Morgunblaðið - 25.11.1984, Síða 44
108
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 1984
Ást er ...
... ad leyfa honum að
hvíla sig.
TM Rag. U.S. Pat. Olt.-tU rights reserved
•1984 Los Angeles Times Syndicate
IVfeð þesKU kemst ég hjá öllum
umrerðartruflunum.
Við vorum heppin að geta
bjargað utanborðsmótornum?
HÖGNI HREKKVlSI
jjtAVUDI PABBI þlMN VILJA TALA VIE> FULLTf^A
kl Ef?kyls réiTA rimma r?"
Hvað vakir fyrir þessu fólki?
Eins og fram hefur komið leggj-
ast vinstri flokkarnir gegn nýja
álsamningnum, Alþýðuflokkur,
Alþýðubandalag og Samtök um
Kvennalista. Þessir flokkar finna
samningnum flest til foráttu, þeir
nefna lágt rafmagnsverð sem nú
hefur verið tvö til þrefaldað, þeir
segja að framleiðslukostnaðarverð
raforkunnar til álversins sé 16
millidalir þegar staðreyndin er sú
að það er innan við 9 millidalir,
þeir segja að við fáum lægra verð
fyrir okkar raforku en önnur Evr-
ópulönd sem eru með álver, þegar
staðreyndin er hin gagnstæða og
þeir segja fleira í þeim dúr. Ég hef
fylgst mjög grannt með því hvern-
ig þetta mál hefur þróast allt frá
því að Hjörleifur Guttormsson
lagði í pólitíska krossferð gegn ál-
verinu og fram á þennan dag og er
sannfærð um að miðað við aðstæð-
ur er nýi álsamningurinn okkur
fslendingum mjög til hagsbóta.
Það er af þessum sökum algjör-
lega ofvaxið mínum skilningi að
vinstri flokkarnir skuli reyna að
blekkja almenning til að trúa að
hér sé um „útsölusamning“ að spyrja foringja vinstri flokkanna
ræða. Ég vil helst ekki efast um hvað leggst ykkur til?
hugarfar þeirra, en hlýt þó að B.I.
Þó kjósi núna kvennalið
kommatrúna um álverið
Sigríði Dúnu gefum grið,
því góð er hún í eldhúsið.
Hákur.
Þessir hringdu . . .
Hver á mynd
af Valdimar?
Ólafur Björnsson hjá Félagi ís-
lenskra loftskeytamanna, hringdi:
Nú er verið að vinna að bók um
íslenska loftskeytamenn, en það
vantar eina mynd í bókina. Það er
mynd af Valdimar Bjarnasyni,
loftskeytamanni á Lagarfossi árin
1920—1922. Valdimar tók loft-
skeytapróf árið 1920, en hann lést
aðeins 2 árum síðar. Faðir hans
var Bjarni póstur fæddur í Bakka-
gerði í Borgarfirði eystra, Ketils-
sonar bónda á Hólalandi í Borgar-
firði. Móðir Valdimars var Atina
Guðrún, fædd á Sómastöðum í
Reyðarfirði 1853, en bóndi hennar
var fæddur 1860. Ef einhverjir
ættingjar Valdimars eru á lífi og
eiga af honum mynd, þá væri það
mjög vel þegið ef þeir vildu hafa
samband við mig í sfma 52385, eða
í síma 11030 í Loftskeytastöðinni.
Góð þjónusta
Heimilistækja
Húsmóðir í Garóabæ hringdi:
Mig langar til að vekja athygli á
og þakka fyrir frábæra þjónustu
hjá Heimilistækjum. Þannig er, að
ég á 19 ára Philco Bendx þvotta-
vél, sem ég keypti hjá Johnson og
Kaaber í gamla daga, en nú er það
víst Heimilistæki sem sér um
þessa þjónustu. Nú, þessi gamla
vél mín bilaði um daginn. Eg fór
því í Heimilistæki og fékk alla
varahluti! Þetta kom mér nokkuð
á óvart, jafn gömul og vélin er, en
mér finnst þetta dæmi um mjög
góða þjónustu. Kærar þakkir,
Heimilistæki!
Þættir Hals og
Höllu Linker
Gyða Jónsdóttir hringdi:
Mig langar til að skora á sjón-
varpið að taka til sýningar sjón-
varpsþætti þá er hjónin Hal og
Halla Linker gerðu. Þau hjónin
hafa getið sér mjög gott orð fyrir
þætti þessa og þeir hafa verið
sýndir víða um heim. Þættirnir
eru vandaðir og með þeim hafa
Linker-hjónin aukið hróður Is-
lands. Þættirnir eru einnig menn-
ingarlegir og hafa ekkert úrelst.
Sjónvarpið hefur sýnt okkur mikið
af þáttum víðs vegar að og finnst
mér því vel til fundið, að falast
eftir þáttum Hals og Höllu. Hal
Linker byrjaði að taka myndir hér
á landi árið 1950 og það voru
fyrstu heimildamyndir frá ís-
landi, sem teknar eru I litum. Það
er því vissulega orðið tímabært að
sýna þessa ágætu þætti hér heima.
ÞAÐ VEUA ALUR
m
UÓSALAMPA
fpÞÝZK ÍSLENZKA