Morgunblaðið - 05.02.1985, Page 29

Morgunblaðið - 05.02.1985, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 5. FEBRÚAR 1985 29 Garðar Gunnþórunn Siggeir STUTTAR MNGFRÉTTIR Fisksjúk- dómavarnir — viðurlög við fíkni- efnabrotum Garðar Sigurðsson (Abl.) tók sæti á Alþingi í gær eftir nokkra veik- indafjarveru. Þá tóku tveir varaþing- menn sæti á Alþingi í gær: Gunnþór- unn Gunnlaugsdóttir í fjarveru Sverris Hermannssonar og Siggeir Björnsson í fjarveru Eggerts Hauk- dal. Varnir gegn físk- sjúkdómum Vigfús B. Jónsson (S), Eyjólfur Konráð Jónsson (S), Davíð Aðal- steinsson (F) og Gunnar G. Schram (S) hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar sem felur ríkis- stjórninni, verði hún samþykkkt, „að gera nú þegar gangskör að því að varnir gegn fisksjúkdómum verði stórefldar og ráðið verið hæft starfsfólk til að fylgjast með fiskeldisstöðvum og aðstoða í bar- áttunni gegn fisksjúkdómum, bæði í stöðvunum og hinum dýr- mætu veiðivötnum landsins". í greinargerð segir að aðstaða til fiskræktar sé góð hér frá nátt- úrunnar hendi og hún feli í sér mikla framtíðarmöguleika. Hins- vegar sé fiskrækt vandasöm og viðkvæm atvinnugrein sem krefj- ist vísindaiegrar þekkingar og reynslu. Kerfisbundið eftirlit og skipulagðar sjúkdómavarnir séu nauðsynlegar. Fíkniefni — sex ára fangelsi Jón Helgason, dómsmálaráð- herra, hefur lagt fram stjórnar- frumvarp til þyngingar á viður- lögum gegn fíkniefnabrotum. Samkvæmt frumvarpinu, sem byggt er á tillögum samstarfshóps um skipulegar aðgerðir gegn ólöglegum innflutningi og dreif- ingu ávana- og fíkniefna, er há- marksrefsing þyngd úr tveimur í sex ár. Þetta frumvarp mun taka mið af hliðstæðri þróun í löggjöf í nágrannaríkjum. Skattaívilnun vegna ættleiðingar Hegli Seljan (Abl.) og Karvel Pálmason (A) flytja tillögu til þingsályktunar sem gerir ráð fyrir því að ríkisstjórnin láti undirbúa breytingar á tekjuskattslögum í þá veru að „foreldrar sem ættleiða börn erlendis frá með gífurlegum tilkostnaði“ fái skattaívilnun. „Kannaðar verði leiðir til lækkun- ar útsvars af sömu ástæðu", segir í tillögugreininni, „ennfremur möguleikar á afturvirkni þessara ívilnana, svo sem frekast er kost- ur“. í greinargerð er ættleiðing talin hafa „varanlegt lífsgildi fyrir við- komandi foreldra" og „einnig oft um að ræða björgun mannslífa". Almannavarnir Fram hefur verið lagt frumvarp til breytinga á almannavarnalög- um, sem aðallega varða verka- skiptingu ríkis og sveitarféiaga, þannig að hún verður skýrari og fjárhagsleg ábyrgð skipt sam- kvæmt verkefnum. Námskeið fyrir fatlaða í tölvufræðum Helgi Seljan (Abl.) og Geir Gunnarsson (Abl.) flytja tillögu sem felur í sér áskorun til ríkis- stjórnar um „að hún beiti sér fyrir því að haldin verði námskeið fyrir fatlaða í meðferð og notkun á tölv- um til að auðvelda þeim að fá störf á vinnumarkaðnum. Félags- málaráðuneytið standi fyrir þess- um námskeiðum viðkomandi að kostnaðar lausu". Fiskútflutningur í gámum Geir Gunnarsson (Abl.) spyr viðskiptaráðherra: 1) Hve mikið af ferskum fiski (einstökum fiskteg- undum) var flutt í gámum til sölu erlendis úr einstökum verstöðvum á sl. ári? 2) Hve mikið verð fékkst fyrir þennan útflutning frá hverri verstöð? 3) Hvert var meðalsölu- verð hverrar fisktegundar að frá- dregnum sölukostnaði? Mývatn: Drottning vatna í N-Evrópu — sagði Vigfús Jónsson VIGFÚS JÓNSSON (S) sagði í utandagskrárumræðu fyrir helgina að hann fagnaði boðuðum rann- sóknum á Mývatni; hvað valdi þeim þverbresti sem orðinn er á lífríki þess. Þúsundir ferðamanna komi árlega til að skoða lífríki Mý- vatns og Laxár, enda væri Mývatn einstakt meðal vatna Norður- Kvrópu. Þar að auki hafi það verið matmóðir Mývetninga í harðri lífsbaráttu genginna alda. Þegar menn lifa á brjóstum íslenzkrar náttúru, sagði Vigfús, hafa menn sterkar taugar til hennar. Leiði ráðgerðar rannsóknir í ljós að lífríki Mývatns stafi hætta af efnistöku Kísiliðju þá er það skýrt í mínum huga, sagði Vigfús, að það er Kísiliðjan sem á að víkja — ekki lífríkið. Auð- vitað er Kísiliðjan gott fyrir- tæki, út af fyrir sig, en hún stendur ekki til eilífðar, einfald- lega vegna þess að hún hefur ekki ótæmandi efni úr að vinna. Það þarf að nota tímann, sem gefst, til að hafa ný atvinnu- tækifæri til staðar, þegar verk- smiðjan hverfur úr atvinnulífi héraðsins. Ferðamannaþjónustan í Mý- vatnssveit er ekki síður góð hlið- argrein í atvinnulífi þess. Hún gefur hátt í tvö hundruð störf yfir ferðamannatimann. Það er ekki svo lítið. Sú atvinnugrein getur verið viðvarandi, ef rétt cr á málum haldið. Vigfús Jónsson Landeigendafélag Laxár og Mývatns er félagsskapur land- eigenda á þessu svæði og sinnir því verkefni fyrst og fremst að vernda sérstæða og dýrmæta náttúru í sinni upphaflegu mynd, eftir því sem við verður komið. Auðvitað verðum við að lífa í landinu, en við getum eigi að síður umgengizt náttúru þess með fullri varúð. Við höfum ðll, börn þessa lands, skyldur við náttúru þess. VÍð erumSRRl að hætta! Frábært úrval af nýjum galleríplakötum, meö og án álramma. Yfir 300 gerðir og stærðir af ál- tré- og smellirömmum. OPIÐ: mánud. — fimmtud. 9—18. föstud. 9—19. laugard. 10—17. sunnud. 13—17. Myndin Dalshrauni 13. Hafn. sími 54171.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.