Morgunblaðið - 23.10.1984, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 23.10.1984, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 1984 29 \ftk?AKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 10—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS M. Aðferð til að loka fjár- lagagatinu Skúli Helgason prentari skrifar: Snemma í vor varaði ég hér í dálkum þínum borgarstjórn okkar við því að leyfa hundahald í Reykjavík og líkti þeim ófögnuði við það, að einstakir menn fengju leyfi til þess að aka bílum sínum á 100 km hraða, þar sem aðrir væru teknir í karphúsið, ef þeir voguðu sér upp fyrir 30 kílómetrana. Því miður fór nú svo, að meiri- hluti í borgarstjórn leyfði þetta hundahald og hafði um leið uppi mörg og stór orð um, hversu strangt og takmarkað þetta leyfi yrði. Reglunum, sem setja átti um þetta, skyldi framfylgt til hins ýtrasta. I skjóli þessarar sam- þykktar sé ég. að nú eru margir farnir að spóka sig á götum úti með „hunda í bandi“, eins og segir í gömlum „slagara". Bins eru lausir hundar hlaup- andi víðsvegar um borgina og ekki annað að sjá en tvö til þrjú höfuð séu farin að vaxa á hverju því hundkvikindi sem fyrir var í þess- um bæ. Hundaskítur er farinn að setja mark sitt á götur og gras- bletti nágrennis míns. Mest blöskraði mér þó, þegar ég sá einn með „hund í bandi“ leyfa skepnunni að hægja sér rétt fyrir framan dyr einnar stórverslunar- innar, sem ég skipti mikið við. Br nú ekki mál, að ströngu skil- yrðin og reglurnar fari að líta dagsins ljós? Hvar eru merki- spjöldin sem þessir leyfðu hundar, hljóta að verða að bera, til þess að Bréfritari lýsir skömm sinni á hundahaldi og segir að fólk þurfí að vaða í hundaskít til að komast inn í matvöruverslanir. þekkja megi þá frá þeim óleyfi- legu? Br búið að koma upp hunda- hreinsunarstöð til þess að forða börnum bæjarins frá bandormi og sullaveiki? Er búið að ráða eftirlitsmenn með hundafarganinu? Vonandi er búið að ráða innheimtustjóra fyrir hundaskattinn. Já, hundaskattur- inn! Hefur þess verið gætt að setja þann skatt það ríflegan, að fyrir- byggt sé, að við, þessir svokölluðu „hundahatarar", þurfum ekki að greiða stórfé í hækkuðu útsvari, til þess að þeir útvöldu geti útbíað borgina okkar með úrgangi frá þessum annars ágætu dýrum. Uppi verður fótur og fit ef einhver vanheill vesalingur losar sig við saur sinn í sundlaugar þessarar borgar, en ekkert er gert þótt menn verði að vaða hundasaur til þess að komast inn i matvöru- verslanir. Það er víst ekki óþrifn- aður? Hver hefur eiginlega eftirlit með öllu þessu hundafargani? Hversu margir hafa verið látnir borga hundaskatt og fengið lög- gildingu hunda sinna? Er ekki kominn tími til að þessum spurn- ingum sé svarað? Þær aðgerðir, sem ég spyr um, virðast vefjast miklu meira fyrir hundasamþykktarmönnum en það að leyfa hundahaldið. Það er áreiðanlegt að kringum þetta hundahald, opnast ótal atvinnu- tækifæri og sjálfsagt að láta þessa „gjaldfúsu“ hundaeigendur losa atvinnuleysisbótasjóð við greiðsl- ur til eins margra atvinnulausra og mögulegt er. Kannski er þarna líka fundin leið til þess að fylla upp í það stóra fjárlagagat, sem landsfeður okkar ráða greinilega ekkert við? Kannski þarna sé lausnin loksins fundin? Við troðum bara hunda- skít í gatið og síðan getur fjár- málaráðherrann okkar sofið úhyggjulaus þess vegna. Kaþólska presta í sjónvarpið Laufey hringdi og hafði eftirfar- andi að segja: Ég vil koma þeirri fyrirspurn til sjónvarpsins af hverju ekki er leit- að til kaþólska safnaðarins til að hafa umsjón með hugvekjunni í sjónvarpinu. Þetta var gert fyrir nokkrum árum, en síðan er mikið vatn runnið til sjávar. Nú hefur söfnuðurinn á að skipa mjög hæfu fólki og ekki síst íslenskum prest- um. BURT MEÐ AUKAKÍLÓIN! ÁRANCURSRÍKUR MECRUNARKÚR MEÐ PRODI-DIÆT Prodi-diæt megrunarkúrinn var þró- aöur og revndur af læknum viö Hvidovre spítalann í Danmörku. Þar er kúrinn notaöur meö góðum árangri í baráttunni viö aukakílóin. Nákvæmar notkunarreglur fvlgja hverri pakkningu. FÆST í APÓTEKINU GotttBboð Herraskór Sérhannaöir skóla- og vinnuskór meö gærufóö- ursóla og sterkum og grófum botnum sem þola sýrur, olíu, hita og kemísk efni. Litur: Svartur. Verö kr. 895. VELTUSUNDI 1 21212 PÓSTSENDUM KREDITKORT AÞJÓNUST A Barónstíg 18, sími 23566. Veltistundi 1, sími 21212. Hamar og sög er ekki nóg NEMA ÞÚ VEUIR RÉTTA EFNIÐ** IVegg- og loftklæðning í glæsilegu úrvali : i úr eik, aski, beiki, gullálmi, furu antikeik, mahogany, palesander og 10 tegundir tll vtöbótar. Vard frú aöains kr. 75 pr. m*. J^OT0iimÍ>ifofo$%> MetsöluUad á hverjum degi!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.