Morgunblaðið - 05.02.1985, Page 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 1985
Þegar ég var krakki höfðum við
enga fyrirmynd!
Skil ég það rétt, að beiðni minni
um launahækkun sé synjað?
HÖGNI HREKKVÍSI
„Nién pyKlfZ f’APLE/TT, pBTTA AtéP
NCT/P. *
Nú hefur Friðþægingarkirkjan við Berlínarmúrinn endanlega verið jöfnuð við jörðu en mynd þessi var tekin þegar að
kirkjuskipið var sprengt þann 22. janúar.
Eyðileggingu a-þýsku
kirkjunnar verði mótmælt
Heiðraði Velvakandi:
Þann 28. jan. sl. jöfnuðu
austur-þýsk yfirvöld Friðþæg-
ingarkirkjuna við Berlínarmúr-
inn endanlega við jörðu með
sprengiefni. Astæðan var sú, að
nokkrir Austur-Þjóðverjar hafa
á undanförnum árum flúið vest-
ur yfir í skjóli kirkjuveggjanna.
Yfirvöld ákváðu því að brjóta
þessa lútersku kirkju niður til
þess að auðveldara væri fyrir
„alþýðulögregluna" að skjóta
niður fólk, sem reyndi að flýja
land á þessum slóðum. Sá sem
þetta ritar, hefur sjaldan litið
dæmi um fólskulegri helgispjöll
og guðníð en sjá má af þessari
mynd.
Nú vil ég spyrja Bernharð
Guðmundsson fréttafulltrúa
Þjóðkirkjunnar, hvað heims-
samtök lúterskra manna hafi
gert til að mótmæla þessum
verknaði? Ef þau hafa ekkert að-
hafst, hljótum við, sem skráð er-
um í hina evangelísku-lútersku
kirkju landsins, að ætlast til þess
að íslenska Þjóðkirkjan hafi
frumkvæði að því að láta senda
þeim sem kirkjuna brutu, harð-
orð mótmæli, áður en þeir hefja
manndráp á rústum hennar.
Lokaspurningin er því þessi: Vill
Þjóðkirkjan taka frumkvæði í
þessu máli?
Sóknarbarn.
Þessir hringdu . . .
Tekið verði á
málum hús-
næðiskaupenda
Kona hringdi:
Á ekkert að gera fyrir okkur
íbúðareigendur sem getum ekki
lengur staðið í skilum vegna
húsnæðiskaupa?
Á bara að hugsa um þá sem
byggja eða kaupa sér þak yfir
höfuðið í framtíðinni? Við hin
sem sitjum í súpunni vegna
verðtryggðra lána og óhag-
stæðra skammtímalána virð-
umst algerlega hafa gleymst.
Þessu mætti líkja við að einung-
is væri hugsað um að fyrir-
byggja hungur í Eþíópíu en ekk-
ert gert fyrir þá sem þessa
stundina eru að deyja úr hungri.
Væri vit í slíku?
En nú er mál til komið að við
sem ekki lengur rísum undir af-
borgunum af húsnæðislánum
stofnum með okkur samtök og
krefjumst leiðréttingar okkar
mála. Við erum hinir almennu
skattgreiðendur sem borgum
brúsann fyrir þessi nýju bygg-
ingarfélög s.s. Búseta. En nú
segjum við stopp. Nú verður að
taka á málum okkar sem erum
að kikna undan afborgunarbyrð-
inni í dag, en ekki bara tala um
þá sem byggja munu í framtíð-
inni.
Fyrir stuttu var þáttur um
húsnæðismál í sjónvarpi í umsjá
Páls Stefánssonar fréttamanns.
Alexander Stefánsson félags-
málaráðherra, sem sat fyrir
svörum, var sérstaklega spurður
um okkur sem nú erum í krögg-
um. Langar mig að spyrja Alex-
ander hvort hann hyggist standa
við það sem hann sagði í þessum
þætti.
Hver fengi
að fara?
Gitta hringdi:
Núna undanfarna daga hafa
krakkar verið að skrifa sem
brjálaðir um það að efnt verði til
tónleikaferðar til að sjá Duran
Duran, þá stórgóðu hljómsveit.
Það væri að sjálfsögðu gaman að
fá að berja goðin augum en
krakkar, hvað með mömmu og
pabba?
Já, aldrei datt ykkur það í hug.
Hvaða foreldrar haldið þið að
muni leyfa börnum sínum á
aldrinum 7 til 14 ára að fara á
trítilóða tónleika einhvers stað-
ar úti í heimi? Allir sem eru með
heilann á réttum stað hljóta að
sjá þetta.
Hvernig væri að við Duranist-
arnir stæðum frekar saman og
héldum áfram að biðja um Dur-
an Duran til landsins? Að lokum
vil ég þakka sjónvarpinu fyrir
hvoratveggju tónleikana sem
hafa verið með Duran Duran
með von um að sjá fleiri af því
tagi.
Stundin okkar
verði bætt
Ingunn hringdi:
Ég er svo óánægð með Stund-
ina okkar þessa dagana. Það er
leiðinlegt að horfa á mann sitja
og spila á gítar. Heldur vildi ég
að sýnd væru fleiri leikrit,
spurningakeppnir og sagðir
brandarar.