Morgunblaðið - 05.02.1985, Síða 50
50
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 1985
Skoda aftur í
efstu sætunum
SKODA-ökumennirnir Baldur Hlöðversson og Gunnlaugur Rögnvaldsson
endurtóku leikinn frá fyrri helgi er þeir náðu fyrsta og öðru sæti í ísaksturs-
keppni Bifreiðaíþróttaklúbhs Reykjavíkur á Leirtjörn á sunnudaginn. Varð
Baldur fyrstur á Skoda 130 L, en Gunnlaugur annar á sama bfl og var þetta
því önnur keppnin í röð, sem þcir ná þessum árangri. Þriðji varð Kristján Ari
Einarsson á VW-„bjöllu“, en aðeins sekúndubrotum á eftir honum þeir Ari
Arnórsson og Hjörleifur Hilmarsson,
Tuttugu keppendur tóku þátt í
ísakstrinum og var keppnin mun
tvísýnni en helgina áður. Tíu bíl-
anna komust í úrslit, þar af fimm
sem þóttu líklegastir til afreka.
Baldur hafði verið flótastur á
Skoda-bílnum, en Ari kom honum
næstur á Toyota Hjörleifs, sem
náði þriðja besta tíma, sekúndu-
broti á undan Skoda Gunnlaugs.
Kristján á VW var síðan skammt
undan þessum bílum á tíma.
Fyrstur af þessum ökumönnum
í úrslitaaksturinn var Gunnlaugur
á Skoda, fékk hann tímann 1:12,7,
besta tíma dagsins, eftir að hafa
fengið tvær tilraunir við að aka
hringlaga ísilagða brautina, sem
var afmörkuð með dekkjum. Var
betri tíminn úr tveim hringjum
látinn gilda. Kristján á VW þeysti
næstur af stað og ók vel, bætti
eigin tíma úr undanúrslitum um
þrjár sekúndur og var 1:14,3 mín-
sem skiptust á að aka Toyota Starlet.
útur á leiðinni um ísinn. Toyota
Hjörleifs reif sig næst af stað og
fór bíllinn greitt, þrátt fyrir að
vélin væri ekki yfir drifhjólunum í
afturdrifnum bílnum. En tími
hans, 1:14,7, nægði ekki til að ná
efstu sætunum. Meistari síðustu
keppni, Baldur á Skoda, tók nú til
við aksturinn, sló undantöldum
mönnum við með öryggi og yfir-
vegun, hlaut tímann 1:11,6 mínút-
ur og nældi í fyrsta sætið. Þá var
aðeins eftir að sjá hvort Ari á
Toyota gæti gert efstu mönnum
einhverja skráveifu. Hann ók
grimmt og var svo upptekinn af
akstrinum að hann fór aukahring!
En tími Ara, 1:14,6 nægði aðeins
til fjórða sætis. Trónuðu því Bald-
ur og Gunnlaugur enn á ný á
toppnum á Skoda, en Kristján á
VW nældi í þriðja verðlaunasætið,
rétt á undan Ara og Hjörleifi á
Toyota Starlet-bílnum.
Jón S. Halldórsson
Baldur Hlöóversson (Lv.) sigraði í ísakstri BÍKR um helgina, en Gunnlaugur Rögnvaldsson varð annar á sama bfl,
Skoda 130 L.
Glæsilegt frá Bing &
Gröndahl
Hinar gullfallegu og eftirspuröu styttur
frá Bing og Gröndahl eru komnar: Sjáv-
arbörn, Pínurnar, og Börn að leik,
ásamt nýrri seríu, Dyggðirnar 3, Tala
ekki, Sé ekki, Heyri ekki.
Stílhnífapör í þýsku gæðastáli, spegilslípuð og með 23 karata gyllingu 24,
30, 36 eöa 72 stk. í glæsilegum gjafakössum. Einnig selt í stykkjatali.
Sl RAMMAGERÐIN
KRISTALL& POSTULÍN
HAFNARSTRÆTI 19
Mælskukeppni MORFÍS:
Fjórir
skólar eftir
í LOK janúar lauk 3ju umferð
mælsku- og rökræðukeppni fram-
haldsskóla á íslandi. Af þeim 19
skólum sem upphaflega hófu keppni
í MORFÍS eru nú eftir fjórir sem
keppa í undanúrslitunum 14. febrúar
næstkomandi.
Dregið verður til undanúrslita
sunnudaginn 3. febrúar og skólum
tilkynnt strax að því loknu hver
andstæðingur verði og hvort þeir
eigi að útvega dómara.
Úrslit 3ju umferðar voru sem
hér segir: MR sigraði Fjölbraut í
Ármúla, Flensborg í Hf. sigraði
Kvennaskólann og Framhalds-
deild Samvinnuskólans sigraði
Fjölbraut Suðurnesja.
MORFÍS hefur hlotið að gjöf
tölvu frá tölvufyrirtækinu Sterío
sem reiknar úr dómsblöðum og
hefur þess vegna biðtími eftir úr-
slitum úr keppni styst til muna.
Siglufjörður:
Hættir hjá
Þormóði
ramma hf.
Siglufirði, 4. febrúar.
EINAR Sveinsson, framkvæmda-
stjóri Þormóðs ramma hf., hefur
sagt starflnu lausu. Hann tekur við
starfl framkvæmdastjóra Sjólastöðv-
arinnar í Hafnarflrði í lok marz.
Einar Sveinsson tók við Þor-
móði ramma þegar gagngerar
breytingar voru gerðar á fyrir-
tækinu í fyrra. Síðan hefur rekst-
ur fyrirtækisins orðið allur annar
og betri og á Einar ekki minnstan
þátt í þeim ánægjulegu breyting-
um. Er Siglfirðingum mikil eftir-
sjá af Einari. Honum fylgja beztu
óskir á nýjum vettvangi.
Starf framkvæmdastjóra Þor-
móðs ramma hf. var auglýst laust
til umsóknar í Morgunblaðinu á
sunnudaginn. Umsóknarfrestur er
til 15. febrúar. Vonandi verðum
við Siglfirðingar jafn heppnir með
nýjan mann og við vorum með
Einar.
— m.j.