Morgunblaðið - 04.11.1984, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.11.1984, Blaðsíða 1
Sunnudagur 4. nóvember „Því hefur stundum verið haldið fram, að það hafi verið gert ráð fyrir mér í teikningunum, þeg- ar Naustið var inn- réttað, enda hef ég verið þarna frá því staðurinn opnaði,“ sagði Símon í Naustinu er við hitt- um hann að máli í tilefni af því, að um þessar mundir eru 30 ár frá því hann hóf störf í Naustinu, þegar staðurinn opnaði hinn 6. nóv- ember 1954. Símon og Naustið verða því tæpast aðskilin, þegar maður heyrir Naustið nefnt þá dettur manni Símon í hug og á sama hátt kemur Naustið upp í hugann þegar rætt er um Símon. Auk þess er hann í hug- um margra tákn hins dæmigerða bar- þjóns, „sá þekktasti, reyndasti og sá besti“, eins og einn af viðskiptavinum hans orðaði það. Okkur lék því for- vitni á að kynnast manninum nánar, ekki einungis mann- inum bak við bar- borðið, heldur einn- ig manninum bak við barþjóninn. Ljósm./RAX Símon í Naustinu AÐ HL USTA OG GLE YMA Spjallað við Símon í Naustinu um starf barþjónsins í 30 ár Símon Sigurjónsson er borinn og barnfæddur Reykvíkingur, sonur hjónanna Hólmfríðar Halldórsdóttur og Sigurjóns Símonarsonar, sem var bréfb- eri í mörg ár í Reykjavík. Sím- on hefur alltaf búið í Austur- bænum, og býr þar enn ásamt konu sinni, Ester Guðmundsd- óttur, en synirnir tveir, Sigur- jón og Guðmundur, eru upp- komnir og flognir úr hreiðrinu. „Að loknu þessu venjulega skyldunámi var ég við verka- mannavinnu í Slippnum um tíma, þangað til ég hóf nám á Borginni í ársbyrjun 1946," sagði Símon þegar við rifjum upp liðna tíð. „Það var eigin- lega fyrir tilviljun að ég fór út í þetta. Sigurður, bróðir minn, sem nú er látinn, var þá kom- inn í þetta starf og það hefur sjálfsagt ýtt undir. Ég man það líka að mér þótti einhver sjarmi og elegans yfir þessu, og þá sérstaklega að vinna á Borg- inni. Á þessum árum var Borg- in sannkallaður klassastaður enda eina vínveitingahúsið í bænum. Þar voru allar ríkis- stjórnarveislurnar haldnar og allt þetta fína. Vinnutíminn var líka oft langur þegar dansinn stóð kannski til klukkan sex á morgnana og vinna hófst aftur klukkan átta.“ HLUTI AF INNRÉTTINGUNNI „Eftir að ég lauk námi á Borginni fór ég á Gullfoss og starfaði þar sem þjónn og yfir- þjónn í rúm fjögur ár. Það var á margan hátt skemmtilegur tími og þótti mikill klassi yfir því starfi. Kaupið var hins veg- ar aldrei nógu gott miðað við vinnuálagið og því ekki von að maður entist í því til lengdar. Ég fór því aftur á Borgina, í smá tíma, og byrjaði svo í Naustinu, þegar húsið var opnað 6. nóvember 1954. Fyrst var ég við framreiðslu í salnum og síðan barinn í baðstofunni opnaði 1958 hef ég verið þar og það er því kannski eitthvað til í því sem sumir segja, að ég sé orðinn hluti af innréttingunni." Það þarf auðvitað ekki að spyrja að því, að þú hefur kunnað vel við þig? „Já, ég hef kunnað afskapl- ega vel við mig þarna, enda væri ég annars löngu hættur. Mér hefur samið vel við alla eigendurna, fyrst Halldór Gröndal, sem rak staðinn fyrstu 10 árin. Síðan var það Geir Zoega yngri og því næst Guðni Jónsson ásamt Ib Wessman og nú síðast ómar Hallsson og kona hans, Rut Ragnarsdóttir." Hafa drykkjusiðir íslendinga breyst mikið í gegnum árin frá því þú byrjaðir að afgreiða drykki yfir barborðið? „Já, það er afskaplega mikill munur orðinn þar á. Mér finnst íslendingar fara mun betur með vin nú orðið en áður var. Þetta stafar kannski af því að úrvalið er meira. Fólk er farið að kunna betur að velja sér drykki eftir eigin geðþótta. Fólk hefur líka farið meira út í léttu vínin. Hér áður fyrr var SJÁ BLS. 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.