Morgunblaðið - 05.02.1985, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 05.02.1985, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 1985 15 Að velja tónana Jazz Sveinbjörn I. Baldvinsson Chet Baker í Gamla bíói. Það var ekki beinlínis létt yf- ir þremenningunum sem hófu leik með hinum fámælta en gagnorða trompetleikara og söngvara Chet Baker sl. laug- ardag. Enda búið að stilla þeim þarna upp við hliðina á einum af helstu sólistum 1 gervöllum jazzi án þess að hafa fengið tækifæri til að æfa með honum svo mikið sem hálfan annan laghaus. Þeim sem hafði fallið þessi heiður 1 skaut, þeim Kristjáni Magnússyni, Tómasi R. Ein- arssyni og Sveini óla Jónssyni, var vandi á höndum. Þeir vissu að það átti að spila nett og ljúflega en öllu meira var ekki ljóst. Pyrsta verkið á efnisskránni var Beatrice eftir Sam Rivers. Það var ákaflega hægt og leik- ur landa okkar var satt að segja nokkuð hikandi. Eins og enginn þyrði almennilega að ákveða hve hægt lagið ætti að vera. Þetta hik einkenndi drjúgan hluta tónleikanna, en var nán- ast horfið með öllu í síðasta laginu fyrir hlé, sem var hið létta og leikandi There Will Never Be Another You. Chet Baker sýndi það svo sannarlega og sannaði að það að vera jazz- sólisti og jazzsólisti getur verið tvennt harla ólíkt. Það er hörmulegt að hugsa til þess að þessi tónlistarengiil skuli hafa verið með annan fótinn í helvíti um margra ára skeið sakir eit- urlyfjaneyslu, en jafnframt ríkulegt fagnaðarefni að hann skuli nú standa, ef ekki keikur, þá í það minnsta uppréttur. Og líkast til betri trompetleikari en nokkru sinni. Það er misjafnt hvað fólki finnst um söng Chet Bakers. Sumum þykir hann væminn og pempfulegur. Chet Baker hefur enga söngrödd, það setur söng hans vitaskuld nokkuð þröngar skorður. En Chet Baker hefur næmi og spunahæfileika i allt að ótrúlegum mæli og þvi nær söngur hans langt upp yfir það að vera falsettugaul með synk- ópum eins og einhverjum kynni að virðast. Hans list er ekki fólgin í þvi að mynda tónana, heldur að velja þá. Á siðari hluta hljómleikanna lék flest í lyndi á sviðinu í Gamla bíói. Kristján átti góð sóló og Tómas sömuleiðis. Ég veit sjálfur að Tómas er fær um atkvæðameiri undirleik en hann viðhafði á þessum tón- leikum, en kannski er rétt í til- fellum sem þessum að hafa ör- yggið í fyrirrúmi. Sveinn óli hefur alltaf verið smekklegur og rólegur trommari. Ég hefði gjarnan viljað heyra meira í honum á laugardaginn, hefði viljað heyra meiri fylgni milli sólóa Bakers og undirleiksins, en það er alls óvíst að Baker hafi kært sig um slíkt. Það var talað um það dagana fyrir þessa hljómleika að hjá Chet Baker væri hver nóta dýr. Það er satt að segja varlega orðað. Miðað við hvaða fram- boð er á reglulega góðum jazzi hér á landi var hver nóta Chet Bakers i Gamla biói algerlega ómetanleg. Ég vona sannarlega að hinn ágæti félagsskapur, Jazzvakning, sitji ekki eftir með sárt ennið og tóman kass- ann að þessari heimsókn Chet Bakers lokinni. Áheyrendur voru margir og ánægðir og við sáum það i síðari hluta tónleik- anna að landar vorir eru vel færir um að leika undir hjá köppum úr heimsjazzinum. My Funny Valentine var allt að þvi fullkomið. Og þá er ekki miðað við fólksfjölda. Árshátíö Árshátíö Kvenfélagsins Hringsins verður haldin í Vík- ingasal Hótels Loftleiöa fimmtudaginn 14. febrúar 1985. Hátíðin hefst kl. 19.00. Sameiginlegt boröhald. Skemmtiatriði. Miöasala aö Ásvallagötu 1 miöviku- daginn 6. febrúar kl. 17.00 (fundur) og laugardaginn 9. febrúar kl. 14—16. Borðapantanir á sama staö. Nefndin. Þriggja herb. - Kópavogi Höfum til sölu ca. 90 fm íbúö á 1. hæð í fjórb. v. Kópavogs- braut. Nýleg og falleg ibúö. Bilskúr. Ennfremur ca. 85 fm á 6. hæö i háhýsi viö Furugrund. Útsýni. Bilskýli fylgir. Þessar eignir eru báöar ákveðið i sölu. DanM Árnaaon, Mkgg. ImI. ömóHur ÖmóHMon, sóluntj tf tf 44 KAUPÞiNG HF £2 68 69 88 ÞEKKING OG ÖRYGGI í FYRIRRÚMI Furugerði Góö 4ra-5 herb. endaib. á 2. hæö á þessum vinsæla staö. Suöursvalir. Verö 2.800 þús. 44KAUPÞÍNG HF Húsi v«ralur»arinr»«r ® 6Ö 69 88 Hallur Páll Joimon h*. 4S093 Elvar Gu&jonison vrAshfr. hs. 54872 Sumir farpegar Arnarflugs greiða hærri fargjöld en aðrir. Það eru til dæmis þeir sem þurfa að fara til útlanda í viðskiptaerindum og geta ekki notfært sér Apex fargjöld eða „helgarpakka". Arnarflug vill nú veita þessum aðilum aukna pjónustu, sem þeir fá með því að verða félagar í Arnarflugsklúbbnum. Félagar í klúbbnum geta allir þeir orðið sem ferðast á annafar- galdi eða hærra fargjaldi a.m.k. einu sinni á ári. Þátttak- an kostar ekkert að öðru leyti. Félagar fá kort sem veita þeim aukna þjónustu á Schiphol flugvelli, í Amster- dam. Þeir fá þar aðgang að sérstakri setustofu, þar sem er vinnuaðstaða og ókeypis veitingar. Þeir fá einnig að- gang að sérstökum inn- skráningarborðum (checkin counters) á flugvellinum. Utan flugvallarins fá þeir betri þjónustu og umtals- verða afslætti hjá hótelum, bílaleigum í Hollandi og Sviss og fleiri fyrirtækjum. Unnið er að því að fjölga stöðum sem veita afslætti og verður tilkynnt um það í sérstökum fréttabréfum sem klúbbfélagar fá send. Nánari upplýsingar á sölu- skrifstofum Arnarflugs og hjá ferðaskrifstofunum. ARNARFLUG Lágmúla 7, sími 84477.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.