Morgunblaðið - 04.11.1984, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 04.11.1984, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 1984 111 \fík?AKANDI SVARAR Í SÍMA 10100 KL. 10—12 FRÁ MANUDEGI II Olið og bölið Árni Helgason, Stykkishólmi skrifar: Enn á ný eru sjálfboðaliðar áfengisauðmagnsins komnir á stúfana. Nú á að opna fleiri áfengisveitur „borgurum landsins til heilla". Maður hefði ímyndað sér, eftir það sem á undan er geng- ið, að Alþingi hefði öðrum hnöpp- um að hneppa en að eyða tíma í að afmanna þjóðina í gegnum drykkjubúlur og svoleiðis gróð- rarstíur. Hélt að landið þyrfti á öðrum atvinnurekstri að halda en ölsjoppum og þvíumlíku. Auðvitað er það rétt, að þetta er atvinnu- vegur, sem ber sig fyrir þá sem dæla þessu í mannfólkið, en hvort þetta er atvinnuvegur, sem bætir þjóðlífið og skapar betri þegna er ég ekki viss um og hitt vita allir sem opin augu hafa, að áfengisböl- ið er nú í þeirri sókn að lífi, heilsu og dómgreind landsmanna að þar sér á með hverjum degi. Allir viðurkenna að víman sé böl, en ráðamenn þjóðarinnar, sem kjörnir eru til að bæta lands- haginn, láta sig hafa það að vera með í þeirri hersingu sem eykur á vandann. Páll Ólafsson vissi hver vandinn var: „Því sjónin og heyrn- in og málið fer með og minnið úr vistinni gengur.“ Og það er ein- mitt þetta, sem þessir blessuðu menn eru að gera. Þeir geta ekki afsakað sig með að þeir viti ekki hvað þeir séu að gera, því reynslan er æpandi allt í kringum þá. Aldr- ei hafa afvötnunarstofnanir verði fleiri en í dag, aldrei hafa fleiri heimili verið til bjargar drykkju- sjúkum mönnum og geðsjúkra- deildir eru komnar við stærstu sjúkrahús landsins. Finnst kannski flutningsmönnum of lítið berast til þessara stofnana af verkefnum svo þeir þurfi að gera meira átak til að auka atvinnu og störf þeirra? Það er von menn spyrji og eins hver er tilgangurinn. Þola þeir ekki gróandi þjóðlíf með þverr- andi tár? Eða er þetta ekki svo einfalt? Hugsa sér ef þessir menn beittu sér fyrir því duglega að minnka áfengis- og fíkniefna- neyslu landsmanna með öllu mögulegu móti. Hve gott og heil- brigt það væri þjóðlífinu og mikið gagn þeim einstaklingi, sem freistingar eru erfiðar. Og hve mannlífið myndi breytast til bóta. En hvers vegna beita þessir menn sér ekki fyrir slíku? Eins og ástandið er í dag, hélt ég að þing- menn vorir hefðu annað við tím- ann að gera en að auka á eitrið í þjóðfélaginu. Er það virkilega svo, að þeir sjái framtíðinni betur borgið fyrir landsmenn með fjölg- un öldrykkjustaða og þá um leið fleiri afvötnunarstöðvum, sem ríkið svo verður að hafa allan kostnað af, en fækka þeim og um leið tryggja landinu fleiri þegna með hrausta sál í heilbrigðum lík- ama? Væri nú ekki heillavænlegra fyrir þessa þingmenn að snúa sér með alvöru að þjóðþrifamálum, heldur en að hjálpa til við að dæla meiri vímu út í þjóðfélagið? Þessir hringdu . . Þörf ábending Þorkels Stefán Gestur hringdi og hafði eftirfarandi að segja: Ég vil taka undir orð Þorkels Hjaltasonar í Velvakanda á fimmtudag, þar sem hann ræðir um að ástand Sturlungaaldar sé nú ríkjandi hér á landi. Þetta var vel skrifað og þörf ábending til íslensku þjóðarinnar. Ég vil benda stjórnmálamönnum á hverjir það eru sem halda uppi þjóðinni. Það eru konurnar, sem vinna í fiski með 76 krónur í tímakaup, en ekki þessir háu /VblRffl... Nbmbou þaó þekkisl á bragóinu herrar. Ég er gamall sjálfstæðis- maður og ég vil ekki að fólk trúi því að Guðmundur J. stjórni öllu hér. Launamálin eru öll komin í vitleysu og tími til kominn að fólk sjái að sér og hætti að trúa orðum Guðmundar og annarra slikra. Eina lausnin er, að stærsti flokkurinn, Sjálfstæðis- flokkurinn, komi fram með raunhæfar lausnir á þeim vandamálum, sem nú blasa við. Að lokum vil ég senda kærar kveðjur til vinar míns Alberts Guðmundssonar. Fyrirspurn til útvarpsstjóra Óskar Haraldsson hringdi: „Mig langar til að koma á framfæri fyrirspurn til útvarps- stjóra. Hvernig stendur á því, að tvo til þrjá fíleflda menn þarf til að lesa fréttir í 10—15 mínútur tvisvar á dag, eins og var á með- an á verkfalli stóð? Að mínu mati og fjölda annarra er þetta álíka og að ráða þrjá verkamenn um hverja skóflu, eða þrjá trésmiði á hvern hamar. Ég óska eftir skiljanlegum skýringum á þessu og því einnig, hvers vegna allur þulahópurinn er við lestur frétta sjónvarpsins. Þarna raða sér upp fjórir til fimm þulir og veðurfræðingur að auki. Það er alltaf verið að tala um að spara, en þett finnst mér og fleirum hreint bruðl. Þessi mynd, sem komin er nokkuó til ára sinna, sýnir þrjá þuli sjónvarps- ins og veóurfræðing. óskari Haraldssyni fínnst óþarfí aó svo margir sinni þessum störfum ó hverju kvöldi. S2F SIGGA V/öGA í VLVtflAk Hjartanlega þakkir þeim er sýndu mér hlýhug á 100 ára afmæli mínu. Guð blessi ykkur ölL Jóhanna Kristófersdóttir Talskólinn Skúlagötu 61, sími 17505 Framsögn, taltækni, ræðumennska. Ný námskeiö hefjast 12. og 13. nóvember. Kennt mánu- daga til föstudags kl. 16—19. Athugið við veitum starfshópum, félögum og fyrir- tækjum sérstök afsláttarkjör. Innritun daglega kl. 15—19. Talskólinn. Gunnar Eyjólfsson. ALLT FULLT AF VÖRUM Viö vorum aö taka heim alveg ótrúlegt úrval af allskonar hús- gögnum. JOLLY Hornsófi kr. 49.820 Kauptu ekki húsgögn fyrr en þú hefur skoöaö hjá okkur. Þaö borgar sig. HDSGAGNAHÖLLIN BILDSHÖFÐA 20-110 REYKJAVlK * 91-61199 og 81410 ÞAÐ VEUA ALUR m UÓSALAMPA ÞBÐ m EIN3 06 HVER' ÖNNUR GUPSMILDI BÐ r húN DHTT' HÓN SKYLDI EKKI / KipRi LESTINR STÖR9LRSRST/< RD MINNSTRKOST' „SEK METRR FRLL, EF HUN HEFDI EKKI KOMIÐ SVONR NIDUR lHEFDI /EN DRÐ VILDI HENNI SEMSRGT TIL RÐ HÚN KOM NIDUR R HÖFUDID, rz-8 '////+

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.