Morgunblaðið - 25.11.1984, Page 8
72
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 1984
TILRÆÐIS
Fyrst
kveðjan
þá bana-
skotin
Beant Singh, undirforingi, fór
heim í þorpið sitt í Punjab-
ríki fyrir rúmum tveimur mánuð-
um. Hann var þá í tveggja daga
fríi frá störfum sem einn af
traustustu öryggisvörðum Indiru
Gandhi og langaði til að verja því
meðal síns fólks, sikhanna. Beant
Singh var 34 ára gamall og að því
er virtist fyrirmyndarborgari,
lögreglumaður og fjölskyldumað-
ur.
Beant Singh var menntaður
maður, lagði stund á rússnesku við
háskólann í Punjab og hafði unnið
sig upp í starfi, byrjaði sem
óbreyttur lögreglumaður en var
loksins skipaður í það eftirsótta
starf að vera öryggisvörður for-
sætisráðherrans. Hann bjó í Delhí
ásamt konu sinni, sem er hjúkrun-
arkona, og þremur börnum.
Síðustu átta árin hafði Beant
gætt öryggis Indiru Gandhi í öll-
um hennar utanferðum og sjálf
benti hún oft á hann með stolti og
sagði, að hann væri sín helsta
vörn og skjól. „Líf mitt er í hönd-
BEANT SINGH: „Ég hef gert það
sem ég varð að gera.“
um sikha," sagði hún einu sinni
við erlendan fréttamann og benti
á túrbanbúinn undirforingjann
við hlið sér.
Síðustu fimm mánuðina hafði
Beant Singh hins vegar verið að
undirbúa morð. í ferðinni til Punj-
ab var lögð síðasta hönd á þá
ráðagerð að koma fram hefndum á
konunni, sem skipaði hernum að
ráðast á helgasta vé sikhanna,
Gullna musterið í Amritsar. Þeg-
ar lögreglan leitaði á heimili hans
í Delhí fannst þar mikið af áróð-
ursritum hinna öfgafyllstu í hópi
sikha og upptökur á ræðum Jarna-
il Singh Bhindranwale, hryðju-
verkaforingjans, sem var einn af
þeim mörgu sem létu lífið í árás-
inni á musterið.
Daginn sem Indira var myrt
sinnti Beant Singh störfum sinum
á jafn óaðfinnanlegan hátt og
jafnan áður. Að vísu gerði hann þá
breytingu á, af einkaástæðum að
MAÐURINN
sögn, að hann bað um að vera sett-
ur á morgunvaktina þennan til-
tekna dag og standa vörð við
garðshliðið við heimili forsætis-
ráðherra. Var fúslega orðið við
beiðni hans og klukkan rúmlega 9
um morguninn þegar Indira gekk
frá heimili sínu, stóð Beant við
hliðið.
Beant Singh heilsaði Indiru með
hinni þjóðlegu namaste-kveðju.
Hann hafði verið átta ár í þjón-
ustu og þekkti hana því vel. Síðan
skaut hann þrisvar sinnum á hana
úr marghleypunni sinni. Fyrir aft-
an hann stóð lögreglumaðurinn
Satwant Singh og þegar hann sá
Indiru falla til jarðar beindi hann
að henni hríðskotabyssu og lét 16
skothrinur dynja á henni. „Ég hef
gert það sem ég varð að gera,“
sagði hann um leið og hann kast-
aði byssunni frá sér en augnabliki
síðar lá hann á stígnum alvarlega
særður.
Beant Singh var látinn. Úr-
valshermenn í öryggisverði Ind-
iru, fjallabúar frá landamærahér-
uðunum við Tíbet, brugðu fljótt
við, en þó ekki nógu fljótt til að
bjarga lífi hennar.
Satwant Singh, hinn morðingi
Indiru, 21 árs gamall og sikhi eins
og Beant, hafði aðeins verið í lög-
reglunni í tvö ár. Hann var frá
Gurdaspur-héraði í Punjab, þar
sem öfgamenn meðal sikha hafa
látið mikið að sér kveða, og hafði
verið þar helgina áður. Hann hef-
ur ekki sýnt þess nein merki við
yfirheyrslur hjá lögreglunni, að
hann iðrist verksins.
— ROBIN LUSTIG og
SHYAM BHATIA.
FRAMTIÐAKBIL
Það kjaftar
á þeím hver
tuska
IToyota-borg, bíla-
borginni japönsku og
aðsetri annars stærsta
bílaframleiðanda í
heimi, er hægt að fá for-
smekkinn af framtíð-
arbílnum, „bráðgáfaða"
bílnum, sem nú er unnið
að í Toyota-verksmiðj-
unum.
Þessi bíll mun ekki
hleypa neinum þjófum
inn í sig, laga sig sjálfur
að ólíkum veður- og
birtuskilyrðum og mis-
munandi þunga og hann
mun sjá til þess að öku-
maðurinn meiði hann
ekki með því að aka utan
í bíla eða aðra hluti.
Hann mun hjálpa öku-
manninum að rata rétt-
an veg á ókunnum stig-
um og vara hann við
umferðaröngþveiti
framundan og hann
mun gera óþarft allt fikt
í mælaborðinu sem
dregur athygli öku-
mannsins frá veginum,
með því að hlýða munn-
legum fyrirskipunum.
Að bíl framtíðarinnar
ganga engir lyklar. Til
að komast inn i hann og
setja í gang verður að
ýta á nokkra lykiltakka
en þegar ökumaðurinn
er sestur notar hann
segulkortið sitt til að
stilla sætisstöðuna, loft-
blásturinn og annað,
sem á sérstaklega við
þarfir ökumannsins.
Allar þessar skipanir
eru skráðar á segulkort-
ið.
Á aldamótabílnum
rnunu ratsjá að framan-
verðu og hljóðbylgju-
tæki að aftanverðu
koma í veg fyrir
árekstra. Ratsjáin, sem
er sambyggð stjórnkerf-
inu fyrir ökuhraðann,
mun halda bflnum á
ákveðnum hraða og
gæta þess samtímis að
hann sé í réttri fjarlægð
frá ökutækinu fyrir
framan. Ef bilið minnk-
ar dregur niður í vélinni.
Þegar bílnum er ekið
aftur á bak „skynjar"
hljóðbylgjutækið á aft-
urstuðaranum allt sem á
veginum verður og gefur
það til kynna með ljósi
ef ökumaðurinn þarf að
vara sig.
Þurrkurnar og aðal-
ljósin á framtíðarbiln-
um verða búin sérstök-
um skynjurum, þannig
að þurrkurnar munu
laga sig sjálfar að hraða
bílsins og rigningunni,
sem fellur á rúðuna. Á
aðalljósunum kviknar
þegar skyggir og þegar
öðrum bíl er mætt
minnkar ljósmagnið.
Örtölva mun sjá um að
hæð bílsins yfir jörðu sé
alltaf rétt og tekur þá
tillit til fjölda farþega,
farangursþunga, hraða
og yfirborðs vegarins.
Tölvur munu líka láta til
sín taka við hemlunina
til að minni hætta sé á
að bíllinn renni.
í Toyota-verksmiðj-
unum er verið að gera
tilraunir með tvö leið-
sögukerfi. Annað er
þannig, að litill sjón-
varpsskjár i mælaborð-
inu sýnir á korti hvar
bíllinn fer, en hitt er Hk-
ast áttavita þar sem nál-
in bendir ökumanninum
hvort hann skuli beygja
til vinstri eða hægri. Er
þá áður búið að mata
tækin á ákvörðunarstað,
stefnu og fjarlægð.
Hugvitsamlegast og
flóknast af öllu er þó lfk-
lega tækið, sem á að
taka við munnlegum
fyrirskipunum og gera
þar með útlægt takka-
farganið í mælaborðinu.
Þá verður jafnvel hægt
að hringja heim til sín
úr bílnum með þvi einu
að biðja bílinn að vera
svo vænan að ná i ákveð-
ið símanúmer.
Þvi er spáð að þessi
reyfarakenndi framtíð-
arbíll verði orðinn að
veruleika um næstu
aldamót.
— SUE BAKER.
(iIÆPIR
Mennirnir sem myrða
sér til afþreyingar
Lucas
360 morð
Bandaríska alríkis-
lögreglan kallar
þá „tómstundamorð-
ingjana" en John van
de Kamp, ríkissak-
sóknari í Kaliforníu,
kýs að kalla þá „færi-
bandamorðingjana".
Hvort nafnið, sem er
notað, þá er hér um að
ræða alameríska
morðhunda, sem hafa
komið fram á sjón-
arsviðið á síðustu
tveimur áratugum og
virðist fara fjölgandi.
„Kamikaze“-morð-
ingjarnir svokölluðu,
menn sem brotna und-
ir andlegu álagi og
drepa alla, sem þeir
ná til, eru alþekkt
fyrirbrigði í Banda-
ríkjunum, en „færi-
bandamorðinginn" er
af öðru sauðahúsi.
Hann drepur ein-
göngu ánægjunnar
vegna. Hann getur
leikið lausum hala ár-
um saman og fórnar-
lömbin skipta stund-
um hundruðum.
Mesti fjöldamorð-
ingi i bandarískri
sögu heitir Henry Lee
Lucas, 48 ára gamall,
eineygður flækingur,
sem stærir sig af því
að hafa myrt 360
manneskjur víðs veg-
ar um landið og beitt
við það öllum hugsan-
legum aðferðum:
stungið, skotið, kyrkt,
misþyrmt líkum,
höggvið höfuðið af
fólki o.fl., o.fl. Til
þessa hefur tekist að
sanna sögu hans f 144
tilfellum.
Lucas bíður nú
dauða síns í Texas en
yfirvöld í 12 öðrum
ríkjum vilja gjarna
koma höndum yfir
hann, ekki bara til að
leiða hann fyrir rétt,
heldur til að hann geti
bent á hvar fórnar-
lömb hans eru niður-
Tbeodore
Bundy
40 morð
komin, þannig að
Ijúka megi formlega
hundruðum óleystra
morðmála.
Lucas, sem var
þrettánda barn
drykkjusjúks manns
og átti móður, sem var
vændiskona, er meira
en fús til að hjálpa
lögreglunni. Hann
féllst t.d. á að tekin
væri kvikmynd af
honum þar sem hann
sagði frá ferli sínum
og lék fyrir lögregluna
óhugnanlegustu atrið-
in. Þetta gerði hann
með því eina skilyrði,
að hann fengi nóg af
uppáhaldsdrykknum
sínum, sem er mjólk-
urhristingur með
j arðarberj abragði.
Starfsmenn alríkis-
lögreglunnar, FBI,
sem vilja þó fara var-
lega í sakirnar, áætla,
að á síðasta ári hafi
„færibandamorðingj-
arnir“ drepið 5000
menn i Bandaríkjun-
um og að jafn margir
muni falla fyrir þeim
á þessu ári. „Þetta er
eins og farsótt," segir
einn lögreglumann-
anna, „og hún færist
stöðugt í aukana".
Hvers vegna skyldi
þessum morðingjum
fara fjölgandi og
hvers vegna einkum f
Bandaríkjunum? Nýj-
ustu rannsóknir, sem
byggðar eru á upp-
vexti og andlegu um-
hverfi þessara manna,
sýna, að þeir eiga
þetta þrennt sameig-
inlegt:
Næstum allir voru
þeir beittir ofbeldi f
æsku af foreldrum eða
öðrum uppalendum.
Ef þeir sluppu við
beinar misþyrmingar
eða kynferðislegt
ofbeldi komust þeir á
bragðið þegar feður
Ottia
Toole
50 morð
þeirra lömdu eða
nauöguðu mæðrum
þeirra.
Á bak við morðin
býr oft einhvers konar
hugmynd um endur-
fæðingu. „Þeir verða
að komast yfir fórnar-
lambið og útrýma því
á sama hátt og farið
var með þá sem börn,“
segir dr. Barnoff Red-
ick, sálfræðingur við
háskólann í Suður-
Kaliforníu. Morðing-
inn hefur af því mikla
andlega ánægju að
vinna traust fórnar-
lambsins og svíkja
það síðan. Margir
sögðu frá því, að þeir
hefðu fengið kynferð-
islega fullnægingu
þegar þeir frömdu
morðið.
Næstum undan-
tekningalaust eru
„færibandamorðingj-
arnir“ menn, sem ár-
um saman hafa látið
sig dreyma kynferðis-
lega drauma og nært
þá á hryllingsmynd-
um og ofbeldisfullu
klámi. Að því kemur,
að ímyndunin verður
raunveruleikanum yf-
irsterkari og þá brýst
ótti morðingjans út í
heiftaræði og losta.
Theodore Bundy, 37
ára gamall maður,
sem myrti á átta ár-
um u.þ.b. 40 ungar
konur og stúlkur, tal-
aði um fórnarlömbin
sem „dúkkur" og
„brúður". Ottis Toole,
kynvilltur sadisti, sem
segist hafa myrt 50
unga menn síðustu 15
árin, hafði þetta að
segja:
„Að drepa er fyrir
mér eins og að reykja
sígarettur, bara eins
og hver annar ávani.“
- WILLIAM
SCOBIE
KUWAIT
Konur í Kuwait eru vel settar í
menntun og öðru tilliti sam-
anborið við kynsystur sínar í öðr-
um ríkjum við Persaflóa, en hið
langvinna stríð I þessum heims-
hluta og aukin strangtrúarstefna
virðist nú stefna sérstöðu þeirra í
nokkra hættu.
Abdulla Faraj A1 Ghanim,
hershöfðingi, yfirmaður herafla
Kuwait, skýrði fréttamönnum frá
því fyrir skömmu, að stúlkur yrðu
ef til vill kvaddar til að gegna her-
þjónustu. Stúlkur I framhaldsskól-
um sækja námskeið í herfræðum,
og ætlunin er að auka við námsefn-
ið og gera nemendur I stakk búna
til að ganga í herinn síðar. Konur í
Kuwait hafa tekið þessari yfírlýs-
ingu vel og sagt hug sinn þar um i
blaðaviðtölum og víðar. Þær hafa
lýst yfir því, að þær væru reiðu-
búnar að berjast, ef þær yrðu til
þess kvaddar. „Konur geta sinnt
hernaði eins veí og mannúðarmál-
um,“ segir Elu’at A1 Rifai prófessor
við listadeild Háskóla Kuwait.
I Kuwait heur lengi ríkt frjáls-
lyndi í garð kvenna samanborið við
það sem gerist í grannríkjunum.
Hundruð kvenna hafa lokið dokt-
ors- og meistaraprófum frá erlend-
um háskólum og allar hafa þær
komið heim til starfa. í bönkum og
ríkisstofnunum, einkum á sviði
heilsugæzlu og menntamála, eru
margar konur í áhrifastöðum svo
og hjá olíufélaginu Kuwait Petrole-
um Corporation.
Ibúar í landinu eru 1,6 milljón
talsins, en innfæddir eru aðeins
tæpur helmingur þeirra. Stjórn
landsins vinnur nú að áætlunum
um að landsmenn sjálfir taki meiri