Morgunblaðið - 05.02.1985, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 1985
19
Myrkir músíkdagar
Tónlist
Jón Ásgeirsson
Aðrir tónleikar myrkra mús-
íkdaga voru haldnir í Bústaða-
kirkju sl. laugardag og lék
strengjakvartett Guðnýjar Guð-
mundsdóttur verk eftir Gunnar
Reyni Sveinsson, Þorkel Sigur-
björnsson, Karólínu Eiríksdóttur
og Sjostakóvits. Tónleikarnir
hófust á frumflutningi strengja-
kvartetts eftir Gunnar Reyni
Sveinsson, er hann nefnir „Net
til að veiða vindinn". Trúlega er
nafnið fengið úr ljóði eftir Stein
Steinarr, þó ekki megi merkja
annan skyldleika við Stein í
strengjakvartettinum. Verkið
hefst á einrödduðum þætti er
höfundurinn kallar Mansöng en
annar þáttur er fyrir tvær fiðlur
og nefnist sá þáttur Víravirki.
Tveir þættir til viðbótar eru rit-
aðir fyrir fullskipaðan strengja-
kvartett og nefnast þeir Andant-
ino og Tilbrigði. Að hefja kvart-
ettinn á einleiksþætti og síðan
tvíleiksþætti, gerir verkið dálítið
laust í gerð og ekki síður, að auk
þess eins og að vera svona lengi
að „koma sér í gang“, var ekki
heilsteypt stílmynd út þættina
og var t.d. seinni hluti dúettsins
allur annar að blæ en fyrri part-
urinn en mun skemmtilegri
áheyrnar. Tveir síðustu þættirn-
ir voru á köflum skemmtileg og
góð kammertónlist.
Annað verkið var Kaupmanna-
hafnarkvartettinn eftir Þorkel
Sigurbjörnsson og var skemmti-
Jan Eyron
væra gesti innilega. Sænski pían-
istinn Jan Eyron var söngvaran-
legt að rifja upp kynni sín af
þessu verki, sem kvartett Guð-
nýjar lék vel, með skýru tóntaki
og náði að magna upp töluverða
spennu í átaksköflum verksins.
Verkið endar á því að fiðlararnir
taka að klappa sem síðan á að
leiða til þess að áheyrendur taki
við, er þetta eins og eins konar
„deyja út“ aðferð, sem kemur
undirrituðum fyrir sjónir eins
„allt í gamni manni“, eins konar
kjánapriksleikur er gerir verkið
endasleppt og „ómerkt orða
sinna“ andstætt alvöru verksins
framan af. Síðasta íslenska
verkið var svo „staktónaverk“
eftir Karólínu Eiríksdóttur er
hún nefnir sex lög fyrir strengja-
kvartett.
Verkið var leikið í október sl.
af Bervaldkvartettinum og litlu
hægt að bæta við umsögn um
/
% -
V
Carl Johan Falkman
um til aðstoðar og lék hann
oftast mjög vel, þótt nokkuð væri
verkið, nema að það þolir ekki
tíða hlustun. Til þess er það of
grannt og litlaust í allri gerð.
Tónleikunum lauk með Strengja-
kvartett nr. 7, eftir Sjostakóvits.
Kvartettar hans eru smám sam-
an að verða eins konar uppgjör
tónskáldsins við lífið og tilver-
una og víst er, að í þeim er
Sjostakóvits oftlega mjög per-
sónulegur. 1 þessum kvartett
bregður fyrir sterkum andstæð-
um annars vegar hægferðugu
tónferli og þar á móti æðislega
hröðum fjölradda þætti(flugu)-
tryllingi er síðar umhverfist í
grálynda gamansemi.
Ekki var undirritaður sáttur
við leikútfærsluna á kvartettin-
um, þó í heild væri hann ágæt-
lega leikinn. Verkið er meira en
nótur. Það er skáldskapur án
orða, skáldskapur er fær merk-
ingu í gegnum túlkun tilfinninga.
Kvartettinn, sem skipa auk Guð-
nýjar Guðmundsdóttur konsert-
meistara, Szymon Kuran, Robert
Gibbons og Carmel Russil, lék
vel einkum í verki Þorkels.
leikur hans göslulegur í for-
spjallinu að Pagliacci og í söng
nautabanans, enda var hraðinn
mikill. Að öðru leyti var leikur
hans frábær. Ef eitthvað á að
nefna sérstaklega var söngur
Falkmans góður í Forspjallinu
og Grímudansleiknum. í Spaða-
drottningunni var söngur hans
sérlega fallegur, eins og reyndar
í einu aukaiagi eftir Peterson-
Berger. Glæsilegur söngur í aríu
nautabanans og í aukalagi eftir
Nystroem, er líklega heitir Til
hafsins, leiðir hugann að því
hvort ekki hefði mátt fá Falk-
man til að syngja sem gestur í
Carmen-uppfærslu Islensku
óperunnar, svona til að kippa í þá
sem nú hvað æstast sækja í víd-
eoleikhúsin, þar sem verslað er
með gæja og píur og annan
„hrylling". Hvað sem þessu líður
hefur Falkman komið og sungið
okkur söngva sína og hér eftir
verður hann ávallt velkominn og
söngþyrstum Islendingum au-
fúsugestur.
Carl Johan Falkman
Carl Johan Falkman hélt tón-
leika á vegum Tónlistarfélagsins
og hljóp í skarðið fyrir Nicolai
Gedda. Það voru áreiðanlega góð
kaup, því Falkman er sannarlega
efni í stórsöngvara í „heims-
klassa". Hann hóf tónleikana
með Don Kíkóte-lögunum eftir
Ravel og söng síðan Vísur Eiriks
konungs, eftir Ture Rangström.
Eftir hlé söng hann þætti úr
óperum, Forspjallið úr Pagliacci,
og aríur úr Spaðadrottningunni,
Grimudansleiknum og Carmen
og gaf þannig upp nokkuð marg-
breytilegt svið viðfangsefna. Það
þarf ekki að fara mörgum orðum
um söng Falkmann, því allt sem
hann gerði bar vott um fyrsta
flokks fagmennsku, náttúruradd-
gæði, og það sem mest er um
vert, manneskju sem á til að bera
elskulega gamansemi, enda fögn-
uðu áheyrendur þessum glað-
i
nmr
Taktu þér
fr í frá
nestisstússinu
MS samlokur
• / vinnuna
i skiöaferöina
á helgarrúntinn
Mjólkursamsalan
Farymann
Brigs & Stratton
Smádíselvélar
4,5 hö viö 3000 SN.
5.4 hö viö 3000 SN.
8.5 hö viö 3000 SN.
Dísel-rafstöövar
3.5 KVA og 5,2 KVA
Xl
SÖQJlFflatUlgHUlir
Vesturgötu 16,
sími 14680.
Við fljugum á eyrunum!
„Flugvél sem er þyngri en andrúmsloftið
mun aldrel geta flogið," spáði Kelvin
lávarður, forseti bresku vísindastofnunar-
Innar, 1890-95.
Hann hafði rangt fyrir sér.
„Þjónusta sem er léttvægari en loftið
getur ekki staðið undir sölu viðskipta-
ferða,“ sagði Jan Carlzon, forstjóri SAS,
árið 1981.
Hann virðist hafa haft rétt fyrir sér.
Gott flugfélag þarf að hafa fleira en
vængi. Eyru eru jafn áríðandi. Með
eyrunum hlustar flugfélagið eftir því
hverjar óskir og þarfir farþeganna eru.
Það hlustar og safnar saman upplys-
ingum, sem þjónustan er síðan sniðin
eftir.
í sannleika sagt, þá eru það farþegar
okkar, sem hafa gert okkur að flugfélagi
fólks úr viðskiptalifinu, og þeirra sem
ferðast mjög mikið.
Við höfum einfaldlega tekið mark á
fjölda skynsamlegra ábendinga frá
farþegum okkar. Þannig hefur tekist að
bæta þjónustu okkar og ferðatilhögun.
Margir hafa spurt hvort þessi stefna
hafi ekki verið kostnaðarsöm fyrir
félagið.
Ef til vill. en hún hefur einnig aukið
tekiurnar. Á hverju ári bætist í hóp
þeirra, sem þurfa að ferðast vegna starfs
síns.
Þetta hefur aukið tekjumöguleika
okkar. Við höfum einnig öðlast meiri
kjark og betri aðstöðu til að hlusta á
farþega okkar.
Ef þú telur að flest flugfélög þjáist
vegna skertrar heyrnar, ættirðu að tala
við okkur.
Við hlustum á þig !
MJS4S
Laugavegi 3,
simar: 21199, 22299