Morgunblaðið - 04.11.1984, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 04.11.1984, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 1984 91 Gervigrasvöllurinn: Þau eru harla lág — sagöi Magdalena Schram borgarfulltrúi Kvennaframboðsins um leigugjöldin NÝLEGA samþykkti borgarráð tillögu íþróttaráðs borgarinnar um að leigugjald fyrir gervigrasvöllinn í Laugardal verði 700 krónur fyrir æfingaleigu og 200 krónur að auki, þegar (lóðljós verða notuð, en keppnisleiga verði 17 prósent af innkomu, og lágmarksleiga krónur 2000. t máli Magdalenu Schram, borgarfulltrúa kvennaframboðs- ins, á borgarstjórnarfundi í fyrradag lýsti hún þeirri skoðun sinni að þetta gjald væri harla lágt, þegar litið væri til þess hver kostnaðurinn væri af lagn- ingu gervigrassins. Óskaði hún eftir útskýringum á því hvernig þetta gjald væri reiknað. Gjaldið í þessari mynd mætti rétt eins gefa eftir. Davíð Oddsson, borgarstjóri, sagði að hingað til hefði borgin ekki reiknað stofnkostnað inn í afnotagjöld af íþróttaaðstöðu. Látið væri nægja að miða þar við rekstrarkostnaðinn. Þetta gjald væri ákveðið í byrjun og látið á það reyna hver sá kostn- aður verður og þessi ákvörðun yrði tekin til endurskoðunar síð- ar. Afstaða kvennaframboðsins væri önnur í þessu máli, heldur en gagnvart upphæð þjonustu- gjalda t.d. að sundstöðunum, sem þær vildu sem mest greiða niður úr borgarsjóði. Áætlað væri að notkun á gervigrasvell- inum gæti orðið allt að 3000 tím- ar á ári, sem væri geysimikil aukning frá þeirri nýtingu sem verið hefði á þeirri aðstöðu sem fyrir væri. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (V) ítrekaði að þessi gjöld væru allt of lág og nefndi það til viðmið- unar að konur í fimleikum greiddu 700 krónur á klst. í salarleigu við íþrótt sína. Nefndi hún fimleika sem dæmi um íþrótt sem konur stunduðu. Höföar til .fólksíöllum starfsgreinum! íslendingar sýna í Berlín Berlín, 30. október. Frá Hjálmari Jótusjni, frétUritara Mbl. TVEIR íslenzkir myndlistarmenn, sem hafa verið við nám hér í Berlfn, opnuðu samsýningu á verkum sínum á laugardag í síðustu viku. Myndlist- armennirnir eru Ómar Stefánsson og Þorlákur Kristinsson. Á sýning- unni eru 16 myndir, átta eftir hvorn myndlistarmann. Sýningin, sem er sölusýning, er haldin á Kleistner í Hauptstrasse 5 hér í borg, sem jafn- framt því að vera gallerí er einnig kaffihús. Þetta er frumraun þeirra félaga á sviði sýningarhalds erlendis, að öðru leyti en því að Ómar hefur áður tekið þátt í samsýningu í Sviss. Heima á tslandi hafa þeir einnig sýnt verk sín, en báðir út- skrifuðust úr Myndlista- og hand- íðaskóla íslands áður en þeir héldu til framhaldsnáms hér í Berlín. Ómar er að byrja þriðja námsár sitt hér í Hochschule Der Kunst, þar sem hann nemur hjá prófessor Fussmann, en Þorlákur var gestanemandi við sama skóla síðastliðið ár og stundaði nám undir leiðsögn prófessors Hödicke. Hann hefur nú um stundarsakir brugðið sér til íslands, en hyggst hefja nám sem reglulegur nem- andi við skólann síðar í vetur. Sýningin stendur í mánuð, til 27. nóvember. Erai=AXir»T Eiðfaxi kominn út NÍUNDA tölublað tímaritsins Eið- faxa er komið út. t ritinu eru að venju ýmsir fastir þættir. Fjallað er um nokkur hestamannamót á sl. sumri, m.a. íslandsmótið í hesta- íþróttum, sem haldið var um versl- unarmannahelgina á Vindheima- melum jafnhliða árlegu hestamóti Skagfirðinga, stórmótinu á Hellu 11. og 12. ágúst og hestaþingi á Mel- gerðismelum, sem þrjú hesta- mannafélög f Eyjafirði héldu 28.-29. júlí. Spjallað er við hjónin Vernharð Vilhjálmsson og önnu Birnu Snæ- þórsdóttur f Möðrudal f Jökul- dalshreppi, Ingvar Hallgrfmsson og Sigfús Þorsteinsson á Skálateigi f Norðfirði. Sagt er frá Færeyingum, sem hér voru á ferð, og fleiru. Ritstjóri Eiðfaxa er Hjalti Jón Sveinsson, en hann og Sigurður Sig- mundsson, ritstjórnarfulltrúi tóku flestar myndimar f ritinu. Það er margt sem ræður því að Mayrhofen í Zlllertal er elnn þekktasti skíðastaður Austurríkis. Fyrst er auðvitað að nefna, að skíðasvæðin kringum bæinn fullnægja þörfum allra, ekki síst byrjenda En einnig ræður sérlega fallegt umhverfi miklu um aðdráttarafl Mayrhofen. Þessi tírólski skíðabær er einkar þægilegur dvalarstaður; gististaðirnir eru góðir, skemmtileg diskótek, veitingahús og ölkrár á hverju horni og verðlagið mjög hagstætt. Fararstjóri Flugleiða i Mayrhofen heitir Rudi Knapp. Hann er innfæddur Tíróli, talar íslensku og er hrókur alls fagnaðar: Réttur maður á réttum stað. Rudi annast skipulagningu skoðunarferða, m.a. til Innsbruckog Sterzingá Ítalíu. Þú lærir fljótt aðstanda á skíðum i Mayrhofen. Byrjendur á skíðum fá vart betra tækifæri til að auka hæfni sína. Skiðaskólinn í Mayrhofen hefur getið sér gott orð fyrir vel skipulagða og árangursríka kennslu, bæði fyrir fullorðna og börn. Þú lærir ótrúlega margt á einum degi. Á þriðja degi ferðu niður hverja brekkuna af annarri án þess að detta. Skíðaferðir í beinu leiguflugi eða með viðkomu í Luxemborg. Beint leiguflug til Innsbruck: 26. janúar, 9. febrúarog 23. febrúar 1985. Með viðkomu í Luxemborg: Alla föstudaga frá 21. desember fram í aprílmánuð 1985. í Luxemborg bjóðast margar gerðir bílaleigubfla á hagstæðu verði. Flug, bíll ogskíði: Vetrarfrí með fjölbreyttri dagskrá. FLUGLEIDIR Leitið frekari upplýsinga um skíðaferðirnar til Mayrhofen á söluskrifstofum Flugleiða, hjá umboðsmönnum félagsins eða á ferðaskrifstofunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.