Morgunblaðið - 05.02.1985, Síða 23

Morgunblaðið - 05.02.1985, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 5. FEBRÚAR 1985 23 Treholt og eigin- kona hans keppa um bókamark- aðinn í Noregi Osló, 4. febrúar. Frá Jan Krik Laure, fréttariUrra Mbl. KARI, eiginkona Arne Treholts, hefur nú skrifað bók um árin, sem hún átti med manni sínum, en óvíst er enn hvenær bókin verður gefin út. Trehoit sjálfur er líka með bók í smíðum, sem brátt verður tilbúin. Búist er við mikilli keppni milli þeirra hjóna um það hvort verður fyrra til að gefa út sína bók en upphaflega ætl- aði Kari Storækre að koma bókinni út í haust. Mun hún nú vafalaust flýta útgáfunni til að verða á undan manni sínum, enda er talið að sú bókin, sem fyrst kemur út, muni seljast vel. Arne Treholt hefur verið ið- inn við skriftirnar þau tvö ár sem hann hefur setið í fang- elsi. Sagt er, að hann tíni þar allt til, sem verða má honum til varnar, en sjálfur telur hann sig ekki hafa verið njósn- ara, heldur aðeins haft mjög óvenjuleg sambönd við leyni- þjónustumenn frá kommún- istaríkjum. Mörg norsk útgáfufyrirtæki hafa boðið í bók Treholts og er sagt, að besta boðið hljóði upp á hálfa milljón nkr. hið minnsta. Þar við bætast svo tekjur af hugsanlegri útgáfu bókarinnar erlendis, þannig að þær yrðu um þrjár milljónir alls. í þessum málum er það eitt víst, að hvorug bókin mun koma út fyrr enn réttarhöld- unum yfir Treholt lýkur en þau hefjast 25. febrúar og munu taka um fimm vikur. [an Storakrt kar i ail hammaliflhal tkrtvtt ooka om ntt Itv, og nn mmitv mta /tmt irenon ut tto i ntw tom i MITTLIVMED ARNE TREHOLT Karí Storækre med árets boksensasjon Ná kommer Kari Storækre med irets boksensasjon. El bok om sltt llv, hvor den spion-tlltalte Ame Treholt ogsá fl- gurerer. Gyldendal Norsk Foriag utglr boka. Dette har vssrt et topphemmellg bokprosjekt. Bare noen fá personer I ledelsen I Gyldendal har vlsst om ma- nuset Ul Karl Storaskre. YIDEO KURS Norsku blöðin gera bókarskrifum þeirra hjónanna góó skil. Þetta er mynd af síðu úr „Dagblaðinu“. Veður víða um heim Uegst Hast Akureyri +4 skýjaó Amsterdam 3 8 skýjaó Aþena 5 10 skýjað Barcetona 15 hélfsk. Berlín -e +2 skýjaó Brussel 8 heiðskirt Chicago +24 +9 snjókoma Dublin 7 11 skýjað Feneyjar 7 lóttskýjað Frankfurt +3 „ 8 heiðskírt Genf +3 12 heiöskirt Helsinki +15 +14 skýjað Hong Kong 16 19 skýjað Jerúsalem 4 7 skýjað Kaupm.höfn +8 +3 snjókoma Laa Palmas 20 skýjað Lissabon 9 17 heiðskírt London 9 11 skýjað Los Angeles 4 15 heiðskirt Lúxemborg 4 lóttskýjað Malaga 15 skýjað Mallorka 12 lóttskýjað Miami 22 26 heiðskirt Montreal +24 +12 heiðskirt Moskva +2 0 skýjað New York +7 +1 snjókoma Ostó +11 +3 snjókoma Paris 2 10 heiðskirt Peking +2 7 skýjað Reykjavik 0 alskýjað Rio de Janeiro 19 35 heíðskirt Rðmaborg 8 16 skýjað Stokkhólmur +18 +14 heiðskírt Sydney 20 22 heiðskírt Tókýó 3 11 heiðskirt Vínarborg 8 10 ngning Þórshöfn 4 skýjað Cap d'Agde er hreinræktaður sumarleyfisbær á Miðjarðarhafs- strönd Frakklands, og eingöngu byggður upp fyrir orlofsgesti. Þar eru óralangar sandstrendur, göngugötur og torg, glæsileg bátahöfn með um 2ja km langri röð af allrahanda veit- ingastöðum og verslunum, diskótek, skemmtistaðir og næturklúbbar . Og Cap d'Agde er svo sannarlega staður fjölskyldunnar: Þar er Aqua- land, 36000 m2 vatnsskemmtigarður með óteljandi rennibrautum, öldu- sundlaugum, buslupollum og sprautu- verki, tennisklúbbur með 63 tennis- völlum, þar sem kennarar og leiðbein- endur eru á hverju strái, „Gokart”- braut með kappakstursbílum og brautum fyrir alla aldursflokka. Cap d'Agde er frábærlega stað- sett fyrir þá sem kynnast vilja for- sögulegri, rómverskri og franskri menningu, annað hvort í hópferð með fararstjóranum okkar eða í bílaleigu- A KR. 29.700.- bíl. Það er t.d. stutt 7 hið stórkostlega miðaldavirki Carcassonne þar sem innan virkisveggjanna eru nú ótelj- andi veitingastaðir, verslanir og gallery. Dropasteinahellarnir Demoi- selles og Clamouse eru gjörsamlega ógleymanlegir. Rómversku minjarnar í Nimes og brúin fræga Pont du Gard eru ótrúleg stórvirki, hin gullfallega verslunarborg Montpellier er sjálf- sagður áfangastaður. Ahugafólk um rauðleita drykki má ekki láta hjá líða að fara „ Vínlandsferð” upp með Rhöne og heimsækja víngarða í vín- ræktarhéruðunum frægu eins og t.d. Cötes du Rhöne eða Cháteauneuf de Pape. Brottför í beinu leiguflugi: 25/5, 12/6, 3/7, 24/7, 14/8 og 4/9. Dvalartími: 3 vikur, nema 25/5 18 nætur. Gisting: Tvö frábær íbúðahótel, Hótel du Golfe og TAIhambra. Innifalið: Flug, akstur milli flugvallar og gististaða, gisting, rafmagn og rúmföt, íslensk fararstjórn. Barna- og unglingaafsláttur: 0—1 árs greiða 10%, 2—11 ára greiða 50%, 12—16 ára greiða 70%. Ertu samferða til Cap d'Agde ? Síminn er 91-26900. FERMSKRIFSTOFAN UPVAL Ferðaskrifstofan Úrval við Austurvöll, sími 26900.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.