Morgunblaðið - 05.02.1985, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.02.1985, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 1985 Útflutningur ullar- fatnaðar jókst um 55 % HEILDARÚTFLUTNINGUR á ullarvörum árið 1984 nam alls 785 smá- lestum og á ullarbandi 470 smálestum, segir í fréttatilkynningu frá Útflutningsmiðstöð iðnaðarins. Um 26% samdráttur varð á útflutningi ullarbands, en á hinn bóginn jókst útflutningur á ullarfatnaði um 55%. I fréttatilkynningu Útflutn- að en það samsvarar 13% aukn- ingsmiðstöðvarinnar segir enn- fremur „Árið 1984 var stærsti markað- urinn fyrir ullarfatnað Sovétríkin. Salan árið 1984 jókst um 260 tonn. Þessi aukning er að mestu tilkom- in vegna stórs samnings er gerður var um sölu á treflum til Sovét- ríkjanna, en hann nams alls 1,5 millj. stk. Annar stærsti markaðurinn fvrir ullarfatnað er Bandaríkin. Arið 1984 fóru alls 168 tonn þang- ingu frá árinu áður. Bandaríkja- markaður hefur undanfarin ár verið lang stærsti Vesturlanda- markaðurinn og um leið sá mark- aður er hefur skilað hvað hæstu meðalverði fyrir ullarfatnaðinn. Þannig nam heildarverðmæti 1982 fyrir hvert kg 58 US$, 1983 var það 56,70 en 1984 nam það 50,8 US$. Samkvæmt þessu hefur talsverð lækkun átt sér stað á meðalverði, sérstaklega milli áranna 83 og 84 eða rúmlega 10%. Sala til V-Evrópu hefur að magni nokkuð staðið I stað. Þó hefur allveruleg aukning átt sér stað í sölu til Þýskalands. Jafn- gildir sú aukning um 43%. Sala á ullarbandi hefur dregist allverulega saman frá árinu. Ástæða þessa samdráttar hefur fyrst og fremst verið minnkandi eftirspurn í Englandi, Danmörku og Júgóslavíu. Aukning átti sér þó stað i sölu til Þýskalands og Bandaríkjanna, en alls er flutt út til um 20 landa.“ Vél British Aerospace, BAC 146-200, á Egilsstaðaflugvelli. Morgunblaðid/Olafur Egilsstaðir: Breiðþota í tilraunaflugi Kgiltwtöduni, 3. febrúar. Á FÖSTUDAGINN kom hingað breiðþota af gerðinni BAC 146-200 frá bresku flugvélaverksmiðjunum British Aerospace til að reyna lendingu og flugtak við erfiðar og frumstæðar aðstæður. Þetta er i annað sinn sem bresku flugvéla- verksmiðjurnar senda hingað þot- ur til slikrar þolraunar, en vorið 1983 sendu þeir hingað vél af gerð- inni BAC 146-100. Vélin sem kom hingað á föstu- daginn er lengri en BAC 146-100 og tekur fleiri farþega í sæti eða um 105. Flughraði hennar mun vera um 787 km/klst., að sögn Ingólfs Arnarsonar, umdæmis- stjóra Flugmálastjórnar. BAC 146-200 er með breiðþotuinnrétt- ingu, þrjú sæti beggja vegna gangs. Tilgangur ferðarinnar hingað er fyrst og fremst að reyna hjólabúnað vélarinnar við hinar erfiðustu aðstæður, í snjó og krapa á malarvöllum. Ekki mun leiðangursmönnum hafa þótt að- stæður nógu ákjósanlegar hér á föstudaginn, því að þeir héldu suður til Reykjavíkur og bíða þar versnandi færðar á íslensk- um malarvöllum. Að sögn Ingólfs munu British Aerospace þegar hafa selt nær 30 vélar af gerðinni BAC 146-100 víðs vegar um heim. — Olafur Stöðvast Eyjaflotinn? V estmannat-vium. 4. febrúar. ^ ^ Beiö bana í Eyjafírði Akureyri, 4. febrúar. KONAN sem lést af slysfónim í Saurbæjarhreppi í EyjafirAi sl. fóstu- dag bét Ema Sólveig Sigvaldadóttir, 46 ára gömul húsfreyja á Hall- dórsstöAum. Lætur hún eftir sig eig- inmann og unga dóttur. Tildrög slyssins voru þau að verið var að setja inn hross á Halldórsstöðum og mun folald eitt hafa verið erfitt viðureignar þegar það átti að handsama það. Sló fol- aldið frá sér og varð Erna Sólveig fyrir högginu. Kallað var eftir sjúkrabil frá Akureyri en konan lést af völdum áverkanna áður en komið var í sjúkrahús. q Y'estmannaeyjum, 4. febrúar. Félög yfirmanna á fiskiskipum í Vestmannaeyjum hafa ekki enn veitt samninganefnd Farmanna- og fiskimannasambandsins umbeðna heimild til verkfallsboAunar. SjómannafélagiA Jötunn hefur hins vegar veitt samninga- nefnd Sjómannasambands íslands umboA til verkfallsboðunar sem gildir til 18. febrúar nk. Skipstjóra- og stýrimannafélagið Verðandi mun væntanlega funda um málið á morgun, þriðjudag, en samkvæmt upplýsingum sem Morg- unblaðið aflaði sér í dag eru uppi mjög skiptar skoðanir meðal félags- manna um verkfallsboðun nú. Stjórn og trúnaðarráð félagsins er með verkfallsheimild, en hún hefur ekki verið framseld til FFSÍ, þrátt fyrir óskir þar um. Það munu eink- um vera skipstjórar netabáta sem eru andvígir verkfallsboðun á þess- um tíma. Guðmundur Sveinbjörns- son formaður Verðanda vildi lítið tjá sig um málið þegar haft var samband við hann í kvöld, en hann staðfesti að hjá félagsmönnum gætti mismunandi sjónarmiða og áherslna varðandi samningamálin. „Ég get þó sagt að ef í hart fer þá munum við ekki skerast úr leik,“ sagði Guðmundur Sveinbjörnsson. Gísli Eiríksson formaður Vél- stjórafélags Vestmannaeyja sagðist ekkert geta sagt um á hvern veg yrði brugðist við ósk FFSl um um- boð til verkfallsboðunar. „Við verð- um með fund um málið í kvöld og ekkert hægt að segja fyrr en honum er lokið og sjónarmið félagsmanna hafa þar komið fram,“ sagði Gísli. Elías Björnsson formaður Sjó- mannafélagsins Jötuns sagði í sam- tali við blm. Mbl. að stjórn og trún- aðarráð félagsins hefði fyrir helg- ina veitt samninganefnd Sjó- mannasambandsins heimild til verkfallsboðunar. „Vonandi þarf ekki til verkfalls að koma, en óneit- anlega horfir þunglega, meöan útgerðarmenn fást ekki til þess að ræða við okkur," sagði Elías Bjöfnsson. Elías sagði að Jötunn hefði 4. janúar sl. sent Útvegs- bændafélagi Vestmannaeyja bréf þess efnis að hafnar yrðu viðræður miili félaganna um væntanlega kjarasamninga, með það fyrir aug- um að koma í veg fyrir vinnustöðv- un. í svari útvegsbænda við þessari beiðni Jötuns var alfarið vísað á Landssamband íslenskra útvegs- manna varðandi samninga um kaup og kjör. Það er nokkuð rikjandi álit manna hér að vilji hafi verið til þess í stéttarfélögunum að gengið yrði til sérsamninga hér í Eyjum, en útgerðarmenn hafa ákveðið að fela LÍÚ umboð sitt varðandi gerð kjarasamninga við sjómenn. Það stefnir því allt í verkfall á fiski- skipaflotanum hér um miðjan mán- uðinn, en ekki er enn ljóst hversu víðtækt það verður. .,. hkj Féll útbyrðis af Hólmanesi SKIPVERJINN sem féll útbyrðis af Hólmanesi sl. fimmtudag hét Svanberg Olesen til heimilis að Steinholtsvegi 12 á Eskifirði. Hann var 24 ára gamall og lætur eftir sig konu og tvo syni. spurt og svarad I Lesendaþjonusta MORGUNBLAÐSINSI SKATTAMÁL Hér fara á eftir spurningar, sem lesendur Morgunbladsins hafa beint til þáttarins Spurt og svaraö um skattamál, og svörin við þeim. Þjónusta þessi er í því fólgin að lesendur geta hringt í síma Morgunblaðsins, 10100, milli klukkan 10 og 12.30 virka daga og borið upp spurningar sínar um skatta- mál. Mbl. leitar síðan svara hjá starfsmönnum embættis ríkisskattstjóra og birtast þau í þessum þætti að nokkrum dögum liðnum. Ekki má færa fjár- hæðir milli framtala 3118-1763 spyr hvort heimilt sé að færa 100.000 krónur af tekjum sínum yfir á húsmóður- ina, sem er heimavinnandi og því tekjulaus. Ef svo er þá spyr hann hvort persónuafslátturinn skerðist og einnig hvernig 10% frádráttarreglan nýtist í því sambandi. Svar: Nei, ekki má færa fjár- hæðir á milli framtala (bls 2 og 3) hjá hjónum. Tekjuskattur reiknast af tekjuskattsstofni, sem fram kemur í reit 63 á hvoru framtali hjóna um sig, þannig: Af þeim hluta tekjuskatts- stofns sem ekki er yfir 200.000 kr. skal reikna 20%. Sé tekju- skattsstofn annars hjóna lægri en 200.000 kr. hækkar fyrrnefnt tekjumark hjá hinum makanum um þá upphæð sem á skortir að tekjuskattsstofn þess tekjulægri nái 200.000 kr., en þó ekki um hærri upphæð en 100.000 kr. Af þeim hluta tekjuskatts- stofns, sem umfram er það tekjumark en ekki er yfir 400.000 kr., skal reikna 31%. Áf þeim hluta tekjuskatts- stofns sem umfram er 400.000 kr. skal reikna 44%. Frá þannig reiknuðum tekju- skatti dregst persónuafsláttur 35.000 kr. fyrir hvern mann. í tilfelli fyrirspyrjanda hækk- ar 1. þrepið í skattstiganum hjá honum úr 200.000 kr. í 300.000 kr. og svo er hjá öllum hjónum þar sem tekjulægri makinn hef- ur ekki yfir 100.000 kr. tekju- skattsstofn (skv. reit 63). Hafi tekjulægri makinn tekju- skattsstofn á bilinu 100.000 kr. til 199.999 kr. hækkar 1. þrep skattstigans hjá hinum makan- um um þann mismun sem tekju- skattsstofn tekjulægri makans er lægri en 200.000 kr. Enn frem- ur millifærist ónýttur persónu- afsláttur tekjulausa eða tekju- lægri makans til hins rnakans við útreikning tekjuskatts hans. Skattstjóri velur þá frádrátt- arreglu (10% eða D- og E-frá- drátt) sem er framteljanda (hjónum) hagkvæmust miðað við útfyllingu framtalsins. Innlendar innstæður framtalsskyldar Helga Foster á Vesturgötunni spyr hvort nauðsynlegt sé að telja fram innistæður á banka, sem ekki séu skattskyldar og þá hvers vegna. Svan Innstæður í innlendum bönkum, sparisjóðum og inn- lánsdeildum samvinnufélaga, á póstgíró- og orlofsfjárreikning- um, svo og verðtryggð spari- skírteini ríkissjóðs og önnur verðbréf sem hliðstæðar reglur gilda um skv. sérlögum, eru framtalsskyldar (og telja skal fram í lið E5 á framtali), en geta verið eignarskattsfrjálsar að því marki sem innstæAur þessar eru umfram skuldirskv. lið S 1 á 4. bls. skattframtalsins. Skuldabréf SÍS skattskyld til eignarskatts Leifur spyr hvort skuldabréf Sambands íslenskra samvinnu- félaga séu skattskyld hjá ein- staklingum, eða hvort þau séu skattfrjáls eins og rikisskulda- bréf. Svar: Skuldabréf Sambands ís- lenskra samvinnufélaga eru framtalsskyld og skattskyld til eignarskatts og skal telja slík skuldabréf i lið E 6 á framtali ásamt áföllnum vöxtum og verð- bótum á höfuðstól í árslok. Vext- ir og verðbætur af þeim eru framtalsskyldir, en skattfrjálsir og ber ekki að telja þá fram sem vaxtatekjur fyrr en þeir fást greiddir, annaðhvort við inn- lausn eða sölu bréfanna. Hjá mönnum, sem notfæra sér vaxtagjöld til frádráttar, skerð- ast þó vaxtagjöldin sem nemur þessum vaxtatekjum af skulda- bréfum sem færa skal í lið E 6 á framtali. Skattfrelsi ríkis- skuldabréfa, þ.e. verðtryggð spariskírteini ríkissjóðs sem fyrirspyrjandi tekur til saman- burðar, eru alltaf framtalsskyld en geta verið skattfrjáls að því marki sem eignir, framtaldar í E 5, eru umfram skuldir, sjá svar við fyrirspurn Helgu Foster. Vaxtatekjur af eignum, sem telja skal fram í lið E 5, skerða hins vegar ekki vaxtagjöld til frádráttar. Námsfrádráttur vegna setu í meistaraskóla Guðmundur Már spyr hvort hann hljóti skattafrádrátt vegna setu i meistaraskóla mánuðina september til desember, og ef svo er, hvernig hann geti um skólasetuna á skattframtalinu. Svar: í reit 51 á skattframtali skal færa nafn skóla, sem nám var stundað í á árinu 1984, fjölda mánaða og frádráttarfjárhæð. Fullur námsfrádráttur er 31.880 fyrir nám í 6 mánuði eða lengur á árinu. Námsfrádráttur fyrir- spyrjanda reiknast 4/6 af 31.880 eða 21.254 kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.