Morgunblaðið - 04.11.1984, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 04.11.1984, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 1984 83 ítalir framselja Mafíuforingja Róm, 2. BÓTember. AP. ITÓLSK yfirvöld ákváðu ( dag að senda fyrrverandi maffuforingja, Tommaso Buscetta, til Bandaríkj- anna, þar sem hann verður sakaður um eiturlyfjasölu. Ekki er talið ólíklegt að Busc- etta verði bandarískum yfirvöld- um hjálplegur í rannsókn þeirra á tengslum bandarískra glæpa- manna við mafíuna. Upplýsingar, sem Buscetta hef- ur veitt síðan hann var handtek- inn í Brazilíu og sendur til Ítaliu í júlí sl., hafa leitt til þess að tugir mafíumanna hafa verið handtekn- ir á Ítalíu og bandarísk yfirvöld hafa komizt á slóð margra ann- arra glæpamanna í Bandaríkjun- um. Búizt er við að Buscetta fari til Bandaríkjanna í næstu viku, en ekki er vitað hve lengi hann verð- ur þar. Skemmdarverk á vopnum Ösló, 24. október. Frá J»n Erik Laure, frétur. Mbl. INNBROTSÞJÓFUR eða -þjófar hafa brotist inn í tvö vopnabúr norska hersins skammt fyrir utan Kristiansand. Litlu var stolið, en að sama skapi merkilegum hlutum og augsýnilegt að þjófurinn eða þjófarnir hafa náð því sem til stóð, það er að segja smágripum sem smellt er í fallbyssur, en án þessara kveikja virka byssurnar ekki. Er í ráði að efla gæslu við vopnabúr hersins um allan Noreg, aðeins einn vaktmaður var i hvoru vopnabúri sem rænd voru. E1 Salvador: Babtistaprest- ur í útlegð til Svíþjóðar San Salvador, El Salvador, 1. nóvember. AP. LÖGREGLAN hefur „af mannúð- arástæðum“ látið lausan baptista- prest, sem sakaður var um að hafa aðstoðað hóp vinstrisinnaðra skæruliða. Er hann á leið til Sví- þjóðar þar sem hann mun dveljast (útlegð. Samkvæmt tilkynningu lög- reglunnar frá í gær var prestur- inn, Tomas Castro Garcias, lát- inn laus eftir að hann hafði und- irritað játningu frammi fyrir fulltrúum kaþólsku kirkjunnar og Rauða krossins, auk ónefndra sænskra embættismanna, þess efnis, að hann hefði keypt mat og læknislyf handa skæruliðun- um. í tilkynningunni sagði einnig, að presturinn hefði játað að hafa tekið við stórum fjárupp- hæðum og komið þeim i hendur uppreisnarmönnum í Guazapa, sterkasta vígi skæruliða, sem er 32 km fyrir sunnan höfuðborg- ina. LEYNDARMALIÐ... . . . á bak við velklædda konu er hin fullkomna, alhliða og einfalda saumavél sem laðar fram sköpunargleðí þess sem saumar. Þótt hin nýja Singer saumavél sé tæknilega fullkomin, þá er hún einföld í meðförum - og svo sparar hún þér stórfé. SINCER spori framar. Klókur tölvumaður London, 2. nóvember AP. Tölvuáhugamanni á tánings- aldri tókst að uppgötva tölvulykil hjá tölvufyrirtæki eina í London og lesa þannig bréf og orðsend- ingar til Filippusar prins. Skýrði blaðið Daily Mail frá þessu í dag. í frétt blaðsins kom það einnig fram, að tölvumanninum hefði líka tekist að lesa einkáorðsend- ingar til verðbréfasaísf, eins í London og breyta tiflfttningum frá Telecom um gen^Hkwdsins gagnvart Bandaríkjaá n m qnnn ilHFuvZl &SAMBANDSINS ÁRMÚLA3 SIMI 681910

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.