Morgunblaðið - 25.11.1984, Side 12

Morgunblaðið - 25.11.1984, Side 12
76 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 1984 léttir Báröi störfin Pað er í mínum verkahring að sjá um að salurinn sé alltaf búinn stólum og borðum í samræmi við þörfina hverju sinni. T.d. þegar sýna á börnunum kvikmynd þarf ég að vera fljótur að skutla inn svona hundrað stykkjum handa þeim stuttu. Ef leikfélagið er svo með sýningu um kvöldið þarf ég að bæta öðru eins við og kræki stólunum saman á hliðunum svo raðirnar haldist beinar. Svo þarf auðvitað allt að vera orðið tómt morgun- inn eftir áður en skólaleikfimin byrjar. Þetta er ekkert mál með Stacco stólunum sem við eignuðumst í fyrra. Ég geymi þá eina fjögur hundruð í litlu áhaldageymslunni okkar, ásamt þrjátíu Stacco borðum, sem auðvelt er að smeygja fótunum undan til að spara plássið. Stólarnir staflast hreint ótrúlega vel, - mér reikn- ast til að fjörutíu stykkja stafli sé rúmur metri á hæð! Þegar þeir héldu ráðstefnuna um daginn gerði ég mér lítið fyrir og rúllaði þrjúhundruð stykkjum inn í salinn og lagði síðan skrifplötu í hvern þeirra þegar ég var búinn að raða upp. Ráð- stefnugestir smelltu plötunum síðan á með einu handtaki. Núna er ég svo að undirbúa salinn fyrir dansleik og þá er auðvitað tilvalið að raða upp borðunum og svona fimm til sex stólum í kring um hvert þeirra, - annars eru menn nú ekkert gefnir fyrir að sitja mikið þegar dansinn dunar á góðu balli, - annálaðir dansmenn allt saman! En auðvitað finnst þeim gott að tylla sér niður í notalegan stól öðru hverju. Já Stacco stólarnir hafa sparað honum mörg sporin, enda sniðnir fyrir þessar aðstæður. Arkítekt: Pétur B. Lúthersson STÁLHÚSGAGNAGERÐ STEINARS HF. SKEIFUNNI 6,SlMAR: 35110.39555,33590 50 þúsund í lífshættu Omf. 23. ■órember. AP. FIMMTÍU þúsund íraskir stríðsfangar í íran eru í alvar- legri iuettu, að því er Alexandre Hay, foraetl Alþjóða Rauða krossins í Genf, sagði f dag á fundi með sendiherrum þeirra ríkja, sem eru aðilar að Genfar- sáttmálanum um meðferð stríðs- fanga. Hay sagði, að franir hefðu margbrotið mannréttinda- ákvæði sáttmálans og hvatti sendiherrana til að beita sér fyrir því, að aðildarríki Gefn- arsáttmálans stððvuðu fólsku- verk þeirra. Hann kvað atvik það, sem fulltrúar Rauða krossins hefðu orðið vitni að í Gorgan- fangabúðunum i fran 10. október sl., en þá voru sex ir- askir stríðsfangar skotnir til bana með köldu blóði og 35 særðir, alls ekki einsdæmi. Hann sagði að stofnunin hefði óvefengjanlegar heimildir fyrir þvi að slíkt hefði gerst margsinnis áður og ástæða væri til að óttast að það yrði endurtekið. 19 stiga hiti í Vínarborg Vta, 23. aérnibn. AP. VORVEÐRÁTTA sú, sem ríkt hefur í Vínarborg, náði hámarki í dag er hitinn komst upp i 19 stig á Celsíus. Er þetta mesti hiti, sem mælzt hefur í Vín síð- an 1873, er reglulegar hitamæl- ingar hófust þar. Kork-o-PIast Gólf-Gljái Kyrir PVC-filmur, linoleum, giimmí, parket og steinflísar. CC-Kloor Polish 2000 gefur end- ingargóða gljáhúð. Notkun: Þvoið gólfið. Berið CC-Kloor Polish 2000 óþynnt á gólfið með svampi eða rakri tusku. Notið efnið sparlega en jafnt. Látið |H)rna i 30 mín. Á illa farin gólf þarf að bera 2—3svar á gólfið. Til að viðhalda gljáanum er nóg að setja í tappafylli af CC-Floor Polish 2000 í venjulega vatnsfotu af volgu vatni. Til að fjarlægja gljáann er best að nota R-1000 þvottaefni frá sama framleiðanda. Notið aldrei salmíak eða önnur sterk sápuefni á Kork-o-Plast. Kinkaumboð á Islandi: 1». 1‘orgrímsson & Co., ^Armula 16, Keykjavík, s. 33640. RÍKULEG ÁVQXTUN KYNNIÐ YKKUR VEL KJÖR SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS I RÍKISSJÓÐUR ÍSLANDS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.