Morgunblaðið - 05.02.1985, Page 7

Morgunblaðið - 05.02.1985, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 1985 7 Tískusveiflur í húsgögnum eru miklu meiri og tíðari en margur hyggur. Einkum er þetta áberandi með sófasettin. Þar á sér stað stanslaus endurnýjun í hönnun og aölögun að lífsvenjum fólks — og svo endurtaka sig með mislöngu millibili tískulitir í áklæöum og leðri. Núna er til dæmis blátt, grátt og svart að koma aftur eins og fyrir 20 árum við hliöina á brúnu og beinhvítu. Jafnvel hárautt. ítalskir húsgagnahönnuðir eru nú á tímum óumdeilanlega forystumenn á þessu sviði — aö öðrum ólöstuðum — því gróskan og lífsgleöin í hönnun þeirra er með ólíkindum. Þegar þeir komu fram með „slöppu" línuna í sófasettum var enginn í vafa um að þeir hefðu hitt í mark. Hér sérðu þrjá fulltrúa þessarar nýju tískulínu í sófasettum. Hún gerir miklar kröfur til gæða þeirra hráefna sem notuð eru í bólstrun því allt á að vera mjúkt viökomu og þægilegt — hvort sem setiö er eða legið. Ef þú vilt það besta sem hægt er aö kaupa, komdu þá til okkar og skodadu ú gullfallegu sett. Elton hornsófi (250x300 cm) kr. 93.550 í leðri. Útb. kr. 28.000 og kr. 10.925 á mán. Elton sett 3+1+1 (sófi 235 cm) kr. 97.520 í leðri. Útb. kr. 29.240 og kr. 11.380 á mán. Dollars hornsófi (230x285 cm) kr. 108.630 í leðri. Útb. kr. 32.550 og kr. 12.680 á mán. Nova sett 3+1+1 (sófi 202 cm) kr. 92.540 í leöri. Útb. kr. 27.800 og kr. 10.790 á mán. Staðgreiðsluafsláttur er 5% Kaupsamningar eru án vísitölubindingar. HUSGACNABOLLIn BÍLDSHÖFÐA 20 -110 REYKJAVÍK S 91-81199 oq 81410

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.