Morgunblaðið - 04.11.1984, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 04.11.1984, Blaðsíða 32
96 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 1984 Það vakti athygli heims- pressunnar þegar breskur ævintýramaður að nafni Richard Knight sagði nýlega á blaðamannafundi, sem hann hélt, að hann væri sannfærður um, að sér myndi hafa tekist að finna fjársjóð sjóræningjans kapteins Kidds á lítilli víetnamskri eyju, ef óheppnin hefði ekki elt hann. Óheppnin var sú að Knight var stungið í fangelsi í Víetnam þar sem hann fékk að dúsa í 14 mánuði en yfir- völd í Víetnam töldu hann og fylgdarmann hans, Frederick Graham, vera njósnara. Knight sagðist hafa undir höndum tvö kort, „greinilega ófölsuð", sem vísuðu á fjár- sjóðinn á eynni Hon Tre Lau. Knight vildi ekkert um það segja hvort hann hygðist gera aðra tilraun til að finna fjársjóðinn. IGJAR Af kapteini Kidd og Svarta Barty, tveimur frægum sjóræningjum, sem áttu sér talsvert ólíkan feril Bartbolomew Roberts eða Svarti Barty var án efa einn fengsælasti sjóræningi sögunnar. Hann rændi um 400 skip í sinni tíð en áböfn bans (neðri mynd) þurfti að fara eftir ströngum reglum ef þeir vildu sigla með bonum. Tveir einustu kven- kynssjóræningjar sög- unnar, Anne Bonny og MaryRead. Sjóræningjar í Hollywood Annars er það eiginlega aðeins í sögubókum, sem sagt er af ævin- týramönnum í leit að fjársjóðum illræmdra sjóræningja, sögubók- um eins og Gulleyjunni eftir Rob- ert L. Stevenson. Og einu sinni voru sjóræningjamyndir ógurlega vinsælar í Hollywood, sérstaklega ef Errol Flynn lék sjóræningjann. Þær eru ekki eins vinsælar lengur en þó er alltaf verið að gera eina og eina sjóræningjamynd og minnir mig að leikstjórinn Roman Polanski sé að fást við það efni um þessar mundir. Hetjan í gömlu sjóræningjamyndunum var und- antekningarlaust hinn besti mað- ur, góður við fátæklinga en vondur við riku kallana, konur elskuðu hann og hann ekki síður þær og enginn var leiknari en hann í bar- dögum ... Kapteinn Kidd En sjóræninginn kapteinn William Kidd var ekki neitt sér- staklega líkur Hollywoodútgáf- unni. Það er lítið vitað um upp- runa hans. Hann fæddist í Skot- landi, sennilega í kringum 1645, og faðir hans var prestur. Það fyrsta sem vitað er um hann með nokk- urri vissu er að hann barðist á sjóræningjaskipi sínu við Frakka í Vestur-Indíum. Sagt var að hann hefði verið góður kapteinn en áhöfn hans gerði uppreisn og sigldi áfram undir stjórn Robert nokkurs Cullifords. Það var árið 1691. Kidd giftist ríkri ekkju og komst þannig í töluverðar álnir og lifði í stóru og fallegu húsi við Wall Street í New York og gerðist skipeigandi. Að ráði nokkurra breskra stjórnmálamanna úr hópi frjáls- lyndra í Bretlandi, sem hugðust græða svolítið á sjóránum, en í þeim hópi var m.a. jarlinn af Bellomont, sem seinna átti eftir að verða landsstjóri í New York, veitti William konungur Englands kapteini Kidd leyfi til annars veg- ar að ræna frönsk skip og hins vegar að leggja hald á sjóræn- ingjaskip og góss þeirra og átti það að gefa pólitikusunum mestan aurinn. Raunar vildi kapteinn Kidd helst af öllu fá að stjórna einu af herskipum Hans hátignar, en í staðinn var hann aðeins gerð- ur að yfirmanni á skipinu „Ad- venture Galley" og stefnt á Ind- landshaf til sjórána. Óheppnin eltir Kidd Ferð kaptein Kidds gekk vægast sagt ekki eins og í sögu a.m.k. til að byrja með. Einn þriðji áhafnar hans lést úr kóleru og skyrbjúg á einni viku og það eina sem hann rændi í lengri tíma var franskt fiskiskip, sem var ekki með neitt nema salt og veiðarfæri um borð. Skip Kidds hriplak og áhöfnin var í uppreisnarhug. Þegar Kidd neit- aði svo ofan á allt að ræna enskt kaupfar missti áhöfnin, sem hafði aftur náð sinni fyrri stærð eftir nokkurt stopp í landi, þolinmæði sina. Kapteinn Kidd reifst hastar- lega við eina af skyttum sínum, William Moore, og endaði rifrildið á því að Kidd sló manninn með fötu í hausinn svo hann hlaut bana af. Til að friða áhöfn sína og til að fá eitthvað til að éta rændi kap- teinn Kidd þrjú lítil skip, eitt hol- lenskt, eitt arabískt og eitt portú- galskt. Og loksins varð kapteinn Kidd heppinn þegar hann réðst á franska kaupskipið „Quetta Merchant" við strendur Malabar. Franska skipið var hlaðið gulli og gimsteinum, silki og sykri svo eitt- hvað sé nefnt, nóg til að stjórn- málamennirnir í Englandi ættu að Richard Knight sá síöasti sem gerir til- raun til að fínna fjársjóð kapteins Kidds.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.