Morgunblaðið - 23.10.1984, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 23.10.1984, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 1984 « Ef Kepp^i^ (/er5u/jöíVv;o(ettu aP loaki." Ég segi þér eins og er. — Ef þú ekki tekur vaxtarkipp þá hætti ég að vera med þér! Ég er búinn að tyggja gulræturnar sex sinnum eins og þú skipaðir mér og hvað á ég þá að gera við þær? HÖGNI HREKKVlSI LATTU /M|ö SVO f’A FlStc HAMPA {?£SSOV\ VIMALEGA KeTTl." Bréfritari er þeirrar skoðunar að með skrifum sínum hafi Skúli Helgason veist ómaklega að bændastéttinni. Vegið að bændastéttinni Kæri Velvakandi. Oft verður landbúnaðurinn á Is- landi fyrir aðkasti i fjölmiðlum. Á síðum þínum 26. ágúst sl. er feit- letruð fyrirsögn „Búa íslendingar við ofríki bænda?“ Og það er Skúli Helgason sem skrifar um hvað „margt er skrítið í kýrhaus okkar íslendinga", eins og hann kemst að orði. Mér er ekki ljóst hver meiningin er með svona skrifum, ef þetta á að vera grín þá er það ailt of gróft, og þess vegna ekkert sniðugt. Ef þetta er meining mannsins, þá er það því óskiljanlegra. Hann virðist ósáttur við forfeð- urna, og talar um að þeir hafi eytt gróðri „af sem allra mestu kost- gæfni, hver á sínu svæði". Eins og þeir hafi fyrst og fremst haft það í huga að eyðileggja landið, en ekki að bjarga sínum skepnum, og þar með sinni afkomu. Hann talar um, að manni finnst með sama skiln- ingsleysinu, að bændur hafi gert landið að eyðimörk með því að rífa upp og brenna skóga. Og þessi setning er líka í grein- inni, „en samt eigum við hin að greiða allan kostnað af upp- græðslu landsins og áburðinn sem árlega er dreift yfir stór land- svæði“. Hver erum við hin sem ekki eru komin af þeim hrjáðu bændum, sem voru kjarni okkar þjóðar? Það að við erum til, þú og ég, er vegna þess að forfeður okkar kom- ust af, voru menn til að meta hvernig þeir gætu komist af, bæði með því aö nýta landið og sækja fisk í sjó. öll umfjöllun greinarinnar um eignarrétt bænda vekur undrun, og ekki hægt að ræða á þeim for- sendum sem þar eru gefnar. Sem betur fer hafa mennirnir sett lagabókstafi um eignarrétt bæði bænda og annarra, annars væri nú meiri ófriðurinn, því ágirndin er alls staðar, eða hver er meiningin í orðunum, „við hin, sem ekkert megum eiga“? Mikil býsn eru þeir öfundaðir sem erfðu land, þeir sem eftir urðu er aðrir fluttu á mölina. Bændur landsins eru ekki öfunds- verðir af sínum kjörum, þeir verða að vinna alla daga ársins, jafnt helga sem aðra, og launin þeirra flestra eru ekki há. Margir eru á jörðum sínum, í sumum tilfellum hlunnindajörðum, sem greinar- höfundur virðist líta í hillingum fjarlægðarinnar, aðeins af tryggð við staðinn. Þetta land er þeim helgur dómur. Oft hefur þessu fólki sviðið undan pennaglöðum hvítflibbamönnum, þeir hafa kall- að það ómaga á þjóðfélaginu og haft við fleiri stór orð og ósæmi- leg. Þetta fólk vinnur hörðum höndum við að framleiða mat sem öllum er nauðsynlegur og skapar fjölda manns atvinnu og líka þeim sem ekki kunna að meta slíka máttarstólpa þjóðfélagsins. Bændur eru vitanlega misjafnir í sinni kröfugerð sem aðrir þegnar þjóðfélagsins. Oft verða þeir fyrir stórum skaða, sem hvergi kemur fram. En því skyldu þeir ekki fá úr sameiginlegum sjóðum sem aðrir, þegar nauðsyn ber til?. Sjaldan sjást þeir með kröfu- spjöld um meiri laun þeim til handa, þó þeir fái stóran hluta af launum sínum ekki fyrr en ári eða árum eftir að verkin eru unnin. Það er margt sem þessi stétt hefur orðið að þola. Vegna erfiðs tíðarfars á landi sem er á mörkum hins byggilega heims, og vegna skilningsleysis og rangfærslu mis- viturra manna. En hún hefur til- einkað sér þolinmæði og þraut- seigju og það er vonin um vorið sem hefur haldið hugum manna heilum. Og þó að bændastéttinni sé veg- ið, er hún bjartsýn á framtíð sína og þeirra sem njóta góðs af henn- ar elju. Grétar Haraldsson. Skerðing á sjálfstæði? Kæri Velvakandi. Á liðnum árum hefur nokkrum sinnum opinberlega verið rætt um verðlagningu innfluttra vara á ís- ienskum markaði. Meðal annars hefur það borið á góma þegar verðlagskönnun Verðlagseftirlits- ins hefur verið kynnt að rekja mætti óeðlilega hátt vöruverð á sumum sviðum til þess að ekki væri keypt milliliðalaust inn til íslands, heldur væri millistig, um- boðsmannakerfi í Danmörku eða öðrum Norðurlöndum. Þannig lægi í málinu að fyrir- tæki á heimsmarkaði gerðu samn- inga við umboðsmenn á Norður- löndum um að þeir hefðu auk sinna eigin landa tiltekin önnur lönd í sinni umsjá þ.á m. ísland. Því hreyfi ég þessu máli nú að fyrir augu mín bar skýrslu um meiriháttar útboð á efni til opin- berra framkvæmda. Af því mátti sjá að ótrúlega margar vöruteg- undir sem hér eru seldar hafa milliliði i Danmörku. Ég hef aldrei séð því hreyft að hér væri bæði um skerðingu á sjálfstæði (selstöðuverslun) að ræða, auk þess sem um aukaút- gjöld væri að ræða. Mér sýnist að þetta mál sé vert nánari könnunar og það sem er öllu vandasamara að við reynum að losna úr viðjum þessarar nýju selstöðuverslunar. Málið er ekki mjög alvarlegt þegar um meiriháttar útboð er að ræða þar sem þá ræður verð. í framhjáhiaupi má geta þess að lægstbjóðendur í Blönduvirkjun höfðu engan umboðsmann hér á landi, eftir því sem fram kom þeg- ar útboðin voru opnuð á dögunum. Hinsvegar er minnstur hluti innflutningsins byggður á útboö- um og því er markaðurinn ber- skjaldaður í þessu efni. í framhaldi af því sem hér hefur verið fram talið vildi ég beina þeirri hugmynd til viðskiptaráð- herra Matthíasar Mathiesen hvort ekki sé mögulegt að gera átak í þessu máli. Sennilega hefur við- skiptaráðuneytið athugað þetta mál og væri því æskilegt að fá ein- hver viðbrögð við þessari fyrir- spurn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.