Morgunblaðið - 05.02.1985, Síða 2

Morgunblaðið - 05.02.1985, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 1985 Bifreiðin kom í leitirnar sex mán- uðum eftir stuldinn FIAT 127-bifreið, sem stolið var fyrir sex mánuðum, kom loks í leitirnar um helgina. Hún fannst í bílageymslu í Krummahólum. íbúarnir áttuðu sig ekki á að þessari bifreið, sem hafði þvelst fyrir þeim um margra mánaða skeið svo þeir höfðu haft talsverðan ama af, hefði verið stolið. Bifreiðinni hafði verið ýtt fram og til baka þar sem hún þvældist fyrir í bílageymslu þeirra. Það var ekki fyrr en um helgina eiganda hjá Bifreiðaeftirliti ríkis- að málið upplýstist. Einn íbúa fékk augastað á bifreiðinni og taldi sig geta gert góð kaup þar sem hún hafði staðið svo lengi án þess að nokkur hirti um hana. Hann tók því niður númer bifreið- arinnar og fékk upplýsingar um ins. Hringdi hann sfðan í eigand- ann og faiaðist eftir bifreiðinni til kaups, en varð heldur en ekki hissa þegar honum var tjáð, að bifreiðinni hefði verið stolið fyrir sex mánuðum. Enn eitt innbrotið í skóla: Strætisvagnamiðum fyrir 114 þús. stolið STÓRFELLD skemmdarverk voru unnin á húsnæói Hlíðaskóla þegar brotist var inn um helgina og mikl- ura verðmætum stolið. A milli 50 og 60 þúsund krónum í peningum og að hluta ávísunum var stolið og stræt- isvagnamiðum að andvirði 114 þús- Seðlabankinn á ekki hús í London í sunnudagsblaði Morgunblaðsins var það haft eftir Þorsteini Snædal að Seðlabankinn ætti húseign í London. Davíð Ólafsson bankastjóri hef- ur tjáð blaðinu að Seðlabankinn hafi aldrei átt né haft afnot af húseign eða íbúð erlendis, hvorki í London né annars staðar. Hann tók jafnframt fram að engar fyrirætlanir eru um húsa- kaup eða leigu á húsnæði í London eða annars staðar á vegum bank- ans. o INNLENT und krónum. „Nú orðið líður vart sú vika, að ekki sé brotist inn í skóla á höfuðborgarsvæðinu. Gífurleg skemmdarverk hafa verið unnin á skólum í vetur,“ sagði Helgi Daní- elsson, yfirlögregluþjónn hjá Rann- sóknarlögreglu ríkisins í samtali við blm. Mbl. Tólf verkfæraskápar voru spenntir upp og virðist sem þjóf- arnir hafi notað þau verkfæri, sem þar fengust við innbrotið. Átta hurðir voru brotnar upp í skólan- um, þar á meðal inn á skrifstofu skólastjóra. Þar var öllu umturn- að, skjöl og pappírar lágu eins og hráviði. Ráðist var á skjalaskáp og hann brotinn upp. Þar komust þjófarnir yfir féð, á milli 50 og 60 þúsund krónur auk strætisvagna- miðanna. Nokkrar ávísanir voru meðal þess sem stolið var. RLR hefur beðið Mbl. að birta upplýsingar um þær í von um, að það megi verða til þess að vara fólk við. Ávísanirnar eru: Að upphæð tvö þúsund krónur, stíluð á handhafa af reikningi 59481 á Austurbæjar- útibú Landsbanka íslands. Útgef- andi er Árni Magnússon; tvö þús- und króna ávísun útgefin af Nönnu Guðmundsdóttur á reikn- ing 111505 á Austurbæjarútibú Landsbanka íslands; fimm þúsund króna ávísun útgefin af B. Sveinssyni á reikning 53678 á Verzlunarbanka Islands. Teikning af brúnni sem reist verður á Bústaðavegi yfir Kringlumýrar- braut. Á loflmyndinni til vinstri sést hvar brúin kemur fremst á myndinni frá nýja miðbænum í átt að Öskjuhlíð. Kringlumýrarbraut: Brúarsmíðin hefst eftir mánuð HAFIST verður handa við bygg- ingu brúar yfir Kringlumýrarbraut eftir einn mánuð. Brú þessi verður reist á Bú- staðavegi og verður gerð hennar boðin út á næstunni. Að sögn Inga Ú. Magnússonar gatna- málastjóra, er reiknað með að brúarsmfði hefjist að mánuði liönum og skal henni vera lokið fyrir næstu áramót. Áætlaöur kostnaður við smíðina er 35—40 milljónir króna. Brúin er á tveimur stólpum og brúarhaf er eitt. Verkfræðistofan Linuhönnun hannaði brúna en arkitekt er Manfreð Vilhjálmsson. Guðmundur Stefánsson hagfræðingur Státtarsambands bændæ Kerfið hjakkar nán- ast í sama farinu „ALI.IR hljóta að sjá að hér er ærið bil á milli orða og athafna. Framlög hins opinbera hafa í reynd eingöngu stutt hinn hefðbundna búskap, en nýbúgrein- ar, þar sem menn eygja vaxtarmöguleika, eru að mestu látnar afskiptalausar. Það er erfitt að skilja hvers vegna reynt er að stuðla að aukinni grænfóður- ræktun, hvers vegna verið er að styðja nýrækt og framræslu þegar allt þetta stuðlar að framleiðslu vara sem ekki er markaður fyrir og offramleiðsla á. Það er mitt álit, og ég veit að fjölmargir eru þv( sammála, að allt styrkjakerfi hins opinbera þarfnast endurskoðunar." Þetta sagði Guðmundur Stef- ánsson, búnaðarhagfræðingur hjá Stéttarsambandi bænda, meðal annars um framlög til landbúnað- arins í ræðu sinni á árlegum ráðu- nautafundi Búnaðarfélags íslands og Rannsóknastofnunar landbún- aðarins, sem hófst í gær, þegar fjallað var um stefnumörkun í landbúnaðarmálum. Guðmundur ræddi um viðbrögð ýmissa aðila í landbúnaðinum gagnvart þeim breyttu viðhorfum sem orðið hafa í landbúnaði i framhaldi af offramleiðsluvandanum í hinum hefðbundnu búgreinum. Harðar deiiur f Alþýðubandalagi vegna kjörs í verkalýðsmálaráði: Stórslys ekki búið að bíta úr nálinni með það — segir Þröstur Ólafsson fráfarandi formadur „NIÐURSTAÐAN af þessum aóalfundi verkalýðsmálaráðs er í heild stórslys og það er ekki búið að bíta úr nálinni með afleiðingar af því,“ segir Þröstur Ólafsson fráfarandi formaður verkalýðsmálaráðs Alþýðu- bandalagsins, sem hélt aðalfund sinn um helgina. Bjarnfríður Leósdóttir var þar kjörin formaður og segir hún, að kjör hennar sé staðfesting á því að helstu forustumenn Alþýðubandalagsins í verkalýðshreyfingunni séu búnir að missa af strætisvagninum. „Venjulegt fólk í Alþýðubandalaginu vill djarfari verkalýðspólitík og róttækari kjarabaráttu," segir hún. Þröstur segir m.a., að sumt af því fólki sem kjörið var i stjórn, ásamt Bjarnfríði, hafi lagt áherslu á allt aðra hluti og verið í mikilli andstöðu við marga af þeim, sem kjörnir eru til trúnað- arstarfa í verkalýðshreyfing- unni. Það hafi haft uppi ófélags- legan ■ málflutning gagnvart þeim. Aðspurður sagði hann ágreininginn helst hafa verið um aðferðir og niðurstöður í kjara- samningunum á sl. ári. í hinu nýja ráði sagði Þröstur nú fólk sem gengi að málum fremur á huglægan hátt en þeir sem hefðu reynslu af því að starfa daglega innan verkalýðshreyfingarinnar. Hann sagði ennfremur: „Ég tel að þó að þarna hafi verið um slys að ræða, þá sé flokknum ekki hætta búin að svo stöddu. En til að svo verði ekki þarf eitthvað að gerast mjög fljótt." Bjarnfríður Leósdóttir sagði rétt vera að hún væri í andstöðu við forustumenn Alþýðubanda- lagsins innan verkalýðshreyf- ingarinnar og kannski væri það einmitt þess vegna sem hún hefði verið kjörin formaður, þvf „venjulegt fólk", eins og hún kallar það, innan Alþýðubanda- lagsins vildi djarfari og róttæk- ari kjarabaráttu. Hún sagði ennfremur að rekja mætti ágreininginn til kjarasamninga á árinu. Til dæmis hefði ekki náðst samstaða milli ASl og BSRB og sér sýndist að fólkið teldi verkalýðsleiðtogana hafa „misst af strætisvagninum". Hún var spurð, hvort rekja mætti þá staðreynd, að hún var felld í miðstjórnarkjöri hjá VMSf í Vestmannaeyjum, til sama ágreinings: „Já ég held að þetta sé allt saman af sama toga spunnið. Ég var fyrir þessari faglegu forustu." Bjarnfríður nefndi sem dæmi um óánægjuna með verkalýðs- forustuna innan Alþýðubanda- lagsins ræðu manns á lands- fundinum, sem farið hefði með Óskari Vigfússyni um allt land vegna sjómannaverkfallsins. Hún sagði að hann hefði lýst niðurstöðu ferðarinnar svo, að víðast væri verkalýðsforustan dragbítur á kjarabaráttuna. Auk Bjarnfríðar Leósdóttur voru kjörnir I stjórn Grétar Þorsteinsson, Margrét Pála Ólafsdóttir, Guðmundur Hall- varðsson, Halldór Björnsson, óttar M. Jóhannsson, Þorbjörg Samúelsdóttir, Sigurbjörg Sveinsdóttir, Hulda S. Ólafsdótt- ir, Gísli ólafur Pétursson, Val- gerður Eiríksdóttir, Guðmundur Arnason, Stella Hauksdóttir, Dagbjört Sigurðardóttir og Baldur óskarsson. Þröstur Ólafsson gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Þá gáfu Ásmundur Stefánsson, Guð- mundur J. Guðmundsson og Haraldur Steinþórsson ekki kost á sér til setu í ráðinu. Uppstill- inganefnd gerði tillögur um Baldur Óskarsson sem formann verkalýðsmálaráðs. Gagnrýndi hann það hvernig staðið hefði verið að málum síðan framleiðslustjórnun var tekin upp 1979 og taldi að „kerfið" hefði í mörgum, alltof mörgum tilfellum, ekki brugðist við sem skyldi, og nýtt illa þann tíma sem verið hafi til umþóttunar, „nánast hjakki í sama farinu". Vísaði hann þá til þess að fjármagni hafi í gegnum lána- og styrkjakerfi landbúnað- arins stöðugt verið beint til hinna hefðbundnu búgreina en nýrri búgreinar setið á hakanum. Sem dæmi um þetta nefndi hann leiðbeiningaþjónustuna með Búnaðarfélag Islands I broddi fylkingar sem hann telur að hafi verið lengi að taka við sér og vill að verði tekin til endurskoðunar og gerð skilvirkari svo og útlán Stofnlánadeildar landbúnaðarins. Taldi hann það hæpin vinnubrögð hjá deildinni að neita nýbúgrein- um, svo sem fiskeldi og ferðaþjón- ustu í sveitum, um lán á þeim grundvelli að þær hafi ekki greitt til deildarinnar. Eðlilegra væri að nýjar búgreinar nytu strax fullra réttinda og hefðu jafnvel vissan aðlögunartíma, t.d. 5—10 ár, þar til gjaldskylda þeirra tæki gildi að fullu. Allt við það sama í far- mannadeilu LÍTT þokaðist f samkomulagsátt f farmannadeilunni hjá ríkissátta- semjara í gær. Sáttafundur hófst kl. 16 og stóð til miðnættis. Nýr fundur hefur verið boðaður í dag kl. 14. Skipafélögin gerðu farmönnum tilboð þess efnis að tilfallandi yf- irvinnu verði breytt í föst laun, en samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins töldu fulltrúar farmanna tilboð þetta ófullnægjandi. Áhrifa verkfalls farmanna á kaupskipum er nú þegar farið að gæta þar sem sex skip hafa stöðv- ast.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.