Morgunblaðið - 04.11.1984, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 1984
73
Þeir athuga hve miktar kvalir fórnarlambið fær
þolað ... skipuleggja pyntlngar ... gefa út fölsk
dánarvottorð.
SJÁ: „Hin liknandi hönd"
„HIN LIKNANDl HOND“
Þegar læknirinn
er líka böðull
Fingraför böélanna í tyrknesku fangelsi.
Læknar og heilsugæslufólk hvað-
anæva af heimsbyggðinni sendu
nú nýlega frá sér skjal á fimm
tungumálum þar sem hvatt er til, að
pyntingum á föngum verði hætt. Það
eru alþjóðleg samtök lækna og
vísindamanna, sem að skjalinu
standa og stfla það sérstaklega til
þeirra kollega sinna, sem hafa lagst
svo lágt að taka þátt í að misþyrma
fólki.
í greinargóðum og skjalfestum
frásögnum, sem Mannréttinda-
nefnd SÞ í Genf hefur í fórum sín-
um, kemur fram, að læknar að-
stoða pyntingameistarana á ýms-
an hátt. Þeir athuga t.d. hve mikl-
ar kvalir fórnarlambið fær þolað,
sjá um lyfjagjöf til að afstýra
hjartaáföllum meðan fanganum
er misþyrmt með raflosti, skipu-
leggja pyntingar, sem ekki skilja
eftir sig ytri ummerki, og gefa út
fölsk dánarvottorð.
Læknaeiðurinn, sem tiðkast á
Vesturlöndum, krefst þess, að
menn noti kunnáttu sína eingöngu
til hagsbóta fyrir sjúklinginn
sjálfan en víða annars staðar er
litið svo á, að hollusta læknisins
eigi að vera fyrst og fremst við
ríkið. Þannig er það t.d. í Sovét-
ríkjunum þar sem pólitískum
föngum eru gefin lyf, sem valda
þeim óbærilegum kvölum.
Talið er, að í einu ríki af hverj-
um þremur sé beitt einhvers kon-
ar pyntingum og að áliti Amnesty
International eru pólitískir fangar
um heim allan meira en milljón
talsins og meirihlutinn ofurseldur
misþyrmingum.
„Pyntingar má stöðva. And-
styggð fólks á útrýmingarbúðum
síðari heimsstyrjaldar olli því, að
á þjóðarmorð er nú litið sem glæp
gegn öllu mannkyni og pynt-
ingarklefar vorra tíma krefjast
svipaðra viðbragða," segir í áiykt-
unum AI.
Búist er við, að fyrir árslok
samþykki Allsherjarþing Samein-
uðu þjóðanna bann við pyntingum
og að draga skuli pyntingameist-
arana fyrir rétt hvar sem til
þeirra næst. Er þetta árangur
fimm ára samningaþófs i Genf og
vegna einarðrar baráttu hug-
rakkra einstaklinga og stofnana.
Að vísu er það dálítið kaldhæðn-
islegt, að margar ríkisstjórnir,
sem munu verða til að samþykkja
þetta bann, stunda sjálfar alls
kyns pyntingar á þegnum sínum.
Meginatriðið er þó ekki, að sam-
þykktin sé líkleg til að binda enda
á pyntingar, heldur það, að í
fyrsta sinn verður nú kveðið á um
sök þeirra, sem þær stunda, og
yfirboðara þeirra. Áskorunin á þá
lækna, sem leggja kvölurunum lið,
ætti því að verða lóð á þessa vog-
arskál.
— THOMAS LAND
TOGSTREITA
Þeir standa
líka í útvarps-
slag á Ítalíu
Aítalíu magnast nú viðsjár við
Ríkisútvarpinu, Kadio Tele-
visiona Italiana (RAI), og einka-
sjónvarpsstöðva og hefur það þeg-
ar haft í för með sér ýmiss konar
óþægindi fyrir neytendur.
Starfsmenn ríkisútvarpsins
líta óhýru auga vinsældir og út-
þenslu einkasjónvarpsstöðv-
anna. Fram að þessu hafa þessir
tveir aðilar einkum háð sam-
keppni á sviði afþreyingarefnis,
en nú virðist samkeppnin hins
vegar líka hafa náð til frétta- og
fræðsluefnis.
Frést hefur að helztu einka-
sjónvarpsstöðvarnar séu í þann
veginn að ráða í sina þjónustu
valinkunna blaðamenn í því
skyni að bjóða neytendum upp á
aukna fjölbreytni. Myndu þeir
einkum sjá um gerð frétta og
fréttatengdra þátta og þar með
harðnaði enn samkeppnin við
sjónvarpsrásirnar þrjár, sem
rikisútvarpið rekur. Talið er víst
að einkastöðvunum muni vegna
vel i þeirri samkeppni. Ástæð-
urnar eru m.a. þær að við ráðn-
ingu fréttamanna RAI hafa önn-
ur atriði verið þyngri á metun-
um en hæfni i fréttamennsku, til
að mynda stjórnmálaskoðanir
þeirra, en miklu hefur þótt
skipta að helztu stjórnmála-
flokkar landsins hefðu tækifæri
til að koma þar sjónarmiðum
sínum á framfæri.
Fréttamenn hjá ríkisfjölmiðl-
unum eru því uggandi um sinn
hag. Þeir óttast að hinir nýju
keppinautar þeirra skjóti þeim
ref fyrir rass í fréttaflutningi
með þeim afleiðingum að auglýs-
endum þyki einkastöðvarnar
álitlegri kostur en þær ríkis-
reknu. Þar með yrði atvinnuör-
yggi þeirra stefnt í hættu. Þeir
segja enda iiúna að þðrf sé á
hertu opinberu eftirliti með út-
varpi og sjónvarpi á ttalíu, en er
það hið mesta kappsmál að sett
verði sérstök löggjöf, sem komi í
veg fyrir að fáir og fjársterkir
aðilar geti einokað sjónvarps-
rekstuf í landinu. Slík löggjöf er
til víða um lönd en ekki á Ttalíu.
Þarna hafa fréttamennirnir
nokkuð til síns máls. Ýmsar
stórar einkastöðvar hafa sam-
einazt og orðið mjög öflugar. Til
dæmis hefur Silvio Berlusconi
náð yfirráðum yfir þremur
stærstu og vinsælustu sjón-
varpsstöðvum landsins og fleiri
horfa á útsendingar þeirra en á
allar þrjár rásir ríkisútvarpsins
samanlagt.
Silvio þessi Berlusconi hefur
ekki sem bezt orð á sér. Nafn
hans birtist nýlega á lista yfir
félaga í hinni alræmdu P2-frí-
múrarastúku ásamt nöfnunum
Roberto Galvi og Liceo Gelli. Sá
fyrrnefndi fannst í fyrra hengd-
ur undir Blackfriars-brú í Lund-
únum og sá siðarnefndi slapp úr
fangelsi í Genf og komst til Arg-
entínu, þar sem hann er nú land-
flótta. Hann mun hafa verið
æðsti maður stúkunnar.
Aðrir í þessum félagsskap
voru flestir menn á Ítalíu, ýmist
embættismenn eða í einka-
rekstri. Þeir hafa verið sakaðir
um að gera tilraun til að mynda
stjórn á bak við lýðræðislega
kjörna ríkisstjórn landsins með
það fyrir augum að stjórna land-
inu í þágu eigin hagsmuna.
Það eru enda ekki aðeins
fréttamenn hjá ríkisfjölmiðlun-
um á Italíu, heldur margir aðrir,
sem velta því fyrir sér þessa
dagana, hvort manni með ámóta
fortíð og Berlusconi eigi að leyf-
ast að hafa það vald í fjölmiðla-
heiminum sem raun ber vitni.
— FRANCO FERRARI
Með konu
á hverjum
fingri
Suphant Teerapabsakulwong er
fertugur hnetusali í Bangkok í
Thailandi og hann reynir ekki að
dylja þá staðreynd, að hann á sjö
konur og 22 börn, sem búa öll undir
sama þaki.
Á daginn tekur öll hersingin
þátt I því að búa til bollur úr
svínahakki, sem eru seldar með
hnetunum og hann er þekktur af.
Suphant segir, að um nætur vitji
hann eiginkvenna sinna eftir röð,
en þær hafa allar eigið svefnher-
bergi í húsi hans utan við Bang-
kok.
„Ég lft á þær sem lífsförunauta,
en ekki sem kyntákn," sagði Suph-
ant í viðtali nýlega. „Það skiptir
engu, hvort þær grennast eða
fitna, eru sólbrúnar eða fölna, ég
elska þær allar eftir sem áður.“
Meðal þessarar þjóðar, sem sigl-
ir hraðbyri inn í iðnvæðingu nú-
tímans, eru ekki margir sem tala
jafn hreinskilnislega um fjöl-
kvænið. Hundruðum þúsunda
saman halda karlmenn í Thailandi
enn tryggð við þá aldagömlu hefð
að taka sér „mia noi“ eða „auka-
eiginkonur“. Meðal þeirra eru
háttsettir embættismenn, foringj-
ar í hernum, viðskiptajöfrar, vöru-
bílstjórar, dyraverðir og meira að
segja karlmenn úr ört vaxandi
miðstéttum í borgunum, sem hafa
horfið frá hefðbundnum lifshátt-
um og tekið upp vestræna i stað-
inn.
Auka-eiginkonur eru í raun
áberandi þáttur i daglegu borgar-
lífinu, sem lítt er í sviðsljósinu.
Bílar með lituð rúðugler eru i
daglegu tali kallaðir „bilar minni-
háttar eiginkvenna" og síðdegis-
sýningar í kvikmyndahúsunum
eru kallaðar „sýningar fyrir
auka-eiginkonur“ þar sem sagt er
að þær séu mjög sóttar af konum
auðugra eiginmanna eða atvinnu-
lausum konum.
Eftir byltinguna árið 1932, þeg-
ar einveldi konungs var afnumið
og þingbundinni konungsstjórn
komið á i staðinn, voru ýmsar
þjóðfélagslegar endurbætur
ákveðnar. Ný lög voru meðal ann-
ars sett þess efnis, að eingöngu
mætti skrá eina eiginkonu. En
refsingum fyrir fjölkvæni er ekki
beitt í hinu umburðarlynda sam-
félagi í Thailandi og börn auka-
eiginkvenna fá lagalega viður-
kenningu og bera nafn föðurins
kjósi hann það.
Fjölkvænið og karlaveldið í
Thailandi á rætur í fornri menn-
ingu Hindúa og Kínverja. Kon-
ungar og auðugir aðalsmenn þar i
landi tóku sér margar aðal-eigin-
konur og auka-eiginkonur til
merkis um völd sin og auð, til að
tryggja viðhald ættarinnar og iðu-
lega sem leik i refskák stjórnmál-
anna. Rama V, sá mikli konungur
Thailands á 19. öld, átti 92 eigin-
konur og 77 börn og hann skrifaði
hugljúf ástarbréf til margra eftir-
lætis-eiginkvenna sinna.
En það hafa þrátt fyrir allt orð-
ið miklar breytingar á þessu sviði
siðan þá.
Dr. Debhanon Muangman, við-
urkenndur vísindamaður og
brautryðjandi i rannsóknum á
sviöi kynferðismála í Thailandi,
heldur því fram, að eiginmaður nú
til dags reyni oftast að halda þvi
leyndu fyrir sinni löglegu eigin-
konu, að hann eigi sér einnig
aukakonu. Þekktur embættismað-
ur játaði fyrir eiginkonu sinni á
dánarbeði, að hann ætti sex auka-
konur.
Sumir karlmenn taka sér samt
sem áður aukakonur fyrir opnum
tjöldum og oft þegar aðal-eigin-
konan fer að reskjast. Einn frem-
ur ótuktarlegur málsháttur í
Thailandi lýsir aðal-eiginkonum
þannig: „Þær eldast fljótt, deyja
hægt, tala of mikið, borða yfir sig
og verða grimmar sem hundar.“
Auka-eiginkonur hafa ekki
lengur þýðingu á vettvangi stjórn-
mála. En margar ungar konur,
einkum þær sem flytjast til
Bangkok frá fátækum sveitahér-
uðum, komast að raun um að
staða auka-eiginkonu veitir efna-
hagslegt öryggi og er stundum
leiðin til auðsældar og lifsþæg-
inda. Þótt ótrúlegt sé geta sumir
karlmenn með innan við sex þús-
und króna mánaðartekjur haldið
nokkrar eiginkonur. Stundum er
það svo, að eiginkonan hefur
vinnu og afhendir eiginmanninum
hluta af tekjum sínum.
- DENIS D. GRAY