Morgunblaðið - 04.11.1984, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 04.11.1984, Blaðsíða 38
102 MORGUNBLADID, SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 1984 t Eigínmaöur minn, JÓN Q. NIKULÁSSON. lasknir, Espigeröi 4 Reyk javík, lést í Borgarspítalanum 1. nóvember. Helga Ólafason. t JÓN EBBASON. Hraf nhólum 6, lést 21. október. Útförln hefur farið fram. Þðkkum auösýnda sam- úo. Guðbjorg H. Sigurbjörnadóttir. Ebbi J. Guðnaaon og aöatandendur. t Dóttir mín og systir okkar, OODNÝ GUORUN ÞORVALDSDÓTTIR. Fellamúla 4, lést 27. október. Jaröarförin fer fram frá Bústaöakirkju mánudag- Inn 5. nóvember kl. 13.30. Gróa Oddadóttir og ayatkim hinnar látnu. t Faðir okkar, tengdafaöir og bróöir, MAGNÚSGUÐJÓNSSON, Hringbraut 60 Haf narf irfti. lést í Landspítalanum 9. október. Útförin fór fram í Fríkirkjunni Hafnarfiröi 17. október. Þökkum öllum þeim er heiöruöu minningu hans og vottuöu okkur samúö. Bjarm Magnúaaon, Andréa Magnússon, Svorrir Þ. Magnúaaon, Inga Guöjónsdóttir, Sígrún Steingnmsdóttir, Guörún B. Torfadóttir. Helen M. Róbsrts, Anna Guftjónsdóttir. t Eiginkona mín, móoir, tengdamóöir og amma, JÓNÍNA INGVELDUR VIGFÚSDÓTTIR, Haukshólum 6, lést þann 25. október sl. aö Hátúni 10b. Utförin hefur fariö fram í kyrrþey aö ósk hlnnar látnu. Sérstakar þakkir eru færöar læknum og hjúkrunarfólki öldrunardeildar Landspítala fslands aö Hátúni 10b fyrlr umönnun hennar. Sigurjón Hakonarson, Hakon Birgir Sigurjónsson, Hanna tris Sampsted og barnaborn. t Faðir minn, tengdafaöir afi Og langafi, ERN8T HINZ, Neuenburg Baden. Þýskalandi, er látinn. Jaröarförin hefur farið fram. Þökkum innilega auðsýnda samúð. Hans Qunnar Hinz, Jóhanna Q. Hlnz Eliaa örn Hinz, Gunnar Björn Hinz, Þorbjörg Guðjónsdóttir. Henny og Jóhanna Halldóra. t Alúðar þakkir fyrir auösyndan hlýhug og samúö viö fráfall og útför móöur minnar og tengdamóður. SEVERÍNU PETREU HÓGNADÓTTUR. Suðurtúni 3 Keflavik, sem andaöist hlnn 29. september sl. Elín Ólafadóttir, Marteinn Árnaaon. t Þökkum innilega vináttu og hlýhug við andlát og útfðr REBEKKU KRISTJANSDÓTTUR fré Seyöisfiroi. Sérstakar þakkir til starfsfólks B-deildar Fjóröungssjúkrahússins á Akureyri fyrir góöa aðhlynningu. María Sveínlaugsdóttir, Vernharöur Sveinsson, Biörn Sveinlaugsson, Þórunn Magnúsdóttir, Guftný Björnsdóttir, barnabörn og barnabarnahórn. Gunnar Jósefsson verkstjóri - Minning Fæddur 9. maí 1909. Dáinn 6. október 1984. Gunnar Jósefsson var verkstjóri hjá Hafnamálastofnun rikisins er hann lést. Hafnamálastofnun ríkisins hef- ur alltaf haft mjög góða verk- stjóra. Ráðnir hafa verið til verk- stjórnar menn sem reyndir eru við framkvæmdir, traustir menn, ábyggilegir, með leiðtogahæfi- leika. Verkin eru erfið og vanda- söm, aðeins bestu menn eru gjald- gengir. í hópi verkstjóranna sóp- aði að Gunnari. Gunnar Jósefsson var fæddur og uppalinn á Atlastöðum i Sléttu- hreppi. Hann fékk sveinsbréf í húsasmíði 25 ára gamall og siðan meistarabréf í skipasmíði nokkr- um árum síðar. A árunum i og eftir heimsstyrjöldina síðari rak hann dráttarbraut á Siglufirði og seinna á Akureyri og hafði mikil umsvif. Á þessum árum var athafnalif með miklum blóma á Siglufirði. Síldarævintýrið stóð sem hæst og stundum lágu bátar i tugatali inni á firðinum. Margir þessara báta þurftu ýmsa þjón- ustu við viðgerðir og er mér sagt af kunnugum að Gunnar hafi unn- ið ómetanlegt starf við bátaflot- Gunnar vann ýmis störf fyrir Hafnamálastofnunina allar götur síðan 1950, aðallega við neðansjávarframkvæmdir, boran- ir og sprengingar neðansjávar- hleðslu á steyptum undirstððum hafnargarða o.s.frv. Kafarastörf eru líklega með erfiðustu störfum við hafnargerðir. Það var árið 1970 að Gunnar vann við boranir og sprengingar neðansjávar i Gerðavör og Vogum. Það barst í tal að Gunnar þá liðlega sextugur væri of gamall fyrir verkið. Hann fékk pata af þessu og sagði: „Hvaða vitleysa er þetta, ég hef tekið verkið að mér." Það reyndist einnig svo að hann leysti þetta starf með ágætum og gaf öðrum yngri mönnum ekkert eftir. Þetta dæmi lýsir vel persónuleika Gunn- ars. Hann sagði aðeins það sem hann gat staðið við og loforð voru bindandi. Árið 1971 varð Gunnar verk- stjóri og kafari hjá Hafnamála- stofnun ríkisins og vann þar til æviloka. Ég kynntist Gunnari fyrst á efri árum hans en mér er tjáð af mönnum sem þekktu hann að hann hafi á yngri árum borið af mðnnum í gjörvi og glæsileika. Gunnar var afbragðs verkstjóri. Hann hafði mjðg fjölþætta reynslu til að byggja á í verkstjórastörfum sínum og var ótrauður við að takast á við ný verkefni. Mér leið vel í návist Gunnars. Hann var karlmenni, óhræddur við tilveruna og naut greiniiega lifsins. Slíkir menn hafa mannbætandi áhrif. Ég þakka Gunnari ágæta sam- vinnu og votta ástvinum hans innilega samúð mína. Daníel Gestsson Margrét Finnbjórns- dóttir Hansen Fædd 10. aprfl 1898 Dáin 20. október 1984 Elskuleg amma er horfin af sjónarsviðinu. Hún kvaddi þennan heim með sömu reisn og einkenndi hennar lifsgöngu. Ekkert tóm gafst til að kveðja þessa öldnu ættmóður sem héit hugrökk til móts við almættið. Hún var fædd í Görðum i Aðal- vik þann 10. april 1898, eitt af ell- efu börnum Halldóru Halldórs- dóttur og Finnbjörns Elíassonar. I hamravíkum ystu Hornstranda höfðu þá kynslóðir lifað og dáið allt frá þvi Geirmundur heljar- skinn nam þar land. Óblið nátt- úruöfl gerðu Hornstrendinga ósigrandi þolendur harðræðis og laúsa við kveifarskap. Þeir urðu einlægir trúmenn og dýrkendur drottins pislanna í Passiusálmun- um en jafnframt unnendur fornra bókmennta og hetjulýsinga þeirra. Or þessu umhverfi var hún upp- runnin og bar þess merki hvar sem hana bar niður. Aldamótakynslóðin sem nú er óðum að hverfa lifði timana tvenna. Það er erfitt fyrir nútíma- barnið að gera sér í hugarlund þau ævikjör sem henni voru búin. Svo margt höfum við þó heyrt um þá kynslóð en skiljum aldrei til fulls. Eitt er þó vist; hún lét aldrei hug- fallast en horfði bjartsýn fram á við og nærði okkur hin sem á eftir komu. Amma mín tilheyrði þessari kynslóð og eins og svo margir af þeirri kynslóð vann hún engin þau afrek sem helst verða reiknuð til manngildis nú á dogum. Auð eða glæsta menntun átti hún enga. En hún tók þvi með þökkum sem lífið gaf og skóp sér sjálf þau tækifæri sem nýtast máttu. Ung að árum sigldi amma til Kaupmannahafnar og dvaldi þar um nokkurra ára skeið. Á heim- leið mætti hún ungum og fallegum Dana, Rudolf Theil Hansen, sem var á leið til starfa á íslandi. Þar var kominn hennar lífsförunautur og varð um fimmtíu og sex ára skeið. Þau gengu í hjónaband hinn 10. ágúst 1926 og varð fimm barna auðið. Á fullorðinsaldri reistu þau sér hús í Garðabæ og bjuggu þar í rúm tuttugu ár. Þaðan eru mínar fyrstu minningar um ömmu og afa. f huga barnsins var amma bara amma, hlý og mild sem sagði okkur börnunum sðgur sem hún hafði sjálf samið, bakaði pðnnu- kökur handa okkur og glettist við okkur. Árin liðu og við hættum að vera börn. Með auknum þroska lærðist mér að lita jafnframt á hana sem konu og nú þegar hún er oll, skiljast mér aldrei betur þau öfl sem bjuggu að baki þessari konu. Heimskonan og Hornstrending- urinn sameinuðust i henni á frá- bæran hátt. Kjarkur, dugnaður og þrautseigja var henni í blóð borin. Hún var höfðingi heim að sækja og unni öllu fínlegu og fögru. Hún kunni ógrynnin öll af kveðskap og hafði yndi af músik og söng. Gam- ansemi átti hún i rikum mæli og húmorinn hennar var einstakur á sinn hátt. Hún bar tilfinningar sinar ekki á torg en tregaði i hljóði. Hún var furðanlega næm á þankagang annarra og ekki sist okkar unga fólksins. Fordóma átti hún fáa og diplómat fram í fing- urgóma. Hún var mannasættir og tók oftast málstað þess sem niður var settur. En umfram allt var hún mild og hlý. Þannig lifir minning hennar hjá mér, barnabarni þessarar gengnu konu. Faliega skrifuðu bréfin hennar frá Danmörku er hún bjó þar öðru sinni og stundirnar okkar yfir kirsuberjavini á dönskum sumarnóttum, þar sem hún var mér sem uppspretta heilræða og visku, lifa í minningunni. Nú hvílir hún að loknu dags- verki við hlið þess manns sem hún deildi kjörum með i meira en hálfa öld. Það var henni mikið áfall er hann lést fyrir tæpum tveimur ár- um. Nú sigla þau aftur saman að bjartari ströndum, þar sem himnafaðirinn strýkur burt þreytu og erfiði dagsins. Þess vildi ég óska að eiginleikar sem hennar bærust áfram til barna minna og niðja. Ég kveð með kæru þakklæti fyrir allt sem hún gaf. Blessuð sé minning henn- ar. Margrét Jónsdóttir Margrét Finnbjörnsdóttir Han- sen lést 20. október síðastliðinn, áttatíu og sex ára að aldri, og kom andlát hennar á óvart. Ég heim- sótti hana á heimili hennar, Garðaflöt 7, Garðabæ, þrem dög- um fyrir andlátið. Hún var hress og tók á móti mér með sinni ein- stoku hlýju og gestrisni og gerði aö gamni sínu eins og hennar var vani. Eg kynntist henni i æsku á Siglufirði, en þar bjó hún i mörg ár ásamt eiginmanni sinum, Rud- olf Theil Hansen, klæðskera og 5 börnum þeirra hjóna. Rudolf var danskrar ættar og einstakt ljúf- menni. Hann andaðist fyrir 2 ár- um. Þau hjón fluttust til Reykja- víkur eftir stríðið og bjuggu mörg ár á Nýlendugötu 15A. Þar var ég sem unglingur daglegur gestur i nokkur ár, en við Anna dóttir þeirra vorum vinkonur. Á því heimili ríkti ávallt glaðværð og góðvild og alltaf var mér tekið opnum örmum, sem væri ég ein af fjölskyldunni. Margrét var afar söngelsk og öll hennar börn og var mikið um sðng og hljóðfæraslátt á heimilinu. Hún var einnig fróð og kunni frá mörgu að segja frá lið- inni tíð og kryddaði jafnan frá- sögn sína gamansemi. Ég dáðist oft að hve fundvís hún var á hið spaugilega í tilverunni og hefur það an efa létt henni lifið, ásamt meðfæddri bjartsýni. Hún vann lengst ævinnar tvöfaldan vinnu- dag utan heimilis sem innan. Inni- legt og náið samband var alla tið með Margréti og börnum hennar enda vildi hún veg þeirra sem mestan. Þau eru öll mesta mynd- arfólk. Elst er Anna gift Ólafi M. Ólafssyni, Halldóra gift Guð- mundi Gilssyni, Steinunn gift Jóni Bjarnasyni og yngst eru Alma og Gunnlaugur. barnabðrnin eru 15. Ég sendi bðrnum hennar og ððr- um ættingjum innilegar samúð- arkveðjur. Þorgerður Brynjólfsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.