Morgunblaðið - 05.02.1985, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.02.1985, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 1985 í tilefni auglýsingar um Eirík, Auðbjörgu, Unu og Ársæl: Hvernig verður árið hjá Steingrími? Hann verður örugglega í sviðsljósinu — eftir Jón Magnússon Steingrímur á í vændum við- burðaríkt ár, og ekki síður helstu samstarfsmenn hans í setuliðinu. Þeir og fleiri kunningjar hans munu því verða tíðir gestir á síðum dagblaðanna í tengslum við kynn- ingarátak sem nú fer af stað. Markmið þessa átaks er að vekja athygli á margvíslegri notkun skattpeninga almennings, sýna fram á sóun og eyðslu stjórnmála- manna á þessum peningum og leggja áherslu á, að allir ekki síst þeir sem fara með annarra fé þurfi að sýna sparnað og ráðdeildarsemi svo hægt sé að draga úr þeirri gegndarlausu skattheimtu sem nú ógnar afkomu fjölda heimila. Þessi skattheimta lýsir sér í því, að stjórnmálamennirnir taka til sín stóran hluta af tekjum þínum í gegnum tekjuskatt, þeir taka stór- an hluta af verði neysluvarnings, sem þú kaupir í gegnum tolla, vöru- gjöld, söluskatt o.fl. o.fl., og meira að segja ert þú skattlagður fyrir að senda samúðarskeyti vegna fráfalls náins vinar eða ættingja ásamt fleiru. Steingrímur verður trúlega lítið hrifinn af frægðinni. 1 sjálfu sér er hann ekkert á móti því að vera í sviðsljósinu, en vill fá að ráða hvaða hlið hann sýnir á sér. Það fær hann ekki núna því athyglinni verður fyrst og fremst beint að því sem hann helst af öllu vill fela og hafa út af fyrir sig — og óstjórn hans. Framsóknarmaddaman, kona hans, mun fylgja bónda sínum í þessa fjölmiðlaraun. Steingrímur sér um að slá ryki í augu almenn- ings og fela óþægilegar staðreynd- ir, en hún aðstoðar hann dyggilega með því að styðja hann í hvívetna. Aðaláhyggjuefni hennar er maga- verkir hans sem stafa af of miklu þambi á útsölukaffi frá SÍS en ger- ir sér ekki mikla rellu út af því meðan Steingrími gengur svona vel að útvega atkvæði. Frænka Steingríms, Samviska, hefur eyðilagt fyrir honum ófáar afmælis- og fermingarveislur í fjölskyldunni með því að beina tal- inu að Kröfluvirkjun, þörunga- vinnslu, sjóefnavinnslu í Reykja- nesi, utanlandsferðum embætt- ismanna, offjárfestingum í orku- málum og halda fram hlutum sem eru beinlínis móðgandi fyrir Stein- grím eins og nýsköpun í atvinnu- málum, sérstaklega landbúnaði og sjávarútvegi. Á þessu ári mun Samviska, frænka Steingríms, fá tækifæri til að koma skoðunum sínum á framfæri á breiðari vett- vangi, þótt óhjákvæmilega hljóti Steingrímur og setulið hans að dragast inn í þá umræðu með þeim hætti sem síst skyldi að þeirra mati. Maður Samvisku, Vansæll, hefur oftast nær haldið sig utan við þetta leiðindaþras, þótt hann sé konu sinni hjartanlega sammála. Honum finnst engin ástæða til að vera með nein ræðuhöld um jafn sjálfsagðan hlut og draga úr óhófs- eyðslu ríkisins. En auðvitað gerði ekkert til þótt Steingrímur fengi að heyra úr fleiri áttum, hvað fólki finnst um framferði hans. Vansæll er óánægður, honum finnst lífskjör sín vera að versna, skattheimta að aukast og hann sér ekki fram á betri tíð meðan Steingrímur ræður ferðinni. Honum finnst t.d. óhæfa að þurfa að greiða margfalt verð fyrir brýnustu lífsnauðsynjar vegna rangrar atvinnustefnu, hon- um finnst rangt að þegnarnir skuli ekki sitja við sama borð og skatta- lög útbúin þannig að þau skuli fyrst og fremst vera skattlagning á launamenn í föstu starfi. Vansæll gerir sér grein fyrir því að skatta- lögin eru verk stjórnmálamanna og þeir geta breytt þeim. Vansæll vill halda því fram, að ef fyllsta að- halds, sparnaðar og ráðdeildarsemi væri gætt í ríkisrekstrinum mætti draga úr skattheimtu og búa til skynsamleg skattalög þannig að allir borgarar sætu við sama borð, legðu fram eðlilegan skerf til sam- neyslunnar í eðlilegu hlutfalli við eignir og tekjur og nytu þá til jafns þeirrar þjónustu sem ríkið veitir. Þó Steingrímur sé sérstaklega gerður að umræðuefni hér, þá er það eingöngu vegna þess að hann er fyrirliði setuliðsins, en í stað nafns hans hefði eins mátt setja Albert, Alexander o.s.frv. Jón Magnússon er lögmaður í Keykjavík. Jón Magnússon „Framsóknarmaddaman, kona hans, mun fylgja bónda sínum í þessa fjöl- miðlaraun. Steingrímur sér um að slá ryki í augu al- mennings og fela óþægi- legar staðreyndir, en hún aðstoðar hann dyggilega með því að styðja hann í hvívetna. Aðaláhyggjuefni hennar er magaverkir hans sem stafa af of miklu þambi á útsölukaffi frá SÍS en gerir sér ekki mikla rellu út af því meðan Stein- grími gengur svona vel að útvega atkvæði.“ i ER EINHVERJUM KALT? Sterkbyggðir rafmagnsofnar til notkunar í t.d. skipum, bílskúrum og útihúsum. Stærð 575-1150 W. Geislaofn til notkunar í iðnaðarhúsnæði samhliða almennri upphitun. Stærð 4.5 kw. Flytjanlegur hitablásari með rofab. — stillanlegu loftmagni. Stærð 9 kw. Hitabtásari með innb. rofabúnaði fyrir fasta staðsetningu og einnig flytjanlegur. Stærð 3-5 og 9kw. Hitablásari fyrir alhliða notkun án rofabúnaðar, ekki flytjanlegur. Stærð 5-30 kw. m - - „Thermozone" hitablásarar sem hindra kælingu, dragsúg og raka, fyrir ofan dyr eða afgreiðsluop. Vifta til notkunar í iðnað- arhúsnæði sem dreifir heitu lofti niður á við. Stórkostlegur sparnað- ur í upphitun. Orkunotk- un 120W. .JTrÖNNING siml 84000 Könnun Siglingamálastofnunar á sjálfvirkum sleppibunaði björgunarbáta: Ágallar á búnaði frá öllum fyrirtækjunum Unnið af krafti að lagfæringum, segir siglingamálastjóri TAI.SVKRDIR ágallar komu fram á sjálfvirka sjósetningarbúnaöinum fyrir björgunarbáta frá Vestmanna- eyjum í nýafstaðinni könnum Sigl- ingamálastofnunar á ástandi búnaö- arins. Áöur hafa komið fram gallar á sjósetningarbúnaöinum frá Stálvík og Olsen. Galli Stálvíkurbúnaöarins hefur veriö lagfærður, en unnið er aö lagfæringu gallanna í búnaði hinna aöilanna. Magnús Jóhannesson, siglinga- málastjóri, sagði I samtali við Morgunblaðið, að gormabúnaði í Olsen-gálganum hefði verið áfátt í gæðum, þar sem gormurinn ætti til að brotna. Þrátt fyrir það hefði búnaðurinn virkað, en framleið- endum hefði verið gert að útvega nýja gorma, sem nú væru til at- hugunar hjá Iðntæknistofnun ís- lands. Þar væri um að ræða tvær tegundir, sem staðizt hefðu kraftprófun, en nú væri verið að kanna tæringarþol þeirra. Hvað varðaði búnaðinn frá Vestmannaeyjum, sem skoðaður hefði verið að undanförnu, hefðu niðurstöður orðið á þann veg, að skoðunum hefði verið hætt og framleiðendum gert að leysa þá galla, sem fram hefðu komið. Þeir hefðu komið fram með hugmynd- ir, sem Siglingamálastofnun teldi tií bóta, en treysti sér ekki til að segja um hugsanlega reynslu. Farið hefði verið af krafti í lag- færingar á Vestmannaeyjabúnað- inum og stefnt væri að því, að þeim yrði lokið fyrri hluta febrú- ar. Mest áherzla hefði verið lögð á lagfæringar búnaðarins í smærri bátum og nú væru fyrst og fremst stærri skip eftir. Fyrir nokkrum dögum hefði lagfæringum verið nánast lokið í öllum Eyjaflotan- um, búið væri að fara á Snæfells- nes og Höfn í Hornafirði og vel á veg komið á Norðurlandi. Hefðu menn frá Vélsmiðjunni Þór farið á staðina til að annast lagfær- ingarnar ásamt manni frá Sigl- ingamálastofnun til eftirlits. Magnús sagði, að gallarnir á Vestmannaeyjabúnaðinum hefðu lýst sér í því, að boðin frá sjálf- virku stýringunni hefðu ekki skil- að sér út í stjórnkassa sleppibún- aðarins. Vír, sem tengdist þarna á milli, hefði átt það til að festast. Yrði skipt um hann í öllum búnað- inum og auk þess um alla þá víra í hinum handvirka hluta hans, sem voru stífir eða stirðir. Keflavík: Atvinnuleysi fer minnkandi SVO virðist sem atvinnuleysi fari heldur minnkandi á Suöurnesjum, a.m.k. í Keflavík. Þar voru 94 á at- vinnuleysisskrá á föstudag, 64 konur og 30 karlar. Á bæjarskrifstofum Keflavíkur fengust þær upplýsingar að flest- ar konurnar ynnu við fiskvinnslu. í Keflavík er eitt frystihús enn lokað. Af þeim 30 körlum sem eru á atvinnuleysisskrá í Keflavík eru 10 iðnaðarmenn. Mest var at- vinnuleysið í Keflavík í kringum áramótin, en þá voru 279 á skrá. I Njarðvík eru 25 manns á at- vinnuleysisskrá, 17 konur og 8 karlar, lang flest fiskvinnslufólk. Þe^si tala er svipuð og verið hefur á þessum árstíma undanfarin ár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.