Morgunblaðið - 25.11.1984, Blaðsíða 4
68
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 1984
„Ég titra og
skelf,“ skrifaði Guð-
rún Kristmannsdóttir,
leikkonan unga frá
Selfossi í gesta-
bók sem liggur
frammi í safni Önnu
Frank í Amsterdam,
en í þessa bók
eru gestir safnsins
hvattir til að skrifa
nokkrar línur um
þau áhrif sem
þeir verða fyrir á
ferð sinni um safnið.
Guðrún leikur sem
kunnugt er
gyðingastúlkuna
Önnu Frank í samnefndu
leikriti sem Leikfé-
lag Reykjavík-
ur sýnir í Iðnó um
þessar mundir. í síðustu
viku bauð flugfélag-
ið Arnarflug
Guðrúnu í eins dags
ferð til Amsterdam,
gagngert til að
skoða hinn
raunverulega felu-
stað Önnu, vöruloftið
fræga þar sem Anna
dvaldist frá
vorinu 1942 til
haustsins 1944 ásamt
Fyrstu spor Guórúnar á erlendri grund.
Ég
titra
skelf
Á ferð með
leikkonunni
ungu frá Sel-
fossi Guðrúnu
Kristmanns-
dóttur um
safn Önnu
Frank í
Amsterdam
Þessi mikli áhugi hollensku
blaðanna á heimsókn Guðrúnar
vakti undrun okkar samferða-
manna hennar, eða þar til i ljós
kom að þetta er aðeins f annað
sinn sem leikkona, sem farið hefur
með hlutverk önnu Frank, heim-
sækir safnið. En það sem vakti
mesta athygli hollensku blaða-
mannanna var sú staðreynd að
Guðrún „kom í morgun og fer í
kvöld“ og ennfremur að þetta var
fyrsta ferð hennar til útlanda.
„Og ég sem hélt að ísland væri
hinum megin á hnettinum," taut-
aði hollensk blaðakona í hálfurn
hljóðum, og bætti við upphátt:
„Þetta er þín fyrsta ferð — hvern-
ig finnst þér Amsterdam?" „Dá-
samleg,“ svaraði Guðrún, „það
sem ég hef séð af henni í gegnum
bílrúðu. Ég á örugglega eftir að
koma hingað aftur og dvelja
lengi.“
HÚS
ÖNNU FRANK
Það er i sjálfu sér ekki mikið að
sjá í húsi önnu Frank: Á yfirborð-
inu er þetta ósköp hversdagsleg
ibúðarkytra, auð að mestu, ef frá
eru tnna notaði til að lífga upp á
herbergi sitt. En sagan hefur gert
þessi hrörlegu húsakynni stór og
tignarleg. Árlega kemur um hálf
milljón manna hvaðanæva að úr
heiminum til að sjá með eigin
augum það umhverfi sem var
heimur þessa fólks í rúm tvö ár.
Gömul hús hafa lif, stendur ein-
hvers staðar, og þetta hús hefur
lif og merkingu sem nær langt út
fyrir morkna veggina: Hér er
herbergi önnu, þarna er glugginn
sem hún stalst til að horfa út um á
nóttunni, og þetta er klósettið sem
Dussel sat á tímunum saman,
stiginn upp í risið þar sem vistirn-
ar voru geymdar og þetta er þak-
glugginn, sá eini i húsakynnunum
sem þorandi var að opna. Við
þennan glugga sátu þau Pétur og
Anna þegar ást þeirra stóð sem
hæst. Og bókaskápurinn, svo þetta
er hann, sem inngangurinn að
leyniheimilinu var hulinn bak við.
Hvernig skyldi það hafa verið
þann örlagaríka dag 4. ágúst 1944
þegar þýska lögreglan stóð fyrir
framan skápinn og hrópaði
te
ek
r
nk oog
Heti*d»afom
eo-nazi
het *aac»ame
5 hetaool-
ifi«Hi.taite m Peatsdibnd veniast
ftowftatinnelle EnthuHungen /s. e u ?
■■ . ' ^ R 2295 C
National+Zeitung
terker rtog:
rínsel van de
gte van jaren
aklopte
>akt het ook
•laeen
pamftetten
f paeodo-
iaam vande
>rdt een
jediend
« an 9normou$
é thorn in the
rhotryto
make* it
the nail mass
Ein af mörgum blaðaúrklippum í safninu. Þessi er úr nasistablaðinu National Zeitung frá því í aprfl 1979. í
fyrirsögninni er getið um mikla „uppljóstrun", „Enginn gyðingur í Þýskalandi settur í gasklefa"! Fyrir neðan er talað
um Dagbék Önnu Frank sem eitt stórt og mikið svindl.
foreldrum sínum og
systur og fjór-
um öðrum gyðing-
um. Anna hefur gert til-
veru þessa huldu-
fólks ódauðlega
með dagbók sem
hún hélt þetta örlagaríka
tímabil, þá aðeins
unglingsstúlka,
13—15 ára gömul.
HOLLENSKA
PRESSAN
Á STAÐNUM
Koma Guðrúnar í hús önnu
Frank vakti mikla eftirtekt: hol-
lenska pressan sat fyrir henni í
safninu, og hafði Guðrún varla
stigið fæti inn fyrir þröskuldinn
þegar blaðmenn og ljósmyndarar
hófu á hana skothríð. „Hvað ertu
gömul? Hvaðan ertu? Hvenær
heyrðirðu fyrst getið um önnu
Frank? Hvenær komstu? Hvenær
ferðu? Og að sjálfsögðu: Er ekki
kalt á islandi?
Guðrún tók þessu með mikilli
ró, og sagði sem var, að hún væri
16 ára stúlka frá Selfossi, hefði
fyrst leikið önnu Frank 14 ára í
uppfærslu Leikfélags Selfoss og
þá fyrst heyrt getið um önnu
Frank. Hún hefði byrjað á því að
lesa söguna Hetja til hinstu
stundar, sem greinir frá afdrifum
söguhetjanna eftir að þýska lög-
reglan fann felustað þeirra. Guð-
rún sagði að sú bók hefði haft
mikil áhrif á sig og síðan hefði
hún drukkið í sig allt sem hún
hefði komist yfir um ofsóknir nas-
ista á hendur gyðingum.
Guðrún og Anna Frank.