Morgunblaðið - 10.02.1985, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.02.1985, Blaðsíða 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR 1985 Blaðamaður Morgunblaðsins á ferð um hungursvæðin í Eþíópíu: Velmegun og örbirgð. Á aöalverslunargötu Addia Ababa eru ýmsar vestrnnar vörur í gluggum, vasatölvur, heimil- istæki, gull og demantar. Í- Nokkur von um betri tið meö blóm í haga? Skugga-Sveinn é gööri stund. Danska hjúkrunarkonan í Senbete og drengurinn sem ekki gat boröaö fyrir hungri. Hann gæti lifaö ef hann fengist til aö borða, sagöi hún. Iif og fjör á búnabettunum — dauðinn bíður til sveita stór, gráleit og svampkennd flat- brauð, sem bökuð eru úr einni helstu korntegund þeirra, teff, þeirri sömu sem sprettur ekki hjá þeim á hungursvæðunum. Brauðin eru látin gerjast og verða þá súr, eins og léttsúrsaður matur. í stóra skál er svo látinn kjötmatur af ýmsu tagi, mismunandi brennandi kryddaður, sem maður veiðir upp úr með brauðsnifsi og stingur beint upp í sig með hægri hend- inni. Aldrei með þeirri vinstri, að minnsta kosti ekki ef maður vill teljast siðaður hjá þeirrar trúar mönnum og þá getur maður rétt ímyndað sér hversu grimmileg refsing það er fyrir múhameðstrú- armann að missa hægri höndina. Jónas Þórisson, kristniboði í Konsó, segir að maður verði alveg vitlaus í þennan mat og það er hreint ekki ótrúlegt. Þarna borðar maður mjög vel fyrir 3—5 birr (eþíópska dollara) cða 60—100 krónur. Það er líka eins gott að það kosti ekki mikið meira — meðaldaglaun í landinu munu vera nálægt fimm birrum. Líf og fjör á búnabettunum Á kvöldin tekur við hin þrúg- andi fátækt í siömminu á bak við hótelið. Þar geta menn villst í nokkra klukkutíma og verið stöð- ugt á gangi. Engin götuljós, opin ræsi í moldarstígunum, kofar byggðir úr bárujárni eða útflett- um olíutunnum, timbri, grjóti, pappa, mold og næstum öllu þvi, sem nöfnum tjáir að nefna. Með örstuttu millibili eru „búnabettur" (boonabet), örlitlar kaffistofur, sem jafnframt eru barir og vænd- ishús. Þar er stundum ekki sæti nema fyrir tvo eða fjóra en í hill- unum ofan við barborðið eru ýms- ar tegundir af áfengi (alls staðar er til viskí) og nokkrar konur sitja í afkimum. Oft munu það vera mæður og dætur, sem eru að hressa upp á fjárhag heimilisins og eiga þannig sinn þátt i því að kynsjúkdómar eru tröllvaxið vandamál í Eþíópíu. Búnabetturn- ar eru út um allt land og það mun ekki þykja nema sjálfsagt að karl- ar líti þar við. Algengur giftingar- aldur karlmanna er nálægt þrí- tugu, stúlknanna allt að helmingi lægri, og einhversstaðar verða þeir að vera, greyin, á meðan. Og ef eiginmaður er að heiman eða konan ekki upplögð er frelsi hans óskorað og ekki til umræðu. Fólk er á stjái í myrkrinu og kvöldhljóðum höfuðborgarinnar. Mjög fljótlega koma strákarnir á vettvang, 7—13 ára pjakkar, ber- fættir og glóir á skjannahvítar tennur og augnahvítur í andlitun- um: Gefðu mér pening, ég er blá- fátækur, það er alveg satt. Mister, give me some money, I’m really very very poor. Þeir eru þolinmóð- ir þegar þeir elta hvitingja og gefa sig ekki fyrr en í fulla hnefana. Hér og þar eru einskonar kjötbúð- ir, litlir söluskúrar, þar sem kjötstykki í hálfum og heilum skrokkum hanga á veggjum. f öðr- um ennþá minni húkir maður og selur tyggigúmmí, sígarettur og smádót — til dæmis plastpoka. Haft er orð á, að ýmislegt fleira hljóti að vanta þegar venjulegur plastpoki er orðinn eign. í flestum búlunum er hreyfingu að sjá og gestir þar vilja gjarnan bjóða fleirum í fjörið. Margir virðast drukknir. Á leið heim á hótel kem- ur maður og hvíslar því að þetta sé ekki góður staður fyrir hvítt fólk. Ekkert alvarlegra gerist en að sígarettupakki hverfur úr vasa og hótellykii sem strákar „fundu" er skilað beint til þess rétta. Um djúpa græna dali Höfuðborgin Addis Ababa er í 2155 metra hæð yfir sjávarmáli, því sem næst í miðju landinu í fylkinu Shoa. Þar er loftslag alveg ljómandi, loftið tært og þunnt, hitinn indæll í skugganum og sól- in heit. Menn taka lit í andlitið á dagstund. Hungrið er ekki að sjá í Addis (a.m.k. ekki í fljótu bragði) umfram það sem áður er lýst. Það væri helSer kurteisi að lýsa gömlu keisaraborginni sem fallegri — en þegar ekið er norður úr borginni blasir við manni feiknarleg land- fegurð. Leiðin liggur heldur upp á við um snarbrött fjöll og djúpa græna dali, skógi vaxna með vel skipulögðum ökrum, strákofarnir í þyrpingum, þéttbýlt. Fólksmergð með vegum. Allir að bera eitthvað, brenni, vatn eða korn. Eða böm. Asnar og kýr, geitur og kindur eins og í útlendum Biblíuteikning- um. Allir eitthvað að fara, fyrst í stað liggur straumurinn á markað í borginni en smám saman fer fjöldinn að stefna í hina áttina. Þá er líklega styttra í næsta þorp. Og þar situr fjöldi fólks við vegar- brúnina, vörubílar hér og þar, ið- andi mannlíf og hvergi að sjá hópa sveltandi fólks. Grænu dalirnir koma manni feiknarlega á óvart og það þarf að horfa dálítið vandlega á þá til að sjá að ekki er allt með felldu: Græni liturinn er blekking. Það sprettur ekkert á ökrunum. Fólk er ekki að vinna á ökrunum eins og væri eðlilegt á þessum árstíma. Fyrir 3—4 dögum rigndi í tvo sól- arhringa — það er nóg til að gera allt hvanngrænt yfir að líta. En eftir örfáa daga verður það að mestu orðið gult aftur, nema Litlu rigningarnar (belg) byrji fyrir al- vöru. Þá væri hægt að sá til skammvaxnari tegunda. í norður- héruðunum hefur ekki rignt að gagni í 4—5 ár. Áleiðis þangað ætlum við, norður til Dessie, höf- uðborgar Wollo-fylkis, norðan við Shoa, tæplega 500 kílómetra leið. Nálægt þeirri borg starfa íslensku hjálparliðarnir, fjórir hjúkrunar- fræðingar úr Reykjavík og tveir félagar úr Hjálparsveit skáta í Vestmannaeyj um. Undir vernd Skugga-Sveins Við erum fimm á ferð í Land- cruiser-jeppa: yðar einlægur, tveir aðrir íslenskir fréttamenn, þeir Friðrik Páll Jónsson af útvarpinu og Eiríkur Jónsson af DV, Jónas Þórisson kristniboði, og fulltrúi stjórnvalda, Thaddese Mengistu, 28 ára fyrrum félagsfræðistúdent við háskólann í Addis, nú starfs- maður upplýsingamálaráðuneytis- ins. Og kannski víðar þótt hann þræti fyrir það sjálfur. Hann gæt- ir þess að við tökum ekki myndir þegar hann telur það henta, að við förum ekki í fólksflutningabúðir stjórnarinnar, að heyra öll samtöl okkar við innfædda, fylgja okkur eins og skugginn í stuttu máli og vera óþægilegur á ýmsa lund. Við köllum hann Skugga-Svein. Feitur og pattaralegur með blásvartar varir og nögl litla fingurs á vinstri hendi óskorna. Þannig má sýna þar í landi, að menn séu yfir það hafnir að vinna erfiðisvinnu. Bláir gómar og smjör í hárið Fleira líkamsskraut má sjá á ferðum um landið. Lagleg stúlka á búnabettu hefur látið húðflúra með bláu á sér hökuna, eyrna á milli, og sömuleiðis góminn á sér. Þegar hún hlær skín í kóngablátt tannholdið. Niðrí Konsó, í fylkinu Gamo Gofa, setja konur stundum smjör í hárið á sér til að skerpa glæsileikann. Einhverntíma var sendur þangað vörubílsfarmur af matarolíu, sem notuð er víða í landinu, en ekki í Gamo Gofa. Karlarnir sóttu sína olíubrúsa og helltu yfir konur sínar. Aldrei fyrr höfðu þær verið svo undurfagrar og glansandi og engum datt í hug að fara að nota olíu til matargerð- ar. Þetta er eins og þegar Banda- ríkjamenn unnu að þróunarverk- efni í Súdan fyrir nokkrum árum — framlag ameríska stórfyrirtæk- isins Texas Instruments, sagði mér starfsmaður bandarísks ráð- gjafarfyrirtækis á sviði þróun- arhjálpar, voru 10 þúsund vasa- tölvur. Hirðingjana í Súdan vant- aði ekki vasatölvur heldur rign- ingu og mat og auk þess fylgdu engar aukarafhlöður. Þegar dregur norður í landið eru fæðudreifingarstöðvar með- fram vegum. Þangað kemur fólk ýmist daglega, vikulega eða mán- aðarlega og fær svokallaða „þurrskammta" til að fara með heim, það er mest korn, teff, sorghum, stundum maís eða bar- ley. Síðan í október hafa 8000 fjöl- skyldur fengið mánaðarlegar mat- argjafir til að fara með heim. Það er bæði sojamjöl og sojaolía sem blönduð er með mjólk og sykri og verður við það feiknarlega eggja- hviturík og holl. Mörg barnanna eru vannærð — 75% þeirra eru undir eðlilegri þyngd. í dag fá þar 280 börn að borða fjórum sinnum á dag. „Við stefnum að því að fæða að minnsta kosti 1000 börn á dag,“ sagði fulltrúi yfirvalda á staðnum, „ekki veitir af.“ Matur fyrir ekkert og matur fyrir vinnu Það er undarleg tilfinning, sem grípur mann þegar komið er í stöð af þessu tagi. Þar eru hundruð eða jafnvel þúsundir manna, sem eiga sér enga von nema matargjafir. Sums staðar er að vísu um að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.