Morgunblaðið - 04.11.1984, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 04.11.1984, Blaðsíða 28
92 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 1984 Miklar breytingar hafa orðið á þeim 40 árum sem ég þjónaði brauði Viðtal við séra Pétur Ingjaldsson Hvernig skyldi það vera að starfa sem sveitapreatur? Hvernig skyldu prestar til sveita hafa þjón- að söfnuðum sínum fyrir nokkrum áratugum? Þegar vetur sezt að og mörg okkar fyllast dálitlum ónot- um yfir ófærðinni, sem fyrr eða síðar tefur ferðir, er ekki úr vegi á kirkjusíðu að leita svara við ofangreindum spurningum — og með þær í huga snúum við okkur til séra Péturs Ingjaldssonar, fyrr- um prófasts í Húnavatnsprófasts- dæmi. Séra Pétur segir mikla breyt- ingu hafa orðið á þeim 40 árum, sem hann hafi þjónað brauði. — Ég þjónaði alla tíð á sama stað, Höskuldsstaðaprestakalli í Húnvatnssýslu. Er ég hóf starfið mátti segja að prestakallið væri vegalaust nema vegspottar um 10 kílómetrar á 60 kilómetra strandlengju. Því þurfti ég, Reykjavikurpilturinn, að ferðast mest á hestum. Þá var húsvitjað á hverjum bæ og í hverju húsi í Höfðakaupstað og tekið mann- tal. Tók þetta þrjár vikur á hausti. 120 kílómetrar Húsvitjanirnar urðu til þess að ég kynntist vel högum sókn- arbarna minna og batt mikið vinfengi við þau. Nú eru húsvitj- anir hættar, bílvegir og brýr um allt svo að prestar eru fljótir í förum. Það kom sér betur er ég þjónaði í 10 ár Langadal og Svartárdal, þar af sex ár sam- fleytt. Var ég þá með sex kirkj- ur. Alls voru brauðin 120 kíló- metrar að lengd austan Blöndu frá Fossum í. Svartárdal til Hafna á Skaga. Ég messaði oft, hafði góðan farkost, jeppa á vetuma, fólksbíl á sumrin. Dómhildur Jónsdóttir kona mín var jafnan með mér og drengirnir. Hún hafði stund fyrir börnin í messulok. Á vet- urna hafði ég bílstjóra í þessum ferðum. Er kirkja í dag? Þegar ég var í guðfræðideild- inni starfaði ég við sunnudaga- skólahald í Skerjafirði á vegum KFUM. Þessi reynsla varð mér til góðs er ég hóf reglubundið Höskuldsstaöakirkja sunnudagaskólastarf með konu minni eftir að við fluttum í kaupstaðinn. Ánægjulegt var er börnin sögðu á förnum vegi við prestinn sinn: Er kirkja í dag? Allflestir prestar hafa í dag mikið sunnudagaskólastarf. Eftir að elliheimili reis á Blönduósi var það venja að koma með börnin í sunnudagaskólan- um í heimsókn þangað og hafa helgistund með ungum og öldn- um. Hafði fólkið ánægju af þessu, ekki sízt ef börnin voru afkomendur þess. Þá var það venja mín að heimsækja elli- heimilið er ég var á ferðinni. Starfió í Hallgrímskirkju Eftir að ég lét af störfum höf- um við hjónin tekið að okkur starf aldraðra í Hallgrímssöfn- uði hér í borg. Hún sem safnað- arsystir og ég sem prestur við þetta starf ásamt sóknarprest- um kirkjunnar. Þar fer fram starfsemi eins og í öðrum sókn- um á höfuðborgarsvæðinu. Þannig hefur kirkjan reynt að fylgjast með þróun tímans hverju sinni. SuniMJdag&skólinn á Skagaslrönd irið 1980. Nú skil ég Jerzy Kosinski fæddist í Pól- landi árið 1933. Fjölskylda hans var af Gyðingaættum og kom frá Rússlandi. Þegar síðari heims- styrjöldin skall á, og hann var sex ára, var honum komið fyrir hjá fósturforeldrum uppi í sveit til aö foröa honum undan ofsóknum nasista gegn pólskum Gyðingum. Fósturforeldrarnir létust, og hann flæktist um einn til tólf ára aldurs þegar stríðinu lauk. Um tíma missti hann alveg röddina vegna taugaáfalls, en fékk hana síðar aftur. Hann flúði 24 ára gamall til Bandaríkjanna. í New York stundaði hann margskonar vinnu áður en hann hóf ritstörf. Hann hefur samið átta skáldsög- ur: The Painted Bird, Being There, Cockpit, Blind Date, The Devil Tree, Passion Play, Pinball og Steps. Kosinski stundaði enskunám við Princeton- og Yale-háskól- ana. í nokkur ár var hann forseti alþjóða PEN-samtakanna. Bók hans Being There var kvikmynduð með Peter Sellers í aðalhlutverki, var hún sýnd lengi í Bíóhöllinni. Kosinski lék í kvikmynd Warren Beattys, Reds, þar sem hann fór með hlutverk sovézks embætt- ismanns. Kosinski var kvæntur, en kona hans lézt fyrir tíu árum. Hann býr í New York, Los Angeles, Dóminíkanska lýðveldinu og Genf. Auk ritstarfa eru helztu áhugamál hans skíðaferðir og póló. Þrjár bækur hafa komið út eftir hann á íslensku, Skræpótti fuglinn (The Painted Bird), Fram í sviðsljósið (Being There) og Stefnumót við óvissuna (Blind Date), sem kom út hjá Bókaklúbbi Almenna bókafé- lagsins nýlega. Kristnin í framtíðinni Flettu upp í Matteusar- guðspjalli, ef þú vilt, og lestu frá 33. versi. hvað kemur þér í hug? Mér kemur I hug að næsta sunnudag er kristni- boðsdagurinn í kirkju okkar. „Guðs ríki verður frá yður tekið og gefið þeirri þjóð, sem ber ávexti þess.“ Þetta eru dómsorð. Stundum boðar texti sunnudagsins okkur orð miskunnar, uppörvunar eða annan jákvæðan boðskap. Okkur þykir það betri boð- skapur en dómsorð. En við verðum líka að hlýða á þau. Og hlýða viðvörun þeirra. Margt kristið fólk, sem býr í hinum svokölluðu kristni- boðslöndum, löndunum, sem kristni heimurinn gamli hef- ur boðað kristna trú, segir að brátt muni kristniboðar frá þeim streyma til vesturlanda, sem löngu séu orðin heiðin. Heldur þú það? Ég las nýlega að kristin trú muni hugsan- lega líða undir lok bráðlega ef hún eignist ekki nýjan lífsmátt eins og gerzt hefur i múhameðstrú. Eg trúi því ekki. Ég hef líka lesið að kristin trú eigi nú dýpri ræt- ur meðal fólks en nokkur trú- arbrögð hafi nokkur tíma átt. En þótt fólk á vesturlöndum leiti kristinnar trúar æ ákaf- ar munu það samt verða önn- ur lönd, sem verða aðal- heimkynni kristninnar eftir næstu aldamót segir I söir.u grein. Brasilía og Nígería munu þá ef til vill senda fjöl- marga kristniboða til vestur- landa og Ástralia, Indland og Indónesía verða meðal þeirra landa, þar sem kristin trú verður sterkust. Ef tíl vill verður það svo. Okkur er það ekki ljóst hvaða afleiðingar það muni hafa á menningu okkar og hugarfar þegar það verður endanlega viðurkennt að lönd okkar eru ekki lengur kristin. Kannski verður það til þess að hið nýja kristniboð sendir lffgandi strauma um þjóðirnar. Eða er nú þegar hafin vakning á vesturlönd- um, sem kallar æ fleiri ein- staklinga til afturhvarfs? Ég veit það auðvitað ekki — en ég sendi þér þetta til hugleið- ingar í dag. Biblíulestur vikuna 4. til 10. nóvember Drottinn hjálpar Sunnudagur 4. nóv.: Davíðssálmur 23 — Drottinn er minn hirðir. Mánudagur 5. nóv.: ’ Davíðssálmur 142 2—4 — Þegar andinn örmagnast. Þriðjudagur 6. nóv.: Davíðssálmur 143 2—6 — ... leiðir þú mig. Miðvikudagur 7. nóv.: Jesaja 53 3—5 — Fyrir hann urðum við heilbrigð. Fimmtudagur 8. nóv.: Matt. 11 27—30 — Komið til mín. Föstudagur 9. nóv.: Jóh. 14 1—4 — Skelfist ekki. Laugardagur 10. nóv.: Ekkert hrífur okkur úr hendi Guðs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.