Morgunblaðið - 10.02.1985, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.02.1985, Blaðsíða 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR 1985 Sumir eru þeir sem kalla hann byltingarmann, aðrir segja að hann sé lýðskrumari, enn aðrir segja að ekki sé ástæða til að efa lýðræðislegar hugmynd- ir hans. Sjálfur segist hann vera frjálslyndur lýðræðissinni. Og þó að menn séu ekki á eitt sáttir hvað hann varðar eru flestir á einu máli um það að hann sé þekktasti suður-kóreski „andófs- maðurinn" nú. Hann hefur verið síðustu tvö ár- in í Bandaríkjunum, en nú er snú- ið heim á leið og það leikur varla á tveim tungum að heimkoma hans markar þáttaskil í stjórnmálalífi Suður-Kóreu. Og fáir Kórear hafa haft jafn djúpstæð áhrif á stjórn- málastefnu landsins frá 1970 og hann, jafnvel þessi ár sem hann hefur dvalið fjarri Suður-Kóreu. Tvisvar hafa atburðir gerzt, sem hann hefur átt drjúgan þátt í, leitt til að sambúð Kóreu við annars vegar Japan og hins vegar Banda- ríkin kólnaði um hríð. Kim Dae Jung er sagður maður gjörvulegur í útliti, mikill og snjall ræðumaður og þrautseigur baráttumaður. Kim var lítt þekkt- ur þar til árið 1970, er flokkur hans, Nýi lýðræðisflokkurinn, kaus hann frambjóðanda sinn í forsetakosningunum í landinu. öllum að óvörum sópaði hann til sín fylgi og var mjótt á mununum á honum og Park Chung Hee for- seta, sem flestir höfðu álitið að myndi vinna sigur án nokkurrar áreynslu. Upp frá því hófst stjórnmála- ferill Kims og hann hefur verið viðburðaríkur, nefna má að hon- um var rænt, hann var settur í fangelsi, dauðadómur kveðinn upp yfir honum og loks sendur í útlegð. Hann sagði í viðtali við Newsweek að hann óttaðist ekki að stjórn Suður-Kóreu myndi grípa til þess ráðs að láta fyrirkoma honum. Hún hefði væntanlega dregið nokkurn lærdóm af því sem gerzt hefur á Filippseyjum, eftir morðið á Benigno Aquino fyrir hálfu öðru ári. Eftir forsetakosningarnar sem áður voru nefndar brá Park for- Svipmynd á sunnudegi/ Kim Dae Jung: Kim Dae Jung Þekktasti stjórnarandstöðu- leiðtogi Suður-Kóreu og þrautseigur baráttumaður seti á það ráð að lýsa yfir herlög- um, leysa upp þingið og leggja drög að samningu nýrrar stjórn- arskrár sem takmarkaði mjög at- hafnafrelsi andstæðra stjórn- málaflokka. Breytingar voru gerð- ar á fyrirkomulagi forsetakosn- inga og beinar kosningar aflagðar með þeim afleiðingum, að Park var kosinn forseti ævilangt, ýms- um andstæðingum hans til mikill- ar gremju. Um þær mundir var Kim kominn til Japans og kaus að dvelja þar um kyrrt vegna þeirra breytinga sem höfðu verið gerðar í Suður-Kóreu. Hann komst síðar í heimsfréttirnar í ágúst 1973, þeg- ar honum var rænt úr hótelher- bergi sínu í miðborg Tókýó, og fluttur nauðugur til Kóreu og virðist enginn vafi leika á því að þar hafi leyniþjónustumenn Suð- ur-Kóreu verið að verki. Árið 1975 var Kim orðinn aðsópsmikill bar- áttumaður í andófshreyfingu, sem hélt uppi gagnrýni á stjórnskipu- lag landsins. Hann var þá hand- tekinn og dæmdur í fimm ára fangelsi, en sleppt ári áður en Park var myrtur í október 1979. Eftir að Park forseti lézt keppti Kim að því að bjóða sig fram til forseta enn á ný, en var handtek- inn í maí 1980 þegar herinn fram- di valdarán sem studdi núverandi forseta, Chun Doo Hwan, braut til valda. Herréttur dæmdi Kim síðan til dauða á árinu 1980, en víða um heim var dauðadómurinn gagn- rýndur mjög, ekki sízt í Banda- ríkjunum, og hafði mjög neikvæð áhrif á samskipti Suður-Kóreu og Bandaríkjanna. Ekki leikur vafi á því að ríkisstjórnir Carters og síð- an Reagans beittu diplómatískum þrýstingi til að dauðadómnum yrði breytt og gerðist það skömmu áður en Chun forseti hélt til Bandaríkjanna að heimsækja Reagan. Dómnum var síðan breytt enn úr lífstíðarfangelsi í tuttugu ára dóm og fyrir þremur árum var Kim síðan leyft að fara til Banda- ríkjanna „til að leita sér lækn- inga“ eins og það var orðað í frétt- atilkynningu. Þann tíma sem Kim hefur verið í Bandaríkjunum hefur hann haldið sambandi við bandamenn sína í Suður-Kóreu og hann hefur einnig haft samstarf við annan andstæðing núverandi stjórnar landsins, Kim Young Sam. Frá því Chun forseti tók við völdum hefur hann gert ýmsar breytingar í landinu, sem þykja stefna í lýðræðisátt. Kim er þó þeirrar skoðunar, að þar sé alltof hægt farið og hann segir að þrátt fyrir framfarir á ýmsum sviðum og batnandi efnahagsástand búi meirihluti þjóðarinnar við harð- ræði og stjórnmálalega kúgun. Hann segir að ríkti í reynd það frelsi sem stjórnin lætur í veðri vaka, myndi ekki vera ritskoðun við lýði og málfrelsi ætti þá að vera ótakmarkað. Hann virðist í fullri einlægni trúa því, að hann sé réttur maður til þess að leiða þjóð- ina áleiðis til frelsis og farsælla stjórnmálalífs og fegurra mann- lífs. Stjórn Chun hefur lýst því opinberlega að hún muni ekki blaka við Kim, en það hefur einnig verið látið að því liggja, að hann ætti ekki að fara of geyst og forð- ast að æsa upp lýðinn. Og allt bendir til að heimkoma Kims boði ekki aðeins sigur fyrir hann per- sónulega, heldur muni þetta verða Chun forseta og stjórn hans til framdráttar og auka trú um- heimsins á því að núverandi valdhafar vilji stefna að lýðræð- islegri stjórnarháttum. (Heimildir: AP, Newsweek o.fl.) Samantekt: Jóhanna Kristjónsdóttir. Sálfræöistofur Höfum opnaö sálfræöistofur aö Laugavegi 43, sími 12077. Almenn sálfræðiþjónusta, ráögjöf og meöferö. Oddi Erlingsson dipl.psych. (Heimasími 39109). Gunnar Gunnarsson cand.psych. (Heimasími 32296). Bolholt W Sudurver 6 vikna vetrarnámskeið 18. febr. — 28. marsl í Suöurveri bjóöum viö 40 flokka á viku yfir mesta annatímann, svo þú finnur örugglega flokk viö þitt hæfi í Suöurveri. ★ Líkamsrækt og megrun fyrir konur á öllum aldri. ★ Morgun-, dag- og kvöldtímar. ★ Tímar 2 eöa 4 sinnum í viku. ★ Lausir tímar fyrir vaktavinnufólk. Fyrir þær sem eru í megrun: 3ja vikna kúr 4 sinnum í viku — vigtun —' mæling — mataræöi. Sturtur — sauna —■ Ijós Kennarar: Bára, Sigríður, Anna og Sigrún. Innritun í síma 83730. Gjald 2 sinnum í viku kr. 1.800. Ath.: Ljósastofa JSB er í Bolholti 6. Afsláttur á 10 tíma kortum fyrir alla sem eru í skólanum. Líkamsrækt JSB Rýmingarsala Húsgögn Viö flytjum húsgagnaverslunina von bráöar aö Skútuvogi 4 og höldum því nú rýmingarsölu á húsgögnum aö Ármúla 23. etf/° Boröstofusett, eldhúsborö, stak- ir stólar, ítölsk stálhúsgögn, ný- komin, sófasett, hlaörúm, svefn- bekkir, fatahengi. Gallerímyndir eftir þekkta íslenska og erlenda listamenn. Nýjar vörur daglega. Baðinnréttingar, borðstofu- sett, eldhúsborð, stakir stólar, sófasett, rúm, fata- hengi, gallerímyndir. 15% afsláttur cSfo Nýborg O Ármúla 23, sími 686755. H F

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.