Morgunblaðið - 05.02.1985, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 05.02.1985, Qupperneq 52
EUROCARD VS ----j TIl MGIEGRA NOTA OPIÐALLA DAGA FRÁ KL. 11 45 - 23.30 AUSTURSTRÆTI22 INNSTRÆTI, SÍMI 11633 ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 1985 VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR. Viðskiptabankanir 1984: Afkoman verri en mörg undanfarin ár Sauðburður á þorra Morgunblaðið/Friðþjófur Sá fátídi atburður varð á fjárbúi í Kópavogi í fyrradag, að srin Sóleyjarkolla bar tveimur myndarlegum gimbrum. Fjárbúið reka feðgarnir Arnór Guðlaugsson og Guðbjörn Arnórsson og á myndinni sést Arnór hreykinn með gimbrarnar tvsr. Sóleyjarkolla hefur áður borið á óvenjulegum tíma, því hún lék sama leik í desember 1983. Þá bar hún myndarlegum hrút, sem ber nafnið Frosti, en nafnið var að sjálfsögðu valið eftir árstíma. AFKOMA viðskiptabankanna var verri á síðasta ári en mörg undanfar- in ár, samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið fékk hjá nokkrum bankastjórum, en lokauppgjör fyrir 1984 er ekki tilbúið. Aðeins Verzlun- arbankinn var með jákvsða lausa- fjárstöðu um áramótin. Ástæður slæmrar afkomu eru margar. Á fyrri hluta ársins 1984, þegar verðbólga fór lækkandi fluttu sparifjáreigendur innlán yf- ir af verðtryggðum reikningum á óverðtryggða, sem gáfu mun betri ávöxtun. Hins vegar var stór hluti útlána viðskiptabankanna verð- tryggður, er gaf bönkunum mun minni tekjur en óverðtryggð lán. Það var samdóma álit Höskuldar Ólafssonar bankastjóra Verzlun- arbankans og Helga Bergs banka- stjóra Landsbankans að þetta hefði haft verulega neikvæð áhrif á afkomuna. Einnig skiptir miklu að eftir að innlánsstofnunum var gefið svig- rúm til eigin vaxtaákvarðana minnkaði bilið milli innlána- og útlánavaxta, en að sögn Stefáns Pálssonar, bankastjóra Búnaðar- bankans, fengu sparifjáreigendur með þessu aukna hlutdeild í tekj- um bankanna. Eins og áður segir var Verzlun- arbankinn eini viðskiptabankinn sem var með jákvæða lausafjár- stöðu um síðustu áramót. Skuldir bankanna við Seðlabankann voru þungur baggi í rekstri þeirra, að sögn Geirs Magnússonar, banka- stjóra Samvinnubankans, en refsi- vextir Seðlabankans voru mjög háir. Raunvírði hlutabréfa í Eimskip tífalt nafnverð Hlutabréf í EÍ metin á allt að 985 milljónum og hlutabréf í Flugleiðum metin á 275 milljónir eða áttfalt nafnverð RAUNVIRÐI hlutabréfa í Flugleið- um er líklega um 275 milljónir króna í stað 35 milljóna og raunvirði hlutabréfa í Eimskip er talið vera allt að 985 milljónir króna í stað 90 milljóna. Þetta eru niðurstöður könnunar sem Fjárfestingafélag ís- lands hefur unnið að frá því í sept- embermánuði í fyrra, að beiðni Ál- berts Guðmundssonar fjármálaráð- herra í þeim tilgangi að meta verð- mæti hlutabréfa ríkisins í Eimskip og Flugleiðum með sölu á þeim fyrir augum. Líklegasta nálgun á raun- virði hlutabréfa Flugleiða er því um áttfalt bókfært verð bréfanna og lík- legasta nálgun á raunvirði híuta- bréfa Eimskips er um tífalt bókfært verð. ræðir verða formlega kynntar í fjármálaráðuneytinu á morgun. Virðist sem einkum hafi verið tekið mið af endursöluverðmæti eigna fyrirtækjanna þegar þessi könnun var gerð og eru hlutabréf í Eimskip samkvæmt því metin á 34,3 milljónir dollara, eða um 985 milljónir króna (miðað við geng- isskráningu í október 1984) og hlutabréfin í Flugleiðum á 9,6 milljónir dollara, eða um 275 milljónir króna, einnig miðað við gengisskráningu í október sl. Rík- ið á 20% hlut í Flugleiðum, og samkvæmt þessu gæti hann verið um 55 milljóna króna virði og 5% eignarhluti ríkisins í Eimskip gæti samkvæmt þessu jafngilt um 49 milljónum króna. 1 r i— Morgunbladið/Bjarni Frá einvíginu í ráðstefnusal Hótel Loftleiöa. Jafnteflisleg biðskák FYRSTA skák Margeirs Pét- urssonar og Simens Agdestein frá Noregi var tefld á Hótel Loftleiðum í gærkvöldi. Hún fór í bið eftir æsispennandi viður- eign þar sem báðir keppendur lentu í miklu tímahraki. Skák- sérfræðingar voru sammála um að biðskákin sé jafnteflisleg. Agdestein getur þráskákað og ef hann gerir það ekki, þá getur Margeir þráskákað. Margeir stýrði svörtu mönn- unum í viðureigninni í gær- kvöldi og upp kom drottn- ingarbragð. Menn voru sam- mála um að Margeir hafi lengst af átt' undir högg að sækja en náði að snúa sig út úr vandræðunum í lokin. Þeir heyja fjögurra skáka einvígi og nægir Norðmanninum jafn- tefli þar sem hann vann inn- byrðis viðureign þeirra á svæðamótinu í Gausdal í Nor- egi. Sigurvegarinn öðlast rétt til að tefla á millisvæðamóti. Biðskákin verður tefld árdegis og hefst kl. 10. Sjá viðtöl og skákskýringu Braga Kristjánssonar á blaðsíðu 51. Óvissa um verðtryggingar- ákvæði eftir 1. júní í sumar — Skattahækkanir ekki lengur á döfínni EFNAHAGSAÐGERÐIR voru á dagskrá þingflokka sjálfstæðismanna og framsóknarmanna síðdegis í gær. Var þingmönnum gerð grein fyrir þeim kostum sem kæmu til álita í vísitölumálum eftir 1. júní nk. Þá var rætt um leiðir til að létta undir með húsbyggjendum og úrræði til að treysta stöðu ríkissjóðs og stemma stigu við erlendum lántökum. Skattahækkanir eru ekki lengur á döfinni. Ráðherrar ræða málin áfram en sjálfstæðismenn halda annan þingflokksfund um aðgerðir á miðvikudag. Fjárfestingafélagið fékk til liðs við sig breskan prófessor frá London Business School, Dr. Rich- ard A. Brealey, og hefur hann ásamt starfsmanni Fjárfestinga- félagsins, Þorsteini Gunnarssyni hagfræðingi félagsins, nú lokið skýrslugerð þar sem komist er að ofangreindum niðurstöðum, sam- kvæmt áreiðanlegum heimildum Morgunblaðsins. Rétt er að geta þess að niðurstöður þessar þurfa ekki að vera endanlegar, þar sem viðbótarupplýsingar gætu átt eftir -^að breyta niðurstöðunum eitthvað, eftir því sem Morgunblaðið kemst næst. Skýrslur þær sem hér um Lögin um bann við verðtrygg- ingu launa, sem sett voru við myndun ríkisstjórnarinnar í maí 1983, renna út 1. júní nk. og taka þá verðtryggingarákvæði Ólafs- laga gildi nema eitthvað verði að gert. Ákvörðun um það hvaða leið verði farin eftir 1. júní ræðst að nokkru af því, hvort stjórnar- flokkarnir ná því yfirlýsta markmiði Þorsteins Pálssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, og Steingríms Hermannssonar, for- sætisráðherra, að lausn kjara- deilna náist í þríhliða viðræðum ríkisvaldsins, atvinnurekenda og verkalýðshreyfingarinnar. í ársbyrjun lögðu framsókn- armenn til að vanda húsbyggjenda yrði mætt með því að hækka eignaskatta og fasteignaskatta og með skyldusparnaði. Nú er hins vegar rætt um breyttar útlána- reglur til að koma til móts við þá sem við mesta erfiðleika glíma. Þá eru uppi hugmyndir um tekju- skattsívilnanir vegna sparnaðar á bundnum reikningum sem notaðir yrðu til húsnæðislána. Lánsfjárlög fyrir árið 1985 eru óafgreidd. Fyrirsjáanlegt er að minna lánsfé þarf til orkumála en gert er ráð fyrir í frumvarpi að lögunum, meðal annars vegna ákvarðana Landsvirkjunar um að draga úr framkvæmdum. Rætt er um frekari niðurskurð en jafn- framt kerfisbreytingar s.s. varð- andi langlánanefnd. Hugmyndir eru uppi um að sett- ar verði reglur um meðferð og sölu skuldabréfa og eftirlit hert á því sviði. Forsætisráðherra hefur látið kanna hvaða tekjur ríkissjóður kynni að hafa af sölu áfengs öls (900 millj. kr. á ári). Sjálfstæðis- menn vilja ekki tengja bjórmálið ráðstöfunum í efnahagsmálum. Rætt er um að herða viðurlög við skattsvikum og ráðstafanir til að flýta meðferð skattsvikamála.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.