Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurnóvember 1984næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    2526272829301
    2345678

Morgunblaðið - 04.11.1984, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.11.1984, Blaðsíða 12
76 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 1984 Endur- bætur í Vals- garði OPNAÐUR befur verið blómaskáli f Valsgarði eftir umfangsmiklar breyt- ingar i húsnæðinu, sem er 300 fer- metrar. Valsgarður er við Suður- landsbraut 46. Eigendur eru Hilmar Magnússon garðyrkjufræðingur og Einar Gunnarsson. Myndin var tek- in nú í vikunni, en á benni eru nokkrir starfsmenn blómaskálans. BÚRKARFl ER FISKVÖÐVI TILBÚINN TIL MATREIÐSLU RÉTT EINS OG HVER ÖNNUR STEIK. BÚRKARFI er: 1. Ferskt karíaflak 2. Roðlaust 3. Beinlaust 4. Unnið undir gœðaettirliti BÚR MATREIÐSLUSNILLINGARNIR Skúli Hansen á Arnarhóli og Úlíar Eysteinsson á Pottinum ogpönnunni haía stoltir boðið gestum sínum karía allt írá því þeir opnuðu sín írábœru veitingahús. Raunar er karíi oíarlega á blaði hjá ílestum góðum veitingahúsum. Ijrm Þeir Úlíar og Skúlí haía íallist á að birta nokkrar uppskriítir sinar i bœklingum sem boðnir eru ókeypis hvar sem BÚRKARFI íœst. BfiUARÚTGiRÐ REYKJAVÍKUR OKEYPIS BÆKLINCAR Við líígum hressilega upp á kœliborð matvöruverslana. BJÓÐUM ÞAR BÚRKARFA Foringja- þing Hjálp- ræðishersins haldið hér FORINGJAÞING Hiálpræðishers- ins í Færeyjum og á Islandi verður haldið í Herkastalanum í Reykjavík 6. og 7. nóvember. Sérstakur gestur á þessu þingi verður fjármálastjóri Hjálpræðishersins, majór Karsten Akerö, ásamt konu sinni, Elsu Ak- erö. Þau eru bæði norsk og hafa orð á sér fyrir að vera mjög duglegt ræðufólk auk þess sem þau syngja og spila mjög vel. Þau hafa m.a. sungið inn á margar plötur og spól- ur. Margir foringjanna koma hingað fyrir helgi og munu taka þátt í samkomunni sunnudaginn 4. nóvember, meðal annars for- ingjarnir frá Færeyjum og majór Karsten og Elsa Akerö. Einnig verður almenn samkoma miðviku- dagskvöldið 7. nóvember þar sem allir foringjar Hjálpræðishersins f Færeyjum og á íslandi taka þátt með söng og vitnisburðum ásamt gestunum frá Noregi. Foringjarn- ir frá Færeyjum munu stjórna færeyskri kvöldvöku föstudags- kvöldið 9. nóvember. Þar verða veitingar á boðstólum og einnig verður sýnd stutt kvikmynd frá Færeyjum. Majórarnir Elsa og Karsten Ak- erö halda samkomur á Akureyri 8. og 9. nóvember og á ísafirði 10. og 11. nóvember. Deildarforinginn, kapteinn Daníel Óskarsson, verð- ur einnig með á þessum samkom- um. Sfðustu samkomur þeirra hér á landi verða svo í Reykjavík 15. og 16. nóvember. Ég vil hvetja alla þá sem hafa tök á því að koma á þessar sér- stöku samkomur þar sem svo margir góðir gestir verða. Ég býst við að flestir viti hvar Herkastal- inn í Reykjavík er, en ef svo skyldi ekki vera þá er heimilisfangið Kirkjustræti 2. Daníel Óskarsson Norrænir músikdag- ar í Höfn DAGANA 20.—27. október voru Norrænir músfkdagar haldnir f Kaupmannahöfn. Var hátíð þessi ein sú umfangsmesta í tæplega hundrað ára sögu hennar. Sérstök áhersla var lögð á kynningu hljómsveita enda hafa Danir algera sérstöðu meðal Norðurlandaþjóðanna hvað snertir fjölda stórra sinfóníuhljómsveita í Kaupmannahöfn og nágrenni. Samnorræn dómnefnd hafði valið verkin til flutnings, en full- trúi íslands var Guðmundur Em- ilsson. Eftirtalin íslensk verk voru flutt á hátfðinni: „Sónas“ eftir Karólfnu Eirfksdóttur, „You will hear thunder" eftir Hafliða Hall- grímsson, „Tvísöngur" eftir Jón Nordal, „KIarinettkonsert“ eftir Pál P. Pálsson, „Gloría“ eftir Hjálmar H. Ragnarsson, „Óbó- konsert* eftir Leif Þórarinsson. Einnig var ætlunin að flytja „Fagottkonsert“ eftir Atla Heimi Sveinsson, en hætt var við flutn- inginn að þessu sinni og mun hann bfða betri tfma. Flutningur allra þessara verka var hinn vandaðasti og var þeim vel tekið. Samtfmis músfkdögun- um hélt Norræna tónskáldaráðið aðalfund sinn. Þorkell Sigur- björnsson var kjörinn forseti ráðs- ins til næstu tveggja ára. Norrænir músfkdagar verða haldnir hér á landi næst í sept- ember 1986. Fréttutilkynuiug frá Tónskáldafé- lagi íslands. ------,

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55697
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.08.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 214. tölublað - II (04.11.1984)
https://timarit.is/issue/119813

Tengja á þessa síðu: 76
https://timarit.is/page/1600069

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

214. tölublað - II (04.11.1984)

Aðgerðir: