og Grundartanga nú um helgina og í gærmorgun voru um 300 verkfalls- verðir til taks við Sundahöfn. Verkfallsverðir voru einnig til taks á Grundartanga, en ekki dró til neinna tíðinda, hvorki þar né við Sundahöfn. Ríkissjóður þolir ekki þessar hækkanir — segir Albert Guðmundsson, fjármálaráðherra „MÁLIN eru í eins konar patt- stöðu. Við höfum fengið nokkur gagntilboð frá BSRB og þau hafa öll verið af sömu stærðargráðu og upphaflegu kröfurnar eða hærri. Að mínum dómi sýnir það ekki samningsvilja eða vilja til að leysa vandamál þjóðarinnar af þeirra hálfu,“ sagði Albert Guðmunds- son, fjármálaráðherra, er Morgun- blaðið innti hann álits á stöðu samningamála í gær. Fjármála- ráðherra sagði ennfremur, að þeir samningar, sem nú væri verið að gera og hefðu verið til umræðu, væru að sínum dómi hærri en rík- issjóður þyldi. „Við höfum verið að mjakast frekar upp á við í okkar tilboð- um og í síðasta tilboði okkar vorum við nær Kópavogssamn- ingnum en Reykjavíkursamn- ingnum, sem að okkar mati er hærra en þjóðfélagið þolir og þýðir stóraukna verðbólgu," sagði Albert Guðmundsson ennfremur. „En fólk virðist loka augunum fyrir þeirri staðreynd að verðbólgan blasir við með þessari samningagerð. Okkar tilboð var upp á 9% kauphækk- un og tveggja launaflokka hækkun á tímabilinu og miðað við að samið yrði til 31. október á næsta ári. Áuk þess vorum við með ýmis smærri leiðréttingar- atriði, sem við höfðum tekið til greina frá þeim. En það er ekki á þeim að heyra að þeir séu til umræðu um þetta, þó þetta sé langt umfram það sem við telj- um að ríkissjóður þoli. Þeir eru með kröfu í 11 liðum og hafa haldið sig fast við kröfuna um 30% hækkun eða meira. Við er- um auðvitað ekki til viðræðu um slíkar kröfnr,“ sagði fjármála- ráðherra. Um það hvort samninganefnd ríkisins væri reiðubúin til að samþykkja svipaða samninga og gerðir hafa verið hjá hinum ýmsu sveitarfélögum að undan- förnu og eins með viðmiðun við samning bókagerðarmanna, sem samþykktur var í gær, sagði Al- bert m.a.: „Mér virðist þetta vera að verða nokkuð stefnu- markandi í þessum kjaradeilum, en get ekki sagt á þessu stigi hvort við séum reiðubúnir að ganga inn á það sama. Stað- reyndin er nefnilega sú, að ríkis- sjóður þolir ekki þessar hækk- anir. Það verður fólk að skilja. Þetta þýðir einfaldlega að verð- bólgan þýtur aftur af stað og mér kæmi ekki á óvart að fólk vaknaði upp við gamla máltæk- ið: „Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur“, þegar búið er að eyðileggja þann árangur sem ríkisstjórnin hefur náð í baráttunni við verðbólguna, en árangur þessi hefur raunar vak- Albert Guðmundsson ið athygli út fyrir landsteinana. Það er hætt við að fólk reki sig þá á, að þessar verðbólguhvetj- andi launahækkanir hafi ekki borgað sig,“ sagði fjármálaráð- herra. Albert kvaðst ekki vilja tjá sig um skattalækkunarleið- ina að svo komnu enda væru þær umræður á viðkvæmu stigi. Leita verður nýrra leiða til lausnar deilunni — segir Kristján Thorlacius, formaður BSRB „ÉG LÍT svo á, að fjármálaráó- herra hafi stöðvað þessar samn- ingaviðræður og er því ekki bjart- sýnn á að samningar takist á næst- unni, á meðan hann segist ekki vera til viðræðu um kröfur okkar,“ sagði Kristján Thorlacius, formaður BSRB, er Morgunblaðið hafði samband við í gær vegna stöðunnar í samningamálunum. Boðað hafði verið til fundar í samninganefnd BSRB þá um kvöldið og sagði Kristján að þar yrði rætt um stöðu mála og horfur, sem því miður væru ekki bjartar eins og nú stæði. „Ég vona að fjármálaráðherra snúist hugur og vilji semja því að við viljum semja og á það legg ég áherslu," sagði Kristján ennfremur. „Á síðasta sátta- fundi hélt samninganefnd ríkis- ins við fyrra boð sitt, sem var nánast Reykjavíkursamningur- inn, sem var kolfelldur í alls- herjaratkvæðagreiðslu. Þessi samningur þýðir 13,4% að með- altali yfir samningstímabilið. Það síðasta sem frá okkur hefur farið er að við teljum að það þurfi mun meiri kjarabætur en Reykjavíkursamningurinn fól í sér. Við lögðum fram þetta álit okkar á sáttafundinum á sunnu- daginn og lögðum áherslu á, að leitað yrði nýrra leiða til lausn- ar kjaradeilunni, með meiri kauphækkun en fólst í tilboði fjármálaráðherra, en það voru smámunir einir sem voru boðnir umfram Reykjavíkursamning- inn. Eins lögðum við áherslu á kaupmáttatryggingu í einhverju formi sem meginforsendu nýs kjarasamnings. Það byggist á því að samningstímabilið leng- ist til ársloka 1985.“ Um það hvort nýgerðir kjara- Kristján Thorlacius samningar bókagerðarmanna hefðu einhver áhrif á samninga- gerð BSRB og ríkisins sagði Kristján Thorlacius m.a.: „Við leggjum megináherslu á að til komi kaupmáttartrygging á þeim launum sem við semjum um. í samningi bókagerðar- manna er engin slík kaupmátt- artrygging. Að öðru leyti vil ég ekki tjá mig um þennan samn- ing að svo stöddu því við eigum eftir að reikna hann út.“ Aðspurður um skattalækkun- arleiðina, sem mikið hefur verið til umræðu að undanförnu, sagði Kristján Thorlacius m.a., að sér virtist sú leið lítið innlegg í kjaramálin, ef miðað væri við þær skattalækkanir sem rætt hefði verið um í sambandi við Reykjavíkursamningana. „Við höfum hins vegar alltaf verið tií viðræðu um skattalækkanir, sem gefa raunverulegar kjara- bætur og við erum það enn,“ sagði Kristján Thorlacius, for- maður BSRB.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.