Morgunblaðið - 05.02.1985, Qupperneq 27
26
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 5. FEBRÚAR 1985
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 1985
27
fllttgmifybifrife
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aöstoöarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aóalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift-
argjald 330 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 25 kr. eintakiö.
Óráðsía
og óstjórn
Oráðsía og óstjórn eru þau
tvö orð sem setja svip
sinn á orkumál þjóðarinnar,
ef marka má yfirlýsingar
Sverris Hermannssonar, iðn-
aðarráðherra, í Morgun-
blaðsviðtali á sunnudaginn.
Lýsingar ráðherrans á því
hve víða er pottur brotinn á
þessu mikilvæga sviði þjóðar-
búskaparins koma almenn-
ingi í opna skjöldu. Um langt
árabil hefur verið látið í veðri
vaka, að væri einhvers staðar
gætt forsjálni og hagkvæmni
væri það í orkumálunum —
Kröfluævintýrið dýrkeypta
væri undantekningin sem
sannaði regluna.
Því miður er það alltof
sjaldgæft að íslenskur ráð-
herra gangi fram af þeirri
hreinskilni sem Sverrir Her-
mannsson hefur gert og bendi
á veilur á því verkefnasviði
sem undir ráðuneyti hans
heyrir. Hitt er miklu algeng-
ara, að ráðherrar gerist verj-
endur ráðuneyta og stofnana
um leið og þeir taka við háum
embættum sínum. Fram-
ganga Sverris Hermannsson-
ar er í samræmi við skyldur
ráðherra. Þeir eru fulltrúar
fólksins í Iandinu gagnvart
hinu opinbera stjórnkerfi en
ekki varðhundar kerfisins
gagnvart fólkinu.
Morgunblaðið er ekki í
neinum vafa um, að nauðsyn-
legt sé að taka til hendi, með
sama hugarfari og Sverrir
Hermannsson hefur gert í
orkumálum, á öðrum sviðum
opinbers rekstrar. Hér eru
miklir fjármunir í húfi.
Orkufyrirtækin eru lang-
stærstu lántakendurnir í út-
löndum. Öllum blöskrar nú
hin mikla og þunga erlenda
skuldabyrði. Önnur ráðuneyti
fá tekjur sínar frá skattgreið-
endum og ber þá fyrst að
nefna stærstu eyðsluráðu-
neytin, heilbrigðis- og trygg-
ingaráðuneytið og mennta-
málaráðuneytið. Sverrir Her-
mannsson hefur markað þá
stefnu, að orkufyrirtæki eigi
að starfa eftir kjörorðinu
„greiða skuldir, eyða ekki“.
Setja ætti sambærileg mark-
mið á öðrum sviðum opin-
berrar eyðslu.
Fjármálaráðuneytið hefur
efnt til auglýsingaherferðar
til stuðnings samneyslu og til
að telja fólki trú um, hve vel
sé farið með skattana sem
það greiðir; það sé hið mesta
lán að greiða sem hæstar
fjárhæðir í ríkishítina. Þeir
sem halda, að það tryggi
besta nýtingu fjármuna að
láta þá renna í gegnum ríkis-
sjóð, fagna þessari auglýs-
ingaherferð. Ekki væri úr
vegi fyrir fjármálaráðuneytið
að efna til kynningarátaks til
að sýna fram á annað en
„nauðsyn skattheimtu í nú-
tíma þjóðfélagi", svo sem eins
og nauðsyn fyrirhyggju við
eyðslu á skattpeningum eða
erlendu lánsfé.
Sverrir Hermannsson svar-
aði á þennan veg í Morgun-
blaðsviðtalinu, þegar hann
var spurður hverju óráðsían
og óstjórnin væri að kenna:
„Stjórnmálamönnum, mis-
tækum stjórnmálamönnum.
Og það er höfuðgalli, sýnist
mér, alveg aftur úr, að við
höfum sjaldnast átt menn,
sem hafa haft minnsta vit á
rekstri, í forustu í þessum
málum. Það á raunar við um
flest stjórnmálaleg svið okkar
í framkvæmdum og rekstri,
og það á við miklu víðar en í
orkumálum. Hafi pólitískur
geðþótti verið stundaður á ís-
landi hefur það verið gert í
orkumálum."
Hér er fast að orði kveðið
en ekki að ástæðulausu. Með
síðustu setningunni vísar
Sverrir Hermannsson ekki
síst til þeirra stjórnarhátta
sem tíðkuðust hjá Hjörleifi
Guttormssyni, iðnaðarráð-
herra Alþýðubandalagsins,
sem fór með yfirstjórn
orkumála frá 1978 til 1983.
Einmitt á því árabili snerist
allt mjög til hins verra á öll-
um sviðum orkumálanna. Þá
réðu talsmenn félagshyggju
og samneyslu ferðinni í
orkumálum. Hjörleifur Gutt-
ormsson raðaði í kringum sig
gæðingaliði Alþýðubanda-
lagsins og látið var í veðri
vaka, að nú yrði gert átak
þjóðinni allri til hagsbóta.
Niðurstaðan hefur orðið allt
önnur. Þeir sem högnuðust
mest í stjórnartíð Alþýðu-
bandalagsins voru gæðinga-
hirðin sem sat nótt sem nýtan
dag við að semja langar
skýrslur eða ferðaðist um
heiminn þveran og endilang-
an til að safna efni í slíkar
skýrslur.
Á milli óráðsíu og óstjórnar
annars vegar og ofstjórnar
hins vegar er skemmri leið en
flestir ætla. Ofstjórn leiðir til
ábyrgðarleysis á lægri stigum
stjórnkerfisins. Besta leiðin
út úr fjárhagsvanda orkumál-
anna er að gera hverja ein-
ingu þeirra ábyrga fyrir eigin
tekjuöflun og útgjöldum.
Ratsjárnar og
Jakob
séra
— eftir Björn
Bjarnason
Frá því að Geir Hallgrímsson varð
utanríkisráðherra í maí 1983 hafa
varnar- og öryggismál þjóðarinn-
ar verið tekin nýjum tökum. Er
það í samræmi við stefnu sjálf-
stæðismanna, sem ekki höfðu far-
ið með framkvæmd utanríkismála
síðan 1953, þegar Geir Hallgríms-
son settist í embætti utanríkis-
ráðherra. Meginkjarni þessarar
stefnu hefur verið sá, að vörnum
lands og þjóðar skuli á hverjum
tíma hagað í samræmi við ís-
lenska öryggishagsmuni, enda sé
friður með frelsi leiðarljósið.
Til að þessi stefna njóti nauð-
synlegs stuðnings er brýnt, að
hiklaust sé rætt um alla þætti
varnarmálanna á opinberum
vettvangi. Miðla þarf til almenn-
ings upplýsingum um þær hættur
sem að steðja og hvaða ráðstafan-
ir eru óhjákvæmilegar til að koma
í veg fyrir að hættuástand skapist.
í nýlegri skýrslu sem norska yf-
irherstjórnin hefur tekið saman
um þróun sovésks herafla á hags-
munasvæði Norðmanna á síðustu
20 árum er komist að þeirri niður-
stöðu, að hættan sem steðjar að
Noregi hafi vaxið verulega á þessu
árabili. 1 þessari skýrslu er litið til
þess sovéska herafla sem beitt
yrði gegn íslandi ef til ófriðar
drægi. Lýsing norsku herstjórnar-
innar á hinni auknu hættu á einn-
ig við um ísland.
Geir Hallgrímsson gerði þingi
og þjóð rækilega grein fyrir þeim
áformum sem uppi eru til að
styrkja varnir landsins í skýrslu
um utanríkismál á liðnu vori. Vék
ráðherrann bæði að framkvæmd-
um í þágu varnanna og hugmynd-
um um meiri þátttöku íslendinga í
vörnum landsins. Þá skýrði hann
frá því að fulltrúar íslands hefðu
setið fund hermálanefndar Atl-
antshafsbandalagsins og yrði það
gert framvegis þegar tilefni gæf-
ist.
★
Samkvæmt íslenskri stjórnskipan
fer utanríkisráðherra með endan-
legt ákvörðunarvald um allar
framkvæmdir í þágu varna lands-
ins. Oftar en einu sinni hefur verið
um þetta atriði deilt. I fram-
kvæmd hafa þó allir stjórnmála-
flokkar sætt sig við að lokaákvörð-
un sé tekin af utanríkisráðherra
einum.
Samráð ráðherra við utanrík-
ismálanefnd Alþingis og jafnvel
meðráðherra í ríkisstiórn hefur
verið með ýmsu móti. I apríl 1972
samþykkti Einar Ágústsson, þá-
verandi utanríkisráðherra, að
flugbrautir á Keflavíkurflugvelli
skyldu lengdar, en ráðherra Al-
þýðubandalagsins í þeirri stjórn,
Lúðvík Jósepsson og Magnús
Kjartansson, lýstu vanþóknun
sinni með því að bóka andmæli í
ríkisstjórninni. Við stjórnarmynd-
un ráðuneytis Ólafs Jóhannesson-
ar í ágúst 1978 var samþykkt að
ekki yrði ráðist í meiriháttar
varnarframkvæmdir nema með
samþykki allra stjórnarflokkanna
(Alþýðubandalaginu var veitt
neitunarvald). Þegar stjórn Gunn-
ars Thoroddsen var mynduð í
febrúar 1980 var þetta neitunar-
vald þrengt þannig, að alþýðu-
bandalagsráðherrar gátu hindrað
framkvæmdir við nýja flugstöð á
Keflavíkurflugvefli. A hinn bóginn
gat utanríkisráðherra í þeirri
stjórn, Ólafur heitinn Jóhannes-
son, samþykkt smíði flugskýla á
Keflavíkurflugvelli og gerð olíu-
stöðvarinnar í Helguvík án tillits
til þess sem alþýðubandalags-
menn sögðu. Eins og kunnugt er
sátu þeir sem fastast í ríkisstjórn-
inni.
Við myndun þeirrar stjórnar
sem nú situr voru utanríkisráð-
herra ekki sett nein skilyrði við
framkvæmd utanríkisstefnunnar.
Á hinn bóginn er óhætt að full-
yrða, að Geir Hallgrímsson hefur
haft nánara samráð við utanrík-
ismálanefnd Alþingis um einstaka
þætti varnar- og öryggismála en
nokkur fyrirrennara hans. Hann
\ hefur einnig lagt sig meira fram
en aðrir um að kynna á opinberum
vettvangi þá fyrirhuguðu varnar-
framkvæmd sem nú er á undir-
búningsstigi, smíði tveggja nýrra
ratsjárstöðva á Vestfjörðum og
við Langanes.
Umræður um ratsjárnar í utan-
ríkismálanefnd eru trúnaðarmál
eins og annað sem þar fer fram.
En opinberlega hefur ratsjár-
nefnd varnarmálanefndar utan-
ríkisráðuneytisins gefið út skýrslu
um ratsjárnar. Hafa nefndarmenn
undir forystu Sverris Hauks
Gunnlaugssonar, deildarstjóra,
efnt til kynningarfunda, um rat-
sjárnar á Bakkafirði, Þórshöfn og
í Bolungarvík.
★
Töluverðar sveiflur hafa verið í
málflutningi og rökum þeirra sem
hafa risið öndverðir gegn fyrir-
huguðum ratsjárstöðvum. Þeir
hafa löngum haldið því fram, að
stöðvarnar ykju fremur á hættuna
sem steðja að landi og þjóð en
minnkuðu hana. Þessi rök byggj-
ast á þeim misskilningi að varn-
arviðbúnaður Vesturlanda sé
hættulegri heimsfriðnum en víg-
búnaður Sovétríkjanna. Sögulegar
staðreyndir sýna, að þau standast
ekki. Þeir sem eru óviðbúnir eiga
meiri hættu yfir höfði sér en hinir
sem gera nauðsynlegar varúðar-
ráðstafanir. Svo að dæmi sé tekið
úr daglegu lífi, þá gætu menn eins
verið andvígir ratsjármælingum
lögreglu eða umferðarljósum á
þeirri forsendu, að slysahætta yk-
ist vegna þeirra áhrifa sem mæl-
ingarnar og ljósin hafa.
Miðvikudaginn 30. janúar síð-
astliðinn birtist hér í Morgunblað-
inu grein eftir séra Jakob Ágúst
Hjálmarsson, sóknarprest á ísa-
firði, undir fyrirsögninni „Sam-
mála? Innlegg í ratsjárumræðu".
Þar lýsir presturinn yfir stuðningi
við meginstefnuna í varnar- og ör-
yggismálum þjóðarinnar en varar
við því að íslendingar verði virkir
í framkvæmd varnanna. Hann vill
að vísu, að íslenskir ráðgjafar og
sérfræðingar leggi á ráðin og meti
öryggis- og varnarmál og Islend-
ingar taki þátt í öllu stjórnmála-
og „áætlunarstarfi" Atlantshafs-
bandalagsins en ekki að Landhelg-
isgæsla og Póstur og simi komi
þar við sögu „umfram ýtrustu
nauðsyn". Þetta slðasta sjónarmið
kemur alls ekki á óvart. Um það
verður vafalaust mikið rætt, þegar
á reynir.
Hitt kemur á óvart, að séra Jak-
ob, sem skipaö hefur sér í hóp
andstæðinga ratsjárstöðva, skuli
nú færa fram þau rök, að ratsjár-
málið hafi verið illa kynnt. „Læðu-
pokagangur, leynimakk og áhersla
á aukaatriðum hefur einkennt
meðferð málsins. Ekki verður séð
nú af skýrslu ratsjárnefndar yfir
hverju hefur þurft að þegja," segir
séra Jakob. Og hann telur „illa“
kynningu höfuðástæðu andstöðu
við stöðvarnar.
Þessar fullyrðingar koma öllum
sem fylgjast af einhverjum áhuga
með varnar- og öryggismálum
þjóðarinnar á óvart. Sá grunur
hlýtur að vakna að þeim sé slegið
fram til að koma andstæðingnum í
opna skjöldu, til að draga umræð-
urnar inn á nýtt svið og ná þar
með forskoti í „umræðunni".
í viðtali við Þjóðviljann sem
birtist í sunnudagsblaði dagsettu
3. febrúar áréttar séra Jakob at-
riði sem hann tæpir á í Morgun-
blaðsgreininni, að hann sætti sig
ekki við endanlegt ákvörðunarvald
utanríkisráðherra um ratsjár-
stöðvarnar heldur verði samþykki
Alþingis að koma til: „ ... Mér
finnst skipta máli hvort um er að
ræða úrskurð alþingis eða ráð-
herra og lofa engu um að beygja
mig fyrir ráðherraúrskurði," segir
hann. Enn er komið fram með
nýja röksemd og jafnvel hótað að
hafa ákvarðanir að engu séu þær
teknar af ráðherra í samræmi við
stjórnskipun landsins og pólitiska
hefð í meira en 30 ár.
Séra Jakob Ágúst Hjálmarsson
segir í Þjóðviljanum: „Hér eru
slíkir hlutir á ferð að lýðræðis-
legri hugsun er gróflega misboðið.
Það á einfaldlega að ákveða með
ráðherraúrskurði án þess að Al-
þingi sé spurt." Þetta er ekki rétt.
Öll meðferð ratsjármálsins hefur
verið með þeim hætti, að alþing-
ismenn hafa getað fengið svör við
hverri þeirri spurningu sem þeim
hefur legið á hjarta.
Með öllu er ástæðulaust að vera
sammála þessu „innleggi“ séra
Jakobs í „ratsjárumræðuna". Það
er til þess eins fallið að ala á tor-
tryggni og ýta undir flokkadrátt á
röngum forsendum.
★
Séra Jakob Ágúst Hjálmarsson
lýsir eins og áður segir stuðningi
við aðild Islands að Atlantshafs-
bandalaginu og við varnarsam-
starfið við Bandaríkjamenn. Ber
að fagna einarðri afstöðu hans í
því efni. Láti menn af deilum um
þessa grunnþætti íslenskrar
stefnu í varnar- og öryggismálum
tekst þeim betur að einskorða sig
við það sem máli skiptir á líðandi
stund.
Þegar litið er til þeirra atriða
sem koma til álita innan þeirrar
stefnu sem séra Jakob aðhyllist
eru menn sammála um tvö grund-
vallaratriði að auki: 1) Hér skulu
ekki vera kjarnorkuvopn nema
með samþykki islenskra stjórn-
valda. 2) Hér skal aðeins vera sá
herbúnaður sem nauðsynlegur er
til að halda uppi vörnum á Islandi
og í næsta nágrenni landsins.
Við hvorugu þessara atriða er
hróflað með smíði tveggja nýrra
ratsjárstöðva í landinu. Þvert á
móti er auðvelt að sýna fram á það
með sterkum rökum, að varnir ís-
lands verða ekki tryggðar við nú-
verandi aðstæður nema með því að
auka eftirlit með ferðum flugvéla
sovéska hersins við landið.
Sé unnt að áfellast íslensk
stjórnvöld fyrir eitthvað við fram-
kvæmd öryggis- og varnarmála-
stefnunnar má segja, að á það hafi
skort, að þau hafi gert landsmönn-
um nægilega grein fyrir útþenslu
sovéska heraflans á norðurslóð-
um. Þá hefur það ekki komist
nægilega vel til að skila hér á
landi, ef marka má margt af því
sem menn segja um þessi mál, hve
miklar áhyggjur nágrannar okkar
í Bretlandi og Noregi hafa af þess-
ari þróun.
Basl með stjórnmála-
ályktun á landsfundi BJ
Miklar umræður urðu á landsfundi Bandalags jafnaðarmanna um
stjórnmálaályktun samtakanna. Eftir tillögur og gagntillögur var stutt
ályktun samþykkt, en þó ekki fyrr en fundarmenn höfðu samþykkt að
ómerkja fyrri samþykkt sömu ályktunar.
Endanleg stjórnmálaályktun
landsfundar BJ er svohljóðandi:
Á íslandi býr þjóð í vanda. Kæt-
ur hans má rekja til fáránlegrar
miðstýringar fjármagns og
heilla atvinnugreina, kjördæma-
pots og sérhagsmunavörslu
stjórnmálamanna. Á þessar ræt-
ur verður höggvið með eftirtöld-
um hætti:
1. í kosningum til Alþingis
verði landið eitt kjördæmi og
vægi atkvæða jafnt. Stofnað
verði til öflugra heimastjórna í
héruðum. Ríkisstjórn verði kjör-
in beinni kosningu.
2. Fámennisvald í verkalýðs-
hreyfingu og samtökum at-
vinnurekenda verði brotið á bak
aftur með samningum á vinnu-
stöðum. Fámennisvald í við-
skiptalífinu svo sem hjá SÍS
verði afnumið með auðhringa-
löggjöf.
Allar breytingartillögurnar
verða ekki tíundaðar, en þær sner-
ust um orð fremur en efnisatriði.
Fyrsta tölulið upprunalegrar
ályktunar var þó breytt á þann
veg að vægi atkvæða skyldi verða
jafnt hvar sem væri á landinu, í
stað jafns atkvæðisréttar, sem
menn töldu vera fyrir hendi nú
þegar. Þá kom fram tillaga um að
orða málsgreinina þannig að talað
yrði um að forsætisráðherra yrði
kosinn beinni kosningu í stað rík-
isstjórnar, eins og það er orðað, en
sú tillaga týndist í hamagangin-
um.
Hart var deilt um hvort sagt
skyldi fámennisvald eða völd
fárra manna í upphafi 2. töluliðar
stjórnmálaályktunarinnar, tillaga
um breytingu var samþykkt, en
síðan breytingartillaga við hana
samþykkt, svo orðið fámennisvald
stóð í endanlegri útgáfu sem upp-
haflegri. Þá lagðist fulltrúi frá
Húsavík gegn því að SÍS yrði
náfngreint í ályktuninni sem
dæmi um afl í viðskiptalífinu sem
afnumið skyldi með auðhringa-
löggjöf.
Guðlaugur Ellertsson lagði til
að 3. töluliðnum yrði bætt við
ályktunina um að persónuleg
togstreita og hagsmunavarsla viki
fyrir faglegum vinnubrögðum í is-
lenskum stjórnmálum. Var það
samþykkt einróma og fundarstjóri
taldi ályktunina afgreidda, en í
fundarhléi fóru menn af stað, sem
töldu innihald 3ja liðs efnislega í
formála, og fengu tillögumann til
að samþykkja að liður 3 yrði felld-
ur út ef hægt yrði að koma við.
Fundu viðkomandi flöt á því með
fundarstjóra, sem kvaðst mundu
taka ályktunina til afgreiðslu að
nýju á þeirri forsendu að sér hefðu
or^ið á þau afglöp að láta ekki
fara fram atkvæðagreiðslu um
formálann.
Fundarstjóri tjáði fundinum
eftir hlé að sér 'tgfðu orðið á af-
glöp, að gleymst hefði að greiða
atkvæði um formálann. Féllust
fundarmenn á tillögu hans um að
að ómerkja fyrri samþykkt sína
með handaruppréttingu. Lagði
forseti þá fyrst til að 3. liður yrði
felldur úr ályktuninni þar sem hið
sama stæði eiginlega í formála.
Var það samþykkt og ályktunin þá
borin að nýju upp í heild sinni og
samþykkt sem slík. Eftir stóð að
formálinn var aldrei samþykktur
sérstaklega, eins og látið var líta
út fyrir að gera þyrfti.
Bandalag jafnaðar-
manna kýs sér stjórn
— Kristófer Már Kristinsson formaður landsnefndar
LANDSFUNDUR Bandalags jafnaðarmanna samþykkti nýjar leikreglur fyrir
samtökin og er þar það nýmæli að nú skal 30 manna landsnefnd stýra starfi
BJ. Jafnframt var kosið í landsnefndina á fundinum og var Kristófer Már
Kristinsson kosinn formaður hennar og Valgerður Bjarnadóttir varaformað-
ur.
Það voru þeir Kristófer Már og
Guðmundur Einarsson alþingis-
maður sem sömdu tillögu þá að
nýju skipulagi, sem fyrir fundin-
um lá. Komu fram breytinga- og
viðaukatillögur, en þær ýmist
felldar, vísað frá eða vísað til
landsnefndar, eftir miklar deilur
fundarmanna um nauðsyn skipu-
lags og leikreglna fyrir BJ.
Kristófer Már sagði í ræðu að
samtökunum væri nauðsynlegt að
skipuleggja sig betur en væri til
að auðvelda fólki að ganga til
samstarfs við samtökin. BJ þyrfti
einnig á pólitískri loftvog að halda
og hér væri hún komin í formi
landsnefndar. Og þar ættu þing-
menn RI að eiga greiðan aðgang
að frjórri umræðu um pólitík.
Þegar komið var að því að kjósa
til landsnefndar lagði Kristófer
Már til að annaðhvort gengi um
salinn listi með nöfnum allra
fundargesta og hver og einn
merkti við 30 nöfn, og þeir sem
þannig fengju flest atkvæði sætu í
nefndinni. Hins vegar að þingfor-
setum yrði falið að draga upp 30
manna lista út frá því hversu
menn hefðu látið til sín taka á
landsfundinum. Var seinni tillag-
an naumlega ofan á, hlaut 38 at-
kvæði en sú fyrri 36.
Ekki gáfu allir þeir kost á sér
Kristófer Már Kristinsson
sem var að finna á lista forseta,
svosem Árni Sigurbjörnsson og
Þorlákur Helgason, en Ólafur
Jónsson, Ragnheiður Ríkharðs-
dóttir, Helgi Guðmundsson og
Bjarni P. Magnússon gáfu ekki
kost á sér er stungið var upp á
þeim utan úr sal. í landsnefndina
voru síðan kosin: Ágúst Einars-
son, Arnar Björnsson, Bergþóra
Birgisdóttir, Birgir Halldórsson,
Einar Gunnar Einarsson, Garðar
Sverrisson, Guðlaugur Ellertsson,
Guðmundur Páll Jónsson, Guðni
Baldursson, Grétar Jónsson, Hall-
grímur Ingólfsson, Jón Tynes,
Jónína Leósdóttir, Kristján Jóns-
son, Kristófer Már Kristinsson,
óðinn Jónsson, Páll Bergþórsson,
Páll Hannesson, Reynir Hugason,
Sigurjón Valdimarsson, Sjöfn
Halldórsdóttir, Snædís Gunn-
laugsdóttir, Sveinn Björnsson,
Valdimar Unnar Valdimarsson,
Valgerður Bjarnadóttir, Vil-
hjálmur Þorsteinsson, Þorgils Ax-
elsson, Þorsteinn Hákonarson,
Þórunn Guðmundsdóttir og örn S.
Jónsson.
Morgunblaöiö/Júlíus
Stefán Benediktsson þingmaður
Bandalags jafnaöarmanna (t.v.) af-
hendir Jóni Baldvini Hannibalssyni
formanni Alþýðuflokksins svar
landsfundar Bandalags jafnaðar-
manna við blómasendingu og bón-
orði þess síðarnefnda. Svaraði
landsfundurinn með stökum þar
sem segir að koma verði í Ijós hvort
orð Jóns Baldvins dugi betur en af-
skornar rósir í vasa. Fylgdi poki af
grasfræi stökunum og var myndin
tekin er Stefán afhenti Jóni Bald-
vini grasfræið í gær.
Jóni Baldvini þökkuð
blómin með grasfræi
Fundarmenn á landsfundi Bandalags jafnaðarmanna voru lítt hrifnir af
blómasendingu og bónorði formanns Alþýðuflokksins, Jóns Baldvins Hanni-
balssonar, sögðu uppátækið hreina móðgun, en af kurteisi hefði ekki verið
hægt að neita blómunum. Var bónorðinu svaraö með stökum, sem Jóni
Baldvin voru afhentar í gær, en þeim fylgdi og poki af grasfræi.
í umræðum á landsfundi Bj og
viðtölum við fundarmenn kom
fram að þeir álitu Alþýðuflokkinn
sízt siðbetri, eins og það var orðað,
þótt skipt hefði verið um formann.
Sagt var og að Bj mundi leysast
upp og ganga inn í aðra flokka
þegar þeir tækju upp stefnumál
bandalagsins. Hefði flokkurinn
verið stofnaður út frá þeirri for-
sendu.
tekið þátt í væru stjórnarviðræð-
ur. Þá væri hægt að semja.
Stökur þær, sem landsfundur-
inn sendi frá sér sem ályktun í
tilefni bréfs Alþýðuflokksforyst-
unnar eru svohljóðandi:
Við skulum bíða og sjá hvað setur
og saman í bróðerni masa
um það hvort orðin þín endist betur
en afskornar rósir í vasa.
„Ég átti satt að segja ekki von á
því að þeir hlypu svona til við
fyrstu tilraun," sagði Jón Baldvin
aðspurður um viðbrögð Banda-
lagsmanna. „Ég ítreka það hins
vegar að ég tek ekki nei fyrir svar.
Þrátt fyrir allt vil ég reyna hlúa
að þessum fræjum og vona að
eitthvað gott vaxi upp af þeim.
Annars segi ég bara eins og Vilm-
undur forðum á flokksþingi Al-
þýðuflokksins. Hann vitnaði í
gamlan enskan slagara, sem er á
þessa leið: Ég sendi þér stóran
rósavönd, í hvert sinn sem þú
veldur mér ástarsorg.
Skoðanir voru þó skiptar um
hvort orðið skyldi við óskum Al-
þýðuflokks og Alþýðubandalags
um viðræður og kosningasam-
starf, en þeir sem voru slíku fylgj-
andi voru í minnihluta. Valgerður
Bjarnadóttir sagði að Bj ætti ekki
láta hræða sig til viðræðna nú.
Einu viðræðurnar sem Bj gæti
(Poki af grasfræi fylgir.)
Afskornar þokkum ástum talandi rósir
enda þótt lifi skammæa blómsturtíð
án vatns og róta - en landsins grashag-
ar ljósir
laða samt hugann meira; láengi, hlíð
og lindir þar sem ræturnar vökvun
hljóta.
Túlkar þú viðbrögð þeirra við
bréfi þínu og blómum sem
beiskju?
Einn fundarmanna á Banda-
lagsfundinum orðaði það við mig
að sér fyndist viðbrögðin bera vott
um beiskju og sagði að maður
byggði ekki stjórnmálasamtök á
beiskju," sagði Jón Baldvin.