Morgunblaðið - 05.02.1985, Page 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 1985
Ríkisstyrkurinn til norska sjávarútvegsins:
Nemur þriðjungi afla-
verðmæta upp úr sjó
RÍKISSTYRKURINN til norska sjávarútvegsins nemur nú um einum þriöja
af aflaverðmstum upp úr sjó. Til samburðar við íslenzkan sjávarútveg má
nefna að rikisstyrkurinn í Noregi er um 2,5 sinnum meiri en verðmæti alls
þess afla, sem fór í framleiðslu og útflutning á vegum Sölumiðstöðvar
hraðfrystihúsanna á síðasta ári.
Guðmundur H. Garðarsson hjá
SH sagði í samtali við Morgun-
blaðið, að á þessu ári muni norski
ríkisstyrkurinn til þarlends sjáv-
arútvegs nema tæplega 1,4 millj-
örðum norskra króna eða rúmum
6 milljörðum íslenzkra króna mið-
að við gengi nú. Á síðastliðnu ári
hefði aflaverðmæti Norðmanna
upp úr sjó verið rúmlega 4 millj-
arðar norskra króna eða tæplega
18,5 milljarðar íslenzkra króna. I
norskum krónum talið hefði afla-
verðmæti Norðmanna verið um 4
milljarðar árlega síðustu þrjú ár
og verðmæti þorskfisktegunda þar
af um 2 milljarðar. Heildarafli
Norðmanna á siðasta ári hefði
verið rúmar 2,5 milljónir lesta.
Miðað við heildaraflaverðmætið á
síðasta ári næmi ríkisstyrkurinn
því 33,2% eða einum þriðja og
gera mætti ráð fyrir því, að sama
hlutfall héldist á þessu árí. Það
þyrfti því ekki mikið hugmynda-
flug til að sjá hversu illa íslend-
ingar væru i stakk búnir til að
keppa við slíka aðilja á heims-
markaðnum.
Guðmundur sagði, að á siðasta
ári hefðu heildarútflutningsverð-
mæti allra frystra sjávarafurða
hjá SH verið tæplega 5 milljarðar
króna. Væri gert ráð fyrir því, að
helmingur verðmætanna lægi i
hráefni, næmi afurðaverðmæti
þessa útflutnings um 2,5 milljörð-
um króna. Það þýddi aftur að
norski sjávarútvegsstyrkurinn
væri 2,5 sinnum hærri en verð-
mæti alls hráefnis, sem færi í
framleiðslu og útflutning 80.000
lesta af frystum sjávarafurðum
hjá SH. Þetta væri að vísu talna-
leikur og málið einfaldað, en töl-
urnar segðu þó mikla sögu um
þróun þessara mála íslendingum í
óhag.
vinnubröqð
byrja á réttri
nugsun
Við eigum á lager og getum útvegað með stuttum fyrirvara margar
gerðir af smærri rafmagnslyfturum og handlyftivögnum.
Allt viðurkennd, dönsk gæðavara.
Þessir lyftarar og handlyftivagnar hafa ýmsa ótrúlega kosti við allskonar
birgðahald og vörugeymslur innanhúss.
• Ótrúleg lyftigeta og lyftihaf miðað við stærð frá 20 cm. í 6 metra.
• Mjóar akstursleiðir - betri nýting geymslurýmis.
• Lipurð í meðförum — hámarks notagildi.
• Rekstra- og viðhaldskostnaður í lágmarki, nánast enginn í sumum
tilfellum.
Veitum fúslega allar upplýsingar.
B.V. Handlyftivagnar og litlir lyftarar.
— Létta störf auka afköst.
UMBOÐS- OG HEILD VERSL UN
LÁGMÚU 5, 108 fíEYKJA VIK, SÍMI: 91-685222
PÓS THÓLF: 887, 121 REYKJA VÍK
LATNIR I UMFEROARSLYSUM
A ISLANDI ARIN 1966 - 1964
!||
1966 67
1« 20
69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80
12 20 21 23 25 20 33 19 37 27 27 25
82 8 3 84
Umferðin í fyrra:
27 manns létust af
völdum umferðarslysa
Yfir 400 manns hlutu meiri háttar meiðsl
27 ÍSLENDINGAR létust f umferð-
arslysum ó síðastliðnu óri, sam-
kvæmt upplýsingum fró Umferðar-
róði. Árið 1983 — ó norræna um-
ferðarórinu létust 18 íslendingar í
umferðarslysum og 24 órið 1981.
Alls slösuðust 762 í umferðarslys-
um ó síðastliðnu óri. Um er að ræða
talsverða aukningu fró órinu óður,
en þó slösuðust 613 manns I um-
ferðarslysum.
419 manns hlutu meiriháttar
meiðsl á siðastliðnu ári og 343
minni háttar meiðsl. Árið 1984
hlutu 297 meiri háttar meiðsl og
316 minni háttar meiðsl. Á sið-
astliðnu ári voru 309 manns lagð-
ir inn á sjúkrahús vegna meiðsla
af völdum umferðarslysa.
Sem fyrr voru karlar í miklum
meirihluta þeirra sem slösuðust,
489 karlar slösuðust árið 1984 í
umferðarslysum og 300 konur.
134 börn yngri en 14 ára hlutu
meiðsl í umferðinni.
Flest banaslysin árið 1984 urðu
í septembermánuði. Þá létust 5
manns af völdum umferðarslysa,
3 í desember, nóvember og júní.
Enginn lést í tvemur mánuðum,
febrúar og apríl. Af þeim sem
slösuðust voru ökumenn 284, far-
þegar í bifreiðum 291 og 130 fót-
gangandi. 43 ökumenn vélhjóia og
bifhjóla slösuðust.
Flestir létust í Reykjavík, 7
manns. Þrír í Þingeyjarsýslum og
Árnessýslu. Tveir I Hafnarfirði
og S-Múlasýslu.
Skelvinnsluleyfi Hraðfrystihúss Grundarfjarðar:
Hlutur þeirra viðbót
við heildarkvótann
— að minnsta kosti í ár, segir sjávarútvegsráðherra
„SKF.LINNI verður skipt ó bótana og við gerum róð fyrir þvf, að vinnslustöðv-
arnar verði með svipað magn og verið hefur. Því komi hluti Hraðfrystihúss
Grundarfjarðar sem viðbót, að minnsta kosti í ór. Það er ekki ólíklegt að það
þurfi að minnka sóknina í skelina, en ég legg í það óherzhi, að menn fói það þó
bætt upp í öðrum veiðum," sagði Halldór Ásgrímsson, sjóvarútvegsráðherra,
meðal annars er hann var inntur eftir væntanlegu fyrirkomulagi skelveiða og
vinnslu við Breiðafjörð og skýringa ó úthlutun vinnsluleyfis til Hraðfrystihúss
Grundarfjarðar.
„Við erum búnir að vera að at-
huga þessi skelmál við Breiðafjörð
lengi. Ég fór þarna um á sínum
tíma og það var nánast sama hvar
ég kom, það lögðu allir áherzlu á
það, að skelinni yrði dreift um
Snæfellsnes. Siðan hafa komið til
okkar margvíslegar áskoranir og
beiðnir, meðal annars frá hrepps-
nefnd Grundarfjarðar. Ég tók þá
stefnu, að ég vildi jafna þessum
réttindum milli þeirra skipa, sem
eru á þessum tveimur stöðum. Mál-
ið var það, að allir bátarnir í Stykk-
ishólmi voru komnir inn í þetta og
hluti bátanna í Grundarfirði. Það
má hins vegar segja það, að það
hafi ef til vill verið vafasamt að
stærstu bátarnir hafi farið inn í
þessar veiðar á sínum tíma, en það
er orðinn hlutur og ég taldi nauð-
synlegt að allir bátarnir í Grundar-
firði byggju við sama rétt. Við höfð-
um hins vegar hugsað okkur það, að
bæta ekki við vinnsluleyfum og þeir
gætu þá landað einshvers staðar
annars staðar. Það kom hins vegar í
ljós, að talið var að þá myndu þeir
trúlega verða að leggja upp í Stykk-
ishólmi eða hjá hinni vinnslunni í
Grundarfirði og þar með myndu
þeir bátar fara með öll sin viðskipti
þangað. Tveir af þessum þremur
bátum, sem ekki höfðu skelveiði-
leyfi, voru hjá Hraðfrfystihúsi
Grundafjarðar og þar með var það
ákveðið að sá aðili fengi rétt til að
vinna af þessum bátum.
Það er verið að vinna að útgáfu
heildarskelveiðikvóta við Breiða-
fjörðinn og fara yfir skerðingu á
bolfiskafla skelbátanna, sem voru
ekki nægilega vel unnar í fyrra. Það
liggur auðvitað fyrir, að það er ekki
bara tekið út með sældinni að fá
rétt til að veiða skelina, því honum
fylgir skerðing á bolfiskafla. Þessir
nýju bátar, sem nú hafa fengið
leyfi, verða auðvitað fyrir skerð-
ingu, en þeir eru nú með allgóðan
bolfiskkvóta. Hins vegar má vera,
að einhverjir þessara báta vilji
minnka hlut sinn í skelinni og fá
bolfisk í staðinn og ég vonast eftir
því, að einhver áhugi verði fyrir því.
Þannig gæti álagið á skelinni hugs-
anlega minnkað eitthvað, en það er
í hámarki," sagði Halldór Ás-
grímsson.