Morgunblaðið - 23.10.1984, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 1984
5
Blaðamenn boða verkfall frá sunnudegi:
Vonandi nást samn-
ingar fyrir helgina
— segja oddvitar samningsaðila
„ÉG FAGNA því að sjálfsogðu að
verkfalli bókageröarmanna sé lokið
og að þeir hafi náð samningum, sem
þeir geta sætt sig við, eftir harðan og
tvísýnan bardaga. Ég geri mér vonir
um að við blaðamenn munum ná
viðunandi samningum við blaðaút-
gefendur áður en þarf að koma til
verkfalls okkar,“ sagði Ómar Valdi-
marsson, formaður Blaðamannafé-
lags fslands, er blm. Mbl. leitaði
Skútu hvolfdi á
Skorradalsvatni:
Synti til
lands eftir
báti til
bjargar fé-
laga sínum
LÍTILLI skútu hvolfdi á Skorra-
dalsvatni á sunnudag. Á skút-
unni voru tveir menn, Baldvin
Kinarsson og félagi hans Þórður
Guðmundsson. Baldvin synti til
lands, náði í bát og reri eftir vini
sínum, sem þá var orðinn þrek-
aður.
Baldvini sagðist svo frá að
um kl. 18 á sunnudag hefðu
þeir félagar verið að leika sér á
kænu og höfðu segl uppi. „Við
fylltum bátinn, eins og gengur
og gerist og honum hvolfdi. Við
vorum báðir í björgunarvest-
um og mér finnst þetta nú ekk-
ert tiltökumál," sagði Baldvín.
„Mér fór hins vegar að leiðast
biðin þar sem við héldum
okkur í kjölinn, svo ég ákvað að
synda í land. Það var um hálf-
ur kílómetri, en ég flaut vel i
vestinu. Þegar ég kom á þurrt
tók ég árabát traustataki og
reri út eftir Þórði, sem þá var
orðinn nokkuð kaldur, enda bú-
inn að vera í vatninu lengi.
Þegar við rerum aftur til lands
mættum við björgunarmönn-
um frá Borgarnesi, því kona
Þórðar hafði séð til okkar og
kallað á hjálp í gegnum talstöð
í bíl þeirra."
Mikil mildi hlýtur að teljast
að ekki fór verr, því Skorra-
dalsvatn er mjög kalt og ekki
heiglum hent að svamla í því.
Baldvin Einarsson gerði lítið
úr því og sagði: „Það er hollt að
synda, jafnvel þótt vatnið sé
kalt.“
ÞAÐ VEUA ALUR
m
UÓSALAMPA
MÆT
■Pþýzk-íslenzka
XJöföar til
Xifólksíöllum
starfsgreinum!
álits hans á stöðunni í samningamál-
um blaðamanna og útgefenda.
Örn Jóhannsson, varaformaður
Félags íslenzka prentiðnaðarins
sagði er hann var spurður um
stöðu samninganna: „Samninga-
viðræður standa nú yfir og ég
vona fastlega að samningar náist
fyrir laugardag, svo að ekki komi
enn til stöðvunar eftir sex vikna
verkfall bókagerðarmanna."
Blaðamannafélagið hefur boðað
verkfall á öllum blöðunum frá og
með næsta sunnudegi, 28. október,
hafi samningar ekki tekist fyrir
þann tíma. Ómar sagði, að nokkuð
hefði miðað í samkomulagsátt í
deilunni að undanförnu en þó
teldu blaðamenn að talsvert skorti
á lipurð I röðum útgefenda og ef
samningar ættu að nást þyrfti að
verða veruleg breyting á afstöðu
þeirra.
„Við höfum teygt okkur til hins
ítrasta til að komast hjá átökum
við útgefendur en þeir lítið viljað
við okkur tala á meðan ósamið var
við bókagerðarmenn," sagði ómar.
„Verkfallið var boðað til að knýja
þá að samningaborðinu og til að
tryggja, að þeir verði við réttmæt-
um kröfum okkar."
Sjö umsækjend-
ur um embætti
útvarpsstjóra
Umsóknarfrestur um emb-
ætti útvarpsstjóra er nú runn-
inn út. Umsækjendur eru sjö,
þeir Árni Björnsson, þjóð-
háttafræðingur, Bernharður
Guðmundsson, fréttafulltrúi
þjóðkirkjunnar, Helgi Péturs-
son, fréttamaður, Jónas Jón-
asson, deildarstjóri, Markús
Örn Antonsson, ritstjóri, ólaf-
ur Stephensen, framkvæmda-
stjóri, og óli H. Þórðarson,
framkvæmdastjóri.
til afgreiðslu strax
Viö vorum aö fá nýja sendingu af þessum
glæsilegu jeppum, lengri og styttri geröir, diesel eöa bensín, í
fjölbreyttu litaúrvali. Verðflokkar viö allra hæfi.
Bensínvélin 1998 cc (86
mm x 86 mm) 4 cyl. Sam-
einar snerpu í viöbragöi og
mýkt á miklum hraöa ásamt
frábærri svörun við akstur
utan vega.
Daihatsu Rocky samein
ar augnayndi og lág-
marksmótstöðu gegn
vindi.
Utkoman verður
fallegur, hagnýtur, sterkur.
Aflmikill en sparneytinn.
Gæði
þjónusta
og
þægilegt
viömót
Dieselvélin 2765 cc (92 mm x 104
mm). DL dieselvélin er þekkt fyrir aö
vera frábærlega sterk og aflmikil ásamt
sérstakri hönnun til aö minnka hávaða
og titring.
ÞRIGGJA ÞREPA HÖGGDEYFATENGD FJÖÐRUN
Komiö og kynniö ykkur Daihatsu Rocky og geriö samanburö viö aöra jeppa.
DAIHATSUUMBOÐIÐ ÁRMÚLA 23 $. 685870 - 81733