Morgunblaðið - 25.11.1984, Síða 21

Morgunblaðið - 25.11.1984, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 1984 85 Gunnlangnr GuAmundsson stjörnuspekingur. raun átt við að sðlin sé í Hrúts- merkinu eða Ljóni. Sólin gegnir grundvallarhlutverki likt og hjartað i likamsstarfseminni, en hjartað er ekki eina liffæri mannsins. Þvi getur maðurinn haft tunglið (tilfinningar og Merk- úr (rökhugsun) í öðru merki og þvi getur sami maðurinn verið sam- settur úr mörgum stjömumerkj- um, t.d. Hrút, Krabba, Bogmanni og Fiskum. Verið Hrútur í innsta sjálfi og grunntón, Krabbi í til- finningum, Bogmaður í starfsorku og Fiskur í hugsun svo dæmi séu nefnd. Þáð er ekki auðvelt að svara þvi í stuttu máli hvers vegna sól í gefnu merki eigi að tákna eitthvað ákveðið og Satúrn- us eitthvað annað o.s.frv., hvaðan stjörnuspekin fái hugmyndir sin- ar. En, i fyrsta lagi má nefna að tákn stjörnuspekinnar eiga sér samsvörun í náttúrunni og um- hverfi mannsins. Það sem þó skiptir mestu máli og liggur að baki hugmyndum um einstakar plánetur og merki er einfaldlega það, að gerð eru kort fyrir fólk og hegðun þess og persónuleiki skoðaður. Ályktanir um einstök merki eru dregnar út frá mann- gerðinni. Likt og bóndinn spáir i veðrið byggir stjörnuspekingurinn hugmyndir sinar á reynslu. Gulli sagði okkur að þótt stjörnuspekin hefði fylgt manninum frá örófi alda og grundvallaratriðin séu alltaf þau sömu, mætti segja að hún speglaði tíðarandann hverju sinni. í stuttri blaðagrein eftir leik- mann, sem kynntist þessum fræð- um hálfnauðugur og fullur efa- semda verður ekki hægt að gera stjörnuspekinni minnstu viðhlit- andi skil. En það er hægt að segja og viðurkenna án minnstu hræsni, að þetta eru stórathyglisverð mál, sem áreiðanlega eiga erindi til og geta á engann hátt afvegaleitt einn eða neinn. Fyrir þá sem eru Ieitandi, að sjálfum sér og öðrum, getur stjörnuspekin vafalaust orð- ið hið mikilvægasta hjálpartæki. Á okkar námskeiði flugu brandar- ar og striðnisskot á milli, en öll fögnuðum við því í raun og veru að fá þetta tækifæri til að skyggnast innra með okkur sjálfum og vakna til nánari umhugsunar og það var ekki beint einleikið hve menn und- antekningarlaust samsinntu þeim meginstraumum, sem kortin þeirra sögðu til um. Mér varð stundum hugsað til minnar ágætu vinkonu Jóhönnu Kristjónsdóttur á Mbl., þeim dugnaðarforki, sem oft brosti að mér þau mörgu ár sem við unnum saman á blaðinu og sagði gjarnan „dæmigert Ljón“. Eg man að hún var afskaplega hress þegar ég gift- ist Hrútnum hér um árið. Ég um- bar henni þá þetta kellingarkjaft- æði, en velti því fyrir mér nú, hvort ég hefði ekki verið betur settur, er ég hóf blaðamennsku- ferilinn minn fyrir tæpum 20 ár- um, ef ég hefði dottið inn á svona námskeið þá. Þeirri spurningu fæ ég ekki svar við, ég er hins vegar ákveðinn f að vita hvort ég get haft gagn af stjörnuspekinni og byrja auðvitað á korti Hrútsins míns og því næst fimm ára strák í Krabba og tæpra tveggja ára í Steingeit. Ofsalega fínir strákar, en upplagið gerólíkt. Ég ætla að láta kortin segja mér hvers vegna og hvað ég þarf að varast er ég reyni veikum mætti að standa undir þeirri ábyrgð að koma þeim til manns og ára. Gullunum tveimur, sem stýrðu mér á spor- braut, Voginni og Nautinu, þakka ég ágætlega og samstúdentum minum í stjörnuspekinni einnig og ég hlakka til endurfunda. — ihj. Guðmundur Jóhannsson og Edda B. Jónsdóttir. HVAÐ FANNST ÞEIM? Guðmundur Jóhannsson: „Hárfínt hvernig okkur er veitt eftir einhverju lögmáli“ Ad námskeiðinu loknu spurðum við þrjá af þátttakendum hvernig þeim hefði fundist og byrjuðum á Krabbanum Guðmundi Jóhannssyni. „Þetta sannaði fyrir mér að við erum öll háð lögmáli, það er hárfínt, hvernig fylgst er með okkur og okkar veitt eftir ein- hverju lögmáli. Auðvitað geri ég mér grein fyrir að á þessu grunnnámskeiði var ekki kafað mjög djúpt í þetta og Gunnlaug- ur sá um að við næðum alltaf yfirborðinu, en ég hef mjög mik- inn áhuga á að kanna þessi mál nánar. Eg held að maður gæti notað þessi fræði til að aðstoöa við mannaráðningar, svo dæmi séu nefnd. — Hvað með frúna, skilurðu hana betur? „Já, það held að mér sé óhætt að fullyrða. Mér finnst ég gera mér betur grein fyrir henni. Það sem þó kannski skiptir mestu máli, er að það var afskaplega gaman að skoða þessi mál.“ Edda B. Jónsdóttir: „Kom mest á óvart að vera með tungl í Hrúti“ Næst lá beinast við að spyrja Eddu, eiginkonu Guðmundar um hennar viðhorf, en hún er Steingeit. „Mér fannst afskaplega gaman og þetta opnaði fræðin fyrir mér. Ég var að vfsu búin að lesa aðeins um þetta áður. Guðmundur keypti einu sinni bók um Krabbann og lánaði mér. Oft hafði maður auð- vitað velt fyrir sér í hvaða merkj- um fólk væri og þegar þetta nám- skeið var auglýst, fannst okkur til- valið að fara. Mér fannst hins veg- ar verst að hafa ekki haft nægan tíma til að lesa, en ætla að ráða bót á því.“ — Hvað með Guðmund, sérðu hann í einhverju öðru ljósi? „Ég er ekki frá því, en ég var eins og ég sagði, búin að lesa bókina um Krabbann. Það sem kom mér hins vegar mest á óvart var að ég skyldi vera með tungl i Hrúti og að það hefði einhver áhrif. Gunnlaugur sýndi mér fram á það að ekki fór á milli rnála." Jóhanna Eyþórsdóttir: „Merkilegt hve allir hlutir virðast passa“ Eina kvenljónið á námskeiðinu var frú Jóhanna Eyþórsdóttir fóstru- nemi, sem hóf það nám, er hún var búin að koma sínum börnum á legg og sagðist smám saman vera að finna Ljónið í sér. „Mér finnst þetta námskeið hafa opnað mér nýja sýn á fólki almennt og ég held að maður verði umburðarlyndari, er mað- ur fer að velta merkjum hvers og eins fyrir sér. Ég er á kafi í próflestri og hef því ekki haft mjög mikinn tíma til að hugsa um þetta. Hins vegar held ég að það verði mjög áhugahvert, að skoða börnin, sem verða i kring- um mann með tillit til merkj- anna og kannski getur þetta komð mér í gagni í fóstrustarf- inu. Það sem mér fannst merki- legast við þetta allt var hve hlut irnir virtust passa. Auðvitað hafði maður og hefur mátulegar efasemdir, en einhvern veginn passaði þetta allt ótrúlega vel, Mér fannst afskaplega gaman á námskeiðinu, sérstaklega að horfa á þessa einstaklinga í hin um ýmsu merkjum. Svo hef ég auðvitað verið að gefa bóndanum auga með hliðsjón af því, sem ég lært og er ekki frá því að ég sjái nú eitt og annað sem ég ekki sá áður.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.