Morgunblaðið - 10.02.1985, Page 1
D
PRENTSMIÐJA MORG UNBLA ÐSINS SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR 1985 BLAÐ U
Iif og fjör
á búnabettunum
- dauðinn bíður til sveita
EFTIR ÓMAR VALDIMARSSON
í LANDINU búa líklega um 45 milljónir manna.
Þar er fátækt meiri en víðast hvar annars staðar
í heiminum. Maður hefur helst á tilfinningunni
að aðeins örfáir eigi eitthvað meira en larfa og
vatnskrús. Átta eða níu milljónir manna geta
enga björg sér veitt þar sem landið er að breyt-
ast í eyðimörk og svo er stríð í landinu í þokka-
bót — bónus eþíópa, þessa glæsilega og Ijúfa
fólks.
Nýja blómið
Fátæktin tekur á móti manni
þegar komið er út úr flugstöð-
inni í Addis Ababa (Nýja blóm-
inu), sem flestir suður þar kalla
Addis Abeba eins og líka var
gert til skamms tíma hérlendis.
Yms áróðursskilti fagna 10 ára
byltingarafmælinu í haust og
stofnun flokks hinna vinnandi
stétta, bæði á ensku og amar-
ísku, hinu opinbera tungumáli.
Hermenn gæta flugvallarhlið-
anna en þar fyrir utan taka kof-
arnir við innan um sendiráð ým-
issa Afríkuríkja og fleiri varan-
legri byggingar. A götunum er
mergð af fólki þótt enn sé árla
morguns: fólk með asna til að
flytja brenni eða aðrar smávörur
á markað, stundum berfætt og
vafið í dúk; ófrískar konur með
kornabarn og 2—4 lítil kríli á
eftir; karlar með geitur, krakkar
að leika sér í götubrúnum,
prúðbúnar konur í skínandi hvít-
um þjóðbúningum, „shemma"
eins og það er kallað, mergð
hvítra og blárra Renault-leigu-
bíla og ýmsar tegundir annarra
bíla, allt upp í nýja Benza.
Framhjá myndunum stóru af
Mengistu Haile Meriam ofursta
og Marx, Engels og Lenín
(Marx-bræðrum), og komið er á
skrifstofu Upplýsingamálaráðu-
neytisins til að fá ferðaleyfi út
úr borginni. Þar líka, eins og
mjög víða, hangir mynd af fé-
laga formanni Mengistu. Niður
tvær götur til að útvega passa-
myndir á skyndimyndastað og
þar taka betlararnir við.
Samtaka nú!
Betlararnir eru af öllum
stærðum og gerðum. Konur með
börn á brjósti — um ieið og þau
fara að hreyfa sig rétta þau
fram litlu hendurnar með
mömmu sinni og þá er varasamt
að horfa í augu barnsins. Betlar-
arnir eru börn og gamalmenni
og allt þar á milli. Fæstir betlar-
anna í Addis virðast illa haldnir
eða hungraðir þótt þeir séu
grannir og tötralegir, flestir
óhreinir og margir eitthvað
bæklaðir (dæmdir úr leik frá
upphafi). Skyndimyndamaður-
inn í jakkafötunum tekst á loft
þegar við neitum því að vera
Rússar og málinu er lokið í
hvelli. Pappírarnir stimplaðir
(Nei, því miður er ekki hægt að
hafa tal af félaga formanni,
hann er önnum kafinn) og komið
inn á prýðilega þokkalegt hótel
Harambee, sem þýðir Samtaka
nú! Margir staðir heita þessu
nafni þarna suður frá. Betlarar
fyrir utan hótelið — mest frísk-
legir strákar, sem reynast eiga
heima í slömminu hinum megin
við hornið — einkennisklæddir
dyraverðir og burðarkarlar,
bráðmyndarlegt fólk.
Eftir tuttugu tíma ferðalag —
þar af tíu um borð í 767-glæsi-
þotu Ethiopian Airlines — er
gott að koma í náttstað.
Borðað með
guðsgöfflunum
Þegar húmar að kveldi er
matreiðslumenningin tekin með
trukki undir stjórn Árna Gunn-
arssonar fyrrv. þingmanns og
núverandi starfsmanns Hjálpar-
stofnunar kirkjunnar. Á Hotel
de Afrique er boðið upp á indj-
ara og wot. Indjara heita risa-
SJÁ BLS. 4B
WBm Blaðamaður wBM
Morgunblaðsins á ferð
um hungursvæðin
í Eþíópíu
• grein
ISENBETE
Brostin augun, brostnar vonir.